Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Síða 27
27 neðan npp til miðs, en svo voru að norðanverðu rimagrindur upp undir bita, en að sunnarverðu tók prjedikunarstóllinn það rúm af, nema bil nokkurt var á milli lians og kórstafsins, og i þvi gegn- skorin hríslumynd. Fyrir ofan bitann vfir kórdyrununi var þil- spjald, er náði upp í sperruna báðum megin. Það var rnálað með myndum á hvora hlið. Á hliðinni sem fram vissi var Jósep og María, Sírneon og Anna, og hafði Simeon barnið Jesú á örmum sjer Á þeirri hlið sem inn í kórinn vissi var hinn upprisni Kristur að blessa postulana á fjallinu hjá Betanía, en Jerúsalem sást álengdar. í kórnurn voru fastir bekkir báðum megin I kring frá dyrunum til altaris, en lausabekkir innan stoða. Altarið var útskorið á hurð og göflum. Á þvt stóð ljósastjaki af kopar með 2 hliðargreinum, gerð- ur fyrir 3 Ijós. Upp frá altarinu var fyrst »brík«, sem á voru skrif- uð innsetningarorðin, en útskurður til beggja enda, og riáði hann út fvrir altarið. Ofaná bríkinni var falleg altaristafla, gefin kirkj- unni af frú Sigríði ekkju Jóns biskups Vídalíns 1728, og er sú tafla enn í kirkjunni, ásamt útskornu stykki sem var, og er, ofaná henni. Ekkert loft var i kirkjunni og engin livelfing; sá allstaðar sperrurn- ar og súðina, sern var á öllu lisi hennar frá niæni ofan á stutt- sperrutær. Birtu fjekk kirkjan frá 6 gluggum. Langstærstir voru 2 sexrúðna gluggar á kórgafli, sinn hvorum megin altaris fyrir neð- an þilbitann. Þá var 4 rúðnagluggi á þekjunni yflr prjedikunar- stólnum og voru þær rúður talsvert miuni. Þá voru 3 einnar rúðu gluggar á framþili: sinn hvorum megin dyra, hærra en þær; og var slærð þeirra ekki fjærri rúðustærðinni I kórgluggunum; hinn þriðji var uppi yflr kirkjudyrunum, hátt fyrir ofan þilbita, og var sá minnstur. Var því birta heldur dauf í framkirkjuiini þá er aft ur voru dyrnar. Kirkjan var, eins og flestar kirkjur þá, með toif- veggjum og torfþaki, en þil voru á göflum; þó náði kórþilið ekki nema niður fyrir gluggana, þá tók við torfþrep. Enframan á var þil niður úr gegn. Þilin voru þreföld. Kirkjudyrnar voru fremur víð- ar, en ekki háar nieð »strikuðum« dyra.-döfum og boga yfir. Var lnirðin bogadregin ofan. Hún var tvöföld, því framan á hana var neglt »tíglaverk«, eða strikuð stykki, sem lágu í ferhyrningum, hverj um utan yfir öðruin. Miðtiglar voru tveir, annar ofarlega, hinn neðantil á miðri hurð. I hann var rekinn kengur sá, sein hurðar- hringurinn var festur i; hann var úr kopar, stór og digur, en þó járn þar er í kengnum Ijek. Kengurinn var rekinn inn á milli tveggja upphleyptra «snarhandar«.stafa: B. S. Það var fangamark Brynjólfs Sigurðssonar sýslumanns í Hjálmhoiti, er kirkjuna ljet bvggja 1760—70; en smiðurinn var Ámundi »snikkari« Jónsson, og og er útskurðurinn og málverkið eptir hann. í fyrstu mun kyrkjan 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.