Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Page 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Page 42
42 blómstrin. A sprotanum eru og 7 slíkir stokkar sem á lindanum og 7 doppur að auki kiinglóttar með stóru korni í miðju og lykkj- um eða hringum umhverfis, sem blaðasveigur væri, og sams konar sem framan á hringjunni miðri, en þó heldur stærri, Aptur er sjálfur sprotinn (sprotastokkurinn) með sams konar gerð sem stokk- urinn við hringjuna og þó heimingi lengri; niður úr honum gengur lítiil kengur og mun í hans stað upphaflega hafa verið broddur eða typpi með skrúfugangi (eiris og á nr. 3797, því að það er mjög fornt lag, eða þá í liking við typpin á nr. 928, 1140, 1582 eða 1625, þvf að á þeim er og fornt lag, en þó nokkuru yngra en ætla má að verið hafi á þessu belti); á síðari timum, er typpið var glatað, hefur svo kengurinn verið settur á sprotann og iauf hengt neðan í hann; neðan (eða innan) á sprotann er grafin mynd af kvenmanni með barðastóran, koll-lágan hatt á höfði og 2 fjaðrir upp af; hún er í mjög flegnum kyrtli, ermastuttum og dragsiðum og eru stór uppslög á ermunum; í hægri hendi heldur hún á skapti, sem að ofan greinist í blaðasveig, er fyllir alt bilið fyrir ofan og til hliðar við höfuð hennar. Hnappurinn er eigi mjög stór, 4'/* sm. í þver- mál; umgerðin er þykk og stömpuð utan og sömuleiðis efri brúnin, en innan í umgerðinni er slétt plata nokkuð kúpt og þar ofan á er mjög margbrotið verk úr snúnum vír, er myndar eins konar hæð- ir, alls 7. og er ein í miðju, því að þar rís þetta veik hátt upp frá plötunni (undirlaginu), en næst plötunni eru 7 hringar og ofan á þá er þetta loptverk kveikt; í ölium lykkjum, sem á þessu upp- hafna verki verða, og í bilunum utan me5 hringunum eru koru og eigi öll jafnstór. Lindinn undir beltinu er úr rauðu skinni, er sett var að láðurn Sigurðar málara Gfuðmundssonar milli 1860 og 1870, og ganga fætur úr hverjum einstökum hluta silfurverksins í gegnum lindann og band dregið í að innan. Belti þetta er bæði forn og merkilegur gripur, þar sem alt verkið er einkar vandað, og ber að ýmsu levti langt af öllum öðr- um sam skonar gripum í safninu. lJað er talið að vera trá 15. öld. Það vita menn fyrst til beítis þessa, að það var í eigu Guð- rúnar Einarsdóttur, móður Jóseps læknis Skaptasonar í Hnausum. A myndinni eru sýndir 3 partar af beltinu; efsti partuiinn á myndinni sýriir beltislinappinn með 4 na\stu beitisstokkum við hann og neð.-ti parturinn beltishringjuna með hringjustokkinum og 2'/s beltisstokki; en miðparturinn sýnir 2 neðstu stokkana af sprotanum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.