Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Page 43
43
Gamall stóll.
(Nr. 443).
Hann er mestallur úr birki, nema fjalir í setunni og botninum
úr greni, og mjög útskorinn. Fæturnir eru telgdir i liking við brugð-
inn starkong; að framanverðu er neðst útskorin fjöl með eins konar
brugðnUjgegnskornu hnútaverki með laufum, í rómönskum stíl, með
snúning fyrir ofan; þessi íjöl er laus og negld með trénöglum á
slétta fjöl, sem greypt er í báða fæturna, og vantar þó nokkuð við
annan endann og hefir þar að líkindum verið önnur fjöl skorin og
fest á sljettu fjölina með sama hætti; en þar fyrir otan er önnur fjöl
og á hana skorin röð af hringum, sem ganga hver í annan; þar
innan ( er skorið með fábrotnu höfðakitri:
ÍtUD IhS ChS DROTTINN.
Á stólbrikuntim er og hnútaverk í sama stil og öðru megin
stafirnir IhS, en hinu megin ChS.
Á neðstu þverfjölina í bakinu, þá sem næst er setunni, er
skorinn brugðinn strengur og þar fyrir ofan 15 telgdir pilárar. Þar
fyrir ofan koma 3 þverfjaiir, sem feldar eru saman á röndurn og
liggja við herðarnar, þegar setið er á stólnum; á neðstu fjölinni er
bekkur með útskornum dýrum; þar eru mynduð tvö ferfætt dýr,
sem eru að berjast, og liggur annað undir; þau bíta hvort í rófuna
á öðru; þar næst er fhigdreki að berjast við ljón; á miðri fjölinni
er IhS innan í hring; þar næst er hestur, er stendur við tré, og slð-
ast maður með snaghyrnda öxi að berjast við ferfætt kvikindi; alt
meira og minna gegnskoríð. Fyrir ofan þetta verk korna tveir
snúningar á röndum fjalanna og þar fyrir ofan laufaviður gegn-
skorinn. í efstu þverfjölina ofanverða eru reknir inn 19 trénaglar
hausstórir og skornir í líking við valhnút, en framan á fjölina er
skorin ein lína með sams konar höfðaletri, sem áður er nefnt, og þó
miklu smærra:
ION ION SON A MIG SEIGER STOLLIN
GUD IESUS ChS SE MED OS
Á aptari stólbrúðurnar að framan er skorinn laufaviður 1 róm-
önskum stil og ofarlega á þeim öllum fjórum eru telgdir eins konar
brugðnir valhnútar, en þar ofan á fjórir riddarar; einn þeirra, sá
sem verið hefir á stólbrúðunni hægra megin, þegar setið er á stóln-
um, er fyrir löngu brotinn af fyrir neðan mitti og týndur, en mun
hafa verið heill, er safnið eignaðist stólinn; riða þeir við beizli með
snoppuól og í söðlum með háum kerlingum að framan, kringlóttum
að ofan, eins og á gömlum kvensöðlum. Riddararnir hafa spánsk-
an búning, sem tíðkaðist mjög hér á landi á 16. öld; tveir þeirra,
þeir er til vjnstri handar eru, þá er setið er á stólnum, hafa kollhúfu
6*