Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 44
44
A Viöfði, með litlu niðurbroti A hnnkkanum, með einföldu bandi yfir
um, en einn virðist að bera lAgan hatt á höfði með litlu barði og
snúnu skrautbandi um, stutta treyju slétta með standkraga eða held-
ur linkraga hálfuppstandandi. Ermarnar A þeim öllum eru sléttar
og uppvíðar; treyjurnar slá sér allar út fyrir neðan mittið og eru
sléttar A tveimur, en með fellingum fyrir neðan mittið A tveimur;
stuttvíðar spánskar brækur með útskornnrn 4—5 geirum A lærun-
um A tveimur, en á öðrum tveimur með 6—7 borðum niður eptir
lærunum í stað geiranna. (Sbr. Skýrslu um Forngripasafn íslands,
II, 49 og 161 bls.).
I stólsetunni er laus fjöl eða lok og botn neðst; má því geyma
töluvert i stólnum.
Stóllinn er yfir höfuð mjög líkur þeim alþektu Gfrundarstólum,
sem nú eru i Þjóðmenjasafninu í Kaupmannahöfn, og þó varla svo
gamall sem þeir. Hann var áður f Draflastaðakirkju í Fnjóskadal.
A Draflastöðum bjó A ofanverðri 16. öld Jón sonur Jóns kolls Orms-
sonar og mun stóllinn vera smíðaður handa honum, en ekki vera
upphaflega gerður til þess að vera kirkjustóll; á þetta bendir bæði
það, að nafn hins fyrsta eiganda er A hann skorið, og svo hitt, að
bakiðf á honum er óvandað og með engum útskurði að aptan, af
því að hann hefir átt að standa upp við vegg, en eigi á miðju
gólfi.
Stóllinn var gefinn safninu 1868 af Tryggva Gunnarssyni, banka-
stjóra, er þá bjó á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal.