Alþýðublaðið - 04.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^eilðsalaoknr ela lanðsverzlnn? Alvöruorð. Mun þjóðin heldur vilja heildsalaokur og verzlun auðhringa, eins og steinoliufélagsins og »Kol og Salt«, en verzlun sjálfrar þjóðarinnar, I andsverzlun. Alþýðuflokkurinn er með landsverzlun, af þvi það er eina ráðið til þess að halda heild- salaeinokuninni i skefjum. Þetta vita heildsalarnir og blöð þeirra og hrópa: Niður með lands- verzlun. En íslenzka þjóðin tek- ur undirmeð Alþýðuflokknum og segir: Upp með landsverzlun! Niður með heildsalaeinokunina! Einoknn steinolínfélagsins sem liggur eins og mara á þjóð- inni, verður aðeins brotin á bak aftur með því að landið taki sjálft einkasölu á steinolíu. Þetta vita allir. Og þetta munu allir viðurkenna eftir kosningarnar, þó sumir mótstöðumenn alþýð- unnar séu núna í kosningahríð- inni nógu uppvöðslumiklir til þess blákalt að neita þessum einfalda sannleika. Einkasala á lyíjnru. Landstjórnin (heimastjórnar- mennirnir Jón Magnússon og Pétur Jónsson, flokksmenn heimastjórnarmannsins Jóns Þorlákssonar) ætla sér að koma með frumvarp um það á næsta þingi, að landið taki einkasölu á lyfjum til lyfsalanna, en lyf- salarnir eiga eftir sem áður að halda lyfjaverzlun sinni og leggja mörg hundruð prósent á Igf, sem sjúkum mönnum er cetlað. Þeir Jón Magnússon og Pétur Jóns- son vilja einkasölu á lyfjum til þess landið græði á því, svo ekki þurfi að hækka tekju- skattinn á þessum 150 mönn- um, sem hafa 3/s hluta af öll- um tekjum landsmanna, en þeir œtla sér ekhi að skerða gróða lyfsalanna um einn egril Alþýðu- flokkurinn vill að landið taki við einkasölu þeirri á tgfjum sem tgfsalarnir hafa nú, svo lyf geti orðið ódýrari en þau nú eru. irnir Jón Magn. og Pétur) legg- ur fram fyrir næsta þing frum- varp um að landið taki einka- sölu á kornvöru, eins og er i Noregi. Sá sem fyrstur stakk upp á þessu var heimastjórnar- maðurinn Guðm. Björnson land- læknir, sem sýndi fram á það, að ómögulegt væri að byrgja landið nægilega upp .að korn- vöru, nema landið hefði einka- sölu á henni. Eftir þeirri reynslu sem fengin er með landsverzl- unina hefir komið í Ijós, að heildsalarnir standast ekki sam- kepni við hana, og er þeim því allra verst við að hún verzli i frjálsari samkepni við þá, og vilja beldur láta hana hafa einka- sölu, af því þá geta blöð þeirra Visir, Morgunblaðið, og hvað þau nú heita, haldið áfram að flytja lygafregnir af því að hún selji dýrara en nauðsynlegt er, en að öðrum kosti verða þeir að sýna það i verkinu. En það geta þeir ekki. Hversvegna með landsverzlun! Það skýtur upp hinum fárán- legustu kenningum í blöðum andstæðinganna, um það, hvers vegna Alþýðuflokkurinn sé með landsverzlun, til dæmis að það sé af því, að einn flokksmaður sé þar skrifstofustjóri, eða þá þeir segja, að landsverzlunin hafi tapað, og að þessum sama flokksmanni þyki það svo »óvið- kunnanlegt« að skila landsverzl- uninni af sér með tapil Nei, sannleikurinn í þessu máli er sá, — og það vita mótstöðu- menn okkar, — að við erum samþykkir tillögunni, sem þing- málafundur á ísafirði samþykti fyrir fám dögum, með marg- földum meiri hluta, að lands- verzlun sé bezta bjargráðið sem þjóðin hafi átt. (Frh.). Fáir munu enn hafa gert sér grein fyrir hvílíkir alvörutimar eru fyrir þjóðina nú, þegar af- létt er þyngsta oki dýrtíðarinnar. Vonir þær, sem menn báru í brjósti um aukinn veg sinn aö loknum hernaðinum mikia hafa brostið, fátækt og skortur fóru í kjölfar hans. Nú birtir samt yfir, en um leið dregur upp sorta mikinn. Ránhrammar er- lendra magna steðja að, foss- arnir okkar, fegurð og prýði landsins eru þeim ágirndareign. Pjóðin verður að hervæðast; hún verður að gera sér Ijóst hvað yfir henni vofir. En — al- íslenzkir menn hafa gerst er- indrekar erlenda valdsins. Vér héldum íslendingar, að fullu væru dauðir kynþættir þeirra Gizurs jarls og Gizurs biskups — en andinn lifir, þótt líkam- inn deyi. — Eg þarf ekki að minna menn á fyrri afrek þeirra fossafélag- anna, íslands og Titans, en vii að eins benda á hvar þeir eiga nú hauka í þrem hornum. — Herra Jón Þorláksson hefir á- valt verið Danavinur mikill og andstæður sjálfstæði landsins — nú er hann styðjandi og liðs- maður h/f. ísland. Um Magnús docent þarf varla að tala. Stuðningur húsbónda hans Jak- obs Möllers við Svein Björnsson umboðsmann h/f. íslands viö siðustu þingkosningar eru nægi- legur vottur stefnu hans. Svo kem eg að Þórðunum. Eg veit, að hr. Þórður Sveins- son er I raun réttri sjáifstæðis- maður, en samband hans viö Tímann, málgagn h/f. Títans er of bersýnilegt til þess, að vér getum gengið grunlausir fram hjá því. Allir eru þeir ánetjaðir hinu erlenda valdinu. Góðir Islendingar! Eg krefst þess, að þér látið ekki blint flokksfylgi ráða atkvæðum yðar. Eg játa það, að eg er jafnaðar- maður, en fyrst og fremst er eg íslendingur — og vil að vér ráðum sjálfir voru landi. íslenzkur bóndasonar. Kornmatareinkasala. Landsstjórnin (heimastj.menn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.