Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 43
AÐ KOMA FORTIÐTIL FRAMTIÐAR
47
Innri öfl
Filmur
Nítratfilmur eru sjálfeyðandi og geta ollið sjálfsíkveikju. Ef hita- og raka-
stig eru óhagstæð, gefa filmurnar frá sér nítrógendíoxíð sem verður til
þess að í miklum raka myndast saltpéturssýra, sem er ekki einungis afar
skaðleg fyrir sjálfar filmurnar, heldur líka öðru ljósmyndaefni. Eftir því
sem hitastigið í ljósmyndageymslunum er hærra, því meira nítrógendí-
oxíð gefa filmurnar frá sér og eftir því sem rakastigið er hærra, því mun
meiri líkur eru á að nitrógendíoxíðið breytist í saltpéturssýru. Filman fer
í gegnum nokkur ferli þegar hún er að eyðast. Yfirleitt byrjar hún á að
mislitast og fá á sig gulbrúnan og síðar meir ljósgulan blæ. Þá linast emúl-
sjónin og plastfilman upp og að lokum verður filman stökk og brothætt,
og er þá hætta á að hún molni niður.
Eins og fyrr sagði var dí-acetatfilman upphaflega framleidd sem ending-
argóð og eldtraust filrna. En þó dí-acetatfilman sé ekki eins eldfim og
nítratfilman, endist hún verr en til var ætlast, því með tímanum dregst
hún saman og verður stökk vegna þess að mýkingarefni, sem hún inni-
heldur, gufa upp. Með öðrurn orðum; grunnefnið dregst saman en emúl-
sjónin og afvinduefnið halda upprunalegri stærð og krumpast.
Súljiðskemmdir
Súlfíðskemmd er gul, gulgræn, gulbrún, eða rauðbrún að lit, ýmist er
emúlsíónin öll þakin eða bara að hluta og þá oft flekkótt.
Súlfiðskemmdir eru yfirleitt til komnar vegna óvandaðra vinnubragða í
myrkraherbergjum, eins og þegar framkallað er í ofnotuðum framköllun-
arvökva, en hann myndar gul oxunarefni sem mislita gelatínið og mynd-
silfrið í emúlsíóninni.
Einnig mislitast myndsilfrið þegar:
- fixermn inniheldur of mikið silfur eða framköllunarvökva
- ekkert stoppbað er notað
- ekki er skolað nógu vel í lokin.
Þegar fixerað er í ofnotuðum vökva eða í of stuttan tíma þá mislitast
ljósu svæði negatívunnar og fá á sig gulbrúnan blæ, því enn er silfur eftir
í emúlsjóninni.
Þegar fixerað er í of skamman tíma, er hætta á að efni úr framkaUaran-
um sitji eftir, sem leiðir til þess að myndsilfrið eyðileggst; ljósu svæði
negatívunnar verða brúnleit.
Þegar illa er skolað verða fixersölt eftir. Söltin innihalda brennisteins-