Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að þar hafi menn um miðja síðustu öld verið hættir að sinna kirkjunni,
og hún dæmd til að falla. Hún hafi samt staðið til 1902, þá var jafnað um
kirkju og kirkjugarð, en hinir höfðinglegu Dyrhólabændur undu ekki
þar og fluttu brátt af óðali sínu þegar kirkjan var horfin, segir Eyjólfur.
Sömu sögu er að segja um Höfðabrekkukirkju. Mörgum sinnum hafi
hún fokið af grunni en jafnan verið byggð upp aftur. Forsjónin hafi æv-
inlega lagt til nægilegan rekavið í hana. En um aldamótin síðustu hafi
menn verið hættir að dytta að kirkjunni, og loks hafi Kári orðið fyrri til
og feykt henni af grunninum árið 1924. Það urðu endalok kirkjunnar á
Höfðabrekku, hún var ekki byggð upp aftur, og lýkur Eyjólfur máli sínu
á því að segja að Höfðabrekka hafi þar með tapað höfuðprýði sinni og
höfðingshætti.
Þórður bjó þetta greinasafn Eyjólfs til prentunar árið 1990. Mér býður
í grun að þá, ef ekki löngu fyrr, hafi Þórði orðið hugsað til Skógakirkju,
sóma staðarins um aldir. Kirkja hefur væntanlega staðið í Skógum frrá
öndverðu. Hennar er getið í kirknatali Páls biskups og var Niku-
lásarkirkja í kaþólskum sið. Frá fyrstu tíð bjuggu þar miklir höfðingjar.
Þegar Þorvaldur víðforli og Friðrekur biskup komu til að kristna íslend-
inga í lok 10. aldar eru synir Ornólfs í Skógum taldir meðai mestu höfð-
ingja í landinu, í flokki með Þorkeli mána, Gissuri hvíta, Hjalta Skeggja-
syni og fleirum á Suðurlandi, Eyjólfi gráa, Ólafi pá, Snorra goða og
Þorsteini Egilssyni á Vesturlandi, Þorvarði Spak-Böðvarssyni á Norður-
landi, og Síðu-Halli á Austurlandi.
Kirkja stóð í Skógum til ársins 1890. Þá var hún aflögð. En nú er aftur
risin þar kirkja eftir 106 ára hlé, þökk sé Þórði Tómassyni. Með
nokkrum hætti er kirkjan ekki bara Skógakirkja, heldur flestar þær kirkj-
ur, sem hér hafa verið taldar og reyndar fleiri, og skulu nú færð rök fyrir
því.
Til tals kom að flytja í byggðasafnið einhverja litla kirkju, sem lokið
hefði hlutverki sínu heima fyrir. Niðurstaðan varð þó sú að reisa heldur
nýja kirkju, sem tæki mið af ýmsum þeim timburkirkjum sem stóðu þar í
héraði á fyrri öld, þar á meðal gömlu Eyvindarhólakirkju. Þórður hefur
safnað til sín ýmsum kirkjugripum og innviðum, sem nú hafa komið að
góðu gagni. Hjörleifur Stefansson arkitekt var fenginn til að teikna kirkj-
una, sérstaklega með það í huga að nýta mætti þá gömlu innviði sem
varðveist hafa. Gluggarnir eru allir úr Grafarkirkju í Skaftártungu sem
reist var skömmu fyrir aldamót, nánar tiltekið 1898. Hún er falleg járn-
varin timburkirkja, smíðuð af Samúel Jónssyni, foður Guðjóns Samúels-
sonar. Fyrir nokkrum árum var skipt um glugga, og Þórður fékk gönflu