Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 95
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR
99
barg honum og færði í safnið fyrir rúmum þijátíu árum (Þjms.
1963:155). Aður en rifurinn varð að girðingarstaur hafði hann verið
garðastoð í fjárhúsi, sem síðar var notað sem hesthús og rifið árið 1953.17
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði
og Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skógum eiga sinn
heila rifinn hvort. Sá sem safnið á Reykjum á var hirtur úr spýtnabraki úr
gömlu bæjarhúsi í Klömbrum íVesturhópi (BHS, 7. apríl 1978),18 en rif-
urinn í Skógasafni var raftur í hlóðaeldhúsi í Núpakoti (BRS 2726); það
safn á einnig skertan rif (BRS 2573) sem notaður hafði verið sem raftur í
lambhúsi og síðar sem girðingarstaur í túngirðingu á bænum Árkvörn.19
Byggða- og listasafn Arnesinga á skertan rif í tveimur hlutum frá Kóps-
vatni (BÁS 486 og 486a).20
Af framangreindu er að sjá sem að minnsta kosti fimm heilir og þrír
skertir rifir úr vefstað séu nú varðveittir hér á landi. Þrír af heilu rifunum
(Þjms. 1919a, BHS 7.4.1978 og Þjms. 908a) eru nánast jafnlangir, 199,
200 og 201 cm og á þeim sést að lítill ntunur hefur verið á bili milli
hleina: 152, 144(?) og 145 cm.Vefrými (hámarksvefbreidd) þessara þriggja
rifa er einnig nálægt því eins: 139, 136 og 135 cm, þó svo að fjöldi rifgata
sé mjög mismunandi: 44, 48 og 32. Otöldu tveir heilu rifirnir (Þjms. 855)
og BRS 2726) eru talsvert lengri, 217 og 221 cm. Á þeim lengri hefur
bil milli hleina verið 170-180 cm, og vefrými er 164 cm með 41 rifgati.
Bil milli hleina á hinum rifnum á samkvæmt safnskrá að samsvara 159,5
cm, en virðist eftir ummerkjum á rifnum að dæma hafa verið um 176
cm; vefrými hans er 127 cm og rifgöt 37 (tafla Ia).21 Rifshausarnir eru
annað hvort ferstrendir eða teningslaga, og er sneitt af hornum á þremur
þeirra. Lengd þeirra er frá 23 til 29 cm. Allir þekktir íslenskir rifshausar
eru með tvö kringlótt göt í gegn, hornrétt hvort á annað; í gegn um þau
ganga tréstautar, svonefndar haldvindur, sem notaðar eru til að snúa rifn-
um eftir þörfum (tafla Ib).
Hleinar. Svo er að sjá að einungis þijár hleinar hafi varðveist, tvær sam-
stæðar og ein stök, og eru allar í Þjóðminjasafni Islands (Þjms. 908b, 2
stk., og Þjms 1919b). Þær eru nokkuð svipaðar á lengd, 18822 og 182 cm,
og lítill munur er á breidd þeirra og þykkt, 8,5 og 10 crn, og 5 og 4,5-5
cm (tafla II). Á báðum lengri hleinunum eru fjögur göt undir raknings-
hæla og tvær raufar undir lokuþolla til að festa skilfjöl á tveimur stöðum,
mishátt; á stöku, styttri hleininni eru þijú göt og tvær raufar, og er lengd
neðan frá upp að lokuþollsraufum á henni 52,5 og 71 cm.23
Skilfjalir. Ekki er vitað um neina upprunalega skilfjöl á Islandi. Skilfjal-
irnar í vefstöðum þeim sem til sýnis eru í Þjóðminjasafni Islands eru eft-