Alþýðublaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 2
Ötgefandi: Alþýðuhokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristj ánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- oetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. H. C. HANSEN í DAG verður gerð í Kaupmannahöfn útför H. C. Hansen, forsætisráðherra Dana. H. C. Han- ísen var einn þeirra forystumanna er komnir voru beint úr röðum verkalýðshreyfingarinnar. Hann var skósmiðssonur frá Árósum, lærði prentiðn og valdist snemma til forustu í samtökum iðnnema og ungra jafnaðarmanna. Þegar á ungra aldri varð H. C. Hansen náinn samstarfsmaður Hans Hed- toft í yerkalýðshreyfingunni og átti leið þeirra eftir að liggja saman um langa tíð í flokki danskra jafnaðarmanna. Forustuhæfieikar H. C. Hansen þóttu ótvíræðir og hann varð hægri hönd Hans Hedtofts. Enda þótt undirstöðumenntunin væri lítil, tókst H. C. Hansen að afla sér mikillar sjálfsmenntunar, — meðal annars góðrar þekk- ingar í tungumálum. Átti það eftir að koma sér vel, þar eð hann varð að taka við æðstu emb- ættum þjóðar sinnar, svo sem embætti utanríkis- ráðherra og síðan embætti forsætisráðherra eftir .fráfall Hans Hedtofts. Varð H. C. Hansen mjög ástsæll leiðtogi með þjóð sinni og engum dylst, að við lát hans hefur danska þjóðin og hin nlþjóð- ÍLega jafnaðármannáhreyfing misst mikinn for- foringja. Kynni íslenzkra jafnaðarmanna af H. C. Hansen voru mjög ánægjuleg og munu þeir ætíð minnast hans með þakklæti og virðingu. BÚVÖRUVERÐIÐ EFTIR mikið stríð hefur fullt samkomulag nú náðst í hinni nýju sex-manna-nefnd, er fjallar um verðlagsmál landbúnaðarins. Ber vissulega að fagna samkomulaginu, enda er lausnin slík, að báðir aðilar geta vel við unað. Aðalatriðið fyrir neytendur er það, að tekizt hefur að halda útsölu- verði mjólkur óbreyttu og lækka, verðið á kjöti nokkuð án aukinna niðurgreiðslna úr ríkissjóði. Mega þetta teljast góð málalok fyrir neytendur. Verður ekki annað sagt, en að hin nýja sex-manna nefnd hafi farið vel af stað. Var útlitið í þessum vissulega ekki gott sl. haust, er upp úr viðræðum slitnaði og má samkomulag nú teljast kraftaverk eftir allt það, sem á undan er gengið. IHaill I..II Ræðir breytingarnar á almannatryggingunum FUNÐUR verður haldinn í fulltrúaráði Alþýðuflokksins í IReykjavík nk. þriðjudag 1. marz kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: Breytingarnar á almannatryggingunum. Frum tmælandi: Sverrir Þorbjörnsson, forstjóri Tryggingastofnunar iríkisins. Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna stundvíslega. 2 28.' febr, 1960 — AÍþyk'í/tíá&ð Um 7000 dýr unnin 1958 Sveinn Einarsson, veiðistjóri, hefur tekið saman skýrslu um refa- og minkadráp árið 1958. Samkvæmt þeim skýrslum, sem honum hafa borizt, — 15 hæjar- og sveitarfélög eiga eftir að senda skýrslu, — hafa 3444 refir og 3554 minkar ver- ið felldir á þessu ári. Ref!rnir, sem unnir voru, skiptast þannig: Greni 516 dýr, fullorðin grendýr 706, yrðling- ar 1855, dýr utan gr.enja 782 og fundin dauð af eitri 102. Kostn aðurinn við refadrápið árið 1958 nam saiptals 2.171.567,44 kr. og 630,54 kr. á ref til jafn- aðar. Kostnaðurinn við að drepa 3554 minka nam 877.813, 69 kr. eða 248,39 kr. á mink að meðaltali. Mest var drep'ð af ref í Þingeyjarsýslum eða 536. I ísafjarðarsýslum voru 479 ref- ir drepnir. Af mink var mestu útrýmt í Gullbr. og Kjósarsýsl um e.ða 654 og í Árnessýslu 581. Mikið var einnig fellt á Vesturlandi. Hins vegar var enginn minkur drepinn á ár- inu í Múlasýslum, Austur- Skaftafellssýslu og ísafjarðar- sýslum. Refir voru alls staðar fundnir og felldir. Sveinn Einarsson segir, að það sé greinilegt að minka- stofninn eyðist, enda t. d. færri minkar unnir árið 1958 en 1957, þó að meiru væri til þess kostað. Sérstaklega hafa menn verið vel á verði gagnvart minknum í námunda við þau héruð, þar sem nytjafiska og fugla er að finna í stærstum stíl. skrifstofu RITHÖFUNDASAMBAND íslands hefur opnað skrifstofu í Hafnarstræti 16. Sambandið hefur ráðið Kristinn Ó. Guð- mundsson héraðsdómslögmann til að veita skrifstofunni for- stöðu. Með stofnun þessarar rétt- hafaskrifstofu gerir stjórn sambands'ns sér vonir um að nálgast það mark 1 réttinda- málum rithöfunda, sem fvrir þeim vakti, er þeir tengdu rit- höfundafélögin saman með stofnun sambandsins. Tilgangur skrifstofunnar er fyrst og fremst sá, að gæta hagsmuna íslenzkra rithöf- FUNDUR verður haldinn í Félagi ungra jafnaðármanna í Reykjavík mánudagskvöldið 29. febrúar. Verður hann hald inn í Iðnó (uppi) og hefst kl. 8,30. Frummælandi verður Jón Þorsteinsson alþingismaður, lögfræðingur Alþýðusam- bands íslands, en umræðuefn1- ið er Skipulagsmál verkalýðs- samtakanna. FUJ-félagar eru hvattir til að sækja fundinn vel og stund víslega og taka með sér gesti. unda og eigenda ritréttar með því að sjá um, að höfundalög- unum sé framfylgt. Skrifstqfan mun í þessum tilgangi annast allar samningsgerðir fyrir um- bjóðendur sína um afnotarétt verndaðra ritverka, endurprent anir, opinberan flutning, vél- ræna upptöku o. f 1., annast innheimtu fyrir slík afnot, málshöfðanir fyrir brot á höf- undalögum og alla aðra fyrir- greiðslu, er við verður komið. Jafnframt mun hún stuðla að bví eftir megni, að erlendir rit- höfundar og e'gendur ritréttar r.jóti fullrar lagaverndar hér- lendis. Rithöfundar opna Hannes ýý Afstaðan er þannig. ýý Leiðar stéttir og þeir sem bíða. ýý Reynslan ein getur skorið úr. Launþegarnir geta reiknað sjálfir. í DAG er viðhorf almennings þannig: Aðalatriði hinnar nýju efnahagsmálaskipunar eru orðin að lögum. Enn er eftir að af- greiða tryggingamálin á alþingi, en það verður gert næstu daga. Almenningur getur ekki séð, hvort þær ráðstafanir, sem þeg- ar hafa verið gerðar næstu daga, beri tilætlaðan árangur, að koma á nýrri og öruggari skipan á allt okkar efnahagskerfi. HANN GETUR EKKI SÉÐ á þessu stigi, hvort hætt verður að lifa lúxuslífi á lánum. Hann get- ur ekki gert sér grein fyrir því, hvort vaxtahækkun, gengislækk un, afnám uppbóta muni verða til þess að minnka atvinnuna svo mjög að leiða muni til atvinnu- h o r nin u leysis í einstökum greinum. Hann getur heldur ekki séð hvort allar þessar ráðstafanir muni leiða til skerðingar að mun á kjörum sínum. ÞEGAR ÞANNIG er ástatt er ekki nema von að mjög kenni ótta við allar þessar breytingar. Enginn vill láta skerða kjör sín, hvorki verkamaðurinn með lág- markslaunin né lúxuspésinn, sem gramsað hefur í uppbóta- kerfinu og svikið á báða bóga, allir vilja verja sinn hag. Okkur 1 tekur ekki sárt til lúxuspésanna. Atferli þeirra hefur valdið mein semd í þjóðfélaginu — og atferli þeirra er nauðsynlegt að stöðva. Hlutverkið er aðeins tvennt: að koma á öruggari skipan í efna- hags- og atvinnumálunum, — og að vernda þá, sem verst eru sett- ir. ÞAÐ KENNIR ÓTTA hjá öll- um, jafnvel þó að allir hinir sömu viðurkennj að nauðsynlegt hafi verið að snúa við. Þessum ótta fylgir biðlund. Allir eða nær allir segja: Við verðum að bíða og sjá hverju fram fer. Það væri glæpsamlegt að ráðast gegn þessum ráðstöfunum á þessu stigi. En ef þær reynast gagns- lausar eða gagnslitlar fyrir heild arafkomu þjóðarinnar, en rýra samt sem áður að miklum mun kjör alþýðu, þá er stjórnarstefn- an gjaldþrota. ÞAÐ ER MJÖG athyglisvert að uppbótamennirnir hafa verið reiðir. Þeir finna það, að það er að fara fram hreingerning. Heild salar kváðu og vera æfareiðir og einnig smákaupmenn. — Upp- bæturnar hafa boðið heim marg víslegri spillingu — og verzlun- arstéttinni hefur fjölgað fram yfir það, sem nauðsynlegt er, hver gorkúlan hefur risið upp af annarri. Er nokkur furða þó að þessir séu fyrst og fremst reiðir? ) ÞESSAR STÉTTIR ráða ekki úrsliunum. Launþegarnir ráða þeim. Þegar ráðstafanirnar eru komnar til framkvæmda er rétt fyrir launþega sjálfa að reikna hver fyrir sig. Þá ber þeim að færa sér til útgjalda hækkun á vöruverði, en draga frá útgjöld- unum það sem heimili þeirra fá fyrir fjölskyldubætur og með af námi tekjuskatts. Með því að reikna þannig fá þeir rétta út- komu. Fjölskyldubæturnar eru mjög auknar. Barnafjölskyldur, sem eiga tvö börn, fá nú kr. 5200,00, en fengu ekkert áður. Ef fyrirvinna hefur haft br. 3000,00 í tekjuskatt — og hann fellur nú niður fær hann samtala kr. 8200,00 til frádráttar á tap- inu á hækkuðu vöruverði. ! Hannes á horninu. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.