Alþýðublaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 3
Slldatgöngur hádar hitabreytingum VAEÐSKIPIÐ Ægir hefur verið við síldarrannsóknir að undanförnu út af suður- og suð- austurströndinni. Ægir kom úr leiðangri sínum hinn 26. febr. eftir 11 daga útivist. Slæm veður komu í veg fyr- ir ,að unnt væri að rannsaka suðurmörk austur-íslands- straumsins út af sunnanverð- um Austfjörðum, eins og ætl- IMMMMMMttMMMMtMUMM IStjórnarkjör ii í IÐJU | f GÆR hófst stjórnar- ;! kosning í Iðju, félagi verk ! j smiðjufólks, Kosningin j! heldur áfram í dag og er !> kosið á skrifstofu félagsins <! !að Þórsgötu 1. !j Kosningin hefst kl. 10 ;[ árdegis og stendur til kl. j! 10 í kvöld. Listi andstæð- j; inga kommúnsta er B- !> LISTIN'N. Kosningaskrif- | stofa B-listans er í VR- ;! húsinu í Vonarstræti, 3. !j hæð. Símar 23208 og j! 23226. | KJÓSIÐ jj B-LISTANN Jj WWMWMWtWWWMWWWM að hafði verið. Hins vegar tókst að rannsaka útbreiðslu og hegð un síldarinnar við suðurströnd- ina miklu nánar en áður. Á vissum svæðum frá Vest- mannaeyjum að Ingólfshöfða fannst allmikið síldarmagn. Síldin var í mjög misstórum torfum og á nóttunni var hún oftast dreifðari en búist hafði verið við á bessum árstíma. Togarinn Neptúnus reyndi síldveiðar eftir tilvísun Ægis og gengu þær veiðar vel. Ör- uggt má telja, að síldarmagn það, sem Ægir hefur að und- anförnu rannsakað, sé fyllilega sambærilegt við það síldar- magn, sem er við Reykjanes fyrri hluta vetrar. Líklegt er, að unnt verði að stunda síld- veiðar á þessum slóðum í all- miklum mæli, þegar fiski- menn hafa öðlast reynslu og náð leikni í meðferð síldarflot- vörpu. 'S'íldin virtist vera á allmik- illi hreyfingu og var mislangt undan landi. Rannsóknirnar leiddu í ljós, að síldargöngurn- ar voru háðar hitabreytingum sjávarins, sem sums staðar virt ust mjög hraðar. Leiðangursstjóri á Ægi var Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur. Föndurnámskeið ungtempl. vel sótt UM þessar mundir er stadd- ur hér á landi sænskur æsku- lýðsleiðtogi. Maður þessi, sem heitir Lars Oldén, kom hingað á vegum íslenzkra ungtempl- ara. Lars Oldén. Lars er yfirmaður tómstunda málefna sænska ungtemplara- sambandsins. Hingað er hann kominn til að leiðbeina og ræða við stjórnendur hinna ýmsu deilda ungtemplara- stúkna, félaga og tómstunda- heimila. Lars hefur heimsótt ung- templaradeildirnar í Reykja- vík, Hafnarfirði og í Borgar- nesi. Við verk sitt hefur hann notað kvikmyndir og litskugga myndir. Hann hefur flutt er- indi til skýringar á myndum sínum, og með þessu hefur hann miðlað miklum fróðleik í þessu leiðbeiningarstarfi sínu. Það er mikill fengur fyrir íslenzku ungtemplarasamtökin að hafa fengið þennan mann hingað, því óvíða í heiminum eru æskulýðssamtökin eins sterk og í Svíþjóð. Svíar hafa átt við erfitt vandamál að stríða, en það er drykkjuskap- ur unglinga. Góður árangur hefur náðst í baráttunni gegn því böli, og þar hafa sænsk æskulýðssamtök átt stærstan blut í. í Svíþjóð styrkir ríkið sín æskulýðssamtök. Það er að segja að ríkið sér um peninga- hliðina, en samtökin um starfskrafta. Um þessar mundir standa yfir fþndurnámskeið hjá ís- lenzkum ungtemplurum. Nám- skeið þessi eru mjög vel sótt, og eru um 90 manns á nám- skeiði því er nú stendur yfir. Margvíslegri starfsemi er hald- ið uppi á vegum félagsskapar- ins, en það sem háir starfsem- inni er peningaskortur. argir frægir koma bar fram FÖSTUDAGINN 4. marz n.k. I fara fram í Austurbæjarbíói hljómleikar á vegum Knatt- spyrnufélagsins Þróttar. Hljóm leikarnir hefjast kl. 11,15. Á hljómleikunum koma fram söngvarar frá Danmörku, það eru þeir Jan og Kjeld, sem eru þekktir í heimalandi sínu fyrir góðan og skemmtilegan söng og banjóleik. Piltarnir eru aðeins 12 og 14 ára gamlir. Þeir hafa komið fram í sjón- varpi, útvarpi og kvikmynd- um. Þeir hafa sungið inn á nokkrar hljómplötur, og hér á landi munu vera þekktust lög- in Banjo Boy og Waterloo. Einnig kemur fram á hljóm- leikunum Austurríkismaður, Collo að nafni. Collo þessi leik ur á ein 17 hljóðfæri, auk þess sem hann klæðist gerfi ýmissa manntegunda og þjóðbúning- um margra þjóða. Collo er eft- irsóttur skemmtikraftur víða um heim og má marka það á því, að reynt hefur verið að fá i hann hingað til lands í 3 ár, en aldrei tekist fyrr en nú. Haukur Morthens mun koma fram á hljómleikunum og kynna og syngja nokkur lög. Haukur er, eins og allir vita, einn vinsælasti og bezti dægur- lagasöngvari hér á landi, svo ekki þarf að kynna hann fyrir almenningi. Auk Hauks kemur fram á hljómleikunum hljóm- sveit Árna Elfar. Aðeins örfáir hljómleikar verða hér í Reykjavík. ÞAR eð væntanlegar eru breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt hefur ráðuneyt- ið ákveðið að fresta fyrirfram- greiðslum upp í þinggjöld yf- irstandandi árs þannig að nið- ur falli fyrsti gjalddagi, sem er 1. marz. Fréttatilkynning frá f j ármálaráðuneytinu. Ferðamannaskipti við Sovétríkin? TVEIR fulltrúar frá rúss-1 nesku ferðaskrifstofunni In- tourist eru staddir í heimsókn hér á landi. Þeir heita Sergey Nadjarov og Konstantin Shav- kin. Erindi þeirra hingað er fyrst og fremst að ræða við ís- lenzka ráðamenn og forystu- menn í ferðamálum um hugs- anlega möguleika á hópferðum milli íslands og Sovétríkj- anna. Rússnesku ferðaskrifstofu- mennirnir hafa rætt við Þor- leif Þórðarson, forstjóra Férða- skrifstofu ríkisins, forystu- menn íslenzku flugfélaganna. Gylfa Þ, Gíslason, menntamála ráðherra, og fleiri aðila. Hafa þeir allir látið í ljós áhuga sinn á auknum samskiptum land- anna á sviði ferðamála. Mun mál þetta verða vandlega at- hugað og yfirvegað af viðkom- andi aðilum og án efa ráðizt í hópferðir milli landanna, ef viðunandi samningar nást. Undanfarin ár hefur ferða- mönnum til og frá 'Sovétríkj- unum fjölgað. T. d. heimsóttu 530 þúsund útlendingar frá yf- ir 90 löndum Sovétríkin árið 1958, en rúmlega 740 þúsund manns lögðu leið sína frá So- vétríkjunum til meira en 70 landa. Enn fleiri ferðuðust til og frá Sovétríkjunum á síðasta ári. Þvættingur kommúnista um kjörskrá Trésmiðafél. Reykjavíkur TÍMINN er látinn fi'æða les- endur sína á því í gær að meira en helmingur félagsmanna í Trésmiðafélaginu sé utan við kjörskrána vegna skulda á fé- lagsgjöldum. Sannleikurinn er sá, að nú eru á kjörskrá í fé- laginu 382 fullgildir en 222 skuldugir, en yfir helmingur þeirra manna skulda aðeins smáhluta af félagsgjaldinu. En fyrst kommúnistar hlaupa þannig undir höggið, og nota til þess dagblað framsóknar- manna, er rétt að hressa svo- lítið upp á minni þeirra. í kosningum í félaginu 1957, þ. e. þegar kommúnist- ar töpuðu félaginu, útbjuggu þeir sjálfir kjörskrána. Þá litu tölurnar þannig út: Fullgildir 234, skuldugir 230, auk þess voru 20 menn með fullum réttindum í félaginu, sem hreinlega voru strikaðir út af kjörskrá. Þá mætti einnig minna þá á það að á skuldalistann voru milli 90—100 meðlimir, sem aldrei höfðu greitt árgjald alla stjórnartíð kommúnista í 3 ár, Þannig var innheimtan í þá daga, og má segja að ekki hafi hallast þar á frekar en í öðru er að félagsmálunum laut. Trésmiðir! STJÓRNARKOSNING- IN í Trésmiðafélagi Rvík- ur heldur áfram í dag. Kosið er í skrifstofu fé- lagsins að Laufsásvegi 8. Kosningin hefst kl. 10 árdegis og stendur til 12 á hádegi og síðan kl. 1 til 10 síðdegis. Listi landstæð- inga kommúnista er B- LISTINN. Kosningaskrifstofa B- listans er að Bergstaða- stræti 61, símar 23515 og 23577. Skoriað er á alla andstæðinga kommúnista að fylkja sér um B-LIST- ANN. Kosningaskrifstofa B- listans í Trésmiðafélagi Reykjavíkur er á Berg- staðastræti 61, — símar 23515 og 23577. Stuðningsmenn B-list- ans eru eindregið hvattir til þess að koma á skrif- stofuna og- vinna !að kosn- ingunni. Þeir stuðnings- menn, sem geta lánað bíla eru beðnir að hafa sam- hand við skrifstofutta. Trésmiðir, munið X B- listinn. i lynmMUWMUMMWiMMMW Alliýðublaðið — 28. febr.. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.