Alþýðublaðið - 28.02.1960, Side 4
í SÖGU verkalýðshrevfing-
arinnar og hinnar alþjóðlegu
jafnaðarstefnu er oft talað
um kynslóðina frá 1920 til
1930. Þá er átt við þá, sem á
þessum árum voru að taka til
starfa í þessum tveimur
voldugu hreyfingum. Flestir
þessara manna fæddust
skömmu eftir aldamótin,
fengu æskuþroska sinn á heim
ilum þar sem hugsjónir verka
lýðshreyfingarinnar og jafn-
aðarstefnunnar mótuðu flest
og margir þeirra voru synir
foreldra, sem sjálf höfðu lagt
fram alla krafta sína við bygg
ingu þeirrar undirstöðu, sem
verkalýðurinn byggði síðan á.
Kynslóðin frá 1920 vann í
íaun og véru ekki að því að
leggja grunninn, eða ryðja
brautina sjálfa, en hún hófst
handa með að byggja á grunn
inum eða leggja greiðfæran
veg þar sem torfærum hafði
verlð rutt úr leið. Allir höfðu
þessir ungu menn fengið
þroska sinn á samtökum al-
■þýðúnnar, auk þess, sem þeir
höfðu drukkið í sig með móð-
urmjólkinni hugsjónir foreldr
anna. — Ég vil aðeins minn-
ast í þessu sambandi ummæla,
sem Emil Jónsson, formaður
Alþýðuflokksins, sagði við
mig í v-ðtali á fimmtugsaf-
mæli sínu. Hann sagði eitt-
hvað á þá leið, að eitt fyrsta,
sem hann heyrði um verka-
lýðssamtök voru umræður um
leynifúndi á heimili foreldra
hans, en þeir voru haldnir til
þess að undirbúa stofnun
verkamannafélagsins í Hafn-
arfirð', Þannig fengu nær all-
ir leiðtogar alþýðuhreyfing-
arinnar, sem tóku við for-
ystu eftir 1930 fyrsta
þroska sinn og fyrstu kynni
af frelsisbaráttu alþýðunnar
nm og upp úr aldamótum.
Þessi staðreynd takmarkast
ekki af landamærum.
Allir þessir leiðtogar tóku
við arfi, þeir nutu hahs og
njóta enn. Starf fyrstu for-
vígismannanna og þe'rra hef-
ur aldrei slitnað. Línan hefur
haldizt heil frá því löngu fyr-
ir aldamót, starfið verið eitt
svo að segja gengið frá föður
til sonar.
Hans Christian Svane Han-
sen, eða H. C. Hansen, hinn
látni forsætisráðherra Dana,
var einn þeirra, sem hæst hef
ur borið í hóp: kynslóðarinn-
ar frá 1920. Hann fæddist í
Árósum 8. nóvember árið
1906, sonur fátæks skósmiðs,
og voru börnin mörg. Faðir
hans tók öflugan þátt í verka-
lýðssamtökunum í Árósum,
en þar í borg urðu þau fyrst
öflug í Danmörku, enda áttu
þau á að skipa mörgum frá-
hærum forystumönnum. Má í
því sambandi benda á, að það-
•an hafa oftast komið helztu og
beztu forystumenn danskra
jafnaðarmanna og er jafnvel
svo enn.
H. C. Hansen átti ekki kost
roikillar skólagöngu. Hann
lauk aðeins barnaskólaprófi.
Hann fór, þegar hann hafði
aldur til, að læra prentverk,
og lauk því námi tvítugur. Þá
þegar var hann orðhn kunn-
breiðum grundvelli, vinnu-
hsstur hinn mesti, glaður í
goðum hóp — og svo nær-
gætin gagnvart umhverfi sínu
að það var bókstaflega eins
og hann sæi í einu vetfangi í
inni þess Sem á fund hans
gekk. — H. C.: Hlédrægur
nokkuð við fyrstu kynni, en
allur í handtakinu að lítilli
stundu liðinni. Raunsær með
afbrigðum og réðist gegn
hverju viðfangsefni af kaldri
og rólegri skynsemi. — Og
þó skáld gott, söngvari og gít-
arleikari, sem gat glejmt sér
í söngnum og leiknum. Hann
var óvenjulegur þersónuleiki
að því leyti, að þó að hann
virtist rólegur og eins og á
verði á yfirborðinu, ólguðu
undir niðri ríkar tilfinningar
og dillandi humör, sem gat
orðið dálítið iróniskur — og
þá oft gagnvart sjálfum sér.
Kom það oft fram í ræðum
yfir lauk: Þegar Hedtoft var
kosinn formaður var H. C. kos
inn ritari. Þegar Hedtoft varð,
fvrir atbeina' Staunings, arf-
taki hans. formaður flokksins,
varð H. C. ritari hans. Þegar
Hedtoft lézt datt engum ann-
að í hug en að H. C. tæki við
störfum hans sem formaður
flokksins og forsætisráðherra.
Ég átti því láni að fagna, að
kynnast báðum þessum leið-
togum náið Ég kynntist þeim
fyrst á alþjóðamóti ungra
jafnaðarmanna, sem haldið
var í Vínarborg árið 1929. Þá
var H. C. aðeins 23 ára gam-
-all. Ég fór, ásamt þeim félög-
um, á nokkra fundi í æsku-
lýðsfélögum ungra jafnaðar-
manna, áður en haldið var til
Vínarborgar og síðan vorum
við H. C. m'kið saman á leið-
inni þangað. Hann stóð oft
einn við glugga á gangi lest-
arinnar eða sat í horni og
Úfför hans fer fram í dag
starði fram fyrir sig hugsi.
Annað hvort hafði hann gítar
inn við öxl eða á hnjám sér.
Allt í einu gat hann gripið
gítarinn óg hafið söng og þá
flykktust unglingarnir að hon
um úr öðrum klefum. Hann
var fánaberi þegar við geng-
um frá brautarstöðinni í Ber-
lín að Jugendhaus þar sem við
áttum að gista eina nótt í
stórum sal — og svefnstað-
ur hans var skammt frá mér.
Hann flutti stutta ræðu og
snögga seint um kvöldið og
hóf svo upp leik og söng.
Hann virtist þannig grípa
forustuna án þess að um það
væri talað fyrirfram —• og öll-
um virtist það þósSjálfsagt. —
Upp frá þessu vorum við góð-
ir kunningjar og, skiptumst á
bréfum og kveðjum — og er
ég kom til Kaupmannahafnar
heimsótti ég hann alltaf —
og átti þá gjarnan viðtöl við
hann. Hann hafði þó þann sið,
eins og Stauning hafði haft,
að hann spurði mig hvað ég
vildi helzt vita — og skrifaði
síðan sjálfur viðtalið og sendi
mér þangað sem ég dvaldi.
Hann var annálaður starfs-
maður.
Ég get ekki verið að telj a
hér upp öll hin mörgu emib-
ætti, sem H. C. Hansen
gegndi eða áitöl í því sam-
bandi, en hann tók að sér öll
æðstu embætti alþjóðasam-
taka jafnaðarmanna: Hamt
var um skeið forseti Alþjóða-
sambands ungra jafnaðar-
manna, og síðar Alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna. Hann
varð forseti Sambands ungra
jafnaðarmanna í Danmörku,
síðar útbreiðslustjóri flokks-
ins, ritarj hans og loks for-
maður, gegndi síðar mörgum
ráðherrastörfum og tók við
forsætisráðherraembættinu
að Hedtoft látnum. En jafn-
framt þessu stundaði hann
ritstörf: Hann skrifaði þrjá
,,talkóra“ í ljóðum: Ny slægt,
Ny styrke, og Talekor. Hann
gaf út eina ljóðabók: Tro og
trods, og eina ferðabók:
Blandt nye naboer — um
fýrsta farþegaflugið yfir
Norðurpólinn, en hann tók
þátt í því og flutti ræðu er
farið var yfir heimsskautið,
og útvarpað var um allan
heim.
H. C. Hansen kom fjórum
sinnum hingað til lands, í
fyrsta sinn með S'tauning, á-
samt Hedtoft, 1939. Hann
unni íslandi og vildi veg þess
sem mestan. Mér var kunnugt
um það, að þeir báðir vildu
ganga sem lengst^í handrita-
málinu og sk la íslendingum
öllu því sem þeir óskuðu eftir.
Þegar ég lít yfir liðin ár og
minnist þeirra mörgu ágætu
félaga, sem hæst bar í Vín-
arborg á alþjóðamóti ungra
Framhald á 14. síðu.
ur forystumaður í félagsskap
ungra jafnaðarmanna og eins
í iðnnemafélagi prentara. Um
sama leyti var að alast upp í
Árósum annar piltur, Hans
Hansen, síðar Hans Hedtoft,
hann lærði prentmyndagerð
og gerðist öflugur þátttak-
andi í félagsskap ungra jafn-
aðarmanna og iðnnemafélagi
stéttar sinnar. Þeir H. C. Han
sen og Hedtoft, en hann var
nokkrum árum eldri en H. C.,
urðu brátt óaðskiljanlegir vin
ir. Þegar rætt er um annan
er h'ns minnst, svo nánir vin-
ir urðu þeir og samstarfs-
menn, svo samtvinnuð urðu
og örlög þeirra. Það, sem sam
einaði þessa tvo ungu menn,
var uppeldið á heimilunum,
þar sem alltaf var rætt um
jafnaðarstefnuna, starfið í
hreyfingunni — og hugsjón-
in. Þeir tileinkuðu sér þegar
í upphafi h'nn socialdemo-
kratiska kúltúr: víðfeðma al-
þjóðahyggju, sem byggðist á
órofa frelsisþrá til handa öll-
um kúguðum, mannúð og
mannhelgi — og síðast en
ekki sízt: umburðarlyndi og
ríkan skilning á aðstöðu og
afstöðu annarra, sem kunnu
að vera á annarri skoðun en
þeir sjálfir. — Að öðru leyti
voru þeir félagarnir ólíkir.
Hedtoft var víðfeðmur, eins
'og hann, jafnvel við fyrstu
kynni, tæki alla í faðm sér,
alþýðlegur ræðumaður á
hans og ritverkum eins og
ljósast má sjá í bók hans
Blandt nye naboer.
Ég hef leyft mér að segja
skoðun mína á báðum þessum
leiðtogum um leið og ég minn
ist H. C. Hansens látins og
ástæðan er sú, að þeir eru ó-
aðskiljanlegir í huga mínum.
Þannig voru þeir og meðal
danskra félaga. Um þá hafa
aldrei staðið neinar déilúr
innan flokksins. Línan varð
óslitin frá æsku þeirra þar til
MIKILHÆFUR stjórnmála-
maður, socialisti, skáld og
listamaður, góður vinur, er
látinn, forsætisráðherra Dana,
H. C. Hansen. Þessi látlausi,
gáfaði maður skipaði sér á
unga aldri undir merki soci-
alismans og verkalýðshreyf-
ingarinnar og var í farar-
broddi ungdómshreyfingar
þeirra samtaka við hlið hins
góða og gegna samherja Hans
Hedtofts. Er fátítt að svo góð
samvinna og eindrægni eigi
ser stað meðal manna sem eru
á jafn líkum aldri og jafnan
í sama flokki, svo vel sem
þeir voru báðir til forustu
fallnir, en yfirskyggðu þó
aldrei hvorn annan heldur
unnu saman vel. Samheldnin
og vináttan, forustan í mál-
efnúm lýðræðisj afnaðar-
manna entist þeim meðan ævi
naut og báðir fé'llu þeir mitt
í dáðríku ævistarfi fyrir land
sitt og þjóð.
H. C. Hansen var einlægur
íslandsvinur, boðberi eindreg
innar samvinnu Norðuriand-
anna allra í raun og sannleika.
Hann kom oft h.ngað til þess
að læra og þekkja þjóðina,
hann var einn þeirra sem allt
af var að stúdera, menn og
málefni, glöggt var hans gests
auga.
Ég þakka hinum látna vin,
ánægjulegar samverustundir.
Þakka honum skilninginn á
hogum lands míns og þjóðar,
við hvert tækifæri það ég
vissi til.
Þökk sé honum fyrir víðsýn-
inga og hjartsýnina, um
aukna samvinnu Norðurland
anna í raun og veru, trú hans
og baráttu fyrir sigri mannúð
arinnar og betra lífs í heimi
hér. Frú Gerd konu hans og
dætrum, sonum hans og sam-
herjum samhryggist ég inni-
lega.
Jón Axel Pétursson.
4 28. febr. 1960 — Alþýðublaðið