Víkverji

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkverji - 26.06.1873, Qupperneq 6

Víkverji - 26.06.1873, Qupperneq 6
18 legast að veita þingi voru ið allra fyrsta iöggjafarvald og fjárforræði, en in önnur atriöi málsins semji þingið um við kon- ung, eins og það best getr orðið ásátt um. Til Þingvallareiðar voru kosnir með lófa- taki sira Mathías á Móum og sira Stefán á Kálfatjörn. Þarnæst las fundarstjóri bænarskrá frá Seltjarnarneshreppi til sýslufundarins um manntalsbókargjöld, og var með öllum at- kvæðum samkvæmt því, sem bænarskráin fór fram á, falið fundarstjórninni að semja bæn- arskrá til alþingis í umboði fundarins um, að þessi gjöld verði goldin framvegis eptir með- alverði allra meðalverða. Tvær bænarskrár voru síðan lesnar upp um að fá tilskipun um fiskiveiðar í Faxaflóa, einkum að bannað yrði að lcggja net fyrir 20. marts á hverju ári, en var uppástunga um að senda bænarskrá hérum til alþingis feld, en \iðtekið var, að uppástungu fundarsljóra, að seinja bænarskrá til yfirvald- anna (amtmanns, sýslumanns og hreppstjóra), að þau framfylgi inum gildandi lögum um fiski- veiðar í Faxaflóa, að svo miklu leyti sem þau við eiga á þessum líma. Í*ví var hreift af ýmsum fundarmönnum, að þeim þætti dýralæknir sá, er launaðr var með opinberu fé, helst til aðgjörðalítill, og var fundarstjóra falið á hendr að skrifa amt- inu þar um. Sira Mathías brýndi fyrirmönnum, að in helsta trygging fjárkláðanum viðvíkjandi væri sú að kjósa að haustinu til sveitarnefndir sem öruggastar til þess að útrýma kláðanum á sama hátt og Mosfellssveit hefir gert síð- astliðinn vetr. Loksins bar fundarstjóri npp þá bæn og áskorun frá í’ingeyarsýslu, að héraðsbúar vildu skjóta saman fjárstyrk handa nauðstödd- um ibúum sýslunnar, sem hefir liðið svo mikil bágindi sakir harðinda. Undir þetla var vel tekið. Tóku einstaka menn að sér að gangast fyrir samskotum þessum hver í sínum hrepp. Menn sáu á fundi þessum að kjósendrnir höfðu traust á þingmanni sínum og höfðu þeir líka fjölment á fundinn jafnvel úr fjarlægum sveitum — als töldust fundarmenn 54. Um- ræðurnar fóru fram með góðri skipun, eptir því sem gerast kann á slíkum fundum, enda stýrði þingmaðrinn fundinum með miklum dugnaði, og setti eins og sagt er þegar í upphafi fundarins þá reglu, er við ætti að hafa á ötlum slíkum fundum, að utanhéraðs- menn og ófullveðjamenn gætu ekki tekið þált í umræðunum og atkvæðisgreiðslu. Vér vild- um óska að margir slíkir fundir yrði áttir, og ætlum vér þá einn inn besta veg til að fræða almenning um mál þau, sem honum eru mik- ils varðandi. — JARDYRKJUMAÐR. það er almennt viðrkennt að fjárrækt, garðrækt og öðrum búnaðar högum hér á landi sé mjög ábóta- vant, og að bændr á flestum stöðum gætu haft langtum meiri not af jörðum sínum, ef þeim væri kunnug sú jarðræktaraðferð, sem við er höfð annarstaðar einkum í Noregi, þar er að miklu leiti hagar eins til og hér. Nú er afráðið að láta búnaðarfræðiug Svein Sveinsson, er hefir lært í norskum búnaðar- skóla, ferðast eitt ár um landið til þess að segja þeim mönnum til, er njóta vilja tilsagn- ar hans íjarðarrækt og öðrum búnaðar hátt- tim. Hann á að hafa 300 rdl. laun það ár — fOOrdl. af búnaðarsjóðnum þeirra amta, er hann ferðast í, 100 rd. af sjóði ins kon- unglega danska landbúnaðarfélags, og ÍOOrd. af landssjóðnum, og þurfa þeir bændr, er njóta tilsagnar hans, ekki að gjalda honum annað en ókeypis beina, á meðan hanu er hjá þeim, og ókeypis flutning þaðan, er hann er sóttr. — Hans er von á hverjum degi til Reykjavíkr með skipi frá Noregi. - PRESTASKÓLINN. Undir próf í for- spjallsvísindum gengu 16. og 20. þ. m. 13 stúdentar, og hlutu þeir þann vitnisburð, er nú skal greina: Árni Jónsson...............dável Jón Halldórsson............dável Jón Jónsson frá Melum . . . dável + Magnús Jósepsson............vel + Ólafr Rjörnsson.............vel -j- Stefán Halldórsson..........vel + Stefán Sigfússon............vel Björn Stefánsson............vel +

x

Víkverji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.