Víkverji

Eksemplar

Víkverji - 31.07.1873, Side 6

Víkverji - 31.07.1873, Side 6
58 höfum jafnvel heyrt, að fleiri styrkendr gjör- ist enn sniáinsaman. f>að er tilstundan herra Ziemsens að halda vegagjörð sinni fram yfir holtið og mýrina fyrir norðan hraunið, ef fé fæst til þess, og óskum vér honum og þeim veglyndu bændum og verslunarmönnum, er hafa styrkt hann, af alhuga láns til þess, að Ijúka algjörlega við ið fagra verk, er þeir liafa sjálfkrafa tekist á hendr. NÝLTKOMIN RIT. Sálmar útlagðir úr ýms- um málum af Helga llálfdánarsyni. Sálmasafn þetta eðr sálmaval hefir inni að halda 75 sálma eptir útlend sálma- skáld, og er það mjög svo efnismikið, því 8álmarnir eru vaidir eptir hérum 40 ágæta sálmahöfunda, alt frá Fortúnatus biskupi (f 600) og fram á dag Grundtvígs biskups í Danmörk, sem andaðist fyrir ári síðan. En þetta alriðið, að þeir völdu sálmar eru eptir mörg og góð sálmaskáld á ýmsum öldum kristninnar, gefr fagra og Ijúfa margbreytni, því sálmavalið verðr þannig nokkurs konar gimsteinasafn inna fegrstu trúarhugmynda. Inn íslenski höfundr virðist oss hafa leyst sitt starf prýðilega af hendi; sálmarnir eru vel valdir, þýðingin hrein og fögr í smekk- legu og mállegu tilliti; hún er samin með andríkri gáfu oglíkri trúartilfinningu og þeirri, sem lifir í frumsálmunum, og hún ber órækt vitni um innilega alúð við efnið og óþreyt- andi vandvirkni. |>að er furða, hve heppi- lega höfundinum hefir tekist að klæða suma ina vandþýddustu sálma í íslenskan hjúp, hversu glögt og Ijóslega honum hefir tekist að þræða inar djúpsettu og skörpu hugsanir í sumum frumsálmunum, þar sem þær eru bundnar sem strangastri skipun, svo að þær hafa als ekki tapað sér eðr færst úr skorð- um — og það án þess að þýðingin yrði stirð eða þvinguð. það er þó vitaskuld, að þýð- arinn, eins og allir góðir þýðarar, hefir lagt meiri stund á að halda sér trútt við efnið en við orðin, og gerir hann sjálfr grein fyrir því í formálanum. Að vísu kunna einstakir smágallar að finnast á útleggingum þessum, og viljum vér einkum tilnefna það, að oss virðast fyrirsetningar vera settar á eptir nafn- orðum, sem þær stýra, víðar heldr en bein- línis þyrfti rímsins vegna, því þetla fer miðr þar sem hjá því verðr komist. Höfundrinn á miklar þakkir skyldar fyrir þetta verk sitt, sem á fegrsta hátt auðgar sálmakveðskap vorn, og væri óskandi, að það fengi sem mesta útbreiðslu, því það mun langt síðan að annað jafngott, auk heldr betra, hafi boð- ist oss í þessari grein. [>ess væri og ósk- andi, að nótur til þeirra sálma í þessu safni, sem eru undir ókunnum lögum, yrðu eins og int er til í formálanum innleiddar hjá oss jafnframt sálmunum, og væri það í söngiegu tiliiti ávinningr. FJÁRIÍLÁÐINN í NORVEGI. Margir í- mynda sér, að fjárkláði sé eigi almennr í öðrum löndum, og vér höfum jafnvel heyrt greindaog fróða menn, er fylgja með athygli því, er við her í heiminum, láta í ljósi þá ætlun, að þó að fjárkláði gjöri vart við sig í ýmsum löndum, þá sé hann þó hvergi eins skæðr og útbreiddr, eins og hann var hér, þá er hann var í blóma sínum. f>að er eins og menn geti eigi hugsað sér, að fjárkláði eigi sér stað án þess, að honum fylgi stríð og styrjöld manna á milli, og vér erum sann- færðir um, að ef menn vissu, hversu kláð- inn er almennr erlendis, þá myndi mörgurn þykja undarlegt, að þjóðirnar skuli eigi enn vera farnar í stórkostlegt kláða-stríð, — og jafnvel álíta það alveg ósæmilegt, að blaða- menn erlendis skuli hleypa svo mikilvægu málefni fram hjá sér með þögn og þolin- mæði. En «sinn er siðr í landi hverju». Aðrar þjóðir finna ástæðu til að slátra mönn- um svo hundruðum þúsunda skiptir sakir einhvers lítilfjörlegs <• pólilisks» ágreinings, er máske fáir eða enginn getr gjört Ijósa grein fyrir, hver er, en fyrirlíta kláðann svo, að þeir láta sér það engu skipta, þót mörg hundruð þúsunda fjár séu alsteypt í kaunum af hans völdum. Oss íslendingum er nú öðru vís farið: Vér höfum til þessa látið «pólitisk» málefni liggja oss í léttu rúmi, og eigi farið í æsingar út af þess háttar hindr- vitnum, en á iniun síðustu öldum höfum vér

x

Víkverji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.