Víkverji

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkverji - 07.08.1873, Qupperneq 6

Víkverji - 07.08.1873, Qupperneq 6
70 unt, í hverju tilliti það heflr leyft sér að taka fram nokkur atriði, sem því þykja mikilsverð. Allramildasti konungr! Látið af landsföðurlegri mildi ina al- mennu óánægju íslcndinga, út af núverandi sljórnarástandi landsins, hverfa, með því að verða við frelsisbænum vorum. Að ári eru 1000 ár liðin frá byggingu þessa lands; lát- ið oss af mildi Yðvarri gleyma hörmungum liðins tíma; gjörið árið sem kemr hátíðiegt fyrir íslendinga með þeirri frelsisgjöf, sem reisi Y. Ií. Hátign ævarandi minnisvarða í sögu landsins, sem og knýti ísland með ó- slítandi hollustu bandi við veldisstól Danmerkr konunga; þá mun með inu komanda ári, þessum nýa aðalkafla í þjóðlífi voru, upprenna nýr frelsistími, nýr framfara og farsældar dagr, sem rótfestir í hjörtum vorum nú, og niðja vorra um ókomnar aldir, ógleymanlega þakklætisminningu um, að það var hönd Yð- ar Kgl. Hátignar, sem leysti ófrelsis fjötrana af oss til fulls og leiddi oss út á þjóðmenn- ingarsviðið, sem frjálsa fullréttisþegna, til að njóta þeirra réttinda og þeirra gæða, sem al- ment er viðrkent, að fullkomni og farsæli hverja þjóð. Vér biðjum almátlugan Guð, að blessa og farsæla ríkisstjórn Yðar Iígl. Hátignar. 15. Um afdrif alþingismála í þetla sinn fór konungsfulltrúi í þinglausnaræðu sinni meðal annars svofeldum orðum : Stjórnarbótarmálið hefirá inum 3 síðustu þingum verið ýtarlega rætt og vandlega íhug- að bæði frá sljórnarinnar hálfu og frá þings- ins hálfu og hefir verið leitað á ýmsa vegi samkomulags um það. Að vísu hafa þessar tilraunir ekki hepnast fyr en á inum síðustu dögum þessa þings, en eptir atkvæðagreiðslu þingsins í þetta skipti getum vér treyst því, að pesaar umrœður nú seu leiddar til far- sœllegra endalykta, og að H. H. konungr- inn muni gefa landinu frjálslega stjórnar- skrá, að svo mildu leyti. sem honum framast er unt samkvæmt óskum þeim, er þingið í þetta sinn heflr borið undir úrskurð haris. Vér getum átt von um, að þessi stjórnarskrá, þó að hún eigi verði í öllum atriðum sam- kvæmt óskum allra þingmanna, muni eigi að síðr verða landi og lýð til mesla gagns, og að það, sem reynslan muni sýna, að þurfi lágfæringar við á henni, verði iagfært með tím- annm, þegar alþingi hefir fengið löggjafarvald og fjárforræði. Eptir að þingið í þessu máli iiafði verið tvískipt um fleiri ár, hefir nú hepnast að gjöra enda á allri sundrþykkju og allir þingmenn hafa verið á eitt sáttir um það, að fela þetla alsherjarmál úrskurði Hans Hátignar konunginum á hendr. Þingið heflr þannig unnið ið besta þarfaverk fyrir land og lýð, bæði með því að Ijúka við umræðurnar um stjóruarbótarmálið á sem heppilegastan hátt, og með því að binda enda á þær deilur, sem þetta mál um in siðustu ár hefir valdið þeirra manna á milli, erallirhafa elskað fóstr- jörðina með sannri og heiri ást, og þannig getum vér ált von á, að þjóðhátíð vor, sem fer í hönd að sumri komandi muni verða blessunarrík fyrir land og lýð, efbæði hið sljórnarlega frelsi og friðr og sáttgirni kemr til þjóðarinnar með henni. í þetta skipti hafa á aðra hliðina ekki mörg mikilsvarðandi mál að undanteknu stjórnarbótarmálinu komið fyrir þingið, og á hina hliðina heflr þingið að mínu álitieigisem heppilegast greitt úr sumum þessara málefna, en um þetta verðr að kenna óánægju þeirri, sem hefir átt sér stað með tilliti til sijórnar- bótarmálsins og sein vonandi er eplir þeirri niðrstöðu, sem þingið uú heflr komist að í þessu máli, að muni hverfa, af því að hún að mestu leyti hefir verið byggð á misskiln- ingi og sundrþykkju þeirri, er eg áðr gat um. Þingið getr átt það víst, að tillögur þess við þau frumvörp, sem í þetta sinn hafa verið lögð fyrir þingið, muni verða tekn- ar til nákvæmnstu yfirvegunar, þegar á að skera úr því, hvort þessi frumvörp eigi að lögleiða eðr ekki. t’ó að þingtíminn í þetta skipti hafl verið styttri en nokkurn tíma áðr, hafa öll þing- störfin fyrir ágæta frammistöðu i. h. forseta og fyrir óþreytandi starfsemi allra þingmanna verið leitt lil lykta, og vér getum einnig frá þessu sjónarmiði fagnað yfir þessu þingi, því bæði hefir það valdið landinu minni kosnaðar en nokkurntíma áðr, og það mun, — sú er

x

Víkverji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.