Víkverji - 16.10.1873, Page 3
fé í mót bráðafári, ef það er alment við haft;
lyf þetta er karbohýru-btiölögr. Hann skal
svo gjöra: lát eitt lóð sýrnnnar I 1’/a lil 2
potta vatns, og hrær þar saman við nokkuð
af grœmápu. Ur þessu skal nú baða féið.
eðr bera löginn rækilega í það, svo hann
renni vel um alla skepnuna. Þetta skal gjöra
að minsta kosti tvisvar á ári, tim haust og
tim vor, áðr en fé er rekið á afrétt.
PRESTASKÓLINN. Inn 6. þ. m. byrjuðn
fyrirlestrar á prestaskólanum í inu nýja
luisrúmi, sem guðfræðisskóla landsins er
ætlað framvegis að hafa til fyrirlestra. Hing-
að til heflr prestaskólinn, eins og kunnugt
er, haft til fyrirlestra tvær slofur í húsi kaup-
inanns sáluga S. Sivertsens. En næstliðið
sumar hefir prestaskólanum verið fyrirbúið
húsnæði til fyrirlestra í vestrenda yfirréttar-
hússins, þar sem yfirdómr landsins hafði áðr
aðsetr. Þar voru áðr 2 herbergi, en úr
þeim báðum er nú gjörð I stór fyrirlestra-
stofa, sem rúmar hæglega 20 tilheyrendr.
Lestrarstofa þessi er nú einhver inn rúm-
bezti og fagrasti salr hér í hænum, stofan
er vel máluð, og viðgjörð hússins yfir höfuð
vönduð að öllu, þar er góð birta, nýr ofn
settr, sem hitar húsið nægilega, og 2 slór
vindspeldi i vestrgafli hússins, svo þar getr
jafnan verið gott og heilnæint lopt.
Stiptsyfirvöldin hafa 23. f. m. falið flin-
leikakennara dannehrogsmanni G. P. Steen-
berg á hendr, að vera fyrst um sinn uin-
sjónarmaðr (inspektor) við preslaskólann, og
gefið honum þar að lútandi erindisbréf.
Nú sem stendr ganga 16 stúdentar á presla-
skólann, Eru þessir ( inni eldri deild: Árni
Jónsson, Brynjólfr Jónsson, Jón Halldórsson,
Jón Jónsson, Jón Sigurðr Jónsson, Magnús
Jósefsson, Ólafur Bjarnarson, Stefán Hall-
dórsson, Stefán Sigfússon og Steingrímr
Jónsson.
í haust bættust 6 nýir við og eru þeir
þessir: Brynjólfr Gunnarsson, Halldór Briem
Jóhann D. Meilbye, Jóhann Þorkellsson, Ste-
fán Jónsson og Tómás Hallgrímsson.
VERSLUN í REYKJAVÍK. Þegar snemma
í haust urðu kaupmenn hér í bænum uppi-
skroppa um koi. l’ar í mót átti flotastjórn-
ín danska töluverðan forða hér í bænum og
hafði hún í vor keypt kolin af inni norsku
verslnn. Þar eð nú engin von var um, að
kaupmenn mundu bæta úr eldsneytisþörf
þeirri, er þannig var hér, og með hverjum
degi varð meir og meir tilfinnanleg, skrifaði
konsúl Smith eplir áskorun fieiri bæarbúa
einkum lögreglustjórans bónarbrjef til stjórn-
arinnar um, að nokkuð af forða hennar yrði
afhent sér, og hefir stjórnin nú samþykt,
að einar 400 tunnur verði af kolaforða henn-
ar seldar konsúl Smith, þó með þeiin
skilmála, að hann megi eigi selja kolin dýr-
ari, en að hann fái ómak sitt og útlát hæfi-
lega borgað. Landshöfðingjanum er falið á
hendr að semja við Smith um söluna, og
mun að því er sagt er, kolatunnan verða á
2 rd. 32 sk.
Vér getum þannig þakkað inni dönsku
stjórn að vér fáum kol að ofnum vorum í
vetr. En því er nú miðr og ver, að meira
vantar hjá kaupmönnum vorum af nauðsynja-
vörum en kol. Þannig er nú að kalla orðið
með öllu steinolíu laust, og timbrekla hefir
verið hér fram eptir öllu hausti, þannig að
varla fæst borð í likkistu. Oss er alveg ó-
skiljanlegt, hvernig þess konar vöruekla getr
orðið í kaupstað, þar sem fleiri kaupmenn,
er hafa skip í förum og þees vegna eigi
má kalla «prangara», eru; þeir ættu þó að
geta séð, að enginn tapar meira- við vöru-
skort en kaupmaðrinn sjálfr, þar sem eiu-
asta atvinnan hans er að selja vörur, og sé
skipaleigan hingað til landsins mikil, þá er
það kaupmönnum innan haudar að leggja
kostnaðinn á vöruna, enda komast þeir menn
er þekkja verðlagið erlendis, fljólt að raun
um, að verslunarinenn geri svo. Bændr út
um land eru nú farnir að ganga í verslun-
arfélög til þess sjálfir að útvega sér nauð-
synjavörur þær, er kaupmenn eigi gera svo
vel að flytja þeim. J>að sýnist að vera mál
komið fyrir kaupstaðarbúa, að minsta kosti
hér í Reykjavík, að fylgja þessu dæmi.
Dönsk blöð geta um ísland og íslendinga.
II. Blaðið «Dags-Telegrafen» hefir aptr farið
nokkrum orðum um stjórnarmál vort og um