Víkverji

Tölublað

Víkverji - 16.10.1873, Blaðsíða 4

Víkverji - 16.10.1873, Blaðsíða 4
Ilfj alþingisforseta Jón Sigurðsson, grein hér um finst í blaði, er koin út 27. f. m. Blaðið er nú mjög ánægt með úrslit stjórnarmálsins. tað hefir látið segja sér, að þessi úrslit sé Jóni Sigurðssyni að þakka og vonar því, að Jón framvegis muni vera blaðinu samdóma í þessu máii.(!) J>að eina, er blaðið nú finnr ástæðu fil að bregða Jóni um, er, að hann eigi sé «Skandinavi». Það er kunnugt, að á þessari öld hefir myndast flokkr bæði Dana, Norðmanna og Svía, er nefna sig «Skandinava», og hefir l'yrir mark og mið að gjöra sem mest sam- eiginlegt öllum norrænum þjóðum. Þaðhefir jafnvel verið dróttað að flokknum, að hann vildi reyna að koma öllum þjóðum, er mæla eðr hafa mælt ina «dönsku tungu», undir eina stjórn. Flokkr þessi hefir hingaðtil eigi viljað vita af fieirum norðrlandaþjóðum að segja, en 3, Dönum, Svíum og Norðmönn- um. í’ó hann ætti að vita, að það eru íslend- iugar, sem einir af öllum inönnum, er hafa mælt á «danska tungu», hafa haldið tungu þessari við, að kalla óbreyttri, og hafa varð- veilt þau norrænu fræði, er á síðari öldum hafa sannað, að allir þeir inenn, er búa fyrir norðan Egðará, séu sprottnir af inum sama þjóðarstofni, og að Islendingar hafa ritað og geymt þær sögur, er segja greinilegast og fyllilegast frá afreksverkum inna norrænu þjóða i fornöld, hefir þessi flokkr hingað til eigi viljað kannast við þjóðerni vort. Inir fremstu menn í flokknum hafa jafnvel verið inir á- köfustu til að koma þjóð vorri undir danska stjórn að gera land vort að hjáleigu við höf- uðbólið i Kaupmannahöfn. Það hefir hingað til eigi verið nein auð sæti í skála Skaudí- nava handa íslendingum. Oss þykir það því mjög sennilegt, að Jón Sigurðsson hafi eigi viljað ganga í Skandinavaflokkinn, og’flestir landar hans munuverahonum samdóma hérum. Vérvirðum ina veglyndu bræðr vora i Danmörku mikils. Vér viljurn af heilum hug óska, að þeim megi vegna vel, vér óskum enn fremr að það band, er hefir tengt oss satnan við þá nú bráðum í 500 ár — síðan 1380, þá Ólafr Hákonarson varð Noregskonungr — liatdist óslitið, og að ver í margar aldir inun- um geta talið Dani samríkismenn vora; en það er alt annað en að gerast Danir. Þjóð- erni voru og inum sérstöku landsréttindum vortim viljum vér halda, og vér verðum því eigi Skandínavar, svo lengi engum öðrum eu Dönum, Norðmönnum og Svíum verðr leifð inntaka í þessa voldugu sveit, er eins og danskt skáld kemst að orði, framvegis eigi að ganga í broddi fylkingar, þegar barist er fyrir réttindum þjóðanna gegn harðstjórum. Hinsvegar viljum vér fúslega viðrkenna, að þjóð vor sé svo fámenn, að varla mundi verða mikið liðsiuni af henni í inu fyrirhug- aða norræna ríki. En er vér þannig látum skandinaviska málið vera oss alveg óviðkoin- andi, er heldr eigi ástæða til að finna að oss fyrir þá sök. Þó inn danski blaðamaðr, er vér nefnd- um, að öðru leyti sé oss íslendingum vel- viljaðr, sýnist þannig sú neitun af þjóðernis- og landsréttindum vorum, sem áðr var algeng I Danmörk og sem hefir verið aðalástæðan til þess rígs, er hefir verið rnilli Dana og ís- lendinga, að vera in eina ástæða, er hann hefir getað haft til að íinna það að íslend- ingi, að hann sé eigi Skandinavi, og in sama ef til vi11, ósjálfráða skoðun, hlýtr að hafa gert honuin það óskiljanlegt, að Islendingr með mótmælum sínum gegn danskri stjórn á lslandi geti stutt mál og þjóðerni allra Norðrlanda, og hefir verið farið fram á það í grein, er hefir staðið í «Dagbladet» og seg- ist vera skrifuð hér á landi. Þetta finst oss auðskilið. Það er eins og áðr var bent á alrnent viðrkent, að þær samgöngur og sú vinátta, er ár frá ári færist ineira í vögst milli Dana, Norðmanna og Svía, hafi upptök sín einkum frá bókmentum vorum. Það er mál vort, er sýnir öðrum Norðrlandaþjóðum, að tungur þeirra eru rurinar frá inni sömu uppsprettu, og eins er um flest annað þjóð- legt hjá oss, að eitthvað líkt muni finnast hjá hinum Norðrlandaþjóðum. En sé það svo, þá sýnist oss það liggja í augum uppi, að allir þeir, er vilja vinna að sameiningu Norðr- landaþjóðanna, og það hefir hingað til verið mark og mið inna bestu Dana, geti lært mik- ið af oss, og haft uiikla stuðniugu í þjóð-

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.