Alþýðublaðið - 11.03.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1960, Blaðsíða 2
Gtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- aatur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Söluskatturinn ÞAÐ getur vart verið deiluefni á íslandi, að 30—40% þjóðarteknanna þurfi að fara um hend- ur ríkis og sveitarfélaga til að standa straum af þjóðfélagsútgjöldum. Þetta er há prósenta miðað við önnur lönd (þar sem 25—35% er algengt), en ekki óeðlileg vegna fæðar þjóðarinnar. Hitt má aftur deila um, hvernig leggja eigi þessar upphæðir á þegnana. Á að byggja á bein- um sköttum (t. d. tekjuskatti og útsvari) eða óbein- um (söluskatti, fasteignaskatti o. fl.)? í þessum efnum stendur yfir greinileg stefnubreyting bæði hér á landi og í nágranna- löndum okkar. Beinu skattarnir eru að minnka eða hverfa úr sögunni, en í þeirra stað koma óbeinir skattar, fyrst og fremst söluskattar. í Noregi hefur jafnaðarmannastjórn haft mjög há- an söluskatt í smásölu, og í Svíþjóð hefur önnur stjórn jafnaðarmanna nýlega lagt á mikinn söluskatt. Þegar lífskjör alþýðunnar eru svo knöpp, að hún getur ekkert leyft sér nema nauðþurftir, er að sjálfsögðu mjög óréttlátt að leggja á þær vörur söluskatt. Við þær aðstæður kemur skatturinn þyngst niður á þeim, sem sízt skyldi. - Þegar lífskjör batna og verða svo góð, sem nú er orðið, má undanskilja ýmsar lífsnauðsynjar, en leggja söluskatt á aðrar vörur. Þá greiða menn því meira af skattinum því meira sem þeir hafa og nota af*fé. Það er af þessum ástæðum, sem menn hallast við núverandi aðstæður að söluskatti. Hér á landi hafa ýmsar gerðir söluskatts ver- ið reyndar síðustu ár. Hér þarf einfalt kerfi, sem er auðskilið, og sem minnst af undanþágum. Hér þarf umfram allt nákvæmt eftirlit með innheimtu skattsins, svo að honum verði ekki hreinlega stolið á leið frá neytanda til ríkiskassans. Það mun fara að verulegu leyti eftir þessu framkvæmdaatriði, hvort almenningur sættir sig við skattinn eða ekki. Við þær aðstæður, er skapazt hafa í þjóðfé- lagi okkar, er ástæða til að ætla, að stranglega innheimtur söluskattur sé líklegastur til að hljóta samþykki landsmanna. Fólk vill heldur borga með þeirri vöru, sem það kaupir — Iítið með nauðþurftum, meira með lúxus — en eiga skattheimíu og lögtök yfir höfði sér allt árið. I S.G.T. FÉLAGSVISTIN '; í GT-húsinu í kvöld kl. 9. Góð verðlaun. Dansinn hefst um kl. 10.30. Aðgöngumiðar frá kl. 8. Sími 13355, pf ■ 2 H. úiarz 1980 — Alþýðublaðið Jón Þórarinsson: Ávarpá afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar TÍU ára afmæli mun naum- ast teljast til stórafmsela. Og tíu ár er ekki ýkja langur tími á almennan mælikvarða eða í lífi stofnana og þjóða. Þó má með miklum sanni segja, að hver áratugur hinna síðustu hafi orðið lengri en nokkurt 10 ára bil fyrr í sögu þjóð- anna. Og ef til vill hafa þeir orðið lengri’ hér á landi en víð ast hvar annars staðar á jarð- arkringlunni. Svo örar hafa breytingarnar — framfarirnar — orðið í íslenzku þjóðlífi að undanförnu, og á það ekki sízt við um allt það, sem til menn- ingarlífs getur talizt. íslenzk menning hefur aldrei staðið með meiri blóma né verið f jöl- skrúðugri' en einmitt nú, og vaxtanbroddar hennar margir eru harðgerðir og grózkumikl- ir. Þetta er staðreynd, sem ekki haggast, þótt öðru hverju heyrist þær hrakspár, að menn ingin á þessu landi' — og með henni ‘ íslenzkt sjálfstæði og þjóðerni —■ sé í þann veginn Jón Þórarinsson að líða undir lok. Ungir ís- lenzkir listamenn og mennta- menn og allir þeir, sem virk- an þátt taka í þjóðlífinu á þessum vettvangi, láta sér fátt um finnast slíkar kerlinga- bækur. Hitt er rétt, að þjóðleg menning íslendinga ber ekki sömu merki einangrunar og einhæfingar og áður var, og má ef til vill segja, að fyrir það sé hún ekki jafn sérkenni leg og fyrr. En það eitt er mjög vafasamur mælikvarði a ágæti hennar, og fer mjög eft- ir því, við hvað er miðað. Yms ar frumstæðar þjóðir munu enn í dag hafa stórum sér- kennilegri menningu en vér Islendingar höfum nokkrui sinni haft, og teljum vér oss þó standa á hærra menning- arstigi en þær. Svonefnd þjóS leg menning er því aðeins á- gæt, að hún sé fjölskrúðug og almenn, en ekki eign fámennr ar yfirstéttar, og þjóðles list því aðeins góð, að hún sé fyrst og fremst góð list. Hinn Þjóð- legi svipur hefur út af fyrir sig ekki miklu meira gildi eh málning ut'an á húsi. Með henni' má að vísu fela galla é byggingunni, en ef innviðirn- ir eru veikir, hrynur húsið, Framhald á 14. siðu. iimiiimmmiiii!iiii!iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmiiimmiiiiiiimi/><niiiiimiiiii .................................................................................. Hannes h o r n i n u Gleymdur þá geng- inn er. & Symfóníuhljóm- sveitin og dr. Urban- cic. ’Á' Úrslitin í Vestmanna eyjum. ■fo Hvert ætla þeir? „GLEYMDUR ÞÁ GENGINN ER. Þjóð græðir ekki á því að gleyma þeim, sem vel hafa unnið fyrir hana. Þvert á móti. Hún tapar á því vegna þess, að for- dæmi þeirra kennir ekki börn- um framtíðarinnar.“ Þetta segir Tónlistaruhnandi í bréfi til mín og bæir við: „Mér datt þetta í hug þegar ég las afmælisgreinar um sinfóníuhljómsveitina. Þar var hvergi getið eins skeleggasta brautryðjanda hennar og tónlist- arfrömuðar um áraraðir hér á landi: dr. Urbancic. HVERS vegna gleymdist hans nafn. Hann vann sleitulaust að því, vitanlega ásamt mörgum öðr um góðum mönnum, að byggja upp tónlistarlífið, og það hygg ég, að ef brautryðjendastarfs, hans hefðj ekki notið við, þá væri sinfóníuhljómsveitin ekki orðin það menningarafl, sem raun er á. Dr. Urbaneic stjórn- aði mörgum tónleikum hljóm- sveitarinnar auk alls annars, sem hann vann fyrir tónlistina á okk ar óplægða akri. Hann var, þó að hann væri af erlendum upp- runa, ágætur íslendingur, sem vildi vinna þjóð okkar allt það bezta, sem hann gat. Slrkum mönnum megum við ekki og eig um við ekki að gleyma." AÐEINS EINN ÞRIÐJI þeirra, sem atkvæðisrétt áttu í félögun- um í Vestmannaeyjum um verk- fallið tók þátt í atkvæðagreiðsl- unni, eða jafnvel tæplega það. Og það munaði mjóu á atkvæða- tölunum. Það er vitað mál, að alltaf þegar greitt er atkvæði um það hvort veita eigi stjórn í verkalýðsfélagi heimild til vinnustöðvunar ef samningar ekki takast, þá er það samþykkt. Ég held að ekkert dæmi sé til um það að slík tillaga hafi verið felld. Þess vegna er útkoman hjá kommúnistum í Eyjum sannar- lega ekki uppörvandi fyrir þá. Það er ótrúlegt að þeir telji það fært að stöðva vertíðina í Eyj- um þegar þannig er um hnútana , búið. EN EF TIL VILL hugsa þeir ekki um það. Afstaða almenn- ings er þannig, að hann vill bíða og sjá hvað úr þessu verður. Hann kveinkar sér að sjálfsögðu þegar verðhækkanirnar skella yfir. En á móti þeim koma fjöls- skyldubæturnar og skattsafnáni ið. Hins vegar liggur það í áug- um uppi, að ef efnahagskerfið, sem nú hefur verið tekið upp, hrynur, þá verður að koma ann- að í staðinn. GETUR FRAMSÓKN leyst vandann ásamt kommúnistum, þegar svo er komið? Treysta þeiij sér til þ«ss? Ég fullyrði, að efi efnahagskerfið hrynur nú, þá getur enginn leyst vandann, þá skellur á geigvænleg kreppa og atvinnuleysi. Sannleikurinn er sá, að það hefði verið bezt fyrip þjóðina, að stjórn Emils Jóns- sonar hefði setið áfram, ekki vegna þess að erfiðleikarnin sjálfir hefðu verið minni, heldur vegna þess, að þá hefði afbrýði- semin og hatrið milli stóru flokte anna ekki eytt %llu og aukið vandræðin. EN ÞAÐ ER EINMITT þetta1 hatur og þessi taumlausa af- brýðisemi, sem nú hótar allri þjóðinni og getur kallað yfit! hana óyfirstíganlega örðugleika. Þetta verða menn að viðurkenna hvaða flokki sem þeir eru í og hvort sem þeim líikar betur eða verr. ÁSGEIR LONG í Hafnarfirðl er ekki formaður Stangaveiðifé- lagsins þar. Þetta leiðréttist afl gefnu tilefni. Haimes á horninu. )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.