Alþýðublaðið - 11.03.1960, Blaðsíða 3
uttum i
INNFLUTNIN GURINN
árið 1959 var fyrir rúmar
1546 milljónir króna, en
var 1399,9 milljónir árið
1958. Frá þessu segir í
Hagtíðindum, sem komu
út nýlega. Mest var flutt
inn af eldsneyti og smurn
ingsolíum eða fyrir 232,6
milljónir króna. Minnsti
liðurinn á vörulistanum
voru lifandi dýr, sem inn
var flutt af fyrir 4 þúsund
krónur.
Afli
Framhald af 1. síðu.
. þýðublaðinu á dögunum) kom
úr fyrsta róðri í gær. Var hann
aflahæstur af netabátunum,
með tæpar 15 lestir. Yfirleitt
var afli netabátanna 5—10 lest
ir í gær, en línubátanna 7—14
Næ'st stærsti liðurinn í inn- jónir. Það ár nam i’nnflutning-
flutningsverzluninni árið 1959 ur bifreiða 48,8 milljónum en
var flutningatæki, 198,6 mill-
HWMWWWWWWMWMMM
VK) endurtökum í dag
vinningsnúmerin í HAB:
4441 — Volkswagen.
2267 — Húsmunir fyr-
ir 15 000 krónur.
3401 — Ferðalag til út-
landa.
3933 — Húsmunir fyrir
5000 krónur.
mmmmmmmmmmmmmmmv
var 28,1 milljón árið áður.
Garna og álnavara var
flutt inn fyrir 156,9 milljónir.
Vélar voru fluttar inn fyrir
131,7 milljónir og auk þess raf
magnsvélar fyrir 83,1 milljón.
Fatnaður var fluttur inn
fyrir 20,9 milljónir og skófatn-
aður fyrlr 17.6 milljónir. Tóbak
og tóbaksvörur voru fluttar
inn fyrir 16.3 milljónir (17.3
milljónir 1958. Korn og korn-
vörur voru fluttar inn fyrir
59.5 milljónir.
Fiskur og fiskmeti var flutt
inn fyrir 284 þúsund krónur
(8 þúsund 1958). Olíufræ og
olíuhnetur voru fluttar inn fyr
ir 54 þúsund (69 þúsund árið
áður). Húsgögn voru flutt inn
fyrir 1.1. milljón og munir til
ferðalaga, handtöskur o. þ. h.,
fyrir 747 þúsund.
Að lokum má geta þess, að
lyf og lyfjavörur voru fluttar
inn fyrir 13.7 milljónir króna.
Sigga Vigga
'•uiumiiiiiimimmiiiiiimmmimiiiiiiiiiiiiimimimmmimmniiimiiiiiiimiimiiiiiiniiiHiiituiiiiiniiiuiiiiiiiR
I siðvæðing I
Ií SKÓLUM
MÉR finnst fslendingar
vera framsækin og lifandi
þjóð, sagði Manasseh Mae
rane, blökkumaðurinn frá
Suður-Afríku í gær. Þið
minnið mig á mínar eigin
þjóðir í Afríku. Sennilega
er þetta af því, live þið
hafið verið frjálsir stuttan
tíma, og hafið ekki verið
slegnir værð, eins og sum-
ar eldri þjóðir álfunnar.
Blökkumennirnir þrír,
Búinn, bóndinn frá Mau-
maulandi, blaðamðaurinn
frá Elizabethr og þeir fé-
lagar,, sem hér eru á ferð
til að kynna siðvæðingar-
hreyfinguna, hafa látið
hendur standa fram úr
ermum og boðað hugsjón
sína af miklum þrótti.
Þeir hafa ávarpað nem-
endur í Kennaraskólan-
um, Menntaskólanum,
hitt marga æðstu menn
þjóðarinnar jafnt sem
fjölda óbreyttra borgara.
Jafnframt hefur sýning-
um verið haldið áfram á
kvikmynd þeirra, sem vak
ið hefur mikla athygli
allra, sem hana hafa séð.
Maerane er aðalleikari í
kvikmyndinni.
— íslendingar virðast
opinhuga, sagði Maerane
í gær, — og ég hef aldrei
komið til þjóðar, þar sem
við höfum getað náð til
svo margra, hárra jafnt
sem lágra, á svo stuttum
tíma.
vriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiniiiniM
Stal hvolpunum
frá drengjunum
J iGÆRDAIG íum klukkan
11,30 var sex ára drengur að
leik áasmt félaga sínum við af-
leggjarann íað Fossvogsbletti 18.
Drengirnir Iéku sér að hvolps-
tík.
Þarna bar að lágan fólksbíl
sem í voru tveir menn. Ökumað
urinn gekk til drengjanna, tók
hvolpinn og ók síðan burtu með
hann. Drengirnir létu þegar
vita af þessu og hafði móðir
annars þeirra samband við lög-
regluna.
Tíkin er á fyrsta ári', svört að
lit. Hún er hvít á bringu og tám
og með hvíta díla á rófubroddi.
Hún var með ól um hálsinn. Á
ólinni var plata með símanúm-
erinu 35547.
Hafi ei'nfhverjir séð til ferða
þjófsins eða tíkarinnar, eru þeir
beðnir að gera rannsóknarlög-
reglunni aðvart.
Skákmóf
Hafnarfjaröar
oð hefjast
AÐALFUNDUR Taflfélags
Hafnarfjarðar var haldinn ný-
lega. Formaður var kjörinn
Þórir Sæmundsson en aðrir í
stjórn: Haukur Sveinsson, Sig-
urgeir Gíslason, Stígur Herlufs
sen og Hilmar Ágústsson. Ný-
lega var háð skákkeppni milli
Keflavíkur og Hafnarfjarðar.
Lyktaði henni með jafntefli
7V2:7V2. Á sunnudaginn hefst
skákmót Hafnarfjarðar. Þátt-
taka tilkynnist stjórnarmeð-
limum.
Bæjarmálin rædd
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnarf jarðar heldur fund í Alþýðu-
húsinu næstkomandi mánudagskvöld klukkan 8.30 síðdegis.
Á fundinum verðia rædd bæjarmál. Framsögu hefur Stefán
Gunnlaugsson, bæjarstjóri.
Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að fjölmenna á fundinn.
Ráðstefna um jafnaðar- Emil flyfur ávarp,
„ - H & % r Gylfi og Benediki
stefnuna hefst a morgun
Alþýðublaðið — 11. marz 1960 J