Alþýðublaðið - 11.03.1960, Blaðsíða 14
ÁVARPJÓNS.
• •
Framhald af 2. síðu.
Ihversu fagurlega sem það
kann að vera málað.
Þegar hér er talað um grózk
una í íslenzku menni'ngarlífi,
má með sanni heimfæra það
fyrst og fremst á menningar-
sviðið í heild. En það er engu
síður rétt, þótt litið sé á ein-
stakar greinar menningarinn-
ar, og hér hefur tónlistarlífið
einbum verið haft í huga af
eðlilegum ástæðum. — í byrj-
un 12. aldar réði Jón biskup
Ögmundsson hingað franskan
mann til þess að kenna tónlist
í Hólaskóla, en miðstöð tón-
listarinnar í Evrópu var þá
einmitt í París. Allt það merk
asta, sem síðan hefur orðið í
íslenzkum tónlistarmálum,
hefur gerzt á síðustu þremur
áratugum.
Ekki verður sú saga raki'n
hér, en því er ekki að leyna,
að brautin hefur hvorki verið
slétt né krókalaus. Og þegar
litið er um öxl, er ljóst, að
ýmislegt hefði mátt betur
fara. Er Það sem vænta má,
því að hvergi annars staðar í
heiminum mun hafa verið
ráðizt í önnur eins stórátök til
eflingar tónlistarlífi á jafn-
skömmum tíma og við sam-
bærileg skilyrði. Því hefur
ekki, nema að nokku leyti,
verið unnt að styðjast við
reynslu annarra þjóða, og inn
lend reynsla engin til að
byggja á í þessu efni.
Fyrir okkur, sem næst
stöndum Sinfóníuhljómsveit
Islands, er þetta 10 ára afmæli
hennar ekki nein sigurhátíð,
heldur fyrst og fremst sjónar-
hóll, þar sem við nemum stað
ar litla stund og lítum yfir
farinn veg, ekki sízt til þess
að glöggva okkur á þeim víxl-
sporum, sem við höfum vissu
lega stigið, og reyna að draga
af þeim einhverja þá lær-
dóma, sem til gagns gætu orð
ið í framtíðinni. Er hér m'args
að gæta, því að starf hljóm-
sveitarinnar þennan áratugð
er orðið býsna fjöiþætt. Yfir-
lit um það, eða nokkra þætti
þess, hefur birzt í blöðum und
anfarið og er einnig að finna
í efnisskrá þessara tónleika,
og verður ekki fjölyrt um það
hér. En henda má á, að enda
þótt hlutverk stofnunar sem
þessarar sé það fyrst og fremst
að koma fram fyrir almenn-
ing, er þó meginhluti starfsins
unninn í kyrrþey, á löngum og
lýjandi æfingum. Þegar hljóm
sveiti'n situr á tónleikasviðinu
að loknum tónleikum, er ekki
um það spurt, hvað haft hafi
verið fyrir hlutunum, heldur
um hitt eitt, hver áranguinn
hafi' orðið. „Þú sérð hvað af
fer, en ekki hvað á er tekið,“
sagði sláttumaðurinn, þegar
haft var orð á því, að honum
biti ve'l.
Það er lélegur hljómsveit-
armaður, sem ekki gegnur að
verki sínu, þegar út í eldraun-
ina er komið, af álíka heilhug
og einbeittni og læknir við lífs
hættulega skurðaðgerð. Það
hefur verið gæfa þessarar
hljómsveitar, að hún á í rík-
um mæli þann eigi'nleika að
hrífast af verkefnum sínum,
og því hefur hún valdið ýms-
um þeim viðfangsefnum, sem
annars mundu hafa verið tal-
in henni ofviða- Margi'r er-
lendir stjórnendur, sem hér
hafa verið, hafa haft orð á
þessu. Um hljóðfæraleikar-
ana vil ég leyfa mér að segja
það, í áheyrn þeirra sjálfra og
alþjóðar, að þeir hafa, að mínu
vi'ti, reynzt því betur því meiri
listrænar kröfur sem til þei'rra
hafa verið gerðar. Fyrir þetta,
og fyrir samstarf undanfar-
inna 10 ára, vil ég vi'ð þetta
tækifæri flytja þeim þakkir,
—■ bæði- þeim, sem hér sitja
nú, og hi'num, sem fjarri eru,
en hafa á liðnum árum lagt
sinn skerf til þess, að hljóm-
sveitin hefur náð þeim árangri
í starfi, sem raun er á.
Mjöa margra einstakra
manna væri ástæða til að geta
sérstaklega í þessu sambandi,
en sú upptalning mundi verða
of löng hér. Hitt er réttogskylt
að taka fram, að án stuðnings
ríkisins oa Reykjavíkurbæjar
og án samstarfs við Ríkisút-
varp og Þjóðlei'khús hefði sin-
fóníuhljómsveit á íslandi ekki
minnzt 10 ára afmælis síns í
dag. Hér eiga fjölmargir menn
hlut að máli, stjórnmála-
menn og embættismenn og
stuðni'ngsmenn ýmsir. Þessum
mönnum öllum vil ég í nafni
hljómsveitarinnar færa aiúð-
arþakkir fyrir þann skilning
og áhuga, sem þeir hafa sýnt
málum hljómsveitarinnar.
Sinfóníulhljómsveit íslands
vill ekki vera baggi á þjóðinni.
Hún vill, á sinn hátt, vi'nna
fyrir hverjum þeim eyri, sem
til hennar rennur. Hún vill,
eftir beztu getu, fylla þann
sess, sem henni ber og hún
hefur nú um sinn reynt að
skipa í gróandi íslenzku menn
ingarlífi.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Grjótagötu 12.
aadaðist að 'heimili sínu í gær.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ólafur Jónsson.
Veðrið:
A.-gola eða kaldi; úrkomu
laust; frostlaust.
Slysavarðstofan er opin all
an sólarhringinn. Læknavörð
ur LR fyrri vitjanir er á sama
stað frá kl. 18—8. Sími 15030.
o----------------------o
Gengið:
1 sterlingspund .... 106,84
1 Bandaríkjadollar . 38,10
100 danskar krónur 550,95
o----------------------o
Föstudagur
11. marz:
18.30 Mannkyns-
saga barnanna. —
18.50 Framb.k. í
spænsku. 19.00
Þingfréttir. Tón-
leikar. 20.30 Ald-
arafmæli Valtýs
Guðmundssonar,
erindi (Kristján
Albertsson rith.).
20.55 Kórsöngur:
Gömul, íslenzk
alþýðulög. 2120
Lestur fornrita: Þorsteins
þáttur stangarhöggs (Óskar
Halldórsson cand. mag.). —
21.40 Rímnaþáttur (Valdimar
Lárusson og Kjartan Hjálm-
arsson). 22.10 Passíusálmur
(22). 22.20 Upplestur: „Óska-
hringurinn“, ævintýri eftir
Richard Volkmann-Leander,
í þýðingu dr. Fríðu Sigurðs-
son. (Baldur Pálmason). 22.35
í léttum tón. — 23.05 Dag-
skrárlok.
-o-
Hafnarfjörður: Kvenfélags-
konur, Hafnarf jarðarkirkju.
Munið skemmtifundinn í
Alþýðuhúsinu í kvöld kl.
8,30. Til skemmtunar: —
Kvikmynd, kaffi, spil. —
Félagskonur fjölmennið og
takið gesti með.
-o-
ÆSKULÝÐSRÁÐ RVÍKUR:
Tómstunda- og félagsiðja —
föstudaginn 11. marz 1960:
Lindargata 50:
Kl. 7,30 e. h. Bast- og tága-
vinna.
Laugardalur: (íþróttahúsn.)
Kl. 5,15, 7,00 og 8,30 e. h.
Sjóvinna.
-o-
Mæðrafélagskonur: Munið að-
alfundinn í kvöld kl. 8,30
að Hverfisgötu 21.
-o-
Frá Guðspekifélaginu: Dög-
unarfundur í kvöld kl. 8,30
í Guðspekifélagshúsinu. —
Fimm manna symposíum
um hamingjuna. — Kaffi í
fundarlok.
Aðalfundur Kvenfél. Líkn í
Vestmannaeyjum, var hald-
inn 3. febr. s .1. Stjórnin
var endurkosin. Forstöðu-
kona félagsins er frú Jóna
Vilhjálmsdóttir. — Á fund-
inum var kosin fjáröflunar-
nefnd, og í henni eru 3 kon-
ur. Nefndin vinnur að fjár-
öflun til að búa hið vænt-
anlega sjúkrahús bæjarins,
sem bezt úr garði. Fjáröflun
arnefndin hefur á prjónun-
um hlutaveltu.
-o-
Breiðfirðingafélagið heldur
spilakvöld í kvöld (föstud.)
í Breiðfirðingabúð kl. 8,30.
Fjölmennið.
-o-
Tímarit ísl. esperantista, Voco
de Islando ( = Rödd íslands)
er fyrir nokkru komið út,
og er það des.-hefti 1959.
Það hefst á grein um . dr.
L. L. Zamenhof, höfund esp
eranto, en að öðru leyti er
efni þess íslenzkt, enda er
það fyrst og fremst hugsað
sem landkynningarrit. Með
þessu hefti lýkur fjórða ár-
gangi ritsins.
-o-
Farsóttir í Rvík vikuna 21.—
72. febr. 1960, samkvæmt
skýrslum 51 (52) starfandi
lækna.
Hálsbólga .... 153 (144)
Kvefsótt ........ 249 (211)
Iðrakvef ......... 33 (43)
Influenza....... 44 (33)
Hvotsótt ...... 1 (1)
Kveflungnabólga 12 (19)
Munnangur .... 1 (3)
Kikhósti .......... 6 (4)
Hlaupabóla .... 20 (12)
Ristill ........... 1 (0)
-0-
Á myndinni sést ný teg-
und af barnavagni, sem kom
á markaðinn í Þýzkaiandi
fyrir skömmu. Vagninn hef-
ur það til síns ágætis, að
ekki þarf að lifta honum upp
ef beygja þarf.
ALÞÝÐUBLAÐINU hefur borist bréf frá 28 ára gömlum
Japana. Hann óskar eftir bréfaviðskiptum við íslending.
Aoki, en það heitir maðurinn er giftur og er að læra þýzkar
bókmenntir við háskóla í Japan. Hann óskar eftir skiptum á
póstkortum, frímerkjum, myndum og öllu því, sem gæti kom-
ið honum að gagni við það að kynnast íslandi og íslendingum.
Aoki er sama hvort honum er skrifað á ensku eða þýzku, og
einnig er honum sama hver gerir það. Heimilisfangið er —
Yoshinobu Aoki. Fujikawa-machi. Shizuoka Pref. Japan. —
Þeir, sem vilja, geta fengið bréfið hans á ritstjórn Alþýðu-
blaðsins.
:S>. ....
*'••*♦*•
X /AfAwJg
SSs
Flugfélag
fslands h.f.:
Millilandaflug:
Hrímfaxi fer
til Oslo, Kmh.
og Hamb. kl.
08.30 í fyrra-
málið. Innan-
landsflug: í
dag er áætlað
[ Ak
ureyrar, Fagur
hólsmýrar, —■
Hornafjarðar, Kirkjubæjar-
klausturs og Vestm.eyja — Á
morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Blönduóss, Eg-
ilsstaða, Sauðárkróks og Vest-
mannaeyja.
-o-
Eimskipafélag
íslands h.f.:
Dettifoss fór frá
Amsterdam 8.3.
til Tönsberg, Lyse
kyl, og Rostock.
Fjallfoss fór frá
Hamborg 8.3. til Rvk. Qoða-
foss fer frá Raufarhöfn í dag
10.3. til Norðfjarðar, Eskifj.,
Vestm.eyja, Faxaflóahafna og
Rvk. Gullfoss fór frá Kmh.
8.3. til Leith og Rvk. Lagar-
foss fór frá New York 9.3. til
Rvk. Reykjafoss fer frá Rott-
erdam 10.3. til Antwerpen,
Hull og Rvk. Selfoss fer frá
Vestm.eyjum í dag 10.3. til
Amsterdam, Rostock og Rúss-
lands. Tröllafoss fór frá Rvk
9.3. til New York. Tungufoss
fer frá Rvk kl. 06.00 í fyrra-
málið 11.3. til Akraness, —
Keflavíkur og Hafnarfjarðar.
Hafskip h.f.:
Laxá er í Gautaborg.
•• it
i
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á Akureyri á aust
urleið. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á norðurleið. Skjald-
breið fór frá Rvk í gær vestur
um land til Akureyrar. Þyrill
er á leið frá Vopnafirði til
Fredrikstad. Herjólfur fer frá
Rvk kl. 21 í kvöld til Vestm.-
eyja. Baldur fór frá Rvk í
gær til Sands og Grundarfj.
Jöklar h.f.:
Drangajökull átti að fara
frá Ventspils í fyrrakvöld á
leið hingað til lands. Langjök
ull er væntanlegur til Rvk. í
dag. Vatnajökull er í Rvk.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvasafell er á Akureyri. —
Arnarfell fór 7. þ. m. frá Rauf
arhöfn áleiðis til Árósa, Ham-
borgar og Hollands. Jökulfell
fór 9. þ. m. frá Rostock áleið-
is til Hornafjarðar. Litlafell
er í olíuflutningum í Faxa-
flóa. Helgafell fór í gær frá
Sauðárkróki til Keflavíkur og
Borgarness. Hamrafell fór 7.
þ, m. frá Rvk áleiðis til Aru-
ba.
LAUSN HEILABRJÓTS
19 km. 2—1—4—7—4—5
6—9—6—3—-2—5—8—11
—12—9—8—7—10—11.
£4 11. marz 1960 — Alþýðublaðið