Alþýðublaðið - 20.03.1960, Qupperneq 1
41. árg. — Sunnudagur 20. marz 1960 — 66. tbl.
eiltnS^ Bretar, Genf
^ll 1811 og íslandsmiö
ÍSLAND kemur mikið
við sögu í yfirlitsgreinum
heimsblaðanna um sjórétt
arréðstefnuna í Genf o'g
spádómum þeirra um
væntanlegan árangur.
DAGBLADET í Oslo spáir
því, að Bretar muni undir eng-
um kringumstæðum áftur fara
með vialdi inn á íslenzku fiski-
miðin, hvernig sem málum
ljúki í Genf.
Þessa fullyrðingu byggir blað
,Leifi'
neitað
ÞESSA dagana fara fram í
Stokkhólmi samningaviðræður
milli íslands og Svíþjóðar um
nýjan loftferðasamning. For-
maður íslenzku sendinefndar-
innar er Magnús Magnússon
sendiráðherra, en aðrir nefnd-
armenn eru Agnar Kofoed-Han
sen flugmálastjóra og Páll
Ásg. Tryggvason deildarstjóri
í utanríkisráðuneytinu.
Á fimmtudaginn var „Leifi
Eir;íkssyni“, Cloudmaster-flug-
vél Loftleiða, neitað um lend-
ingarleyfi í Kaupmannahöfn
og Gautaborg. Að vísu hafði
ekki verið sótt um leyfið, en
Loftleiðir töldu að það yrði í
lagi. Áður höfðu Loftleiðir
fengið sérstök leyfi fyrir ,Leif‘
til viðkomu í Höfn og víðar.
Er þess að vænta, að eftir
helgina hafi tekizt samningar
við Svía um nýjan loftferða-
samning, svo að áætlunarferðir
Loftleiða geti gengið án trufl-
ana.
ið á fréttapistli frá fréttastofu
sinni í Washington.
Brezka blaðið The Guardian
ræðir útlitið á Genfarráðstefn-
unni, Það gerir ráð fyrir, að
hún standi alls ekki skemur en
fjórar vikur.
The Guardian ræðir afstöðu
Kanada sérstaklega og minnir
á, að 12 niílna tillaga Kanada-
manna hafi verið sú eina, sem
hlaut jákvæðar undirtektir á
síðustu ráð'stefnu (37 greiddu at
kvæði með henni, 35 á móti en
níu sátu hjá).
Kanadamenn, segir blaðið, --
munu enn reyna að fá tillögu
sína samlþykkta. En til þess að
það geti' orðið, segir það, verða
Bandaríkjamenn að breyta af-
stöðu sinni og styðja Kanada-
menn.
The Guardian segir ennfrem-
ur: Bretar fallast því aðeing á
kianadisku tillöguna, ef fslend-
ingar gera við þá sérstaka samn
inga þar sem þeim verða tryggð
sérréttindi til fiskveiða á ytra
sex mílna svæðinu.
I gær voru engir fundir á ráð-
stefnunni.
Á morgun, mánudag, verður
fjallað u mdagskrárreglur.
Bifreið
stórskemmd
í árekstri
BIFREIÐINNI R-9481 var
stolið fyrir utan bifreiðaverk-
stæðið Þyril að Skipholti 21.
Var það gert í kaffitímanum.
Bifreiðin fannst um 5-leytið
í Nóatúni. Bendir allt til, að
bifreiðin hafi verið dregin
þangað. Var búið að skemma
bifreiðina svo að hún var ekki
ökufær á eftir.
HÁTT
UPPI
ISLANDSMÓTIÐ í körfu-
knattleik fer fram þessa
dagana — og nú kemur
sér vel að vera hár í loft-
inu! Sigurður Helgason
(KFR) skorar í leiknum
við Akureyi í fyrrakvöld.
Hæð Sigurðar: 2,07 cm.
Mótið heldur áfram í dag
kl. tvö. Þá keppa Akur-
eyringar við Ármann.
(Ljósm.;
arson).
Sveinn Þórð-
Kappræður
FUJ og FUF
SAMKOMULAG hefur orðið
milli Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík og Félags
ungra Framsóknarmanna í
Reykjavík um það, að félög
þessi efni til kappræðufundar
um stjórnmálaviðhorfið n.k.
miðvikudagskvöld kl. 9 e. h. £
Framsóknarhúsinu. Nániar verð
ur skýrt frá fundinum í þriðju
dagsblaðinu.
N ORÐLENDIN GUR
varð að ,,smala“ í Færeyj
um til þess að fá nægilega
marga færeyska sjómenn.
Varð togarinn að fara inn
á marga firði í Færeyjum
og ssekja þangað 1 og tvo
menn.
Alþýðublaðið fékk þessar
upplýsingar hjá Gunnari Hall-
dórssyni framkvæmdastjóra
Norðlendings í símtali, er blað-
ið átti við hann í gær, en Norð-
lendingur var þá staddur út af
Rauðugnúpum.
GEKK ERFIÐLEGA.
Norðlendingur var laus s. 1.
þriðjudag, sagði Gunnar, þar
eð þá var búið að greiða við-
gerðarkostnaðinn. En þá var
eftir að sækja Færeyingana.
Við áttum loforð fyrir 9 Fær-
eyingum í Sandvík. En er þang
að kom fékkst ekki nema einn.
Færeyingunum fannst mörgum
orðið of seint að fara- til ís-
lands og voru að hugsa
Grænland o. fl.
um
Þetta varð til þess að Norð-
lendingur varð að fara inn á
nokkra firði og sækja einn og
einn Færeying. Loks kl. 2 að-
faranótt föstudags var unnt að
leggja af stað heimleiðis frá
Þórshöfn með 32 Færevinga.
Þar af eru 4 á togarann Skag-
firðing. Ekki fengust Færey-
ingar á togarann Hafliða og er
Hafliði því farinn til Færeyja
í því skyni að freista þess að
fá færeyska sjómenn.
Það er samviskuspurning til
foreldra í Opnunni í dag:
HAGIÐ ÞIÐ YKKUR RETT?