Alþýðublaðið - 20.03.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.03.1960, Blaðsíða 5
4 ungir d og hijóm- sveit jafnframt er gítarleikari í Disko-kvintettinum; Sigurður Johnnie Þórarinsson, er sungið yovors Gests EFNT verður til nýstárlegra miðnæturhljómleika í Austur- bæjarbíói n. k. miðvikudag, þar sem sex vimsælustu dægur- lagasöngvararnir úr röðum unga fólksisis koma fram. Söngvarar þessir, sem allir eru um og innan við tvítugt, eru margir hverjir or'ðnir þekktir' fyrir góoan dfHgurlagasöng, enda þótt fæstir þeirra hafi sungið með hljómsveitum leng ur en ár. Hinir ungu söngvarar eru: Stefán Jónsson, sem syngur með Plúdó-kvintettinum; Dí- ana Magnúsdóítir, sem lofar góðu sem fyrsta flokks söng- 'kona; Bertrand Möller, sem Nýja leiðin ekki tekin í notkun strax í TIIÆFNI af frétt blaðsins í fyrrad. um nýja strætisvagna- leið vestur á Nesveg ihefur for- stjóri' SVR beðið blaðið að taka fram, að dráttur muni verða á því, að leið þessi komist í gagn- ið, líklega um það bil 2ja mán- aða töf. Er orsökin sú, að upp- gröftur þarf að fara fram á Dunhaga. Þá hefur nú orðið breyting á leið 18. Sú leið fer nú aðeins inn á Rétt- arholtsveg í stað Tunguveg áð- ur, þar eð leiðin þótti of löng og erfi'ð í akstri eins og !hún var nú undanfarið. Á morgnana, um há degið og á kvöldin eru sendir aukabílar inn á Tunguveg til þess að bæta úr þessu og fleira er í athugun, sagði forstjórinn. Dægurlagasöngvarinn SIGURDÓR. hefur með ýmsum hljómsveit- um;Einar Júlíusson frá Kefla- vík; sem söng á hljómleikum í Austurbæjarbíói í nóvember s. 1. og vakti mikla hrifningu, enda er hér á ferðinni einkar skemmtilegur söngvari; sjötti söngvarinn er Sigurdór, sem er fastráðinn með hljómsveit Svavars Gests, en hún annast allan undirleik á hljómleik- unum. —■ Einnig leikur hljóm- sveitin sjálfstætt allmörg lög, bæði hekkt rokklög og eha-cha lög, sem þykja sérlega skemmti leg í meðferð hljómsveitarinn- ar. Kynnir verður Svavar Gests. Þar sem söngvararnir geta ekki fengið frí frá hinum ýmsu hljómsveitum, sem þeir syngja með, nema þetta eina kvöld, verður alls ekki unnt að end- urtaka hljómleikana. SEX togárar lönduðu afla sínum í Reykjavík í síðustu viku, samtals 1153 lestum. Er afli þeirra yfirleitt sæmilegur og heldur skánandi en hitt. Þorkell máni landaði á mánu daginn 196 lestum og Jón for- seti daginn eftir 187 lestum. Þormóður goði landaði á mið- vikudaginn 234 lestum og dag- inn eftir Úranus 116 lestum. Sama dag landaði Þorsteinn Ingólfsson 190 lestum og loks landaði Skúli Magnússon á íöstudaginn 230 lestum. Engin sendi- herraskipti BONN, 18. marz NTB—AFB. Youl, sendiherra Gulineu í Vest ur-Þýzkalandi, bar á móti því í dag, !að land sitt hefði tekið stjórnmálasamband við Austur Þýzkaland. Sagði hann við blaðamenn, að stjórn sín hefði aðeins verzlunarsamband við Austur-Þýzkaland. Gaf hann þessa yfirlýsi'ngu við blaðamenn eftir fund með ráðuneytisstjóra vestur-þýeka utanríkisráðuneytisins, sem 'hafði heðið sendiherrann um að skýra afstöðu Guineu til Aust- ur-Þýzkalands. Sendiherrann kvað stjórnmálasamband við Vestur-Þýzkaland mundu halda áfram. SAMKVÆMT yfirliti Fiskifé lags íslanrls hefar afli bátanna numið 19.123 lestum í janúar þessa árs en í j.i 1359 nam afli bátanna 14.657 lestum. Afli togaranna er hins vegar mun minni í jnnúar en í jánúir s. 1. ár. Afli togaranna í janúar s. 1. nam 5230 lestum en í janúar s. 1. ár 13.464 lestum. í þessum tölum er síldaraflinn f janúar ekki reiknaður með. Er heildar- afli fiskaflans, að síld meðtal- inni er 25.157 lestir í janúar þessa árs eii 23.224 lestir í janú- ar s. 1. árs. Þokast / sam- komulagsátt á afómstefnunni GENF, 19. mar-z. — Tzarapkin, aðalfulltrúi Sovétríkjanna á þríveldaráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn, lagði í morgun fram tillögu þar sem hann fellst á tillögu Bandaríkja- manna frá 11. febrúar í höfuð- atriðum. Er lagt til að allar til- raunir með kjarnorkuvopn, sem hægt er að mæla með þeim mælitækjum, sem nú tíðkast, skuli bannaðar. Allar tilraunir í lofti, sjó og í jörðu verði bannaðar, en tilraunir neðan- jarðar leyfðar ef þær mælast ekki í venjulegum tækjum. Þessi tillaga rússneska full- trúans kom mönnum mjög .á óvart, enda er þarna raunveru- lega um tillögu Bandaríkja- manna að ræða, sem Sovét- stjórnin hefur hingað til ekki viliað fallast á. Strákar fóru á sjóinn með Ægi I GÆRMORGUN rétt fyrir klukkan 9 safnaðist hópur af ungum piltum um borð í varð- skipið Ægi. Þetta voru piltar af sjóvinnunámskeiði Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Ferðin var farin til að kynna þeim notkun björgunarbáta, og einni« var þeim sýnd notkun línubyssu. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur nú um nokkurt skeið hald ið sjóvinnunámskeið fyrir pilta 13 ára og eldri. Þetta eru 3ja mánaða námseið þar sem piltun um er kennd uppsetning á lóð- um, splæsingar á tó, splæsing- ar á vírum og að ríða net og bæta net. Ferð þessi' var einn liður í kennslunni. Drengirnir, sem þátt tóku í ferðinni voru 70—80. Fyrst hringsólaði Ægir á ytri' höfninni meðan verið var að stilla kompá'sinn. Síðan var siglt legnra út í bugtina og lagst fyrir akkeri. Þar var tekinn út björgunaribátur, og drengjunum sýnt hvernig bæri að haga sér við notkun hans. Einnig var skotið hjarglínu, Oo- skírt fyrir drengjunum í helztu atriðum hvernig skjóta ætti línu í roki o. s. frv. Að lok um var skotið tvei'm púðurskot- um úr byssu bátsins, og var það fremur til gamans en hitt. Drengirnir virtust hafa hið mesta yndi' af ferðinni, og er ekki að efa að flestir þeirrá hafi ákveðið að gerast sjómenEi eftir þessa stuttu ferð. á fermingartelpur og full- orðna ásamt fleirj fatnaðí ódýrt. Reykjanesbraut 8, Hraunsholti. Sunnan Silfurtún við Hafn arfjarðarveg. Sími 186 62. ..........................4 Húseigendur. önnumst alls konar vatns og hitalagnir. 1 HITALAGNIR hi. ! Sími 33712 — 35444. Alþýðublaðið — 20. marz 1960 C

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.