Alþýðublaðið - 20.03.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.03.1960, Blaðsíða 16
Bylting í réttu llOSI Ó, full- komni guð.. HÖrUÐKODDINN hans Tutankamens er fundinn aftur. Hann er metinn á hvorki meira né mlinna en sjö milljónir króna. Hann var í einhverju reiðileysi í geymslu í safninu í Kairo og enginn maður hafði vitað neitt um hann j>ar. Koddinn er úr einhverju glerefni, dökkblár að lit, og á hann eru greyptar áletranir til heiðurs hinum látna faraó, er andaðist ungur :að árum um 1350 fyrir Krists hurð. Á koddanum stendur: ,,Ó drottnari tvíburaríkisins. Ó, full- komni guð . . . auðæfanna guð, Tutankamen, skapari lífs- ins, hann lifi eilíflega eins og sólin“. Koddinn var áður hjá Faruk, en hefur ekki verið vís, síðan Faruk flúði land, þar til nú. maöurinn í Darvas var fyrir skömmu kjörinn formaður ungverska rithöfundasambandsins og hann fékk Kossuth-verðlaun- >n árið 1958, en það er eins- dæmi að þau séu veitt sama höfundi ncma einu sinni. Allt til ársins 1959 var Dar- vas meðlimur bændaflokks- ins en hefur nú algerlega snú ist á sveif með kommúnist- um, og samkvæmt upplýsing- um frá ungverskum flótta- mönnum, sem nýkomnir eru til Vínarborgar, hefur Darvas skrifað ósmekklegar sögur í kommúnistískum áróðurs- anda. Hann hefur aldrei ver- ið í hávegum hafður meðal gagnrýnenda í Ungverjalandi en á síðasta ári hefur hann stöðugt vaxið I áliti hjá stjórn endum landsins „vegna af- stöðu sinnar til gagnbylting- arinnar og uppljóstrana í sam bandi við afturhaldsöflin og hina vesölu náunga, sem stóðu bak við byltinguna“, eins og segir í forsendunum fyrir Kossuth-verðlaununum. Lifði DYRAFRÆÐIPROFESSOR við Harwardháskóla, sir Al- ister Hardy hefur sett fram nýstárlega kenningu um þró- un mannsins. Hann telur, að maðurinn hafi farið í gegnum þróunarskeið, er hann að miklu leyti lifði í sjó og jafn- vel undir yfirborði hafsins. hafinu? Eins og margir dýraflokk- ar, til dæmis skriðdýr á for- sögulegum öldum, hefur mað urinn, að áliti dýrafræðings- ins, verið knúinn til að leita hafsins til fæðuöflunar, þeg- ar hann var enn á svipuðu skeiði og apar. Hann hefur þá horfið frá trjánum, en byrj ftVWWWtWMWMWWVMWWWWWMW MWWWMWVWWMWMWWWWWWW að á að vaða í flæðarmálinu í leit að æti en síðar farið að leggja út á nokkurt dýpi. Dýrafræðingurinn, sem stundað hefur athuganir í þessu efni um 30 ára skeið, segir, að þetta tímabil í þró- unarsögu mannsins hafi vel getað náð yfir 500 þúsund til milljón ár. Hann telur, að þessi kenn- ing skýri það, hvers vegna maðurinn gengur alveg upp- réttur. Það hafi hann tekið upp er liann fór að vaða í vatn inu, og enn fremur telur hann, að það, að húð manns- ins má heita hárlaus og að hann hefur nokkurt fitulag undir húðinni, komi til af lífi hans í sænum. Þá styður hann sína kenn- ingu með því, að það sé gloppa í þekkingu vísindanna á þroskaferli mannskepnunn- ar, en hún ge'ti hins vegar fyllt út í þá gloppu. Eftir að maðurinn hafði lengi verið hálfgert lagardýr, rétt eins og hvalir og selir, hafi hann leitað aftur upp á ströndina, er lífsskilyrði bötnuðu þar.______ Fé Dalai lama TALSMAÐUR Dalai Lama upplýsi nýlega, að sögur kom- múnista um auðævi þau, sem hinn landflótta þjóðhöfðingi Tíbetbúa hefði haft með sér til Indlands væru í hæsta máta óáreiðanlegar. Hann hefði haft meðferðis gripi og fjármuni, sem eru að verð- gildi 600.000 sterlingspund (60 milljónir króna) en ekki milljónir sterlingspunda, eins og Kínverjar hafa haldið fram. Fjármunum þessum vár smyglað á múlösnum yfir Sikkim til Indlands. Fé þetta er notað til þess að standa straum af uppihaldi Dalai Lama og 1000 fylgdarmanna hans. VIN, þriðjud. (UPI). — Ung- verska stjórnin hefur ákveðið að veita rithöfundinum Joszef Darvas mestu bókmenntaverð laun landsins, Kossuth-verð- launin, í annað sinn. Darvas hefur einbeitt sér að því „að shrifa skáldsögur, sem sýna gagnbyltinguna 1958 í réttu Ijósi“. VISINDAMENN hafa lengi vitað, að þegar hnísan smýg ur hratt og léttilega í gegn- um sjóinn, myndast varla gára í kringum hana. Nú hefur komið í ljós við rann- sóknir, að innan undir skinn inu á henni er Iag af holum og tökkum, sem hafa þau á- hrif að draga úr gárumynd- un í vatninu um leið og skepnan þrýstir sér í gegn- um það. Það hefur aftur þau áhrif, að sundið verður auðveldara og sundhraðinn meiri. Þetta þykir vera ein höfuðástæðan fyrir því, að hnísan- nær meiri hraða á sundi en eðlilegt þykir hjá dýri af hennar stærð. Nú er í ráði að gera efni, sem er eftirlíking af þessum útbún- aði undir skinni Jmísunnar og setja það utan á kafbáta. HNÝSU 9 m œd£shí 41. árg. — Sunnudagur 20. marz 1960 — 66. tbl. y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.