Alþýðublaðið - 20.03.1960, Side 14
ÍÞRÓTTIR——
Framhald á 13. síðu. i
Hörður Tulinius jafnaði við
mikil fagnaðarlæti áhorfenda,
sem héldu mikið með Akur-
eyringum. Varn A;kureyringa
var anzi opin og sein og Einar
Matthíasson notfærði sér það
og skoraði tvívegis og Gunnar
Sigurðsson einu sinni, 7:2. Axel
skoraði fyrir Akureyri og Ein-
©r fyrir KFR, en Akureyringar
eru ekki af baki dottnir og
Hörður sendir knöttinn tvisvar
í körfuna, leikar standar 9:8
fyrir KFR og áhorfendur, sem
voru margir, skemmtu sér
prýðilega. En KFR hefur völd-
in og fjórum sinnum í röð urðu
Akureyringar að horfa á eftir
knettinum í körfu sína, 14:8.
Þeir KFR-menn ná stöðugt
meira valdi á leiknum og
langja bilið, þannig að í hálf-
leik er staðan 35:21 KFR í vil.
Fyrstu mínútur síðari hálf-
teiks voru jafnar, — Akureyri
byrjar á að skora, en svo var
draumurinn búinn, KFR hef-
ur meira úthald og meiri leikni
og bilið eykst stöðugt. Oft sá-
ust skemmtileg tilþrif, en það
var mikið á kostnað hinnar lé-
legu varnar ÍBA, Einar fékk
að skora í ró og næði, en hann
var langbezti maður leiksins,
fljótur, snöggur og skotviss.
Leiknum lauk með yfirburða-
sigri KFR 81 gegn 44.
Það var greinilegt, að Akur-
eyrarliðið er vant li'tlum sal,
liðið getur náð lengra og það er
engin ástæða fyrir þá til að ör-
vænta yfir úrslitum leiksins.
EinS og fyrr segir var Einar
bezti maður KFR og kvöldsins,
en Ólafur Thorlacius, Sigurður
Helgason og Gunnar Sigurðs-
son áttu einnig mjög góðan
leik. Sérstaklega kom ágæt
frammistaða Sigurðar á óvart,
en hann átti þarna sinn lang-
bezta leik. Sigurður er mjög
hár vexti, 2,07 m., og enginn
vafi er á því, að hann á eftir
að verða í fremstu r.öð í þess-
ari íþrótt.
Af Akúreyringum var Hörð-
ur Tulinius beztur, Jón, Páll og
Ingólfur sýndu einnig ágæt til-
þrif.
Dómararnir Guðmundur Að-
alsteinsson og Viðar Hjartar-
son áttu slæman dag.
Mótið heldur áfram í dag kl.
14 og þá leika ÍR og KR í II.
flokki og Ármann og Akureyri
í meistaraflokki karla.
Þessi var útkoma leikmanna
í vítaköstum: Einar tók 7 og
skoraði úr 4, Ólafur tók eitt og
skoraði ekki, Gunnar tók 2 og
skoraði úr hvorugu, Ingi tók
eitt og skoraði úr því, sigurð-
ur tók 8 og skoraði úr 6. í liði
ÍBA tók Hörður 5 og skoraði
úr 3 og Axel tók 3 og skoraði
úr 1.
Að leika eins og Lawton
Framhald af 13. síðu.
ara, að stöðva knöttinn og
hamja hann þegar að manni er
sótt hart og títt. Við slíkar að-
stæður er aðferðin sú, að stöðva
knöttinn með fætinum innan-
verðum og gæta þess vandlega,
að vera á milU knattarins og
næsta mótherja.
Ég endurtek, að þetta er
miklu vandasamara og krefst
miklu meiri æfingar en hin að-
ferðin, að stöðva knöttinn með
sólanum. Leyndardómurinn í
þessu sambandi er staða og jafn
vægi líkamans. Ætlir þú þér að
stöðva knöttinn með hægri fæti
— verður þyngdarpunktur lík-
amans að hvíla á vinstri fæti
aneð hnéð lítið ei'tt beygt og
handleggina ni'ður með síðun-
um og 'þú hallar þér til vinstri.
. Þegar knötturinn [byrjar að
falla, lyftir þú hægri fæti þann-
ie að hli'ð hans viti inn og nið-
ur og skósólabrúnin sé nær sam
síða vellinum. í því augnabliki
— sem knötturinn snertir völl-
inn kemur þú mjúklega við
hann með innanverðum fætin-
um.
Sé þetta rétt gert mun þér
verða það Ijóst að hnéið og
knötturinn eru í lóðréttri línu
frá vellinum, eins og við hina
fyrri aðferð og ég skýrði frá í
r 2. kafla. Hér er aðeins sá mun-
'f ur á, að maður hallar sér til
vinstri eða hægri, eftir því
í hvorn fótinn á að nota, hverj u
einni.
Hafir þú aðstöðu til að sjá
‘ fyrsta flokks knattspyrnumann
að verki, eða þjálfara, þá taktu
vel eftir hvernig hann fer að
því að stöðva knött með innan-
verðum fætinum og lætur hann
svo smjúga út úr „rottugildr-
unni“ nákvæmlega á réttu
augnabliki' og hæfilega langt til
þess að geta rennt honum til
hliðar, í því að móflherjinn ger-
ir árásina.
Getir þú spunnið stöðvun og
nauðsynlega hreyfingu í einn
þráð — þá er það út af fyrir sig
ágætt — en reyndu það samt
ekki hvorttveggja í senn, þú
verður að læra aðferðina á
hvoru viðbragðinu fyrir sig
fyrst, og síðan samæfa það. —
Æfið þetta tveir saman, eins Og
ég gat um í síðustu greininni.
Varpið knettinum hvor að öðr-
um á víxl og áukið lengd og hæð
kastsins dálítið hverju sinni.
Meðan á æfingunni stendur
skaltu ekki hreyfa þig eftir að
þú hefur sett fótinn í stellingu
til að taka á móti knettinum.
Stattu kyrr og taktu nákvæm-
lega eftir mistökum félaga þíns
— eins og hann á að veita at-
hygli þínum mistökum. Berið
svo saman bækur ykkar um mis
tökin, hvort þið hafið ekki ver-
ið of seihir að setja fótinn í
rétta stöðu eða of fljótir, hvort
þið hafið verið úr jafnvægi eða
sett fótinn af þungt niður o. s.
frv-
Munið svo þessa reglp:
Knötturinn má ekki undir
neinum kringumstæðum fara
lengra frá þér en tvö fet, eftir
að þú hefur stöðvað hann.
|_4 20. marz 1960 — Alþýðublaðið
Veðrlð:
Austan kaldi;
skýjað.
Slysavarðstofan er opin all
an sólarhringinn. Læknavörð
ur LR fyrri vitjanir er á sama
stað frá kl. 18—8. Sími 15030.
o----------------------o
Gengið:
1 sterlingspund .... 106,84
1 Bandaríkjadollar . 38,10
100 danskar krónur 550,95
o----------------------o
s^ssswo.
ÍÉS8*SS?$| Flugfélag
Islands h.f.:
Millilandaflug:
Hrímfaxi er
væntanleg til
Rvk kl. 15.40 í
dag frá Hamb.,
Kmh. og Oslo. Sólfaxi fer til
Glasgow og Kmh. kl. 08,30 í
fyrramálið. Innanlandsflug: í
dag er áætlað að fljúga til Ak
ureyrar og Vestmannaeyja. —
Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Hornafjarðar
og Vestmannaeyja.
-o-
Hjúkrunarfél. íslands heldur
fund í Tjarnarkaffi mánu-
daginn 21. þ. m. kl. 8,30. —
Fundarefni: Inntaka nýrra
félaga. Rannveig Tómasd.
segir frá og sýnir myndir
frá Indlandsför sinni.
-o-
Slysavarnadeild Kópavogs
heldur skemmtifund í fé-
lagsheimili Kópavogs í
kvöld kl. 8,30. iBngó-spil
með glæsilegum verðlaun-
um ,skemmtiþáttur og dans.
Kópavogsbúar eru hvattir
til að fjölmenna og
skemmta sér um leið og gott
málefni er stutt.
Eimskipafélag
íslands h.f.:
Dettifoss fer frá
Hamborg um 26.
3. til Rotterdam
og Rvk. F-jallfoss
fór frá Rvk 16.3.
til Bergen, Halden, Gautab.,
Kmh., Ventspils og Finnlands
— Gullfoss fór frá Rvk 18.3.
til Hamborgar og Kmh. Lagar
foss fór frá New York 9.3. —
væntanlegur til Rvk á ytri
höfnina kl. 15.00 í dag 19.3.
Skipið kemur að bryggju um
kl. 18.00. Reykjafoss fór frá
Hull 17.3. til Rvk. Selfoss fór
frá Warnemunde 17.3. til
Ventspils. Tröllafoss fór frá
Rvk 9.3. til New York. Tungu
foss fór frá Hafnarfirði 15.3.
til Rostock.
Jöklar h.f.:
Drangajökull fór frá Vest-
mannaeyjum í .gærkvöldi á
leið til Noregs. Langjökull er
í Ventspils. Vatnajökull er í
Reykjavík.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell er á Akranesi.
Arnarfell fór í gær frá Sas
van Gent til Odda. Jökulfell
fór 17. þ. m. frá Hafnarfirði
til New York. Dísarfell losar
á Vestfjörðum. Litlafell fór í
gær frá Rvk til Hornaf jarðar,
Djúpavogs, Breðidalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfj.
og Reyðarfjarðar. Helgafell
er í Kmh. Hamrafell kemur
til Aruba á morgun.
-o-
ÆSKULÝÐSRÁÐ RVÍKUR:
Tómstunda- og félagsiðja —
sunnudaginn 20. marz 1960:
Lindargata 50:
Kl. 10.30 f.h. Sunnudaga-
skóli Hallgrímskirkju. kl.
8.00 e. h. Æskulýðsfélög Frí
kirkjunnar.
Austurbæjarskóli:
Kl. 4,00 e. h. Kvikmynda-
klúbbur.
Iðnó:
Kl. 3,00 e.h. íslenzka Brúðu-
leikhúsið sýnir.
Skátahieimilið:
Kl. 8,00 e.h. Dansklúbbur
æskufólks (13-16 ára).
ÞESSI bátur kom nýlega til Ólafsvíkur. Báturinn er eikar-
bátur smíðaður í Nyköping IVIors í Danmörku. Báturinn er
70 br. smálestir að stærð búinn tveimur General Motor vélum
með tveimur skrúfum. Fullkomin siglingar- og fiskileitartæki
eru í bátnum. Ganghraði bátsins í reynsluför var 12 mílur. —
Báturinn heitir Valafell.
Tómstunda- og félagsiðja —•
mánudaginn 21. marz 1960:
Lindargata 50:
Kl. 7,30 e.h. Ljósmyndaiðja.
Kl. 7,30 e.h. Málm- og raf-
magnsvinna. kl. 7,30 e.h,
Bast- og tágavinna.
ÍR-húsið:
Kl. 7,30 e.h. Bast- og tága-
vinna.
Háagerðisskóli:
Kl. 8,00 e.h. Bast og tága-
vinna.
Víkingsheimilið:
Kl. 7,30 e.h. Taflklúbbur.
Laugardalur: (íþróttahúsn.)
Kl. 5,15ð 7,00 og 8,30 e.h.
Sjóvinna.
-o-
Áheit á
Strandakirkju
Afhent Alþýðublaðinu: Frá
NN kr. 5.Ó0, frá NN kr. 10.
00, frá Þ. kr. 21.00, frá SJ
kr. 25.00, frá NN kr. 40.00.
-o-
SUNNUDAGUR
20. marz:
11.00 Messa í Frí-
kirkjunni (Prest-
ur sr. Þorsteinn
Björnsson). 13.15
Erindi: Um heim-
speki Alfreds N.
Whiteheads; III.
14.00 Miðdegis-
tónleikar. 15.30
Kaffitíminn. —•
16.15 Endurtekið
leikrit: ,,Ef ég
vildi“, gamanleik
ur eftir Paul Geraldy og Rob-
ert Spitzer. (Áður útvarpað
12. okt. 1957). — Leikstjóri
og þýðandi: Þorsteinn Ö. Step
hensen. 17.30 Barnatími —■
(Anna Snorradóttir). 18.30
Þetta vil ég heyra (Guðm.
Matthíassan stjórnar þættin-
um). 20.20 Tónleikar: Fjögur
kirkjulög og þrjár tvíraddað-
ar mótettur eftir Gunnar
Thyrestam (Unglingakór
„Heilagrar þrenningar kirkj-
unnar‘ í Stokkhólmi syngur
undir stjórn höfundar). 20.35
Raddir skálda: Úr verkum
Þórodds Guðmundssonar frá
Sandi. Flytjendur: Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, dr. Broddi
Jóhannesson, Andrés Björns-
son og höfundurinn sjálfur. —
21.20 „Nefndu lagið“ — get-
raunir og skemmtiefni (Svav-
ar Gests hefur umsjón með
höndum). 22.05 Danslög. —
23.30 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR 21. marz:
13.15 Hefst bænavika Búnað-
arfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda. 18.30 Tón-
litsartími barnanna (Fjölnir
Stefánsson). 18.55 Framburð-
arkennsla í dönsku. — 19.00
Þingfréttir. — Tónleikar. —■
20.30 Hljómsveit Ríkisút-
varpsins leikur. Stjórnandi:
Hans Antolitsch. 21.00 Vett-
vangur raunvísindanna: Um
ljós og lýsingu (Örnólfur
Thoflacius fil. kand. ræðir við
forustumenn Ljóstæknifélags
íslands). 21.30 íslenzk tónlist:
Lög eftir Ólaf Þorgrímsson.
21.40 Um daginn og veginn
(Andrés Kristjánsson frétta-
stjóri). 22.10 Passíusálmur —
(30). ■— 22.20 íslenzkt mál.
22.35 Kammertónleikar. —•
23.05 Dagskrárlok.
-o-
LAUSN IIEILABRJÓTS:
Þeir skiptu um hesta.