Alþýðublaðið - 20.03.1960, Blaðsíða 15
Hann leit á hana og brosti
grimmdarlega. „'Samþykkt.
Þú færð þrjá daga í viðbót
og svo ertu mín. Skiilurðu
, það? Mín að eilífu. Við för-
• um í nýja br-jðkaupsferð eft
, ir þrjá daga. Þú kemur til
1 mín þá. Er það skilið?“ «,
Hún leit niður. „Já,
Drake“.
Hún fór með honum á járn
i brautarstöðina. Á leiðinni
' sagði hann?“ Þetta er ein
kenniílegt ástand. Að leyfa
eiginkonu sinni að látast vera
eiginkona annars manns!“
„En Drake hann veik-
ur!“
„Samt sem áður verðurðu
1 að viðurkenna greiðvikni
i mína góða mín. Ég geri ekki
ráð fyrir að margir menn
væru svona frjáMyndir.
Samt sem áður fæ ég laun
fyrir. Þú veizt að eftir þrjá
t daga . . .“ Hann tok fast ut-
an um hana.
„Já, ég sver það, Drake,“
' hvíslaði hún.“
„Og á meðan ekkert kelerí?
Ég vil ekki að þessi hvelvátis
maður komi við konuna
mína.“ Hann tók svo fast ut
an um hana að hana kenndi
) til.
„Ég lofa þér því Dranke.“
„Gott og vel“, hann sileppti
henni. Á úlnlið hennar var
I fingrafair. Hann iðraðist og
: kyssti á hönd hennar. „Fyrir
1 gefðu ástin mín . . .ég elska
þig“-
Hún lokaði augunum . . .
hún vissi ekki hvort hún ótt-
aðist meira — grimmd hans
eða blíðu.
„Þú elskar mig ekki“, hvísl
í aði hann. „En þú lærir það . .
ég sver að ég skal kenna þér
' það“.
Hún svaraði engu, en henni
fannst það einkennilegt að
hann skyldi ekki vita að eng
i'nn karlmaður getur komið
•, konu tijl að e'lska sig. Ástin
kemur af siálfu sér og það
er ekki hægt að forðast hana
' þegar hún kemur . . • ham-
ingja, sorgarleikur, ástríða
og sorg . • • það var ástin eins
og ÍÚil þekkti haná.
22.
Þegar Jill kom aftur til
sjúkrahússins, var henni sagt
að Guy hefði verið að spyrja
um hana.
„Þú hefur víst farið eitt-
hvað langt?“ spurði hann.
„Já, ég fór í gönguferð“. __
„Skemmtirðu þér vel?“ í-
myndaði hún sér það eða var
einhver undirtónn í rödd
hans.
„Já, mjög skemmtilegt. Ef
þú þá kallar það skemmtun
að rífa beztu sokkana sína á
runni!“ Og hún reyndi að
hlæja.
„Jæja, fyrst þú skemmtir
þér, þá . .Hann þagnaði og
rödd hans breyttist. Hún varð
þrungin ást og ástríðu. „En ég
hef saknað þín, elskan mín.
Mér finnst hvert augnablik,
sem þú er.t ekki hjá mér, heil
öld. Ég er alltaf óöruggur,
efandi...“
Hún greip hlæjandi fram
í fyrir honum: „Hvers vegna
efast þú, Guy?“
Hann hristi höfuðið. „Ég
veit það ekki. Ef þú elskar
einhvern eins og ég elska
þig, Jill. .. Kysstu mig, elsk-
an mín, taktu utan um mig. .“
Hún hrökk við og andlit
hans afmyndaðist af þján-
ingum.
„Ég — ég get það ekki,
Guy“.
„Því ekki?“ Grunsamlegur
glampi kom í augu hans. „Því
ekki, yndið mitt?“
Hún hristi höfuðið, gekk
frá honum og leit út um
gluggann, hún gat ekki horfzt
í augu við hann.
„Ég — ég bara get það ekki.
Ég er víst þreytt“.
Maysie
Grseg:
„Einn lítill koss, Jill!“
„Biddu mig ekki um það,
Guy“. Rödd hennar var klökk.
„Allt í lagi, elskan mín“.
Andlit hans varð harðneskju-
legt en meira af sársauka en
reiði. „Þú veizt að ég vil ekki
biðja þig um neitt sem þú vilt
ekki gera. Ég vil ekki neyða
ást minni upp á þig, ef þú vilt
það ekki“.
„Ekki þetta, Guy!“ Rödd
hennar var svo þrungin sárs-
auka að hann varð undrandi.
Hann brosti skökku brosi.
„Allt í lagi, við skulum tala
um eitthvað annað, Jill? Ég
býst við að þessi ástarmál mín
þreyti þig“,
Hún beit fast á vör, en hún
svaraði honum ekki ■ einu
orði. Hana langaði til að taka
utan um hann, leggja höfuð-
ið að brjósti hans og hvísla:
„Ég elska þig, Guy. Meira en
allan heiminn, yndið mitt,
hjartað mitt. Ef það særir þig
að halda að ég sé hætt að
elska þig, þá er það blæðandi
und...- En ég get ekki út-
skýrt það“.
Og svo kom þriðji dagur-
inn. Jill fór um morguninn.
Hún bu.rfti ýmislegt að gera
áður en hún fœri heim til
Drake.
Hún stóð í dyrunum og
kvaddi Guy. Kann sat í stól
á svölunum.
„Ég er að fara til New York
í dag“, sagði hún. Hann leit
á hana og starði. Hún skildi
ekki hvað fólst í augnaráði
hans.
„Kemurðu aftur?“
Hún leit undan. „Ég skal
reyna það“.
„Þú kemur aftur ef þú vilt
koma, Jill“. Rödd hans var
næstum hörkuleg.
Hún svaraði ekki og það
varð vandræðaleg þögn.
„Vertu sæll, Guy“. Rödd
hennar brast.
„Komdu hingað, Jill!“ Rödd
hans var skipandi. Hún gekk
til hans og hann fann, þegar
hann tók um hönd hennar að
hún skalf.
„Er eitthvað að, Jill?“ .
„Nei, nei“. En hljómblær
raddar hennar kom upp um
hana.
Hann andvarpaði og sárs-
aukadrættir fóru um andlit
hans. „Þú ert ekki ánægð hjá
mér, elskan mín. Ég hef séð
það síðustu dagana. Rifumst
✓ </
við eða skildum við fyrir
slysið?“
Hún leit undan. „Eitthvað
þess háttar, Guy“.
„Er það vegna þess, sem þú
vilt ekki kyssa mig, elskan-
mín?“
„Nei, það er ekki þess
vegna“. Rödd hennar var ó-
skýr.
Aftur varð þögn. Hann and-
varpaði og hallaði sér aftur á
bak í stólnum. Hann lagði
hendina yfir augun. „Það er
undarlegt að þú skulir kann-
ske ekki elska mig eins mikið
og ég elska þig, Jill“.
„Ég verð að fara, Guy,
„Hún dró hendina að sér.
Hún gat ekki verið þarna
lengur.
17
„Vertu sæl, Jill“. Tárin
streymdu fram í augu henn-
ar þegar hún heyrði sársauk-
ann í rödd hans. Hún snérist
á hæl og flýði.
Áður én hún fór kvaddi yf-
irhjúkrunarkonan hana.
„Ég skil, vina mín“, sagði
hún og tók utan um Jill.
„Trúið mér, ég skil“.
Jill gat ekki komið upp
einu orði. Hún grét, við öxl
gömlu konunnar. Grét af sorg
og mæðu.
„Þér hafið verið hugrökk,
litla stúlka“, hvíslaði hjúkr-
unarkonan. „Þér hafið bjarg-
að lífi hrausts ungs manns.
Mér finnst leitt að það hefur
óryggt yður, en þér getið
huggað yður við að enginn
getur: gert meira“. Röddin
brást henni. Hún grét líka.
23.
Drake Meredith var ekki
hrifinn að sjá að Cicely beið
hans, þegar hann kom heim.
Hann vissi hvernig hún var
og hann skildi að það hafði
verið heimskulegt af honum
að láta hana fá ja-fn mikla
peninga og hann hafði gert.
„Hvað get ég gert fyrir yð-
ur, ungfrú Fenshaw?“ Hann
reyndi ekki að vera kurteis.
Cicely roðnaði af reiði.
„Svo þannig talið þér til
mín?“ hvæsti hún. „Þér vor-
uð kurteis við mig um dag-
inn!“ .
„Ég er upptekinn í dag“,
svaraði hann stuttur í spuna.
„Nú, fyrst þér eruð upp-
tekinn ...“, sagði Cicely og
hélt aftur af sér. „Ég bjóst
við að ég gæti hjálpað yður“.
„Hjálpað mér?“ Hann varð
undrandi ó svip. „Það er fal-
lega gert af yður. Og hvernig
ætlið þér að hjálpa mér?“
„Ég á við að ég gæti hjálp-
að yður til að fá Jill aftur.
Ég er vinkona hennar og hún
hlustar á mig. Og þér elskið
hana og viljið fá hana aftur,
er ekki svo?“
—-Drake brosti. „Og þetta
gerið þér aðeins af góðsemd,
ungfrú Fenshaw? Þér viljið
þó ekki fá eitthvað í staðinn?“
Cicely hló og settist aftur.
„Yitanlega vil ég gera allt
sem í mínu valdi stendur fyr-
ir yður, herra Meredith. En
ég er fátæk stúlka og sem
stendur —“. Hún þagnaði,
. slegin skelfingu yfir grimmd-
arsvipnum, sem kom á Drake.
„Komið yður í skilning um
þetta, ungfrú Fenshaw“, rödd
hans var köld og harðneskju-
leg. „Þér þurfið ekki að koma
hingað aft.ur, ég er ekkert
flón. Þér fáið ekki einn eyri
frá mér framar. Og það sem
meira er, ég mun fyrirskipa
þjónustufólkinu að henda yð-
ur út ef þér komið hingað
aftur. Og — “, og nú varð
rödd hans hæðnisleg, „þó ég
sé yður þakklátur fyrir vel-
vilja yðar, þá er Jill kona
mín að koma hingað í kvöld
fyrir fullt og allt. Ég á satt að
segja von á henni í kvöld-
mat!“
„Svo yður er sama þó hún
hafi þótzt vera kona annars
manns!“ galaði Cicely.
Grimmdarglampi kom í
augu hans, en hann hafði fullt
vald á rödd sinni, þegar hann
svaraði: „Það lá allt ljóst fyr-
ir. Læknarnir skipuðu svo
fyrir. Eini maðurinn sem var
blekktur, var vesalings Clif-
ford sjálfur! Ég vorkenni hon
um, þegar hann kemst að
því!“ Hann hló kuldalega.
Augnabliki seinna þrýsti
hann á bjölluna. „Hendið
þessari ungu konu út“, sagði
hann við brytann.
Cicely réðst að honum í
reiði sinni. „Þér eigið eftir
að sjá eftir því, hvernig þér
hafið komið fram við mig,
Drake Meredith! Ég sver, að
svona kemur enginn fram við
mig án þess að iðrast!“
Dr-ake hneigði sig hæðnis-
lega. „Ég held að ég geti það,
ungfrú Fenshaw. *Það er sjald
gæft að kona í yðar stöðu geti
gert manni í minni stöðu illt“.
Hann hló hæðnislega og bætti
við: „Opnið dyrnar betur,
Mason! Konan virðist ekki sjá
gættina!“
Cicely lá við að öskra af
reiði þegar hún gekk á brott.
Hún varð að ná sér niðri á
Drake, en hvernig gat hún
það? Jill var að koma til hans.
Hann elskaði Jill. Hann hafði
jafnvel gifzt henni.
Skyndilega datt henni ráð-
ið í hug. Guy Clifford. Mað-
urinn, sem hélt að Jill væri
konan hans. Myndi hann ekki
gera allt til að fá hana aftur?
Hún fór beina leið til sjúkra
hússins, en hún lagði ekki í
að spyrja um Guy, því hún
bjóst ekki við að fá að sjá
hann.
í stað þess læddist hún eft-
ifí ganginum og kíkti inn í
herbergi hans. Hún tiplaði
inn og gekk.til hans.
„Herra Clifford, munið þér
eftir mér’“
Guv starði á hana og und-
arlegur svipur kom á andlit
hans. Hann spratt á fætur.
..Jú. ég man eftir yðuf“,
kallaði hann. „Þér komuð til
mín fyrir kappaksturinn og
sögðuð mér að ...“ hann
strauk um ennið. „Þér sögð-
uð mér að Jill hefði farið til
Havana með Meredith mín
vegna. Þér sögðuð mér að
þér hefðuð fengið hjá henni
fimm þúsund dollara fyrir að
þegja yfir því sem þér heyrð-
uð mig segja við Gwen“.
Hann rauk til hennar og tók
um axlir, hennar og hristi
hana. „Er þetta satt?“
„Já, það er satt“, sagði Ci-
. cely. „Hvert orð er satt“.
Hann varð undrandi á svip.
„En — en var ekki Jill hér
nýlega?! ‘stamaði hann. „Mér
var sagt að hún væri konan
mín. Hvernig getur hún verið
konan mín, ef ...“.
Cicely hristi höfuðið. „Hún
Alþýðublaðið — 20. marz 1960 Jlg