Alþýðublaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 16
 I SUÐAUSTURHLUTA Síberíu er víðáttumikið fjall- lendi, sem nær yfir 1 500 000 ferkílómetra. Þaðan renna stórárnar Abakan og Kazyr. Á þessu svæði eru fjöl- margir málmar í jörðu. Kyzas-guHnámurnar eru heims- þekktar og nýlega hafa fundizt þarna auðugar kvartz- námur og koparnámur. En öll jarðarauðæfi þessara hér- iaða eru enn ekki þekkt. Jarðfræðingar hafa nú hafið víðtæka leit að málmjum þarna og fara þeir um óbyggð- irnar með tæki sín og setja upp borvélar á mörgum stöðum. Myndirnar sýna framkvæmdir þarna í óbyggð- unum. Dráttarvél ryður skógarsvæði þar, sem hefja á málmleit, tvær stúlkur gera jarðfræðilegar athuganir og vísindamenn rannsaka árangur borunar. ISTANBUL, apríl (UPI). Nú- tíminn er að ryðja sér braut um hin þrongu stræti Istan- bul (áður Konstatínópel, á íslenzku Mikligarður). Þessi borg hefur verið byggð í rúmlega tvö þúsund ár og er nú eiginlega fornleifa- setur, sem ekki hefur farið í eyði. Þegar farið er um hia þröngu stræti hennar frami hjá fornum húsum finnst 'manni, að hér hafi hver at- 'burður sögunnar skilið eftir spor sín. En það sem Istanbul, borg ihinna 500 múhammeðskui ibænturna, bazara, býsanz- kirkna. keisarahalla, soldáns- grafa og 1600 ára gamalla borgarmúra, vanhagar mest um er nýskipan. Stræti henn- ar eru of þröng fyrir bíláum- ferð og fótgangandi fólk er í vandræðum mð að komast leið ar sinnar 1950 voru íbúar hennar tæp milljón, en nú eru þeir fast að tveimur milljón- um. Tyrkneska stjórnin hefur gert áætlun um miklar breyt ingar í Istanbul og á hún að verða nýtízkulegasta bcrg landsins. ED^íItO) 41. árg. — Laugardagur 9. apríl 1960 — 83. tbl. „HLYJA, OG KONUR“ frum- manns NEW YOBK, apríl (UPI). Fjórir bandarískir mannfræð- ingar munu fara til Norður- íran í sumar og grafa upp bú- staði Neanderthalsmanna á þeim slóðum. Fyrir sjö árum fundust leifar frummanna í helli einum í Shandihar-daln- um og búizt er við, að merki- legar beinagrindur sé þarna að finna. Foringi leiðangursins, dr. Solecki frá Columbia-háskól- anum, telur að þarna sé þorp, sem verið hafi í byggð fyrir fast að 11 000 árum, en jafn.- framt hafi íbúar þess dvalizt í hellum í nágrenninu vissa tíma ársins og sé þarna því að finna ýmislega vitneskju um það tímabil í sögu mannsins, er hann fluttist úr hellum í borp. ItjÍi WASHINGTON, apríl UPI. Hvað er það, sem mest áhrif hefur á mann, sem snýr til sið menningarinnar eftir að hafa dvalizt mánuðum saman á Suðurskautslandinu? „Hlýja, vatn og konur, — og ekki endilega í þessari röð‘‘ segir varaforseti landfræðifé- lagsins ameríska, sem nýkom- inn er frá Suðurskautsland- inu. „Um hásumarið, í febrúar, er oftast 20 stiga frost á Suð- urskautslandinu og jafnvel við Macmurdosund, sem suð- urfarar kalla bananabeltið, fer sjaldan upp fyrir núll. Annað er vatnsskorturinn. Mörgum þykir fjarstæða að tala um vatnsskort á Suður- skautslandinu, en samt er hann staðreynd. Vatnið verð- ur að bræða úr ís og snjó með dýrri olíu, sem flutt hefur ver- ið með ærnum kostnaði þús- undir kílómetra. Þar af leiðir að menn fá ekki að baða sig nema í hæsta lagi einu sinni í viku.“ Konur eru sjaldgæfari én flest annað á Suðurskautsland inu. Fyrsta konan, sem steig þar fæti sínum, var norsk, eig inkona hvalveiðimanns. Það var árið 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.