Alþýðublaðið - 13.04.1960, Page 4
Lokaðar dyr og opnar.
j STUNDUM er sagt að frídagarnir samanlagðir yfir árið jafn-
j gildi í vinnutapi þrennum inflúenzufaröldrum og einni um-
ferð iaf lungnabólgu, eftir að sulfalyfin styttu- leguna niður
í fjóra til fimm daga. Þetta er að því leyti
rangt, að dauðsföll hljótast engin af lielgi-
dagahaldi.
Nú mætti ætla að allir þessir frídagar
væru notaðir 'til að lyfta sér upp, eins og
það er kallað á vondu máli, en í reynd fer
þetta á þann veg, að fólk ihímir heima og
lætur sér leiðast, nema það sem fer í kirkju,
en kirkjudyr eru hér um bil þær einu dyr,
sem standa opnar almenningi á löngum
helgum eins og páskum, þegar sjálfur há-
tíðisdagurinn er tekinn það snemma, að
hann byrjar klukkan sex daginn áður. —•
Enginn, hvorki heiðinn né trúaður mun
neita því, að föstudagurinn langi er mestur
helgidagur í kristnum löndum og öllum sjálfsagt að halda
hann í kyrrð og næði, minnugir þess manns, er skóp núver-
andi siðgæðisvitund vora, án þess þó að æskilegt sé, ;að farið
sé að kryfja til mergjar, hve sú siðgæðisvitund stendur djúpt
í náunganum. Sama gildir um páskadaginn sjálfan. En á skír-
dag og laugardag fyrir páska er slæmt að
loka öllum dyrum, þar sem fólk getur gert
sér eitthvað til dundurs og afþreyingar. —
Þeir dagar gætu verið virkir dagar, enda
mundi þjáningarfaðir vor vart fyrtast við
það. Hann hefur mátt margt reyna sem
verra er. Við erum löngu hættir að fasta af
trúarlegum ástæðum, og það Langa og
stranga helgidagahald, sem nú er framund-
an minnir of mikið á föstu til að ekki sé
ástæða að ætla, að eitthvað mætti draga
saman seglin í andaktinni, ihreinlífinu og
hugarfarinu að skaðlausu. Það er of mikið
um lofeaðar dyr í þessu lengsta fríi ársins,
þegar undan er skilið sumarfrí.
Fréfí vikunnar í Aiþýéubiaéinu.
í síðastliðinni viku birti Alþýðublaðið fyrst allra blaða frétt-
ina um handtöku lögreglumannsins, sem grunaður var um að
hafa sent lögreglustjóra hótunarbréf þess efnis, að nú myndi
styttast í hérvist hans. Öll hneyksli hitta lögregluna illa, —
einkum þegar þau gerast innan hennar
sjálfrar, og lögreglunni var ekki um þessa
frétt gefið. Nokkur úlfaþytur varð innan
hennar, þegar Alþýðublaðið birti hana eitt
blaða og var ekki laust við að starfsmenn
•hennar mættu ásökunum þess efnis, að þeir
hefðu ,„lekið“ fréttinni til blaðsins. Hin
'blöðin lýstu andúð sinni á þessu með því
að birta fregnina um ihótunina sem smá-
frétt á borð við þorskafla í Faxaflóa daginn
eftir. Björn Jóbannsson, blaðamaður við
Alþýðublaðið náði þessari frétt. Og hann á
það að þakka þeirri nauðsynjargáfu góðs
Björn. blaðamanns, að kunna að draga réttar álykt
anir a-f ákveðnum aðstæðum, þótt þær séu
. jafnvel ekki merkilegri en þær, að einn eða annar fulltrúinn
hjá sakadómaraembættinu sé ekki viðlátinn. Það þarf ein-
stakt fréttanef til að vera starfshæfur blaðamaður í þessu
landi þagnarinnar. En þegar íþannig menn eru á ferð, þarf
enginn að „leka“, enda fer bezt á því. Þótt rembst sé við
að þegja, veigra itíenn sér við að neita réttri getgátu blaða-
im|annsins, sem hefur dugnað til að fylgja eftir grun sínum.
Það vakti svo athygli, að tvo næstu daga kom Morgunblaðið
með lögreglufréttir, sem verkuðu eins og smyrsl á sært stolt.
i Þótt lögreglan hafi kannski lekið þeim fréttum sér til heilsu-
bótar, verður hinu ekki neitað, að Björn Jóhannsson, blaða-
maður, kom fyrstur með fréttina um morðhótunina á lög-
reglustjóra. Hún hefur svo orðið til þess, að hneyksli þetta
i. verður ekki rannsakað í kyrrþey — enda er það öllum aðilum
, fyrir beztu — ekki sízt lögreglunni. Þögn fegrar aldrei vand-
ræðaástand, eins og það, sem nú virðist ríkja innan lögregl-
unnar.
Opnar dyr
Indriði G. Þorsteinsson.
13. apríl 1960 — Alþýðublaðið
OPINBERT EFTIRLIT MEÐ
FYRIRTÆKJASAMTÖKUM
MWHIMMMIMMIMMWHWmWMMMMMtWWWMHIMMM
ÍSLENZK löggjöf hefur
ekki ákvæði, sem lúta að heim
ild hins opinbera til að hafa
eftirlit með tilraunum fyrir-
tækjasamtaka til aðgerða,
sem gætu haft óæskileg áhrif
á vöruval og verðlag í land-
inu. Með flutningi þessarar
tillögu er lagt til, að ríkis-
stjórnin láti rannsaka starf-
semi þeirra fyrirtækjasam-
taka, sem hafa slíka aðstöðu
eða líkleg þykja til að geta
öðlazt hana,. og láti síðan imd-
irbúa og leggja fyrir Alþingi
frumvarp til laga um opinbert
eftirlit með slíkum samtökum
einkaf yrirtækj a.
Myndun fyrirtækjasam-
taka hefur verið eitt megin-
vandamál í markaðsþróun
síðustu áratuga, einkum
meðal þeirra þjóða, sem hafa
vilja í heiðri lögmál frjálsr-
ar verðmyndunar og athafna
frélsi einstaklinga. Sérstak-
lega kveðúr að þessum
vaiida í þeini ríkjum, sem nú
ætla með lækkun tolla og af-
námi innflutningshafta að
taka upp frjálsari viðskipta-
hætti sín á milli.
Víðari markaðsheild á Vest-
urlöndum ásamt greiðari sam-
göngum og fullkomnara vöru-
dreifingarkerfi eykur til
muna hagkvæmni sérgreining
ar og stórrekstrar, sem á hinn
bóginn skapar skilyrði til enn
víðtækari verkaskiptingar yf-
ir landamærin, en það er ein-
mitt ein aðalundirstaða efna-
hagslegra framfara.
En samtímis því, að aukin
sjálfvirkni í vélvæðingu og
nýjar uppfinningar, sem gera
byltingu á sviði tæknifram-
fara, leiða til enn frekari stór-
iðju, þá safnast framleiðsla
hverrar vörutegundar saman
á færri og stærri hendur, sem
fá með þessum hætti einok-
unaraðstöðu og efnahagsleg
völd.
Þessi þróun stafar meðal
annars af því, að markaðs-
hættir nútímans mótast í vax-
andi mæli af einkasölusam-
keppni með miklum fjölbreyti
leika vörutegunda, þar sem
hver framleiðandi kepþir að
því að gefa afurð sinni ein-
hverja sérstöðu, sem veitir
honum tækifæri til að reka
sjálfstæða verðstefnu án veru
legs tillits til verðákvörðun-
ar annarra.
Reynsla undanfarinna ára
tuga hefur sýnt, að rík til-
hneiging hefur verið til sam-
vinnu fyrirtækja í stað sam-
keppni. Hafa fyrirtækin
myndað með sér efnahags-
samsteypur (trusts) eða efna
hagssamtök (cartels) til að
sölsa undir sig einhvers kon.
ar einkasöluaðstöðu á mark-
aðinum. í staðinn fyrir verð-
IJNNAR Stefánsson alþing-
ismaður flytur í sameinuðu
þingi tillögu til þingsályktun-
ar um opinbert eftirlit með
fyrirtækjasamtökum. Tillag-
an hljóðar svo: „Alþingi á-
lyktar að skora á ríkisstjórn-
ina að láta athuga með hverj-
um hætti hið opinbera geti
haft eftirlit með viðleitni
einkafyrirtækja til að hafa
samkeppni kemur þá form-
legur verðsamningur eða
leynilegt samkomulag, og er
þannig úr sögunni frjáls
samkeppni um verð, og í
hennar stað kemur sam-
keppni á sviði sölustarfs, við
skiptagæða, þjónustu og aug
lýsinga.
Af þessum ástæðum má full
yrða, að stórum hafi dregið úr
gildi frjálsrar samkeppni um
verð í nútíma verzlunarhátt-
um. Og er ekki aðeins, að sjálf
stæð einkafyrirtæki geti í
krafti samtaka sinna með
hömlum á framboði eða fram-
leiðslu dregið úr eða útilokað
samkeppni, heldur geta þau
einnig stáðið gegn auknum af-
köstum, hagnýtingu tækninýj
Unnar Stefánsson
unga og eðlilegri framþróun,
sem ella mundi l'eiða til meiri
heildarframleiðslu og aukinn-
ar hagsældar. Einstök afbrigði
fyrirtækjasamtaka geta haft
að markmiði, auk þess að
halda uppi verði, að takmarka
gæði, samræma- söluskilmála,
leggja höft á innflutning og
hömlur á framboð, skipta með
sér sölusvæðum og viðskipta-
vinum og ákvarða sölukvóta
í því skyni að bæta hag með-
lima sinna á kostnað neyt-
enda.
Samræmdar aðgerðir, sem
að yfirlögðm ráði hafa þvílík
markmið, geta ekki talizt
einkamál viðkomandi fyrir-
tækja, sem geta verið mikils-
með sameiginlegri afstöðu á
markaði óæskileg áhrif á verð
myndun í landinu og hvernig
bezt megi tryggja að neytend-
ur fái notið ávaxta aukinna
framleiðsluafkasta í meira
vöruúrvali og hagstæðará
verðlagi.11
Greinargerð Unnars meS
tillögunni birtist hér með:
verður hlekkur í þjóðarbú-
skapnum og eiga því skyldum
að gegna við samfélagið.
Ríkisvaldið hefur því hvar*
vetna látjð þetta vandamál til
sín taka, annað hvort bannað
slík samtök með öllu, eins og
í Bandaríkjunum, Ástralíu og
Japan, eða tekið upp strangt
eftirlit með starfsemi þeirra,
eins og á Norðurlöndum, Eng-
landi, írlandi, Hollandi, Belg-
íu, Kanada og víðar. Fyrir-
tækjum .er þá yfirleitt gert að
tilkvnna alla samninga sína
hinu opinbera og gefa þær
upplýsingar, sem það biður
um.
íslenzki markaðurinn er
þröngur og hefur vegna smæð
ar sinnar og mikils innflutn-
ings bá sérstöðu, að hér væri
auðvelt fyrir kaupmenn, inn-
flytjendur eða framleiðendur
með framleiðendasamtökum
og innkaupasamböndum að
öðlast einkasöluaðstöðu og
mikil efnahagsleg völd.
Hins vegar hefur ríkisvald-
ið um langt sbeið með verð-
lagseftirliti og sérstakri skip-
an innflutnings- og gjaldeyr-
ismála tryggt sér aðstöðu til
að fylgjast allná-ið með verð-
myndun innanlands, sem a£
þeim sökurn hefur ekki lotið
neinum lögmálum frjálsrar
verðmyndunar. Hefur af þess-
um ástæðum ekki verið talini
ástæða til frekari íhlutunar
um verðmyndun með mark-
aðsrannsóknum og nánara eft
irlit af hálfu hins opinbera.
Enda þótt verðlagseftirlit
sé mikilsvert tæki til að
vernda hagsmuni neytenda,
þá hefur það að óbreyttri lög-
gjöf engin skilyrði til að ná
þeim tilgangi, sem hér er
gert ráð fyrir. Ríkisstjórnin
kveðst stefna að frjálsum inn-
flutningi og heitir landsmönn-
um, að með því vilji hún
stuðla að meira vöruframboði
og frjálsara neyzluvalr, en svo
fremi getur hún náð þessu
marki, að innflytjendur sjálf-
ir láti ekki samtök sín við-
halda þeim óæskilegu höft-
um, sem hún vill afnema, og
komi þannig beinlínis í veg
fyrir, að ráðstafanir hennar í
þessum efnum nái tilætluðum
árangri.
IMWMMWMMWWWMWMWWWWM^MitMWWWMMWIHIW