Alþýðublaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 7
BÚAST má við því, aö
straumur erlendra ferða-
manna hingað til lands
verði méiri í sumar én
nökkru sinni fyrr, sagði Þor-
leifur Þórðarson, forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins í
viðtali við blaðamenn í gær.
Er þegar vitað um marga
hópa eríéndra ferðamanna
er hingað munu leggja leið
sína. M. a. munu koma 5
stór erlend skemmtiferða-
skip.
Ástæðan fyrir því, að fleiri
ffiunu leggja leið sína til ís-
lands en undanfarið er sú m.a.,
að gengið hefur verið leiðrétt,
Svo að erlendir ferðamenn fá
nú fleiri íslenzkar krónur en
áður fyrir gjaldeyri sinn. Mun
ísland eftir gengisbreytinguna
vera orðið eitt ódýrasta ferða-
mannalandið og er þá f.yrst og
tk
Tekjuskattur
fremst miðað við hótelkostnað
og ferðakostnað innanlands.
Þorleifur Þórðarson sagði, að
væntanleg væru næsta sumar
5 stór erlend skemmtiferðaskip,
3 bandarísk og 2 frá Evrópu.
M.a. kemur Cornia, er kómið
hefur hingað undanfarin sum-
ur. Þá verða haldin hér í sum-
ar óvenjumörg þing og mót með
erlendri þátttöku. M.a. verður
haldið hér iögfræðingamót og
koma 500 erlendir gestir á það.
Þorleifur sagði, að hinn ört
vaxandi ferðamannastraumur
mundi kalla eftir aukinni þjón-
ustu og skapa þörf fýrir fleiri
leiðsögumenn. Þess vegna hefði
Ferðaskrifstofa ríkisins efnt til
námskeiðs fyrir fararstjóra og
hefði Björn Þorsteinsson verið
forstöðumaður námskeiðsins.
Kennsla fór fram í fyrirlestr-
um og ennfremur voru sýndar
kvikmvndir og skuggamyndir,
söfn skoðuð og farið í kynnis-
ferð um bæinn og nágrennið.
Eftirtaldir menn fluttu fvrir-
lestra og öhnuðust fræðslu á
námskeiðinu, auk Björns Þor-
steinssonar: Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður, Lárus Sigur-
björnsson safnvörður, Finnur
Guðmundsson fugláfræðingur,
Guðmiindur Kjartansson jarð-
fræðingur, Björn Th. Björns-
son listfræðingur, Sigurður
Þórarinssón jarðfræðingur,
Guðmundur Þorláksson kenn-
ari, Ingólfur Davíðsson grasa-
fræðingur og Þórhallur Vil-
mundarson menntaskólakenn-
ari. Ennfremur fór Gísli Guð-
mundsson með þátttakendur í
kynnis og fræðslufor um Rvík,
nágrenni og Súðurnes.
Námskeiðið sóttu að jafnaði
nær 100 manns. 25 þátttakénda
fluttu í lok námskeiðsins leið-
arlýsingar á ýmsum málum.
í framhaldi af námskeiði
þessu hefur Ferðaskrifstofan
gefið út leiðarlýsingu: Að.Gull-
fossi og Geysi en ætlunin er
að gefa út fleiri slíkar. Einnig
hefur Ferðaskrifstofan gefið út
eins o? áður nokkuð af bækling
Um fyrir erlenda ferðamenn.
Framhald af 1. síðu.
bankans. Þó borgar hann ekki
meiri tekjuskatt en fjöldi mið-
lungsmanna í þjóðfélaginu, 6.
903 kr. Það þýðir, að háhn gef-
ur ekki upp nema 73,900 kr.
skattskyldar tekjur.
Magnús Kjartanssón ritstjóri
Þjóðviljans greiðir ekki nema
2267 krónu tekjuskatt, og gefur
því upp 46.850 krónu skattskyld
ar tekjur. Blaðamannafélagið
ætti að athuga, hvort ekki eru
brótnir samningar á honum.
Guðmundur Vigfússon hefur
feita bitlinga hjá bænum, til
dæmis bæjarráð. Hann greiðir
aðeins 1888 kr. tekjuskatt og
gefur því ekki upp nema 43 100
kr. skattskyldar tekjur.
Kristinn Andrésson stjórnar
fyrirtæki, sem er að reisa stór-
hýsi við Laugaveg fyrir a.m.k.
1C milljónir. Hann greiðir ekki
í tekjuskatt nema 2863 kr.
Ingi R. Helgasön hefur rekið
lögfræðiskrifstofu með fast-
eignasölu og margs konar lög-
fræðilegri starfsemi. Tekju-
skattur 2181 kr.
Ársæll Sigurðsson erforstjóri
fyrir Borgarfelli h.f., mikiu
heildsölufyrirtæki kommúnista,
en hefur aðeins kr. 3345 í tekju
skatt.
Hins vegar er það athyglis-
vert, að mehn sem ekki eru inni
í sjálfri flokksvél kommúnista,
þótt þeir þjóni henni, Sleppa
ekki alveg svona vel við skatta.
Hannibal greiðir 22.725 kr. og
Alfreð Gíslason 10.019 kr. í
tekjuskatta.
Framhald af 1. síðu.
átt við neitt þess háttar. Þetta
er einkum ljóst, þegar litið er á
tillöguna sem véra ber eins og
hágsmunamál þjóðar, én ekki á
grundvelli hagsmuna tiltekinna
einstaklinga.
Þriðja atriðið í þessu sam-
bandi er það, að í tillögu okkar
tölum við aðeins um forrétt-
indi, sem þýðir það, að við ér-
um ekki að reyna að fá ráð yfir
meiru en við getum notað, held-
ur forgangsrétt þegar svo stend
ur á, að takmarka verður heild-
arafla í friðunarskyni. Loks er
fjórða atriðið það, að nefnd ó-
háðra sérfræðinga myndi kveða
upp lokaúrskurðinn.
í ræðu minni um daginn
sagði ég, að sú væri skoðun
stjórnar minnar, að svonefnd
„söguleg réttindi“ væ-ri, ef ekki
'hin sömu, þá að minnsta kosti
sambærileg við nýlendurétt-
indi. Ég. hygg að það sé vel
kunn staðreynd, að ástæða þess
að þriggja mílna mörkin voru
sett og framkvæmd svo lengi
var sú, að hin valdamiMu ríki,
sem stunduðu fiskveiðar á fjar-
lægum miðum, sáu sér hag í
því að fiskimenn þeirra gætu
komizt sem næst ströndum ann
arra þjóða og þá og þar til nú
fyrir skemmstu gátu þeir
þröngvað þessu upp á máttar-
minni þjóðir. Til allrar ham-
ingju fyrir þær verður þessu
ekki lengur komið við. Hingað
til hafa þessar máttarminni
þjóðir verið þær, sem förnirnar
færðu, og þegar loksins er ver-
ið að bæta úr þessu óréttlæti,
virðist það ekki sérlega sannfær
andi, er þeir, sem hagnazt hafa
af þessu svo langan tíma, halda
því fram að það séu þeir, sem
fórnirnar færi. Auðvitað er
sanngjarnt að viðurkenna það,
að útfærsla fiskveiðitakmarka
snertir þá menn, sem fiskað
hafa á einhverju tilteknu svæði
og verða að hverfa burt af hluta
þess. En það, sem við erum að
tala um hér á þessari ráðstefnu,
er ekki fjárhagur einstaklinga,
heldur þjóðarhagur.“
Að lokum sagði ráðherrann:
„Að lokum vildi ég nota þetta
tækifæri, herra formaður, til að
beina því enn einu sinni til allra
vina okkar hér á ráðstefnunni,
að þeir athugi tillögu okkar í
Ijósi staðreyndanna og við von-
um einlæglega, að samúð þeirri,
sem málstaður okkar vissulega
nýtur, verði fundinn farvegur
í áþreifanlegt form, því að að-
eins á þann hátt finnst lausn á
þessu vandamáli. Fögur orð um
S'amúðarfullan skilning eru á-
gæt, en vitaskuld leysa þau ekki
vandamálið nema athöfn fylgi.“
Skipholt 19. Efstú hæðina í þcssu húsi á Félag járniðnaðan.
manna. Þar eru skfifstöfur félagsins og fleiri verkalýðsfélaga.
naöar-
iu ára
FÉLAG járniðnaðarmanna var
stofnað hér í Reykjavík 11. apr-
íl 1920 og gefið nafnið Sveina-
félag járnsmiða. Það nafn bar
félagið í 11 ár eða þar til árið
1931 að nafninu var breytt í
Félag járniðnaðarmanna. Varð
félagið því 40 ára í fyrradag.
Stofnendur voru 17 járnsmið
ir allir búsettir hér í bæ. Fyrstu
Stjórn félagsins skipuðu: Loft-
ur Bjarnason, formaður, Einar
Bjarnason, varaformaður, Árni
Jónsson, ritari, Sigurður Sigur-
þórsson, gjaldkeri, Guðm. Elías
Guðmundsson, vararitari, og
Sigurharis Hannesson, vara-
gjaldkeri.
Eitt fyrsta verkefni félagsins
var að birta atvinnurekendum
kauptaxta. Gérði félagið það
með bréfi dags. 4. maí Í920.
Samkv. kauptaxtanum skyldi
tímakaup í dagvinnu vera kr.
1.80 á klst. Eftirvinná skyldi
greiðast með 50% hærra kaupi
og nætur- og helgidagavinna
með 100% hærra kaupi en dag-
vinna. Gilti þessi kauptaxti fé-
lagsins í rúmlega sex og hálft
Ársþing Í.B.R.
Framhald af 11. síðu,
ir Gunnar Vagnsson og Gunn-
laugur J. Briem, og varaendur-
skoðendur Sveinn Helgason og
Jón Bergmann.
í Héraðsdómstól bandalags-
’ins voru kjörnir til 3 ára sr.
Bragi Friðriksson og til vara
Theodór Guðmundsson.
Á síðari fundinum flutti Sig-
urður Magnússon erindi um fyr
irkomulag hins nýja Sýningar-
og íþróttahúss og gerði grein
fyrir fyrirhuguðum fram-
kvæmdum á næstunni.
Þá flutti Benedikt Jakobsson
erindi um þrekmælingar í-
þróttamanna og niðurstöður
mælinga á. æfingastigi lands-
liðanna í knattspyrnu og hand-
knattleik, en þær voru fram-
kvæmdar reglulega fyrir utan-
ferðir liðanna s. 1. ár.
ár, eða þar til gerðir voru kauþ-*
og kjarasamningar milli félags-
ins og vélsmiðjueigenda í j § n«
úarmánuði 1927. í þessurn
fyrstu samningum sem félagi'ö
gerði við vélsmiðjueigendm*
var sérstakt ákvæði um að kauþ*
skyldi breýtast eftir vísitöljut
Hagstofu íslands.
í stuttu greinarkorni verðun
saga Félags járniðnaðarmanna
ekki rakin til neinnar hlítar,
en vakin skal athygli á því, af>
á 35 ára afmæli félagsins áríð>
1955 kbm út saga þess, skráói
af Gunnari M. Magnúss. Hlaufc
hún nafnið Járnsíða.
Á síðastliðnu ári festi félagiö
kaup á fokheldri hæð að Skip-
holti 19. Er nú lokið innrétt-
ingu á húsnæðinu, sem er allt
hið vistlegasta. Félagið hefm*
þar nú skrifstofur sínar ásárnír
fleiri verkalýðsfélögum.
Starfsemi félagsins hefur oxfl
ið æ margþættari með hveriu
ári og hefur félagið nú ráðið-
sérstakan starfsmann til atS
annast dagleg störf þess. Starfs-
maður þess er Guðjón Jónsseu.
rennismiður. Félagið telur nú
um 450 meðlimi.
Stjórn Félags járniðnaðar-
manna skipa nú: Snorri Jóns-
son, formaður, Hafsteinn Guð~
mundsson, varaform., Tryggvi
Benediktsson, ritari, Guðjón
Jónsson fjármálaritari, Þorst.
Guðmundsson, vararitari, og
Ingimar Sigurðsson, gjaldkeri.
64:61
I gærkvöldi sigraði úrvíalsB®
varnarliðsmanna af Keflavíkur
flugvelli úrval reykvískra körfœ.
knattleiksmanna með 64 stiý-
um gegn 61 í æsisþénnandi leikr»
Áhorfendur voru margir qg
hvöttu landana ákaft, seh»
höfðu yfir í hálfleik 33:39. Arfœ
ar dómarinn var íslenzkur eg-
hinn bandarískur. Nánar á í=»
þróttasíðu á morgun.
Álþýðublaðið — 13. apríl 1960