Alþýðublaðið - 13.04.1960, Side 11

Alþýðublaðið - 13.04.1960, Side 11
Ársþing ÍBR: Sívaxandi starfsemi Edström: 817 stig í tugþrau Eugene — (UPI). BANDARÍSKI tugþrautar- maðurinn Dave Edström náði þriðja bezta árangri, sem náðst hefur í heiminum í tugþraut á móti sem lauk hér í dag (laug- ardag). Hann hlaut 8176 stig, en beztu afrekin eiga Kutnet- sow 8357 og Rafer Johnson 8302. Edström, sem er stúdent við Oregon háskólann náði eftirtöld um árangri í hinum einstöku greinum: 100 m.: 10,8, lang- stökk: 7,17, kúluvarp: 15,23, há stökk 1,87, 400 m. 49,5, 110 m. grind: 14,2, kringlukast 46,07, stangarstökk 3,50 m., spjótkast: 66,52 og 1500 m. 4:36,2 mín. — Búast má við því, að Edström verði skeinuhættur keppinaut- ur þeirra Kutnetsow og John- son í Róm. Annar árangur um helgina: Bobby Morrow 10,2 í 100 m. Næstur varð hinn efnilegi Styr on, en Sime og Woodhouse langt á eftir. — Eddie Southern vann Sime í 200 m. á 21,2 sek. Bragg og Graham aðeins 4,42 1 á stöng. Stúdentinn Martin sigraði í stangarstökki í Tempe Arizona á 4,66 m., hans langbezta. — DALLAS LONG varpaði kúlunni 1936 m. í Ari- zona um síðustu helgi. Hann var mjög nálægt 4,79 m. (ný heimsmetshæð). — Dallas Long vann kúluvarpið létt með 19,36 m. og Dumas vann há- stökkið með 2,14 m. Finninn Lindroos kastaði kringlu 53,50 m. Hann er við nám í USA. — Landsmót skíðamanna hefst á Siglufirði í da SKIÐAMÓT ÍSLANDS heíst á Siglufirði í dag við Skálafell. KI. 13.30 flytur Helgi Sveins- son, mótsstjóri setningarræð- una, en að henni lokinni flytur Hermann Stefánsson, formaður SKÍ ávarp. — Lúðrasveit Siglu fjarðar leikur við setninguna, en stjórnandi er Helgi Svcins- son. Alls eru keppendur 98 og eru flestir komnir til mótsins. í dag verður keppt í 15 km. göngu fullorðinna og 17-19 ára og 10 km. göngu drengja 15-16 ára. — Einnig fer fram flokka- keppni í svigi. Það eru 18 keppendur skráðir í 15 km. göngu og er sennilegt, að aðalkeppnin standi milli Þ'ngeyinga og Isfirðinga eins og undanfarin ár, en Fljóta- menn og Eyfirðingar geta kom- ið á óvænt. Aðeins þrjár sveitir eru með í flokkasvigi, þ. e. frá Reykja- vík, Siglufirði og ísafirði. — Sve'.t Reykvíkinga er sigur- stranglegust en allt getur skeð í þessari grein ,sem ávallt er spennandi á Landsmótum. Meðal keppenda í flokka- svigi £ dag er Eysteinn Þórðarson, okkar bezti skíðamaður. ÁRSÞING íþróttabandalags Reykjavíkur var haldið dagana 23. apríl og 6. marz í Tjarnar- café. Þingið sátu 68 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum og 6 sér- ráðum bandalagsins. Gestir þingsins voru Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í., Stefán Runólfsson, stjórnarmeðlimur Í.S.Í., Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Í.S.Í., Þor- steinn Einarsson, íþróttafull- trúi ríkisins, Sigurður Magnús- son, fulltrúi bandalagsins í byggingarnefnd hins nýja Sýn- ingar- og íþróttahúss í Laugar- dal, Baldur Jónsson, vallar- stjóri, Jón Eiríksson, íþrótta- iæknir, Benedikt Jakobsson, íþróttakennari, og sr. Bragi Friðriksson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Formaður bandalagsins, Gísli Halldórsson, setti þingið með stuttu ávarpi. Þingforsetar voru kjörnir Stefán G. Björns- son og Jens Guðbjörnsson og þingritarar Sveinn Björnsson og Hannes Þ.' Sigurðsson. Fyrir þinginu lá prentuð árs skýrsla og reikningar banda- lagsins. Flutti formaður skýrslu stjórnarinnar fyrir síðasta starfsár, og kemur fram af henni, að innan bandalagsins eru nú 22 íþróttafélög með sam- tals 9154 félagsmenn. Aðildar- félögin stunda 15 íþróttagrein- ar og eru iðkendur þeirra alls 5695. Af þessum 15 greinum eru 7 undir stjórn sérstakra nefnda, sérráða, sem hvert hef- ur með skipulagningu og fram- kvæmd sinnar íþróttagreinar að gera. Hvílir mikið starf á sérráðunum við yfirstjórn hinna mörgu íþróttamóta, sem fara árlega fram í höfuðstaðn- um. Bandalagið rak íþróttahúsið við Hálogaland, en það er mið- stöð innanhússíþróttanna í höf uðstaðnum jrfir veturinn. S. 1. ár fóru þar fram 83 mótakvöld í handknattleik, körfuknattleik og glímu og fleiri greinum. Á- horfendur að þessum mótum voru alls 17.178, en auk starf- semi vegna keppni, er húsið einnig starfrækt sem leikfimi- hús nærliggjandi skóla yfir aaginn og æfingahús margra í- þróttafélaganna á kvöldin og helgum. Á s. 1. ári voru hafnar fram- kvæmdir við byggingu nýs full komins Sýningar- og íþrótta- húss í Laugardal og mun það er fram líða tímar leysa Háloga land af hólmi. Í.B.R. er aðili að byggingu þess húss að 4%. Starfsemi bandalagsins er orðin mjög víðfeðmd, það ann- ast úthlutun á fjárveitingu bæj arins til íþróttafélaganna, rek- ur gistingu yfir sumartímann fyrir íþróttaflokka, sér um læknisskoðun íþróttamanna, þrekmælingar • íþróttamanna, viðhald skautasvells svo að það holzta sá nefnt af föstum verk- 'nr-r. A síðasta ári t'ar aðal- viðfangsefni framkvæmda- stjórnar bandalagsins vígsla í- þróttaleikvangsins í Laugar- dal 17. júní og 3.—5. júlí. Á árs þinginu var sýnd litkvikmynd af vígslunni 17. júní, og hafði Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd' ari tekið hana. Bandalagið starfrækir 2 sjóði, Slysatryggingarsjóð og Fram- kvæmdasjóð. Úr Slysatrygging arsjóði voru á síðasta áii greiddar bætur til 23 íþrótta- manna að upphæð kr. 33.600,00 vegna meiðsla, sem þeir höfðu crðið fyrir í keppni og við æf- ingar. Framkvæmdasjóði er ætlað það hlutverk að standa undir hlutdeild bandalagsins í framkvæmdum við hið nýja Sýningar- og íþróttahús og bækistöð fyrir starfsemi banda- lagsins og sérráðanna. Gjaldkeri bandalagsins, Björn Björgvinsson, las upp reikninga bandalagsins, íþrótta hússins og sérsjóðanna, og gerði grein fyrir þeim. Alls nemur hrein eign bandalagsins nú um kr. 1.145.000,00. í ársskýrslu bandalagsins er skýrt frá byggingarframkvæmd um íþróttafélaganna í bænmn. Fyrir 12 árum var sú stefna upp tekin að stærstu íþrótta- félögunum yrði úthlutað land- rými fyrir æfingavelli og ié- lagsheimili, en 2 þeirra höfðu þá þegar keypt sér svæði í þeim tilgangi. Hafa 7 félög fengið svæði afhent og hafið fram- kvæmdir á þeim. Á svæðum þessum hefur verið komið upp 8 æfingavöllum, 6 félagsheim- ilum og 2 stórum íþróttahúsum. Á 7. svæðinu vinnur Golfklúþb u.r Éeykjavíkur að því að koma upp fullstórum golfvelli, 18 hola, og verður hann við Graf- arholt. Þá vinna 2 félaganna einnig að því að byggja nýja skíðaskála. Alls vörðu félögin með stuðningi hins opinbera á árinu ca. 1.4 millj. kr. til þess- ara byggingarframkvæmda. Á milli funda störfuðu nefnd ir í þeim málum, sem fyrir þinginu lágu, og skiluðu áliti á síðari fundinum. Gerði þing- ið samþykktir varðandi ýms mál, sem efst eru á baugi með- al íþróttahreyfingarinnar nú, og afgreiddi fjárhagsáætlun bandalagsins fyrir yfirstand- andi ár. Formaður bandalagsins var einróma kjörinn Gísli Halldórs- son, arkitekt, en að öðru leyti kýs Fulltrúaráð bandalagsins í framkvæmdastjórn. Á .síðari fundinum lýstu íélögin tilnefn- ingum sínum í fulltrúaráðið. Endurskoðendur voru kjörn- Friamhald á 7. síðu. /Jb róttafrétti r I STUTTU MÁLI Elliott vann Tony Blue létt í 880 yds. í Brisbane um helgina á 1:49,4 mín. Hann hefur hlaup ið 5 km. á 14:09,9 mín. Alþýðublaðið — 13. apríl 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.