Norðlingur - 20.04.1877, Page 4

Norðlingur - 20.04.1877, Page 4
169 170 er lífsnauðsyn á að fá lög um verði kringum kláðasviðið þangað- til enginn kláðavottur íinst þar lengur eða þá þangað til búið sð að skera niður all fðð milli Hvítánna; þó þetta ráð sð ógurlegt, þá er það ekki betra að fá kláðann útbreiddun um alt land. Mjög leiðinlegt er að sjá hvað menn eru á reyki um það fyr- ir norðan, hvort vörður eigi að vera við Botnsvoga eða Hvítá. Eg segi: Ekki spurning um annað en llvítár eða Deildargilsvörð. Reynslan frá 6iðasta sumri sýnir að hann nú eptir að sauðirnir og annað fé í Borgarfirði sem hagvant var fyrir norðan Hvítá, var skor- ið, er hinn tryggasti af öllum vörðum. Hann er einnig skaðahóta- kröfum Borgíirðinga mest í hag, því það sjá allir, að komi kláðinn upp yíir Hvítá missa, Borgfirðingar allar skaðabætur fyrir sauða- skurðinn , en enginn sanngjarn maður neitar þeim heldur um •skaðabætur þegar þeir fá ekki að reka upp yfir Hvítá. Að mega ekki nota afrétlina fyrir norðan Hvítá er í sjálfu sér svo mikill skaði fyrir Borgfirðinga, að það væri hið hróplegasta ranglæti ef þeir þar að auki yrðu sviptir skaðabótunum fyrir sauða- skurðinn, sem er það þarfasta og bezta verk, sem unnið hefir ver- ið til útrýmingar kiáðanum, annað en hinn algjörði skurður á Suð- urnesjum, eða næst honum. þó Deildargilsvörður verðí að sumri geta Borgfirðingar mikið vel að hausti fengið skurðarfé að norðan uppí skaðabæturnar; enginn rekstur tii lífs ætti að leyfast fyrr en eptir að minsta kosti 2 vetur alveg kláðalausa eða þá fullkominn skurð á öllu kláðasvæðinu. Hann er sjálfsagt ógurlegur; en ekki cr það betra að fá kiáðann um alt land. Botnsvogavörður er ómögulegur svo að gagni verði. |>egar í fyrra flutti bóndi úr Hvalfjarðarstrandarhreppi suður í Kjós með fé sitt, síðan hafa Skorrdalingar og Lundareykjadalsmenn fengið fé úr þingvallasveit Nú heyrist að séra Oddur á Luudi hafi fengið munnlegt leyfi hjá amtmanni til að reka ærnar frá Reynivöllum, sem hann kvað ætla að kaupa, upp að Lundi. þá er sagt að séra þorvaldur frá Saur- bæ ætli að ná í Reynivellina og reka fé sitt þangað, og svo geta verið margir aðrir fjárrekstrar yfir Botnsvogalínuna, því ekkert flutn- ingsbann hefir legið á henni. J. J. — í ísafold IV. 4. er grein frá mér og herra A. Fjeldsted á Hvítárvöllum, er ritstjóranum hefir þóknast að nefna »gagnslaust klúðaþrasn, og get eg vel skilið að honum finnist svo, þar sem grelnin er fremur móti en með lögreglustjóranum í fjarkláðamál- jnu. En úr þessari grein hefir hann að okkur fornspurðum felt all- langan kafla, en sett í staðinn athugasemd frá sjálfum sér til að skýra hvaða innihald hafi verið í kafla þessum. Eg skal ekki þrátta um það, hvaða rétt eða heimild ritstjórinn hefir haft til þess, eða hverri mannúð og frjálslyndi hann lýsir með þessari aðferð sinni, en á hinu hljótum við þó að hafa átt heimtingu, að hann eigi rang- færði og sneri við orðum okkar. Við sögðum ekki eins og rit- stjórinn skýrir frá »að við gætum ekki munað« eptir því að við höfum á fundinum greitt atkvæði með algjörðum niðurskurði í haust í efra parti Borgarfjarðarsýslu »án tillits til þess, hvort kláða- vart yrði þar í haust eða ekki; en við sögðum »að við gætum ekki munað að þetta atriði væri nokkurntíma borið upp til atkvæðá«, en kváðumst »þora að fullyrða, hali atkvæða verið leitað um það, þá hefðum við báðir greitt atkvæði á móti því«. Ennú kveð- ur ritst. eigi aðeins sig og lögreglustjóraun heldur og »marga fundarmenn« muna glögt að við gjörðum það, (o: að gefa atkvæöi með þessari uppástungu), en eg fyrir mitt leyti — og sarna ímynda eg mér að herra Fjeldsted gjöri — lýsi þá félaga báða ósanninda- menn að þessu. Eg skora á ritstjóra ísaf. að auglýsa nöfn þeirra, «mörgu fundarmanna» er hann kveður muna þetta með þeim; að öðrum kosti lilýt eg og að ætla þennan framburð hans ósannan, er hann hafi sett í blað sitt ekki að eins í því skyni að reyna að sverta okkur, heldur tii þess almenningur fremur tryði því, en ef þeir einir bæru vitni um það, hann og lögreglustjórinn; því svo mörg ósannindi hefir hann í þessu kláðamáli borið á borð fyrir lesendur blaðs síns bæði frá sér og lögreglustjóranum, að hann er að vonum farinn að vantreysta að almenningur trúi lengur vitnis- burði þeirra tveggja. í ísafold IV, 5. er mér barst rétt í þessu, er grein ein frá Jóni Jónssyni í Rvík með yfirskript: «Kláðinn í Borgarfjarðarsýslu». Eg þykist þckkja á greininni að þessi Jón sé lögreglustjórinn í fjárkláðamálinu. Eg iiafði nú ætlað mér að skipta ekki optar orð- nm við hann í blöðunum í máli þessu, því hann sýnir bæði með þessari grein sinni og öðrum er hann áður liefir ritað, að hann veit ekkert, hvað hann sjálfur er að rita um. Hann veit ekkert, hvað kláði er, þótt hann sé settur lögreglustjóri í kláðamálinu. Hann ruglar saman sóttnæma maurakláðanum, færi- og fellilúsar óþrifum, alskonar hörundskvillum og ýmsu öðru og kallar þetta alt ýmist fcláða eða fjárkláða; verðar svo eilíf endileysa og mótsagnir úr öllu saman, eins og hver heilvita maður sér, er les greinir lians. Mér dettur því eigi í hug að virða hann þess að hrekja öll þau axarsköpt og ósannindi er standa í téðri grein hans, enda yrði það oflangt mál, því hún er reyndar ekki annað en »eitt stórt axarskapt«. Eg skal að eins taka eitt atriði fram. Ilann segir í greininni að hann voni með okkur herra Fjeldsted og mér, «að sýslan sé nú laus við kláðaeitrið» (nýtt nafn á fjárkláðanum samboðið sjúkdóma- fræðislegri þekkingu lögreglustjórans); en skömmu síðar í greininni stendur að «nýlega hefir fundist vottur af lionum (kláðanum) á all- mörgum bæjum»(!l). Hver skyldi ætla, að sá maður, er þannig ritar væri skipaður lögreglustjóri í fjárkláðamálinu á öllu íslandi og laudsritari að auk? Fáum Borgfirðingum mun blandast hugur um, í hvaða tilgangi Jón hafi ritað grein þessa. Tilgangurinn virðist eigi geta verið annar en sá að koma því til leiðar að settur verði vörður við Hvítá að sumri og þannig spilla því gjörsamlega að Borgfirðingar fái skaðabætur pær hjá Norðan- og Vestanmönnum, er þeir hafa heit- yrðí fyrir og nú jafnvel örugga von um að fá fyrir fjárskurðinn í fyrravetur; því með því að viðhalda kláðagruninum liér í sýslunni fram á vor eða sumar hugsar hann sér muni takast það. Eptir því sem eg hef fregnir um frá áreiðanlegum mönnum nyrðra og vestra er þetta eigi fyrsta stig lögreglustjórans til að spilla* því að Borgfirðingar fái þessar skaðabætur; en eg hef það traust að hann nái ekki tilgangi sínum með þessari Og þvílíkum greinum. Eg kann ritstjóra þjóðólfs í mínu og eg þori að fullyrða allra Borgfirð- inga nafni miklar þakkir fyrir grein hans í 12. blaði þjóðolfs þ. á. bls. 46 með yfirskript: «Fjárkláðinn», því hún er auðsjáanlega rituð af ást á sannleikanum en ekVi lýginni. Eg þori óhræddur að taka undir með honum, að maurakláði hefir hvergi fundist í Borg- arfirði á þessum vetri, og hans hefir, meira að segja, ekki orðið þar vart siðan í fyrra að skorið var fyrir hann á þorranum, og er tneð því fullnægt skilyrðum þeim, er Borgfirðingum voru sett til að fá skaðabæturnar. Eg vona að þér takið línur þessar, herra ritstjóri, sem fyrst í blað yðar og treysti betur mannúð yðar en ritstjóra ísafoldar að taka þær óbreyttar og álíta þær eig’i «gagnslaust kláðaþras». Stafholtsey 31. marz 1877. Páll Blöndal. FRÉTTIR. Sunnanpóslur kom hingað þann 16. þ. m. cptir langa og stranga ferð, sagði hann ót'ærð og ótíð hæði fyrir vestan og sunn- art, umhleypingasama og óstöðuga veðráttu, gæftalítið syðra, euda litinn afla nema um tíma í Garðssjó. Á heyskorti er farið að brydda þar syðra á surnutn stöðum. Tóstskipið kom til Reykjavíkur 21. f. m. eptir harða útivist. Sagði það stirða tíð , atvinnuleysi víða og gjaldþrot alltíð , og er bæði matvara, kaffi og sikur og fl lieldur að hækka í verði. Á ríkisþingi Dana stendur þingdeilan sem hæst, og hafa bænda- vinir höl'ðað mál gegn nokkrum af fyrri ráðgjöfum fyrir illa með- ferð á ríkisfé Nú er rofinn sáttafundur stórveldanna í Miklagarði gekk ekki saman sættin, og standa nú Rússar og Tyrkir víghúnir hvor um sig á landamærum með óvígan her, og er ekki annað sýnna en þar muni bráðum skríða til skara. Hin stórveldin láta sem þau muni sitja hjá að sinni. þó hafa Englendingar mikinn herflota þar syðra, en ekki láta blöð þeirra líklega um að þeir muni veita Tyrkjum. Bandaríkin hafa nú lokið forsetakosningu og hafa kjörfundir verið heldur róstusamir. Sá er kosningu hlaut heitir Hayes, er hann talinn nýtur maður í flokki þjóðvaldsmanna. —- Um p áskaleytið gengu hér stórhríðar og var hin mesta snjókoma svo víðast varð jarðlaust, en rétt fyrir sumardaginn fyrsta gjörði bezlu hláku og hlýindi er ennþá haldast. — Fiski- afli er hér á firðinum svo mikill að fádæmum sætir, og það af full- orðnum þorski. — íslaust er nú hér innfjarðar. Auglýsingar. — Föstudag þann 11. maí þ á. og næsta dag veríiur at) Möðru- felli í Hrafnagiishrepp haldih opinbeit uppboð lil ab selja 8 kýr og kvígur, 10 hross, d : 300 saufcfjár og ýmislega bdshluti. Skilmálar fyiir uppbofcinu, sem byrjar kl. 11 f. m., verfca auglýstir vifc upp- bofcifc. Skrifstofu Eyjafjarfcarsýslu 9. apríl 1877, S. Thorarensen. — Á næstiifcnu bausti fundust hér á bæjarhiafcinu 4 krónur í silfri, sá sem heör týnt þessum skildingum og getur lýst þeim rétt, getur vitjafc þeirra til undirskrifafcs. Sjávarborg 1. marz 1877, P, Sigurfcsson. *) þafc er oss kuunugt, afc herra Jón Júusson hefir lagt fastlega fram mefc því, vifc sýslnnefndina hiir, afc Eyfirfcingar bættu Borgflrfcingum saufcaskurfciun tiltðlnlega. Ritst. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skaptí tftlsepsson, caud. phil. Akuteyii 1«77. Frenlari: B, M. Strphánason.

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.