Norðlingur - 12.05.1877, Page 2

Norðlingur - 12.05.1877, Page 2
189 190 jöfnum höntlum á livortlveggja. Nefndin telr nú fyrst lengi upp marga kosti við jarðaskattinn og þá eigi síðr galla á lausafjárskatt- inum. Ilún segir á 23. bls. um jarðaskattinn að hann sð «viss og óbreytilegr, og þannig væri full vissa fyrir því hversu miklu þessi skattr mundi nema, og tekjur landsjöðsins af honum því á- valt ákveðnar og áreiðanlegar». Ennfremr segirnefndin, að »inn- heimta þessa skatts yrði miklu umsvifaminni, einfaldari og óbrotn- ari fyrir þá sern skuttinn eiga að beimta», svo *væri það og mjög þægilegt fvrir greiðanda að geta ávalt gengið að því vísu hversu mikið hann ætli að greiöa, og með því væri öll tortryggni frá hans hálfu útibyrgð». Nefndin telr jarðaskattinum það ennfremr til gildis að hann sé landsetum uppörfun til jarðabóta, sem og það, að hann sæktist eftir jarðnæði sér við hæfi og sínum efnum. «Ónytjungr væri og að öllum jafnaði úlilokaðr frá því», segir nefndin, «aðtaka stóra jörð til ábúðar, þvíað skattrinn yrði honum um megn». »Með því líka að jörðin ætti að standa að veði fyrir fasteignarskatlinum, mundu jarðeigendr verða tregari lil að leigja jarðir sínar ónytjúng- um, og þannig gæti þá fasteignarskattrinn óbeinlínis orðið til þess að landbúnaðrinn færi heldr batnandi» (23. bls)» l'etta eru góðar og giidar ástæður, og sannarlega hlýtr lausafjár skattr- inn að hafa mjög mikla kosti til að bera ef bann á að verða rétl- látari, lientugri og affarabetri en jarðaskattrinn. En áðr en vér teljum saman kostina, þá skulum vér líta yfir ókosti þá er nefndin telr á lausafjárskaUinum, og eru þeir bæði margir og mikl- ir. Hinir helztu ókostir eru þessir: «Eflir áliti uefndarinnar», segir hún, «er Iausaféð als eigi áreiðanlegr gjaldslofn». f>ví að í fyrsta lagi er það, að tii þess að skattrinn verði sann- gjarn, verðr greiðandi að hafa fullan og vísan arð af gjald- stofninum». Nú sýnir nefndin, að arðrinn af lausafénu sé ol't og tíðum næsta rýr og óviss, og telr þartil sem hina helztu ástæðu vetrarharðindin, horfelli og megurð skepnanna á vorin. Og í ann- an stað sé arðr af fríðum peníngi jafnvel helmíngi meiri á einum stað en öðrum; svo og hitt, að tilkostnaðrinn sé hálfu meiri á einni jörð en annari. Annarr ókostr lausafjárskattsins er sá, segir nefndin, «að vissa verðr að vera fyrir því að gjaldstofninn sé eign greiðanda»; en «þess munu allmörg dæmi, að bændr eiga lausafé sitt alt eðr mest alt í skuld». þriði ókostr á lausafjárskattinum er sá hjá nefndinni, «að varlega sé farandi í að ieggja þúngan skatt á aflafé (þ. e. liér = fríðan peníng), með því að hætt er við að þúngir skattar hnekki mjög aílanum». Fjórði ókostrinn er sá, »að skattr á tíundarbært lausafé yrði ósanngjarn að því leyli að hann yrði miklu þýngri á sveitabænd- um en sjávarbændum», svo og það «að þá yrði als eigi til greina teknir neinir aðrir kostir jarðanna en sá, hversu mikill fénaðr þar ■veeri hafðr en als eigi hversu mikinn fénað þar xneetti liafa, og því síðr hægðin til svávaraflans né önnur hlunnindi» jarðarinnar (26. og 27. bls.). Ilinn fimti ókostr lausafjárskattsins er sá, eftir orðum nefndarinnar, «að það er mjög tor- velt, ef eigi með öllu yfirvöldunum um megn að ná áreið- anlegu íramtali á tíundarbærum kvikfénaði gjaldanda». llinn sjötta ókost lausafjárskattsins telr nefndin þann, að «als eigi yrði ætl- að á um, hverju skattrinn mundi nema ár hvert, þar sem hæglega gæti svo farið einslök ár að hann yrði þriðjúngi minni en hann annars væri að meðaltali». Svo telr og nefndin sem hinn sjöunda ókostinn við lausafjárskattinn þá ástæðu, «að nú liggja þegar svo mikil gjöld á lausafénu, svo scm bæði til prests, kirkju og fátækra og einkum til jafnaðarsjóðanna, að eigi sé gjörandi að fþýngja því, nema sem minsl verðr» (28. bls.), og færir hún þessu til sönnunar það, að hin síðustu 3 ár hafi jafnaðarsjóðsgjaldið í suðrumdæminu verið 39 aurar af hundraðinu að meðaltali, og i vestrumdæminu 39J eyris, og «þetta árið 60 aurar» (30.—31. his.). Ilinn áltundi ókostr lausafjárskattsins er sá, segir nefnd- in, «að við þessa álögu skatlsins» verðr «íþýngt öllumþeim greiðendurn sem eigi eru í skifti tíund» o. s. frv. (32. bls.). Ökostir þessir á lausatjárskattinum er nefndin telr, eru bæði sannir og mjög mikilvægir, svo sem hverjum manni rnun skiljast hæglega. Nú munu menn spyrja, hvað kom þá til þess að nefndin lagði skatt, og það jafnþúngan skatt á lausaféð, fyrst lausafjárskaltrinn er, að vitni sjálfrar nefndarinnar, slíkr vammagripr. Að leysa úr því er þýngri þrautin, og eg segi íyrir mig, eg skil eigi hugsunar- bátt nefndarinnar né röksemdaleiðslu, og mun aldrei skilja. Eg skal því láta nefndina sjálfa tala. ílún segir nú (29. bls.), »að sá sé aðalkostr lausafjárskattsins að hann legst á eptir fjár- magni og eignum gjaldanda» þetta er sá eini kostr, er nefnd- in telr lausafjárskattinum til giidis. En bíðum við! .4 28. bls. heílr nefndin sagt: «Auk þess sem peníngseignin er hér mjög hæp- in, og bóndinn auk þess getr oft og einalt hafa keypt all- an sinn fénað í skuld» . . . . þelta er einmitt hið sama sem nefndin hcfir á 26. bls. áðr talið sem annan ókost lausa- f járskattsins, svo «aðalkostr lausafjárskattsins» er og verðr lians annarr óliosír. þessi sögn sjálfrar' nefndarinnar er þá sú, er menn kaila mótsögn, og liefir liún jafnan þótt hjá lærðum mönnum heldr léleg röksemd og ótraust til sönnunar!! Er þá að síðustu að athuga ókosti þá er nefndin telr á jarðaskatt- inum. Nefndin telr þá galla þann við fasteignaskattinn, að eng- in «vissa sé fyrir því að hann leggist á greiðendr eftir efnahag þeirra», heldr geti «svo farið að talsverðr ábúðarskattr legðist á þá gjaldendr er eigi væri færir um að greiða hann», og «hann getr komið niðr á þeim, sem . . . verða að þiggja af sveit og hafaeng- an annan peníng að búa við en leigupeníng einn». þetta er satt að vísu; en þessi ókostr er þó eigi nema einn af öllum þeim átta ókostum lausafjárskattsins er nefndin hefir sjálf upp tal- ið. því nefndin viðrkennir sjálf að sá sé annarr ókostr lausafjár- skattsins að ltann leggist á gjaldanda eigi eptir efnahag. Svo er sjálfsagt, að hverr búandi maðr, er þiggr af sveit, býr við tíundbært lausafé, svo lausafjárskattriDn hiltir hann eigi að síðr. Sáereinúngis munrinn, að hafi maðr stærri jörð en við sitt hæfi, þá verðr liann harðara úti af jarðaskaltinum en lausafjárskattinum. En slíkt er einmitt kostí í raun réttri en eigi ókostr á jarðaskattinum, því hann venr, sem og nefndin játar, menn á að nota betr ábýlisjörð sína og hafa hana minni, en að fýkjast eigi eftir að gúkna yfir sem stærstu jarð- næði, sjálfum sér til skaða, jörðinni til niðrníðslu og aftrfarar, og öðrum mönnum til meins, þeim er jarðnæðis þurfa. En nú er ann- arr hængr við jarðaskattinn, segir nefndin. það er jarðamatið. «Nefndin er þeirrar san n færíngar», svo segir hún sjálf á 24. bls., að «hið síðastajarðamat hafi mikla galla, og að naumast verði álagðir nokkrir skattar eftir jarðabókinni 1861, nema því að eins að bráðr bugr verði að því undin, að laga það jarðamat». En látum okkr nú rannsaka, lesari góðr, hversu djúp og rótgróin sé þess þessi sannfæríng nefndarinnar um miklu gallana á jarða- matinu! Síðar í nefndarálitinu (46. bls.), þar er nefndin er að á- líta leigumálann á þjóðjörðunum, segir hún: «það liggr í augum uppi, aðjarðir, sem eru jafnar að dýrleika, ælti hvervetna að leigast jafnt. Og þó sagt kunni verða, að dýrleiki jarðanna geti verið nokkuð mismunandi eptir gæðum þeirra, ,þá er sá munr eigi svo mikill eftir því sem nefndin þekkir til að hann geti haft nokkur veruleg áhrif á upphæðir jarða- gjaldanna». — Ágætt! — En hvað er nú orðið af sannfær- íng nefndarinnar um gallana miklu á jarðamatinu, svo naumast veröi á lagðir nokkrir skattar cptir því, þar er iiún þó segir sjáif hér, að eftir sinni þekkíng — og hvað er það er sjálf nefnd- in þekkir eigi? — sé eigi svo mikill munr á jarðarhundruðunum, að eftirgjaldið ætti eigi fyrir þá sök að vera nálega jafnhátt á hverju jarðarhundraðí? llvað er orðið af sannfæríng þinni, heillin góð, því þótt álnarskattr þinn sé bæði hár og digr, þá er hann þó eigi nema svo lítill stúfr í samanburði við landskuldina? Ætli saimíæríng þín verði eigi að rýma sess fyrir þclikíng þinni? — Eg vona það. «Jafnan dregr nokkuð til þcss er verða vill», segir máltækið. Nefndin var rétt* komin að því að leggja skattinn á jarðirnar einar eltir hundraðatölu. Hún segir svo á 24. hls.: «Væri gallalaust jarðamat tii eða gæti fengizt, mundi nefndin ekki hika við að ráða til að leggja skattinn á jarðirnar eingöngu». En svo kom, til allrar óhamíngju, þessi sannfæring, ernúvarget- ið, inní höfuðið á nefndinni, og það tók úlyfir, að sannfæríngunni fylgdi eigi þekkingin er nefndin fékk, líklega þó eigi fyrr en á 46. bls. Nefndin stendr uppi ráðafá, og svo sem á milli steins og sleggju. En sem hún er að velta fyrir sér, hvort betra muni að fallast á jurðaskatlinn tneð ókostinn eina og kostina mörgu, eðr á lausafjárskattinn með ókostina átta, og kostinn eina, verðr henni það helzt fyrir að taka lalnaband upþúr pússi sínum, og hygst hún að telja sér til ráðdeild og hyggindi í þessu .ráðaleysi síuu. það er sannr viðburðr, þótt ótrúlegr megi þykja, að nefndin tekr skalthæðina sína og deilir henni með allri fólkstölunni í umdæmi hverju og í flestum sýslum á landinu; en sleppir þó lVeykjavík. Ilvers vegna ætli hún sleppi Iíeykjavík? — Eg veit bara það eitt, að nefndin hefði sloppið við mikia fyrirhöfn til einskis, og Iesendr nefndarálitsins við bennar kýmilegu lokleysureiknínga, hefði hún getað komið sér niðr á, hversvegna liún skildi Reykjavík und- an. }>ví hvað á það að þýða að skifta samtölu skattsins, hvort hann er heldr lagðr á jarðir eðr lausafé, með allri fólkstölunni? Ætlast nefndin til að allir inenn greiði hann, eðr að hann sé lagðr á menn sem nefskattr ? Nei, fari það! — En hvað kemr þá tala ailra þeirra landsmanna, er lausir eru við skattgreiðslu þessa, skattinum við og upphæð hans? J>að skil eg als ekki. Eðr hyggr nefndin að bóndi sá, er hefir 5 manns í heimili og tí- undar 10 hdr., sé helmíngi vcrr farinn en hinn bóndinn, cr og tíundar 10 hdr., en hefir 10 manns og þaraf 5 ómaga? Já ein- mitt, segir nefndin; en þvert nei segir heilbrigð skynsemi. Mér finst nú ljóst af öllu því er nú er sagt, að nefndin hefði hlolið að

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.