Norðlingur - 16.11.1880, Blaðsíða 1

Norðlingur - 16.11.1880, Blaðsíða 1
MLIWllt. V, 47.-48 Keiuur út 2—3 á mánuði 31 blððals um árið. Kostar 3 kr. árg. (erlendis Akureyri 16- nóvember 1880. 4 kr.) stök nr. 20 aura. 1880. Kokkrar skýrandi og hvetjandi liendingrar uin áfengi og bindindi. (Niðurlag) n. I. Drykkjuskapur er gagnstæður kristindómi (Philip. 4,8). Drykkjumaður aflagar ekki aðeins guðsmyndina, heldur og mannsmyndina, en tekur á sig dýrsmyndina og sekkur opt langt niður fyrir dýrin, svo dæmi eru til, að dýr hafa haft vit fyrir manninum, er drakk pað ffá sér og svo sæmdina. Drykkjumenn erfa ekki guðsríki. „Há- tíð er til heilla bezt„; petta misskilja menn stundum og gjöra alveg öfugt, svo að peir drekka hvað mest á hátíð- um og merkisdögum, svo sém jólum og nýári og öðrum hátíðum. Drykkjuskapur á jólurn er vanhelgan og alveg gagnstæður tilganginum, pví Kristur frelsar oss frá ofdrykkju, sem öðrum löstum. Ekkert er ótilhlýðilegra en drekka um nýár, pví pá eigum vér að umskera hjörtu vor og gjörast nýir menn, pessvegna er nýár „hinn hentugi tími“ og tilhlýðilegasti fyrir drykkjumanninn að steinhætta sínu synduga athæfi. „Að drekka út gamla árið“ er orðatil- tæki, sem lýsir syndugu og ótilhlýðilegu hugarfari manna, Hátíðagleðin á ekki að vera dýrsleg, heldur mann-verðug og guðleg. Allar hátíðir hafa og sína alvöru, pannig lika hin glöðu og blessuðu jól, pessvegna eigum vér líka pá að minnast Stefáns hins fyrsta píslarvotts kristindómsins Og sýnir pað oss, að hin sanna og affarasæla gleði er afneitandi. Menn villast stórlega, er menn vilja temja sér vínnautn venju fremur mikla á hátíðum, hverri peirra sem er, pær hafa allar sína heilögu merkingu, sem ómögu- lega getur samrýmzt syndugri vínnautnargleði. Menn munu segja, að brúðkaup sé pað tækifæri, er helzt eigi að viðhafa vín. Enda heyrist nefnt brúðkaupið í Kana, helzt ætla eg af peim, sem hafa ofmikla elsku á víninu og vilja skýla henni undir fyrirborinni Kanavíndrykkju og pví dýrðarverki Krists, sem peir slíta útúr sambandi við kristindóminn í heild sinni og jafnvel sjálfan frelsarann. Hver porir að segja nokkurn mann ölvaðan verið hafa í Kana? Og hver getur neitað pví, að (pótt vér skiljum Krists kraptaverk bókstaflega, er Kristur gjörði að líkam- lega nálægur), að vér nú fyrir trúna mættum skilja petta í kærleikans himneska yfirliti, sem Kristur breytti nú vatni í vín fyrir bindindismanninn í hverri brúðkaupsveizlu, (sbr. Pét, préd, á 2. sd. e. prett)? En eg hef aldrei heyrt neinn segja, að Kristur breytti vatni í vín nú á dögum fyrir víndrekkandann (o. pann sem er að drekka vín), enda verður honum optar veri’a af sínu víni, en bindindismann- inum af sínu. En sé annars vín viðhaft, í hvaða veizlu sem er, pá ætti enginn maður nokkru sinni að sjást kend- ur, pað er: aflagaður eða settur út aT' náttúrlegu eðli, Drukknir menn raska gleði annara og gjöra samkvæmi opt leiðinleg, svo pau verða einmitt leiðinlegri fyrir pað að nokkurt vín er viðhaft. Hin einasta gleði sem drukknir menn pá veita, er raunar sú, að menn hlæja að peim og verður pað pá í rauninni gleðin af pví, hve lágt menn sökkva og auðvirða manneðlið og er sú gleði í sannleika fölsk og fyrirlitleg, og pað sem hinn drukkna sjálfan snert- ir, pá er hans falska eða logna gleði raunar minni en hins ódrukkna og pað jafnvel meðan á ölvaninni stendur, enda er hún ávalt útsáð til harma. Gleði kendra eða drukk- inna karlmanna er aldrei meiri en kvennfólksins, sem ekki drekkur vín og aldrei örfast af víndrykkju, og drykki eng- inn karlmaður nokkru sinni vín eða yrði einusinni kendur yrði pó kvennpjóðin yfir höfuð enn pá glaðari. Berið sam- an bros og hlátra kvennmannsíns við kæti hins vínhressa karlmanns og segið mér svo hvort víns parf nokkurs til að auka gleði. Eða er karlmaðurinn gjörður úr ófullkomn- ara efni en kvennmaðurinn, svo hann purfi að sækja gleði sína í vínið, en konan ekki? Ef fullur maður sýnir sig konu sinni, getur hann imyndað sér hvaða sorg hanngjöri henni með pví, ef hann ódrukkinn sæí hána jafnfulla. Drykkjuskapur brýtur ætíð heimilisfrið meir og minna, deyfir elsku og virðing milli ástvina og veldur óhlýðni barnu við hið drykkjugjarna foreldri, sem barnið ekki getur lært að virða sem parf. — J>að er huggunarlaus og elveg röng skoðun, að alt sitji við sama, hvað sem reynt sé. Fyrir 100 árum eða vel pað drukku heldri menn alment í Dan- mörku bæði aðaU og embættismenn og fleiri, en nú er pað sjaldgæft og má slíkt pakka pví, að menn hafa pó ekki ve?’ið alveg hugsunarlausir og aðgjörðalausir til að hindra ofdrykkju, pótt meira hafi verið gjört í pví efni annarstaðar en í Danmörku, enda heyrast samt enn, sem von er, hárómaðar raddir um drykkjuskapai’VÖxt í Dan- mörku, hjá vinnustéttinni í bæjunum, en víndrykkja minkar heidur uppá landinu. — „Nautn áfengra drykkja er enginn nauðsýn, og pví síður er di’ykkjuskapur pað, sá sem ekki pykir vænt um áfenga drykki og drekkur pá ekki, getur hreint sér að skaðlausa fyrir likaraa og sál, hætt pegar hann vfll“. S. Hér er exki annað heimtað^ en að vér neitum oss um pað, sem í sjálfu sér er óeðlilegt og skaðlegt. S. 2. Bamrangskilin gestrisni elur víndrykkju, menn geta haft nóg annað en vín að veita gestum, mat, kaffe, súku- laði, the og mjólk jafnvel óáfengt öl (hvítt öl); hafi menn ekki ráð með petta, hvemig hafa menn pá ráð á pvi að kaupa hið dýra og áfenga eitur, til að byrla náunga sínum honum til skaða? Og má pá ekki eins vel í staðinn fyrir t. d. brennivín og romm o. s. frv. kaupa annað eitur pynna pað með vatni og gjöra pað jafnóskaðlegt og hit, eitrið, sem opt virðist ekki rétthærra? Pirtist menn er aðrir gjöra eptir beztu samvizku, pá firtist peir, menn fá að vinum aUa skynsama og góðgjarna menn. Að bjóða drykkjugjörnum mönnum vin, er að leiða pá i freistni, pað er að gjörast meðsekur, enda er sú afneitun minni, að sleppa að veita áfenga drykki hinum drykkjugjarna, en sú afneitun hins drykkjugjarna, að stilla sig um nautnina. Engin heiðvirð stúlka ætti að lofast drykkjugjörnum manni, hún ætti, ef hún að öðru leyti vildi taka konum, að setja fyrir hann bindindisprautina vissan tíma og er samt varla nndir honum að eiga í hjúskapnum, nema hann haldi á- fram bindindi sínu. J>að væri og mátulegt, að konur fyndu einhver ráð, að prista drykkjugjörnum mönnum sínum í bindindi, par pær ættu aldrei að vera svo bhndar að hugsa peir frelsist á annan hátt tryggri frelsan; pó er drykkju- manni yfir höfuð óhættara í nánð við bindindisfélag pótt ekki sé hann í pví. Sumir menn á Færeyjum hafa gjört sér pað að reglu, að hafa ekki með sér drukkna menn á ferðum og hefir hlutaðeigendum pótt stundum petta pví- lík minkun, að peir hafa látið sér slíkt að nokkurri kenn- ingu varða. Geta menn ekki fylgt pessari reglu liér stund- nm, pegar alt er að öðru leyti hættulaust, einkum pað sem sjóferðir snertir? „Að bjóða hálfdrukknum mönnum

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.