Norðlingur - 16.11.1880, Blaðsíða 3

Norðlingur - 16.11.1880, Blaðsíða 3
95 ekkert orð talaði i finsku né rússnesku og hafði eigi nema fá hundruð króna i vasanum, til að slíta Finnland frá ilússlandi eða á annan liátt að hrinda keisarans veldi á falls-fót. En alt fór á eina leið, peir sem bréfin geymdu sögðust eigi vita neitt um mig nema frá sjálfum mér og pað dygði eigi eptii- reglum sínum. Eg varð pví enn að fara og fá vottorð um að eg væri sá, er eg sagðist vera, og fékk pað hjá vini Hildibrands, pjóðsafns-stjóra. fegarpað var fengið varð fyrirstaðan laus. Eg átti langt tal við pann er blaðið skyldi gefa út, um pessa stjórnarlega nauts- heimsku, sem ekki væri annað, en ónot meinleysingjum, og illræðismönnum kærkomið hagræði. En hið óeðlilegasta af öllu pókti mér pað, að Svíastjórn skyldi láta hafa sig til pess, að rekast fyrir Rússa í pessari leiðarbréfa flónsku, sem er stjórnarathöfn svo prælalega hjáleit innanum frels- ið og mentunina er gengur einsog lifæð gegnum löggjöf og stjórnarathöfn Sviaríkis |>egar nú skjalið var fengið gengum við um borð og segir eigi af hinni bárulausu ferð um Eystrastalt fyrr enn við lentum við litla nýja höfn á vesturströnd Finnlands á nesinu er skilur Finnavik og Hafsbotna, er Hangö heitir. Finnlands strönd er mjög ápekk hinni sænsku; fyrir landi liggur sker-garður langt út, er tekur af allan sjó að kalla fyrir innleið með ströndum fram. Alstaðar er landið lágt. niður við sjó, par er eg fór meðfram pví, og svipurinn allur sænskur, nema hvað pað er nokkuð berara. en strönd Svíaríkis. í Hangö lentiun við á laugardagsmorgni, en um miðmundabil fórum við með járnbraut til Helsingfors. Með pessani járnbraut var gaman að ferðast, pví að menn gátu verið inni er vildi, og úti á milli, á allbreiðum standpalli er gengur fram af og aptur af hverjum vagni. Alla leið fór járnbrautin gegnum pétta furuskóga og var leiðin líkust pví sem í skóggil sæi. Eigi voru skógar hé.i stórvaxnir við pað, sem í efra Finnlandí gjörist, en svipur- inn var á landinu feá, sem peir búast við er lesið hafa lýsingar ítunebergs á pvi í Ijóðum ha.ns og óbundinni ræðu. Eg hafði margt ár, og frá æsku eiginlega, reynt að gjöra mér hugmynd um petta land galdramannanna og alls konar forneskju, er varð að landi söngs og hreysti, dreng- skapar og aldri fyr pektar fósturjarðarástar, pá er Rune- bergs heiðu söngvar ruddu af pví poku minnar vanmegna ímyndunar. Nú sá jeg fyrsta sinni landið sjálft sjáandi augum og leið frarn í leiðslu milli endurminningar og sjónar aUa leið, pangað til kvöld og koldimma tóku af útsýnið og allir pyrptust inn í vagnana og finska og rúss- neska fyltu loptið eins og óaðskiljanlegur seiðglaumur. fegar komið var til Helsingfors frá urn svip við pað sem menn venjast vestan Hafsbotna. J>að var auðséð að nú var komið á pjóðblendings landamæri austrænnar dekkju og vestrænnar birtu; og sá pess pó að eins vott á stangli. Finnar eru eiginíega dökk pjóð að uppruna, en hafa smám- saman orðið bjartari bæði af samblendni \úð bjartan kyn- stofn og af pvi, að hafa tekið upp háttu siðaðra manna fyrir mörgum öldum. J>ó er enn auðséð, að kynið vernd- ar ættfylgju sína austan að, pví óbjartari eru Finnar, svo sem mannkyns stofn, en Svíar nágrannar peirra, og pað svo glögglega að eigi verður á viUzt. Að pjóðerni má skipta Finnlandi í tvo hluti: hina eiginlegu Finna og sænsku-Finna; b.yggja sænsku-Finnar strendur, enhinireig- inlegu Finnar upplandið- Sænsku-Finnar nefna sig, til aðgreiningar frá hinum Finnlendinga (Finnlándare); pað eru Svíar er komið hafa handan yfir Stafsbotna og gjörst nýlendumenn í Finnlandi. Eigi nemur tala peirra meira en einum sjöunda allrar fólkstölu Finnlands, er nú nær nærri pví 1,800,000. En pað er pó pessi hluti pjóðarinnar sem mest liggur eptir í andlegum eða verklegum fram- kvæmdum Finnlands. Sumir fræðimenn hafa ætlað, að hinir sænsku Finnar hafi numið bólfestu í Finnlandi pá fyrst, er hinir eiginlegn Finnar voru búnir að nema land alt, og hafi Svíar pannig hi'undið Finnurn upp frá strönd- unum upp tíl dala og öræfa. En þetta virðist vera laus ætlun aðeins. Menn finna hvervetna í Finnlandi um skagann er klýfur Finnavík og Hafsbotna steinaldarleifar | öldungis í sömu gerð og þær er steinöldin hefir leift í Svíaríki sjálfu. Finna menn og um sömu stöðvar leifar hinnar eldri járnaldar, sem fornfræðingarnir telja að taki yfir meginhluta priðju aldar, alla fjórðu öld og meginhluta fimtu aldar eptir Krists fæðing, og eru pær í öllum atriðum gerðar svo líkar peim menjum er finnast í Svíaríki frá sama tírna, að óefað þykir, að hvorartveggju menjamar sé leifar af fornri menntun einnar og sömu pjóðar. þetta frændfólk nefndu Svíar að fornu Jotar eða Jatter, Jötna, og svc hefir sá kynstofn að öllum líkindum nefnt sig, pví pegar Finnar koma til sögunnar að austan nefna peir pjóðina Játtiláiset eða Jatulin kansa. í pessari fymsku, áður en Finna bar að voru Lappar aðalpjóðin í Finnlandi. frægir fyrir galdra og gjörninga frá því að sögur fyrst fara af þeim, eins og sjá má af fornkvæðum Finna í Kalevala og sögum vorum. Allir norðurbúar nefndu Lappa Finna frá aldaöðli og gekk nafnið frá peim yfir á „Tshuda“, sem var nafnið er itússar gáfu Finnum að fornu, áður en peir fluttust búferlum að austan og hneptu Lappa norður og vestur á við á undan sér. Talið er að Finnar er byggja Finnland hafi fyrst farið að taka bólfestu í landinu eptir miðja fimtu öld. Á þessumvestur flutningi Finna stóð í margar aldir. Klofnaði ösin um Finska flóann, eða eiginlega um Laðoge-vatnið; dreif Eista, Líva og Kura suður og vestur unz peir tóku bót sunnan fram við Finska flóann og við ítiga-flóann og bygðu par sem nú heitir Eistland, Lífland og Kurland. Norðursveitír Finna héldu norður og vestur um Ladoga- vatn, bjuggu austast og nyrzt Karelar, Kirjálar, en megin múgurinn, er Svíar nefndu helzt Finna, að um altútsuður- Finnland. Hvenær Kvenar, er kunnugt er að bjuggu inst við Hafsbotna á 9. öld, hafi komið austan að, vita rnenn eigi, en að peir hafi verið Finnar frá öndverðu vita menn af máli þeirra, mannanöfnum og örnefnum lands þeirra. Finnar hafa ávalt nefnt sig þjóðheitinu Suomalaiset og land sitt Suomi. J>egar peir komu austan að voru þoir veiðimenn en pektu lítið til akuryrku; pó voru þeir pá búnir að læra að sá korni, ryðja skóg og yrkja rófur. Engin tamin dýr höfðu peir með sér nema hundinn, hestinn og kúna. Sauði, geitur og svín pektu þeir fyrst er peir komu vestur að hafi. peir bjuggu í tjöldum líkum peim er Lappar búa í nú, eða grófu sig í jörð og bjuggu í jarðkofum er þeir kölluðu „sauna“. |>eir gengu klæddir í dýrafoldi, og höfðu eigi aðra peninga í kaupum og sölum en íkorna-skinn og grávöru. Á pessari hálfmentunaræfi stóð hin finnska pjóð í tvennu framar flestum pjóðum, er sögur fara af á sama reki: konan var virt til jafns við manninn og var frjáls hjálparhönd hans, margkvæni leyfðíst eigi, og ánauð eða þrældóinur pektist eigi. En af Jötnum lærðu peii' pó síðar að hafa hertekna rnenn að mani, og að fórna þeim guðum sínum. — Frá því að sögur fara fyrst af Finnum fer og orð af friðsemi þeirra og gæflyndi. En jafnframt pví er pjóðin fræg fyrir hugrekki og lireysti hvenær er á hefir reynt og óbilandi polgæði í raunum og þrautum. Hin óblíða veðrátt landsins herðir líkamann frá blautu barnsbeini. Harðrétti og alskonar erfiðleikar venja unglinginn við pol og purð, en par með fara og margir kostir hugans og hjartans. Jafnframt pessu fer innileg trú og traust á forsjón Gnðs, sem jafnan kennir par glöggvast er maðurinn flnnur bezt til vanmættis síns, að sigrast á miskunaiiausu náttúrufari lopts og lands_ Hin strjála bygð -elur anda gestrisninnar, enda eru Finna. eitt hið gestrisnasta fólk er ferðamaðurinn hittir fyrir. Kemur pessi þjóðarkostur sér einkum notalega par er vanfærir ferðamenn og betlarar eiga hlut í. En í fám löndum eru jafn-margir betlarar og í Finnlandi og hvergi eins virðulega með betlara farið og par. Flestir peirra eru menn konar og börn er flosnað hafa upp fyrir pað, að haustfrost hafa ár eptir ár eytt ökrum búanda pangað til allt gekk svo til þurðar, að hið litla bú var tekið í skuldir. ]pá tekur við förumannsstafurinn og húsvillingarnir eigra j um land frá bæ til bæjar hvervetna velkomnir og misk- j unnlega við gjört. Hin sannasta lýsing á lífi pessara manna

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.