Norðlingur - 16.11.1880, Blaðsíða 4

Norðlingur - 16.11.1880, Blaðsíða 4
96 er kafliim um „árade tiggaren Aron“ í söguljóðum Iiunebergs „Elgskyttame“. För til SuðurheimskautsiDS. Suðuríshafið er hvergi nærri því eins knnnugt mönnum eins og Norðuríshafið, sem nálega allar mentaðar pjóðir hafa lagt sinn skerf til, að yrði sem bezt kannað. Einkum hefir hver visindaförin verið gjörð á fætur annari til landanna í kringum Norðurheimskautið, oí; hafa menn lagt hið mesta kapp á að komast að Norðurpólnum, en prátt fyrir ótrúlegt úthald, hreysti og hugrekki norðurfara pá hefir eigi ennpá tekist að ná Pólnum. |>etta mikla kapp, er lagt hefir verið á seinni tímum á ferðirnar að Norðurheimskauti jarðar hefir einsog di-egið úr landaleitun og vísindalegum uppgötvunaferðum 1 Suðuríshafinu og við Suðurheimskautið, og hafa litlar tilraunir verið gjörðar í pá stefnu síðan árin 1839—43, er peir fóru pangað til rann- sókna og í landaleitir hinir frægu sjómenn Dumont d’ Urvi 11 e frá Erakklandi, Wilkes frá Norðurameríku og ítoss frá Englandi ,mun Ross hafa komizt syðst pessara, 78° 10’ suðlægrar breiddar; varð par fyrir honum pver- hnýptur ísveggur 300 feta hár og varð hann að snúa par aptur. — Nú ætla Ítalír að gjöra út skip og menn til pess að kanna Suðuríshafið betur og reyna að komast svo langt suður sem mögulegt er; á lieutenantBowe, sem fór með Norde: skjöld á „Yega“ í kringum Asíu, að vera annar foringi fararinnar sem gizkað er á að muni kosta um 600,000 franka, og leggur stjómin nokkuð til af pví fé, en mestu er safnað með frjálsum samskotum er ganga vel. Skipið skal aðeins vera eitt til sjálfrar Heimskauts fararinnar og á pað að fara af stað fyrst í marz ívetur og koma við í Montevideo í Suðurameríku til pess að fullkoinna nesti suðurfara, paðan fer kolaskip með peim til Folklandseyja, og skilur par við pá, en peir halda paðan til Suðurshetlandseyja. J>aðan á nú sú eiginlega Heim- skautsferð að byrja, og á fyrst að leita að strandlengjum peim, er sefndar hafa verið Alexandersland, og Pétursland og pá Wilkeslandi og svo langt suður sem framast er hægt. Suðurfarar pessir hafa nesti til priggju ára og gjöra ráð fyrir að vera tvo vetur við Suðurheimskautið. pann 5- dag nóvembermánaðar var haldinn fundur í húsi gestgjafa L. Jensen á Akureyii til þess að ræða um vörupöntun til næsta árs og annað íslenzkri verzlun viðvíkj- andi; hafðí umboðsmaður Eggert Gunnarsson boðað til fund- arins samkvæmt ályktuu, er tekin var á fundi «Framfarafé- lags Eyfirðinga» að Grund 1. þ. m. Las Eggert fyrst upp á fundinum ávarp frá sjálfum honum, er brýndi fyrir mönnum hina miklu nauðsyn er væri á að koma verzlun vorri í hag- feldara horf og úr höndum hinna dönsku kaupmauna og í hendur landsmanna sjálfra og hinn mikla hagnað er þar af leiddi. Eptir það var gengið tíl kosningu á fundarstjóra og var sýslumaður Stefán Thorarensen kosinn fundarstjóri og til skrifara séra Jóhaun Sveinbjarnarson, báðir í einu hljóði. Herra Eggert Gunnarsson stakk uppá því að menn sneru sér til kaupstjóra Gránufélagsins með að panta útlenda vöru hjá honum og að kaupstjóri um leið kæmi með vörur til stórkaupa. En ef að kaupstjóri Gránufélagsins vildi eigi takast á hendur að fullnægja vörupöntun manna, þá gaf Eggert Gunnarssou kost á sðr til þeirra hluta. Urðu um petta alllangar nmræður; kom þá fram sú tillaga að reyna að fá hér á Akureyri milligöngumann (Commissionair), og önn- ur sú að hver sveit eða fleiri tæki sig saman og fái einn mann til að safna fé í sveitinni og svo sneri haon sér til einhvers manns hér á landi eða erlendis með vörupöntunina og sendi honum jafnframt féð til ínnkaupanna, og varð það niðurstaða fundarmanna að fundurinn ákvað í einu hljóði; að panla vör- ur, og skyldu sveitiruar safna tillögum til pöntunarínnar til þess að borga vörurnar fyrirfram, og skyldu einstakir menn gangast fyrir þessu hver í sinni sveit, en jafnframt áleit fnndurinn heppilegt að vörur kæmu upp pantaðar og til stórkaupa eins og átti sér stað i sumar við Gránufélags- verzlun; skal vörupöntunum vera lokið fyrir febrúarmánaðar- lok, svo pöntunin kæmi til útlanda í tíma. Um vöruhús- byggingu tók fundurinn enga fasta ákvörðun að þessu sinni, en áleit réttast að bíða eptir vitneskju um hvað mikið yrði pantað af vörum og haga sér þar eptir. Fundurinn áleit í einu hljóði að æskilegt væri, að menn hœttu sem fyrst að verzla við hinar útlendu verzlanir (Oudmanns og höepfn- ers verzlanir) her á staðnum og sneru sör e i n g ö n g u að hinum innlendu verzlunum eptirleiðis*. — Til þess að gang- ast fyrir pöntuninni hver í sinni sveit voru kosnir Benedikt Jóhannesson i Hvsssafelli, Jón Ölafsson á Laugalandi, Jón Sigfússon á Espihóli, séra Arnljótur Ólafsson, Sigfús Berg- mann í Auðbrekku, Jónas Gunnlaugsson á prastarhóli, Jó- hann Jónsson á Hvarfi og Guðmundur Davíðsson í Fjósa- tungu. — Loksins ákvað fnndnrinn að fund skyldi halda um þetta málefni áðuren póstur færi marzmánaðarferðina. * * » *| Eigi vitum vér, hvernig hinum dönsku kaupmönnum hefir líkað þessi ályktun fundarins, en það vitum vérað hún hafði þau áhrif á herra verzlunarstjóra Eggert Laxdal að hann vatt sér skömmu eptir fuudinn að einum skiptavin sínum, og sagði honum að nú skyldi hann borga alla verzl- unarskuld sína innan átta daga(!) af því aft hann hefði verið á fundinum I Öll skuldin var eitthvað 50 krónurl Og sannast enn hið fornkveðna: «Lengi er eptir lag bjá þeim, sem listir báru til forna». Ritst. f ^ Sera Árni Jóliaimssoii. Að kvöldi bins 3. p, m. vildi pað hryggilega slys til að séra Árni Jóhannsson, prestur að Glæsibæ og Jó- b a n n bróðir bans, bóndi á sama bæ, ásamt vinnumanni peirra, druknuðu bér á firðinum á heimleið úr kaupstað. fegar séra Árni lagði frá Oddeyri var farið að skyggja, lagði verzlunarstjóri Jakob Havsteen að honum með að vera um nóttina, en bann var ófáanlegur til pess og kvaðst mundi halda heim með Guðs hjálp. Um daginn hafði verið biljasamt og var pað líka nokkuð um kveldið, hefir bátin- um líklega hvolft á siglingu í einu kastinu en hætt við að segl hafi verið bundið og eigi orðið gefið eptir í tíma. Síra Árni var son Jóhanns bónda á Syðri-Bægisá. Pálssonar, prests að Ytri-Bægisá, Ámasonar, biskups að Hólum. Hann var lipur gáfumaður, vel mentur, og fjöl- mentaður af jafnungum manni; hafði hann farið til útlanda til pess að auka par rnentun sína, og forðaðist hann þá um Skotland, England, Danmörk og |>ýzkaland. Síra Ámi var einstakt lipurmenni og valmenni, trygglyndur og vinfastur, hinn elskulegasti í allri uingengni og hinn gestrisnasti; hvers manns hugljúfi, en sannarlegt yndi og eptirlæti vina sinna. Hann hafði mikil afskipti af alpýðumálum, og pó að hann væri eigi eldri en á fertugs aldri, pá pótti hér varla ráð ráðið í þjóðmálum nema að séra Árni væri kallaður til, enda kom hann jafnan vel og viturlega fram, pví að frjáls- lyndi og föðurlandsást hélzt í hendur hjá honum. Séra Árni vígðist 1873 til Grlæsibæjarprestakallg, var hann góður kennimaður, ágætur barnauppfræðari og yfir höfuð hinn samvizkusamasti embættismaður, og er hans sárt saknað af öllum hans sóknarbörnum. Jóhann bróðir séra Árna var vænn maður og vel lát- inn; hann var kvæntur og lætur eptir sig fátæka ekkju með fjórum bömum, kornungum. — Kennarakonur og læri- meyjar kvennaskólans á Laugalandi hafa hér gengið á und- an með fögru eptirdæmi og gefið ekkjunni strax 40 krón- ur, og er vonandi að aðrir vinir peirra bræðra láti eigi sitt eptir liggja. pann 11 og 12. þ. m. var hér norðaustarihríð og setti niður mikinn snjó, og hafa síðan verið hörkur miklar. Hæst var frostið hér sunnudagsmorguninn, 19» R. Norðurundan var áður fallinn mikill snjór. — Fyrirfarandi daga hefir við og við orðið hér vart við talsverða jarðskjálfta. Um leið og eg hérmeð kunngjöri að eg hefi fullmaktað herra verzlunarmann P- V. Davíðsson, til pess í fjærveru minni að veita Húsavíkurverzlun forstöðu og bið viðskipta- vini mína sýna honum sömu velvild sem mér, sendi eg peim og öllum hérlendum vinum og kunningjum innilegustu kveðjur og óskir um góðan og farsælan vetur. í». Guðjohnsen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti JÓsepsson, cand. phil. Prentarl: Böjrn Jónsion.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.