Norðlingur - 16.11.1880, Side 2

Norðlingur - 16.11.1880, Side 2
84 áfenga drykki eða þeim sem menn vita, að ekki halda hóf, það er að leiða þá í íreistni og er ætíð óleyfilegt, það er að gjöra sig samsekan hinum drukkna11. S. — „Eins og það væri óhæfilegt, að selja eitur þeim manni, er menn hafa fulla ástæðu til að ætla að hafi það til að skaða sjálf- an sig, eins er það og óhæfilegt, að selja þeim áfenga drykki, er með ölvan sinni þegar hefir sýnt, að hann muni hafa þá til þess að óvirða sjálfan sig enn meir. S. Að neita í þessum tilfellum um slíka sölu, er að neita því, að vera meðsekur í ofdrykkju, það er samvizkusemi og mann- kærleiki. Á margan hátt geta menn fengið í þessu efni tækifæri til, að sýna trú sina í verkunum. Bindindi er sannkristilegt fyrirtæki, menn hljóta að játa slíkt, er menn í kristilegum anda hugleiða Math. 5, 29—30 og Bóm. 14, 22. og fl. eg fl. Bindindisheitið og efning þess hefir krapt sinn í hinni almennu kristilegu afneitum og er ein grein hennar. Hinar fyrstu bækur gamlatestamentins innihalda og reglur fyrir afneitun áfengra drykkja, það eru hin elztu bindindislög, er menn þekkja, og það var ekki sjaldan að menn gjörðu þetta heit. Samúel og Jóhannes skírari voru í lífstíðarbindindi. J>etta er fyrirmyndan fyrir seinni bind- indismenn og bindindisfélögum. Afneitunin er í sannkristi- egum anda til þess að fyrirbyggja tjón, skaða og glötun hjá náungum og eptirmönnum sem hjá sjálfum oss. Og eitt er mjög athugavert, að einsog það er gott, að fleira sé reynt með bindindinu eða því til styrks, eins væri það hættulegt, ef þvilíkar ræður eða ráðstafanir ættu sér stað, er innrættu mönnum það, að bindfindis þyrfti ekki. Eg þori að ábyrgjast, að bíndindi þar í hverri sveit; og því víðar sem félögin koma upp og því fjölmennari sem þau verða, því betur sést sannleikinn um þarfleysi áfengisnautn- ar fyrir alla menn og að menn geta lifað sælli án henn- ar. Bindindisfélögin sýna og betur en nokkuð annað að drykkjuskapur er svívirðilegur og svívirðandí (nedværðig- ende) (Orðskv. 23, 29.—32.) Vani til hins góða og skyn- samlega, sem til hins illa og heimskulega er sterkur. Hinn trúi bindindisvani er sterkur og um leið sæll. Sá veit gjör sem reynir; en bindindi utanfélags er optast veikara og kærleiksminna en innanfölags. Má því ætla það bæði gagnlegt og skyldugt að stofna bindindisfélög um land alt og fylgja í því dæmi þeirra mentaðra þjóða sem mest starfa í þessu góða og uppbyggilega mannástarverki. Niðurlag. Að endingu bið eg menn taka nú hér vilja fyrír verk, því þettá er eg hér hefi reynt að leysa af hendi sem skylduverk, hefir verið mér örðugra, en þótt alveg frumlegt ritsmíði hefði verið, enda vona eg að þetta verk hafi þá nokkra kosti einmitt fyrir þetta helzt, sem haft er frá öðrum en eg játa í einlægni og auðmýkt galla á verki mínu, en vona þá að aðrir umbæti, sér 1 lagi vorir heiðruðu læknar, sem hér ættu að hvetja opinberlega til bindindisfélagastofnana að minni hyggju, svo sem sumir embættisbræður þeirra, erlendis. Eg er glaður af því að bera hér fram álit tveggja merkra manna erlendra, læknis og prests og það prófasts, er báðir hvetja alvarlega til bindindisfélagastofn- ana auk annars, og trúi eg því eigi, að það gæti orðið annað en til sæmdar og vinsældar, að bæði læknar vorir og prestar láti til sin taka hér á landi í þessu efni, og hygg eg slíkt réttan skilning á tákni tímanna. Aðrir embættismenn veraldlegir geta varla heldur verið þektir fyrir að vera tómir áhorfendur, þeir hinir sömu, sem eiga að vaka yfir velferð almúgans og sá í sinn tíma hinu góða sæði til framaldar þroskunar. Og Guði sé lof, almúginn er að vakna til mikillar viðurkenningar á | ágæti bindindisins og sumstaðar vantar aðeins herzlumun- inn til að stofna bindindisfélag’; en því er hikað? þekkja menn ekki þann, sem styrkir gott málefni? og sjá menn ekki að mörgum hefir, fyrir Guðs hjálp, tekizt að koma á bindindisfélögum, og sum þeirra hafa dafnað og hfað lengi? Stofnið bindindisfélög og hikið ekki í því eina stund! Skorrastað, dag 26. ágústm. 1880. Magnús Jónsson. Bréf frá Einki Magnússyni M. til frú K. K. Kjerúlf að Ormarstöðum í Fellum. (Eramhald). Allan timann er eg var í Uppsölum átti ég mikið at- hvarf hjá Hrólfi Arpi. Hann er mikill íslands vinur og mæta vel að sér í íslenzku. Mig furðaði hvað honum var leikið um að tala málið, og eiga þess aldrei kost í Uppsöl- um. Hann fylgir mæta vel tímanum í öllu, er lítur að islenzkri málfræði, og hefir lesið íslenzkar sögur með mik- illi aðgætni og alúð. Hann gjörir ráð fyrir að fara enn einu sinni til íslands, og ferðast um land til að kynna sér en betur en fyrr hið mælta almúga-mál. Með Arpi gekk eg flesta daga til baðs í hinni helgu Eiríks lynd, sem er rétt fyrir neðan dómkirkjuna; en ekki unnu vötn hennar neitt kraptaverk á gigtinni í mér: enda uggir mig, að eg hafi eigi bænast og fastað alt er þurfti meðan eg var í Uppsölum til þess, að kraptur dýrlingsins „yrði með mér verkandi“. Hjá prófessor Nýblom kyntumst við aldavini hans, greifa Hamilton mesta göfugmenni. Kona hans var að heiman utanlands með vanheila dóttur þeirra, að leita henni lækningar. Hjá gr.eifa vorum við í heimboði einu- sinni uppi í hölliuni sem eg áður hefi minzt á með þeim Nýblom, og tók hann okkur einkar alúðlega. í sjón var hann nærri þvi raunalega alvörugefinn, en í reynd einkar skraf-hreifinn, mjúk-máll, sléttmáll og skemtinn. Nú hefi eg yfir farið hið helzta er fest hefir sig i minni frá ferð minni til Uuppsala. jþegar er eg hafði lok- ið þar af því er þurfti við rúnarímin fór eg aptur til Stockhólms, og bjóst til ferðar yfir til Finnlands. Nú varð eg að fá leiðarbröf, því án þess fær enginn inn gengið í Rússans ríki. Ekki gekk það greitt þó, að fá þetta rúss- neska himnabréf. Eg fann reyndar út kumbaldaun þar sem skjalið skyldi leysa, en þar þekti mig enginn. Eg taldi það þeirra ábyrgð en ekki mína. Eg kvaðst segja þeim rétt tíl nafns míns; sagðíst vera friðsöm hræða, sem ekki hefði neitt í hyggju er steypa mundi veldi keisarans eður búa því neina hættu; mitt erindi væri aðeins að skoða rúna rím Finna. J>etta dugði ekki. Eg var spurður, hvort eg þekti engan er í lögregluliðinu væri. Eigi kvaðzt eg nokkru sinni hafa verið undir hönd né í hirzlu þess mann- úðlega liðs. J>á var mér vísað til verzlunar-erindreka Dana. J>á tók ekki betra við. Hann gat ekkert gjört. Ekki vissi hann hvort eg væri Eiríkur Magnússon, pó eg segðist vera það. Hvaða ástæðu hefði hann eiginlega að efa það? „Naa“, hann yrði að vita það með vissu áður en hann vottaði það. Eg kvað hann hafa nú fengið alla þá vissu er fengizt gæti í því mikla vandamáli. Eigi kæmi hon- um til hugar að efast það, að eg segði satt, „Guðbevares“ og þó var þetta einmitt það, sem þessi ríkis-útsendari gat efast, en ekkert annað. Hann sá tveim beilskignum aug- um, að eg var maður, hann heyrði á máli mínu, að eg var útlendingur, og eg sagði honum alt hið sanna um það hver eg var. Skýrsla min var það eina er þessi diploma- tiski Thomas gat efast, hann gjörði það en sagðist þó eigi gjöra það. Mig hefii- aldrei langað meira á æfi minni að lemja viti inn í hauskúpu en í þetta skipti. Eg gekk út i frá honum í þungu skapi, tók á sjálfum mér til að vita hvort eg væri nú eg; og þóttist eg onn viss um að svo væri Fór eg aptur til leiðarbréfa kompunnar og sagði erindislok. Kvað það enn vera eins satt og Guð ætti mig og væri yfir mér, að svo miklu leyti sem eg vissi að eg væri Eiríkur Magnússon, ætlaði að bregða mér snöggvast til Finnlands, stæði þar eigi við nema svo sem fjóra daga, eða fimm, og það sægju allir að væri eigi nógur tími fyrir einn, sem

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.