Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.05.2001, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN BENSÍNSTÖÐ f REYKJAVÍK Netverjar nær allir fylgj- andi rannsókn á verð- hækkunum olíufélaga Á Samkeppnisstofnun að rann' saka starfsemi olíufélaganna vegna bensínverðshækkana? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Já 92% I ■ Nei 8% Spurning dagsins í dag: Á að sækja um aðild að ESB? Farðu inn á vlsi.is og segðu I þína skoðun I _______________ flfllilft KANSLARINN MEÐ BJÖLLUNA Gerhard Schröder Þýskalandskanslari hringir til fyrsta fundar þýsku ríkisstjórnar- innar í nýju kanslarahöllinni í Berlín. Gunter Pleuger aðstoðarutanríkisráðherra fylgist brosandi með. Umdeild kanslarahöll tekin í notkun BERLÍN, ap Stór og glæsileg bygging undir kanslaraembættið og ríkis- stjórnina í Þýskalandi var tekin í notkun í gær, en byggingin hefur ver- ið mjög umdeild og þykir mörgum hún vera einum of íburðarmikil. Ger- hard Schröder kanslari sá a.m.k. ástæðu til að taka fram að þessi bygging veröi ekki vettvangur fyrir tilkomumiklar athafnir. Schröder tók bygginguna í arf frá forvera sínum í embætti og pólitískum andstæðing, Helmut Kohl, sem lét hanna hana að sínum smekk. Glæsibyggingin hefur vakið upp gamlar deilur um hlutverk Þýska- lands í Evrópu og staðsetningu höf- uðborgarinnar, sem var flutt frá Bonn til Berlínar eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands fyrir áratug. Nú þegar þessi bygging hefur verið tekin í notkun er flutningi stjórnstofnana þýska ríkisins til Berlínar lokið. Við opnunarathöfnina var þess gætt að leika ekki þjóðsönginn, held- ur var herlúðrasveit fengin til þess að leika boogie-woogie. ■ —♦— Fjórir í gæslu: Lögregla leitar fimmta mannsins SKOTÁRÁs. Lögregla krafðist í gær gæsluvarðhalds yfir fjórða mannin- um í tengslum við rannsókn skotárás- arinnar í Breiðholti á sunnudags- kvöld. Handtaka fimmta mannsins er í undirbúningi. Mennirnir fjórir, sem eru allir á þrítugsaldri tilheyra sama hópnum, en hleypt var úr 22 cal. sjálfvirkri skammbyssu á tvo bíla í átökum tveggja hópa við ÍR-svæðið við Skógasel. Allir hafa þeir komið við sögu fíkniefnamála og annarra mála hjá lögreglu. Einn þeirra hleypti úr skammbyssunni, að sögn lögreglu. Lögregla vísar á bug fréttum um að skotárásin tengist tilraunum til að innheimta fíkniefnaskuld. Hins veg- ar liggur fyrir að mennirnir tengjast fíkniefnaheiminum og vopnaburður er þekktur fylgifiskur langvarandi fíkniefnaneyslu og þess ofsóknaræð- is sem er fylgifiskur hennar. ■ 2 FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2001 FIMMTUDAGUR Áætlaður hagnaður á fjórða milljarð króna: Tekjur Baugs 115 milljarðar verslun. Baugur er að verða langstærsta fyrirtæki landsins fyrr og síðar því áætlanir gera ráð fyrir að velta fyrirtækisins og hlutur þess í veltu hlutdeildar- og dótturfélögum erlendis nemi um 115 milljörðum króna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hagnaður Baugsveldisins nemi alls á fjórða milljarð króna og að eigið fé þess vaxi í 14 til 16 milljarða. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, forstjóra Baugs, hefur fjár- festing félagsins í breska fata- og skóverslunarfyrirtækinu Arcadia reynst vera mikið heillaspor og hann er einnig bjartsýnn á framtíð banda- ríska smásölufyrirtækisins Bill’s Dollar Stores sem Baugur á nú meir- ihluta í. Þegar Baugur ásamt öðrum fjár- festum hóf kaup í Arcadia í janúar á þessu ári stóð gengi hlutabréfa Arcadia í 38 pensum en hefur nú hækað í 2,54 pund. Baugur keypti 20% í Arcadia ásamt öðrum fjárfest- um og hefur átt kauprétt á fyrirfram ákveðnu gengi að hlut þessara fjár- festa. Baugur mun leysa hlut hinna fjárfestanna til sín enda hafa hluthaf- ar Baugs samþykkt hlutafjáraukn- ingu í því skyni. Við þau kaup inn- leysir Baugur mikinn hagnað sem ýta mun heildarhagnaði Baugs á þessu ári vel inn á fjórða milljarðinn. LANGSTÆRSTA FYRIRTÆKIÐ Fjárfestingin í Arcadia hefur reynst mikið heillaspor og Baugur er nú orðið langstærsta fyrirtæki landsins. Úrvalsvísitala: Stórfyrir- tæki lækka hlutabréf Gengi hlutabréfa nokk- urra stórfyrirtækja á Verðbréfa- þingi íslands tók snarpa dýfu í gær. Flugleiðir lækkuðu um 9,8% en Eimskip um 8,94%. Þá lækkaði gengi Landsbankans um 9,32% og gengi Nýherja um 10,53%. Urvalsvísitala VÞÍ lækkaði í gær um 4,62%, niður í 1.086 stig og hefur hún nú lækkað um 16,8% frá áramótum. Samkvæmt Kaup- þingi stóð úrvalsvísitalan síðast í 1.086 stigum um miðjan desember 1998. ■ DOLLAR OG PUND ALDREI HÆRRA SKRÁÐ „Við bindum því vonir við gengið hækki aftur og það fyrr en síðar," segir Wlár Guðmundsson. Auk gengishrunsins lækkaði úrvalsvísitalan mikið í gær og hefur ekki verið lægri síðan 1998. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans: Gengishrunið er yfirskot efnahacsmál „Við vonum að þetta sé yfirskot," segir Már Guðmundsson um gengisfall krónunnar á markaði í gær en gengið féll um 6,2% í gær og hefur ekki fallið meira á einum degi frá 1993 og hefur ekki verið lægra síðan 1984. Gjaldeyrir fyrir 36,3 mill- jarða var keyptur í gær og er það met. í lok dagsins var gengi dollarans 102,3 krónur og hefur ekki verið hærra. Gengi pundsins var 146,9 krónur, einnig það hæsta sem skráð hefur verið. Gengið hefur fallið um 16,5% frá áramótum. Þegar markað- urinn lokaði í gær greindi Búnaðar- bankinn frá því að nánast enginn vildi lengur kaupa krónur fyrir dollara. „Viðskiptahallinn hefur verið að grafa undan krónunni undanfarna mánuði og nú kemur sjómannaverk- fallið til viðbótar en það dregur úr útlflutningstekjunum og eykur á svartsýni. Þá virðast aðilar á fjár- magnsmarkaði telja verulegar líkur frekari niðurskurði á aflaheimildum á næsta fiskveiðiári," segir Már. Að því er Már segir er íslenski gjaldeyrismarkaðurinn fremur þunn- ur og viðskiptavakar fáir. „Þeir ráða ekki við þegar útstreymi krónunnar er stöðugt og reyna þá að koma af sér eignum í krónum. Þá gengur sami milljarðurinn í hringi um markaðinn og gengið lækkar í hverjum hring. Þá hafa gjaldeyrismarkaðir tilhneigingu til að skjóta yfir markið og það sýnist okkur einmitt vera að gerast núna. Lækkunin sé því meiri en langtíma forsendur eru fyrir. Við bindum því vonir við gengið hækki aftur og það fyrr en síðar. En til þess þarf jákvæð- ar fréttir á borð við það að sjómanna- verkfalllinu ljúki“ segir hann. Már segir að gangi lækkun krónun- ar ekki fljótlega til baka geti það haft áhrif á verðbólguna og þar með pen- ingamálastefnu Seðlabankans á þann hátt að vextir verði hærri en ella. Almar Guðmundsson hjá íslands- banka-FBA segir breytt markmið Seðlabankans í efnahagsmálum frá því að verja gengi krónunnar í það að setja sér tiltekin verðbólgmarkmið hafi orsakað það að gengið hafi lækk- að. Menn hafi átt miklar eignir í krónum sem þeir hafi verið að inn- leysa tap í. Almar tekur í sama streng og Már hvað varðar áhrif sjó- mannaverkfalls og hugsanlega skerð- ingu aflaheimilda og nefnir einnig minnkandi streymi Iánsfjár til lands- ins. „En við erum hóflega bjartsýnir til lengri tíma litið,“ segir hann. gar@frettabladid.is Tillögum Bush misjafnlega tekið Kína lýsir áhyggjum. Rússar leggja áherslu á fullt samráð. Joschka Fischer telur hættu á vígbúnaðarkapphlaupi á heimsvísu en fagnar samráði um geimvarnaráætlun. WASHINCTON, MOSKVfl, ap Yfirlýsingu George W. Bush á þriðjudag um auknar loftvarnir Bandaríkjanna hefur verið tekið misjafnlega af ríkjum heims. Flestir eru sammála um að fara verði varlega í að hrófla við varnarsáttmála Bandaríkjanna og Rússlands frá 1972, en Bush segir sáttmálann koma í veg fyrir nauðsynlegar varnir. Talið er víst að uppbygging kjarnavopna í ríkj- um á borð við Norður-Kóreu, íran og írak séu meginástæða ákvörð- unar Bush. Utanríkisráðherra Rússlands, Igor Ivanov, þótti bregðast við á já- kvæðan hátt, en hann lagði áherslu á að fullt samráð yrði að hafa við Rúss- land. Hjá öðrum rússneskum stjórn- málamönnum heyrðust þó áhyggjur þess efnis að fyrirhuguð varnarupp- bygging gæti haft neikvæðar afleið- ingar á START-sáttmála þjóðanna frá 1991 og 1992 um fækkun kjarna- odda. Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, sagði að hann teldi hættu á vígbúnaðarkapphlaupi á heimsvísu vegna yfirlýsingarinnar, en lýsti þó yfir ánægju með þá ætlun Bush að ræða eldflaugavarnarhug- myndir sínar við önnur ríki. „Til að koma í veg fyrir heimsvígbúnaðar- kapphlaup er nauðsynlegt að sýna samstarfsvilja sem tekur einnig tillit til hagsmuna Rússlands og Kína,“ sagði Fischer. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Georg Ro- bertson lávarður, tók í sama streng og sagðist vonast til þess að Bush IGOR IVANOV „Rússland er tilbú- ið til viðræðna og hefur sitthvað til málanna að legg- ja," segir utanríkis- ráðherra Rúss- lands. hefði viðræður við bandalagið sem fyrst, jafnvel í næstu viku. Kínverjar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að varnar- hugmyndir Bush muni í framtíðinni ná einnig til Tæv- an og Japan. Haft var eftir singapúr- ískum sérfræðingi í málefnum Kína að líklegt væri að ríkið setti nú auk- inn kraft í uppbyggingu kjarnorku- vopna sína. Slíkt væri ekki til þess fallið að stuðla að jafnvægi í heims- álfunni. ■ Ofbeldi gegn fjölmiðlafólki: 1000 drepnir síðasta áratug brussel. ap Á síðustu tíu árum hafa fleiri en 1.000 blaðamenn verið drepnir eða látið lífið við vinnu sína. Ofbeldi gegn fjölmiðlafólki og valda- tafl alþjóðlegra fjölmiðlasamsteypa ógna frelsi fjölmiðla á nýrri öld, seg- ir Alþjóðasamband blaðamanna. í dag er alþjóðlegur dagur frjálsrar fjölmiðlunar. „Blaðamenn verða oft fyrir ógn- unum og sjálfstæðir fjölmiðlar verða fyrir ritskoðun. í mörgum hlutum heimsins er fréttamennska afar hættuleg atvinna," segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau hafa látið kanna tíðni dauðsfalla hjá frétta- mönnum og komist að þeirri niður- stöðu að hingað til hafi dánartíðnin verið vanmetin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.