Fréttablaðið - 03.05.2001, Page 6
STUTT £
FRÉTTABLAÐIÐ
3.maí 2001 FIMMTUDAGUR
Landssíminn hefur lækkað verð tii
viðskiptavina sinna í almennri
GSM-áskrift á dagtaxta um allt að
27%, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Einnig lækkar verð um 25% á
dagtaxta í frístundaáskrift og GSM-
frelsi. Sama verð verður í dagtaxta
og kvöldtaxta í almennri áskrift, 11
kr. mínútan. Áður var dagtaxtinn 15
kr. í frístundaáskrift og frelsi lækk-
ar mínutan úr 20 kr. í 15 kr. Jafn-
framt hefst kvöldtaxti kl. 19 í staö
kl. 18 eins og verið hefur.
Sýslumanni Skagafjarðar voru í
gær afhentar 1.067 undirskriftir
þar sem lýst er andstöðu við hug-
myndir um hækkun aldurstakmarka
á almennum dansleikjum í Skaga-
firði úr 16 árum í 18. Á wvvw.skaga-
fjordur.net segir að stefnt sé að því
að afhenda dómsmálaráðherra ein-
nig undirskriftirnar.
RÉTTTRÚAÐIR GYÐINGAR
3,5 milljónir gyðinga bjuggu í Póllandi fyrir
heimsstyrjöldina. 3 milljónir þeirra voru
drepnir í helförinni.
Biskupinn yfir Póllandi:
Biðst afsökunar
á fjöldamorðum
á gyðingum
vflRsiÁ. ap Biskup Póllands mun biðj-
ast formlega afsökunar á fjöldamorð-
um á gyðingum í Póllandi árið 1941.
Þetta kom fram í máli talsmanns kaþ-
ólsku kirkjunnar 1 Póllandi í gær og
sagði hann að biskupinn muni bera
upp afsökunarbeiðnina við trúarat-
höfn í mánaðarlok. Kaþólska kirkjan
hefur sætt ámæli fyrir að kynda und-
ir gyðingahatur sem leitt hafi til fjöl-
damorða, t.d. þess í Jedwabne 10. júlí
1941.
í kjölfar útgáfa bókarinnar „Ná-
grannar" sem kom út i Póllandi í
fyrra og fjallar um hlut Pólverja í út-
rýmingu gyðinga þar í landi, hófst
mikil umræða um viðhorf Pólverja í
heimsstyrjöldinni síðari. Hún kom
vió kauninn á mörgum Pólverjum
sem hefur verið kennt að þeir hafi
verið fórnarlömb nasista, aldrei sam-
verkamenn.
Biskupinn mun biðjast afsökunar
við athöfn sem fram fer í dýrlinga-
kirkjunni í Varsjá. Hún er staðsett
þar sem mörkin að gyðingagettóinu í
Varsjá lágu á tímum heimsstyrjald-
arinnar. ■
Fróði stokkar upp:
Þrír nýir
fjölmiðlar Á fundi starfsmanna
Fróða í gær var tilkynnt um breyt-
ingar á ritstjórn nokkurra tímarita
sem fyrirtækið gefur út. Jóhanna
Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir
sögðu upp störfum sem ritstjórar
Vikunnar og við tekur Elín Alberts-
dóttir, sem áður ritstýrði Hús og hí-
býli. Það tímarit fer undir ritstjórn
Lóu Aldísardóttur blaðamanns og
Hrund mun ritstýra Bleiku og bláu í
stað Davíðs Þórs Jónssonar.
Nokkurrar óánægju hefur gætt
meðal starfsfólks Fróða með hvað
litlu fé hefur verið varið í markaðs-
sókn og kynningu á útgáfunni. Þetta
ritstjórar
vóg m.a. þungt þegar ritstjórar Vik-
unnar sögðu upp störfum fyrir
nokkru. Á fundinum kom fram í máli
Elínar Albertsdóttur að meira fé yrði
lagt í þennan þátt starfsins þegar hún
tæki við. Nokkur kurr er meðal
blaðamanna með að þessi ákvörðun
skuli tekin nú með nýjum ritstjóra.
Óvissa er um hverjir munu fylgja El-
ínu á nýja ritstjórn Vikunnar.
Ekki kom fram á fundinum hvað
Jóhanna Harðardóttir muni taka sér
fyrir hendur en í samtali við Frétta-
blaðið sagðist Davíð Þór Jónsson
hefja störf hjá Leikfélagi íslands í
byrjun júlí. ■
KURR í STARFSMÖNNUM
Óánægju hefur gætt meðal blaðamanna
með hvað litlu fé hefur verið veitt I mark-
aðsókn tímaritanna
ÞRJÚ EFSTU FYRIRTÆKIN HLUTU VIÐURKENNINGU
Mælingar eru staðlaðar á milli fyrirtækja, atvinnugreina og þjóða til þess að geta verið samanburðahæfar.
Neytendur ekki
jafnánægðir og í fyrra
Islenska ánægjuvogin 2000 kynnt í gær. Veittar viðurkenningar til þriggja fyrirtækja
í nokkrum greinum. Mest breyting hjá viðskiptavinum farsímafyrirtækja.
FYRIRTÆKJAKÖNNUN NÍðUl'StÖÖUr mæl-
inga íslensku ánægjuvogarinnar
2000 voru kynntar á fundi í gær.
Tekið var slembiúrtak úr þjóðskrá
af öllu landinu. í ljós kom að ánæg-
ja viðskiptavina í atvinnugreinun-
um fimm, sem athugaðar voru, hef-
ur minnkað frá því á árinu á undan
en skoðaðir voru bankar, kjötálegg,
farsímar, gosdrykkir og tryggingar.
Mest var lækkunin hjá farsímafyr-
irtækjum sem einnig voru í neðsta
sæti að meðaltali hjá þjóðunum sex.
Það fyrirtæki sem best kom út í
mælingum voru Sparisjóðirnir með
77 stig af 100, Síld og fiskur (Ali)
var í öðru sæti með 76,6 stig og í
þriðja, og jöfn að stigum voru, Öl-
gerðin Egill Skallagrímsson og Bún-
aðarbankinn með 74,8 stig. Þess má
geta að Sparisjóðirnir voru einnig í
1. sæti í mælíngum árinu á undan.
Athygli vekur að af þjóðunum 6 sem
mældu ánægjuvog í ár var ísland í
LÆKKUN Á ÁNÆGJUVOGINNI
1999 2QOO
■ Heildin 74.8 stig 71.73 stie
■ Trysgingar 70.4 stig 67,2 stig
■ Farsímar 70.7 stig 66.2 stig
3. sæti en í 1. sæti af 11 löndum árið
1999.
Aðspurður um ástæður þessarar
lækkunar sagði Þorkell Karlsson hjá
Gallup nauðsynlegt að afla meiri
upplýsinga áður en hægt væri að
svara því. „Á þessu stigi getum við
ekki sagt hvað veldur en ljóst er að
allar atvinnugreinar hafa lækkað í
mælingum og einnig sum fyrirtækj-
anna. Skýringanna getur verið að
finna hjá fyrirtækjunum sjálfum eða
að menn sáu að efnahagslífið var á
niðurleið. Menn verða að passa sig á
því að grípa ekki til ódýrra skýringa
á orsökinni." ■
—♦—
Listaverkaþjófnaður:
Gæsluvarð-
hald staðfest
hæstirétfur. Hæstiréttur staðfesti í
gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir manni sem
grunaður er um listaverkaþjófnað úr
listagalleríinu Svarthömrum við
Skólavörðustíg þann 27. apríl.
Maðurinn var handtekinn á Amt-
mannsstíg skömmu eftir innbrotið,
með 45 verk undir handleggnum,
samtals um 1,3 m.kr. virði.
Hann kvaðst hafa fundið verkin á
leið sinni í vinnuna.
Lögreglan er enn að rannsaka inn-
brotið en lögregla telur að maðurinn
hafi ekki verið einn af verki, að því
er fram kemur í úrskurðinum. Enn
vantar 37 verk, að verðmæti um kr.
3.630.000. Manninum er gert að sitja
í gæsluvarðhaldi til morguns. ■
Indónesíuforseti reynir að bæta stöðu sína:
Innihaldslítið ávarp í sjónvarpi
JAKARTA. ap Abdurrahman Wahid
Indónesíuforseti flutti stutta ræðu í
sjónvarpi á miðvikudag, innan tvegg-
ja sólarhringa frá því þing landsins
ávítti hann öðru sinni vegna spilling-
armála. Svo virðist sem hann hafi
ætlað að fá almenning á sitt band
með því að koma fram í sjónvarpinu,
en í fimm mínútna ræðu sinni minnt-
ist hann ekkert á ásakanir um spill-
ingu og vanhæfni né heldur æ hávær-
ari kröfur um að hann segi af sér.
í ræðunni höfðaði hann til þjóð-
erniskenndar Indónesa ásamt því að
gefa almenn loforð um að bæta störf
ríkisstjórnarinnar og vinna að lýð-
ræðisumbótum. Andstæðingar hans á
þingi brugðust ókvæða við og sögðu
ávarpið koma allt of seint og vera of
innihaldslítið. Með því að samþykkja
ávítur öðru sinni á forsetann hefur
þingið nú möguleika á að kæra hann
til embættismissis. ■
VARAFORSETINN OG FORSETINN
Þau Megawati Sukarnoputri og Abdurrahman Wahid sáust saman opinberlega i gær í fyrs-
ta sinn frá því Wahid var ávíttur í annað sinn af þinginu vegna spillingarmála.
FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN
Væntanlegir íbúar námsmannaíbúðanna,
sem nú eru nemendur í FG og Garðaskóla
tóku fyrstu skóflustunguna að viðstaddri
Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra.
Garðabær:
Blokk fyrir
námsmenn
húsnæðismál Framkvæmdir eru að
hefjast við 14 íbúða fjölbýlishús með
námsmannaíbúðum í Garðabæ. Nem-
endur í Fjölbrautarskóla Garðabæjar
og Garðaskóla tóku fyrstu skóflu-
stunguna að húsinu í gær á lóðinni
Arnarási 9-11 í nýja hverfinu í
Hraunsholti.
Þeir munu væntanlega verða í
hópi íbúa hússins í framtíðinni en
gert er ráð fyrir að Garðbæingar hafi
forgang að húsnæðinu. Þar í bæ hef-
ur verið skortur á smærri íbúðum og
leiguhúsnæði.
Garðabær kostar bygginguna en
Félagsstofnun stúdenta mun sjá um
leigu og rekstur samkvæmt samningi
við bæinn.
Fyrirtækið Matthías ehf. byggir
húsiö. ■
Grétar Mar Jónsson:
Skipað að
kasta fiski
brottkast ..Bæði ég og aðrir skipstjór-
ar hafa fengið fyrirskipun um að
koma einungis með ákveðna stærð af
fiski í land. Þess vegna segi ég að út-
gerðarmenn beri
ábyrgð á brott-
kastinu," sagði
Grétar Mar
Jónsson, forseti
Farmanna- og
fiskimannasam-
bands fslands og
skipstjóri, um
fréttir af brott-
kasti fiskjar á ís-
landsmiðum.
Hann segir að
skipstjórar fái á
stundum fyrir-
skipanir um að
koma einungis
með fisk sem er
þyngri en fimm
kíló, þyngri en átta kíló eða ekki
dauðblóðgaður, svo nokkur dæmi séu
nefnd.
„Þegar þetta er sagt er okkur bent
á hátt verð á kvóta og um leið að ef
verð fyrir aflann verði ekki eins og
það gerist hæst hverju sinni þá sé
óvissa um áframhaldandi útgerð,“
sagði Grétar Mar. Hann segir marga
skipstjóra vera neydda til að fara eft-
ir þessum boðum útgerðarmanna. ■
VÍSAR Á ÚTGERÐ-
INA
Útgerðarmenn bera
ábyrgðina á brott-
kastinu, segir forseti
Farmanna- og fiski-
mannasambandsins.
Eldsupptök óljós:
Yfirheyrðu
hótelgest
LÖCREGLURANNSÓKN. Ekki er enn ljóst
hver kveikti í gardínum í Súlnasal
Hótels Sögu aðfaranótt 1. maí.
Lögreglan yfirheyrði einn mann
vegna málsins, erlendan gest á hótel-
inu, en hann var látinn laus og er nú
farinn úr landi, samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins.
Eldurinn kom upp í gardínum
Súlnasalar á nokkrum stað samtímis.
Næturvörður þótti sýna snarræði
með því að slökkva eldinn áður en
slökkvilið kom á staðinn.
Áfram er unnið að rannsókn máls-
ins. ■