Fréttablaðið - 03.05.2001, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
3. maí 2001 FIMMTUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Cunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Simbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjórn@frettabladid.is
Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
SKOÐANIR
HLiÓÐRITANIR BLAÐAMANNA
Blaðamannafélagið telur að nýsamþykkt
breyting á fjarskiptalögum sé ólög.
Samtal
hljóðritað
Ávarp frá stjórn blaðamannafélagsins:
Reykjavík í apríí 2001
Góðir íslendingar!
Blaðamannafélag íslands gerir
kunnugt að þegar rætt er við blaða-
menn i síma megi vænta þess að sam-
talið sé hljóðritað án frekari tilkynn-
ingar.
Þessi yfirlýsing er gefin út með
vísun í nýsamþykktar breytingar Al-
þingis á fjarskiptalögum og álit sam-
gönguráðherra og samgöngunefndar
um sérstakar heimildir blaðamanna í
þessu efni.
Þess skal getið að blaðamenn hafa
óbeðið öðlast framangreindan rétt
umfram aðra óbreytta þegna þessa
lands sem er skylt að vara einstaka
viðmælendur sína við því fyrirfram
að þeir hyggist hljóðrita símtal sitt.
Blaðamannafélagið telur framan-.
greind lög vera ólög og beitti sér ár-
angurslaust gegn þeim.
Það er sjálfsagður réttur hvers og
eins að taka upp eigin samtöl með
sama hætti og það er sjálfsagður
réttur hvers og eins að skrifa niður
eigin samtöl.
Stjórn BÍ furðar sig á því að Al-
þingi íslendinga skuli hafa séð sig
knúið til að leiða í lög ákvæði sem
eiga sér ekki hliðstæðu í lögum á
Vesturlöndum svo vitað sé. ■
Enginn kvóti
á trillur
Ályktun frá Alþjóðasamtökum
strandveiðimanna:
Fundur í stjórn Alþjóðasamtaka
strandveiðimanna og fiskverkafólks,
sem haldinn var í Quebec í Kanada
dagana 18.-23. apríl sl., hefur sent
blaðinu ályktun þar sem hvatt er til
þess að íslenska kvótakerfið verði
ekki látið ná yfir smábáta og strand-
veiðiflotann.
Stjórnarfundurinn telur að fram-
seljanlegir kvótar á fiskveiðar smá-
báta undir 6 tonnum séu í andstöðu
við Ríó samþykktina um umhverfis-
mál og Hafréttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna. í stað þess eru íslensk
stjórnvöld hvött tií þess að styrkja
smábátáútgerð og þau byggðarlög
sem á henni reisa afkomu sína. Þaðan
séu stundaðar vistvænar veiðar sem
skili heilbrigðum afurðum. Þess
vegna beri að styrkja slík samfélög
sem allsstaðar í heiminum eigi undir
högg að sækja. ■
fyrir að safna frímerkjum", sagði
hann og dæsti. Og fleiri ættu áreið-
anlega að fara að dæmi hans og huga
vel að geymslu vopna á heimilum
sínum. ■
„Fíkniefnaheimurinn
seilist til vopna
manna
Gengjastríðið í Breiðholti mun
eiga rætur sínar í fíkniefnaheimin-
um. Það er af lögreglu skilgreint sem
tilraun til manndráps og þrír menn
sitja í gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknarinnar. Það er undarleg orða-
notkun þetta með fíkniefnaheiminn.
Er ekki eins og verið sé að gefa í skyn
að sá heimur sé aðskilinn heimi okk-
ar venjulegra íslendinga. En það er
fjarri sanni því á
öðrum enda hans
„Ó, að ég hefði eru neytendurnir,
frekar fengið markaðurinn sem
dellu fyrir frí- fíkniefnasalarnir
merkjum." gera út á. Á þeim
markaði hljóta þau
að vera Pétur og
EINAR KARL HARALDSSON
heimsækir forsjálan vopnasafnara
Páll og Sigga og Gunna. Nágrannar
okkar og vinir, börn og barnabörn í
fjölskyldum sem við þekkjum.
Mikill barnaskapur var það af
stjórnmálamönnum sem lýstu yfir
því markmiði að íslandi ætti að vera
orðið fíkniefnalaust árið 2000. Nú á
árinu 2001 veit maður ekki hvort
fíkniefnastríðið er að tapast
endanlega eða hvort gengja-
stríð og mikið magn fíknefna,
sem lagt er hald á, eru vís-
bendingar um að fíkniefnasalar
séu orðnir aðþrengdir. Ein hlið
þessara mála er beiting skotvopna.
í gær var ég í heimsókn
hjá manni sem sýndi mér inn í
skotvopnaskáp sinn. Það var
rammgerður stálskápur með sterkri
læsingu sem stóð óaðgengilegur í
geymsluhorni. Þarna voru bæði
safngripir úr styrjöldum og
brúksvopn, allt með tilskyldum
vottorðum og leyfum. Vegna
frétta af innbrotum í hús og
auknu vopnaglamri í „fíkni-
efnaheiminum" var vopna-
safnarinn að hugsa um að
grafa skápinn í gólf. „Ég vildi
að ég hefði frekar fengið dellu
Hvað segja þingmennirnir:
Á ríkið að gefa eftir af sínum hlut af bensínverðinu?
Ríkid minnki
sinn hlut
„Ég hef fyrir löngu síðan velt
fyrir mér þessum hlut ríkis-
ins í eldsneytisverðinu og
það er löngu
kominn tími
til, sérstak-
lega í ljósi
þessa háa
verðs, að rík-
ið minnki
sinn hlut.
Hins vegar
má líta á hlut
ríkisins sem
ákveðinn um-
hverfisskatt.
En á meðan
það er ekki
staðfest og
sett upp á
þann veg, finnst mér koma
til greina að ríkið lækki sinn
hlut, þar sem bifreiðin er það
mikil nauðsyn fyrir almenn-
ing í þessu landi.“ ■
GÍSLl
EINARSSON
Bifreiðin er
nauðsyn.
Hjálpar
vetninu
Ef ríkið gerir það með því að
greiða niður eldsneyti eða
minnka sína skattlagningu,
þá verður að
taka það frá
einhverju
öðru. Viljum
við draga úr
nýlagningu
vega, við-
haldi vega
eða taka af
öðrum mála-
flokkum? Ég
efast um að
það sé sam-
staða til þess.
Ljósu punkt-
arnir, sem ég
sé í þessu, er
að hækkun eldsneytisverðs á
heimsmarkaði mun enn
fremur ýta undir þróunar-
starf á öðrum þáttum - svo
sem eins og vetni. Svo vill til
að það er mikið að gerast í
því hér á landi. Þetta ýtir
undir að þjóðir heimsins taki
þennan orkubera upp. Þar
með verðum við sjálfbær
hvað varðar eldsneyti á fiski-
skip og bílaflota. Þá erum við
ekki háð þessum duttlungum
OPEC-ríkjanna.“ ■
HJÁLMAR
ÁRNASON
Efast um að
samstaða sé til
lækkunar
Ekki hlaupa
upp til handa
ogfóta
„Nei, það þýðir ekkert að stilla
upp þannig markaðssetningu.
Við erum með ákveðinn far-
veg í þessu og
það þýðir
ekkert að
hlaupa til
handa og fóta
þó komi
sveiflur, við
vonum að
þær gangi til
baka fyrr en
seinna. Það
eru engir
stjórnunar-
þættir að
dingla eftir
eðli markað-
arins“ ■
ÁRNI
JOHNSEN
Engir stjórnun-
arþættir að
dingla eftir eðli
markaðarins.
orðréttT
Mikil áhrif á
kjörfólksins
„Mér finnst það fyllilega
koma til greina. Þetta er mik-
il hækkun sem hefur aðrar
afleiðingar.
Neysluvísi-
talan hækkar
og því mun
þetta hafa
mikil áhrif á
kjör fólks.
Þess vegna
er eðlilegt að
ríkið komi í
veg fyrir að
öll þessi
h æ k k u n
komi fram.
Ég spyr mig
líka hvort ol-
íufélögin hafi
verið að tapa svo miklu pen-
ingum á undanförnum árum
að þau geti ekki tekið hluta á
sig.“ ■
GUÐJÓN A.
KRISTJÁNS-
SON
Hafa olíufélögín
verið að tapa
svo miklu pen-
ingum að þau
geti ekki tekið
hluta á sig.
Mengaðasti staður í heimi
„í byrjun tíunda áratugarins
beindist athygli umheimsins að borg-
inni Chelyabinsk í Úralfjöllum, eftir
að hópur pólskra kvikmyndagerða-
manna sótti hana heim. í grennd við
Chelyabinsk starfræktu sovésk
stjórnvöld leynilega kjarnorkutil-
raunastöð og plútóníumverksmiðju.
Um árabil var allt affallsvatn frá
þessari starfsemi látið renna beint í
næstu á, sem jafnframt var vatnsból
borgarbúa. Sú geislun sem íbúarnir
urðu fyrir á þessu tímabili var marg-
föld á við það sem fólkið í Chernobyl
mátti síðar þola.
Árið 1957 varð sprenging í úr-
gangsgámi tilraunastöðvarinnar
með þeim afleiðingum að geisla-
virkt ský, sem teygði sig kílómetra
upp í loftið dreifðist yfir þrjú ná-
læg héruð, þar sem bjuggu alls um
250.000 manns. Sovésk stjórnvöld
sáu þó ekki ástæðu til að rýma
svæðið.
Þriðja stóra áfallið reið yfir íbúa
Chelyabinsk undir lok sjöunda ára-
tugarins, þegar Karachay-vatn,
sem notað hafði verið til að losa
geislavirkan úrgang, tók að þorna
upp. Geislavirkur sandur af botni
Hvati til
aó ganga
„Meðan verðið er svona hátt
þarf hinn almenni borgari að
fara sparlega með og því er
þetta hvati til
að ganga
meira eða
taka strætó
hér á höfuð-
borgarsvæð-
inu. Ekki eru
allir svo vel
settir að þeir
geti valið. Þá
er mér hugs-
að til flutn-
ingabíla og
annars at-
vinnuakst-
urs. Það er
sem sagt
ekki hægt að spara allsstað-
ar. Ef þetta verð stendur
lengi þá verða áhrifin eflaust
mikil, en almennt tel ég ekki
rétt að ríkið lækki sínar álög-
ur. Eins hef ég hugsað til
samráðs olíufélganna. Ég á
erfitt með að trúa að birgða-
staða þeirra sé nákvæmlega
eins og því hafi verið sama
þörfin hjá þeim öllum til
sömu hækkunar. Ég held að
þetta sé dæmi um samráð.“
ÞURÍÐUR
BACKMAN
Ríkið lækki ekki
sínar álögur.
vatnsins barst með vindum yfir
svæði þar sem búsett er um hálfri
milljón manna. Enn í dag eru áhrif
geislunarinnar slík, að talið er að
það eitt að standa óvarinn á bökk-
um stöðuvatnsins í um klukkustund
sé hverjum manni banvænt.
Það segir sitt um hörmungarnar
á svæðinu, að árið 1993 voru meðal-
lífslíkur kvenna í Chelyabinsk 47
ár, en 72 ár á landsvísu. Lífslíkur
karla voru ekki nema 45 ár.“
Af heimasíðu Samtaka
herstöðvaandstæðinga:
http://wwwfridur.is