Fréttablaðið - 03.05.2001, Side 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
3. maí 2001 FIMMTUDAGUR
| INNLENT |
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráð-
herra, heimsótti í gær Neyðarmót-
töku vegna nauðgunar á slysa- og bráða-
deild Landspítala-háskólasjúkrahúss í
Fossvogi til að fræðast um starfsemina
og fara yfir stöðu og úrræði í kynferðis-
brotarnálu'm. í fríðu föruneyti ráðherr-
ans voru t.d. fulltrúi ríkissaksóknara,
fulltrúi ríkislögreglustjóra, formaður
nefndar um könnun á viðurlögum við of-
beldisbrotum og formaður nefndar til að
sporna við vændi og kynferðislegri mis-
notkun, auk fulltrúa frá lögreglustjóran-
um í Reykjavík. Fyrir móttökunefnd
fóru yfirlæknir og umsjónarhjúkrunar-
fræðingur neyðarmóttökunnar.
—♦—
Mínútuverð úr GSM áskrift og NMT
símkerfinu við hringingar í 118 og
1818 hefur verið hækkað úr 49,90 í 60
kr. Upphafsgjald verður sem fyrr 27 kr.
ÖRYGGISGÆSLA í ATHUGUN
Hver vísar á annan þegar kemur að skipu-
lagi öryggismála Hróarskelduhátíðarinnar.
Hróarskelduhátíð 2001:
• •
Oryggisgæsla
ekki undir
stjórn
hróarskelduhátIð Ýmsir danskir
stjórnmálamenn gagnrýna harðlega
að ekki hafi verið gengið frá skipu-
lagi öryggisgæslu á væntanlegri
Hróarskelduhátíð að því er danska
dagblaðið Berlingske Tidende grein-
ir frá. Þeir telja að vegna atburðanna
á síðasta ári, þegar níu ungmenni lét-
ust á tónleikum, þurfi að hafa sérlega
góða stjórn á öryggisgæslunni í ár.
Gagnrýnt er að lögreglunni í Hró-
arskeldu hafi ekki enn verið afhent
skýrsla yfir skipulag hennar í ár. Leif
Skov, skipuleggjandi Hróarskelduhá-
tíðarinnar, segir hins vegar að hann
bíði eftir leiðsögn frá lögreglunni um
hvað þeir vilji fá. Lögreglan segir
hins vegar að þeir muni ekkert aðhaf-
ast fyrr en þeir hafi eitthvað í hönd-
unum frá hátíðinni.
Hvorki Leif Skov né yfirmaður
öryggisgæslunnar í ár.Troels Rydahl,
hafa gefið upplýsingar um undirbún-
ing gæslumanna hátíðarinnar í ár en
áður hefur komið fram að þeir hafi
oft verið drukknir við störf. Þing-
maður Kristilegra jafnaðarmanna
Ebbe Kalnæs, mun beina fyrirspurn
til ráðherra á danska þinginu í dag
vegna undirbúnings gæslumanna
sem hann telur verið ónóga. ■
—*—
Hafnarfjörður:
Samið um
Aslandsskóla
crunnskóli Hafnarfjarðarbær hefur
samið við íslensku menntasamtökin
um kennslu í Áslandsskóla. Búist er
við að samningurinn verði lagður
fyrir bæjarráð til staðfestingar á
fundi þess í dag, fimmtudag. Kosjn-
aður bæjarsjóðs vegna hvers nem-
enda á næsta skólaári í Áslandsskóla
er talin nema um 368 þúsund krón-
um. Það er töluvert meira en en í öðr-
um skólum bæjarins. Talið er einsýnt
að þeir muni krefjast að fá auknar
fjárveitingar með hverjum nemenda.
Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi
Samfylkingar segir að annað sé mis-
munun. ■
Verðhækkun:
Geisladiskar
hækka um 9%
geisladiskar Erlendir geisladiskar
hafa hækkað um 9% í heildsölu frá
Skífunni. Viðbúið er að samskonar
hækkun verði á innlendum diskum
sem koma út í ár en smásöluálagning
á diskum er frjáls. Þessi verðhækkun
hefur þegar skilað sér í hærra smá-
söluverði. Fyrir vikið hefur útsölu-
verð á nýjum geisladiskum hækkað
úr 2.199 krónum í 2.399 krónur. Stað-
hæft er að þessi verðhækkun sé sú
fyrsta síðan 1999. Engu að síður er
líklegt að hækkunin muni hafa ein-
hver áhrif á kaupgetu fólks sem muni
versla eitthvað minna af geisladisk-
um en það ella hefði gert.
Aðalsteinn Magnússon sölu- og
markaðsstjóri Skífunar segir að það
sé einkum fjórir þættir sem hafa
orskað þessa verðhækkun í heild-
sölu hjá þeim. Fyrir það fyrsta hefur
breska pundið hækkað um 20%, doll-
arinn um 30%, laun um 13% og verð-
bólga um 10%. Hann segir að sala á
geisladiskum hafi farið rólega af
stað í ársbyrjun. Salan hefur hins-
vegar verið að aukast með hækkandi
sól. ■
HÆKKUN GENGIS OG LAUNA
Verð á nýjum geisladiskum hefur hækkað
um 200 krónur í smásölu, eða úr 2.199 I
2.399 krónur.
Assad Sýrlandsforseti:
Sharon vill
stríð en Sýr-
land ekla
mið-austurlönp. Ariel Sharon forsæt-
isráðherra ísraels „hefur gaman af
að drepa“ og vill þröngva þessum
heimshluta út í stríð, en Sýrland ætl-
ar ekki að láta draga sig út í átök,
segir Bashar Assad Sýrlandsforseti í
viðtali við spænska dagblaðið E1 Pais.
Opinber fréttastofa í Sýrlandi
sendi texta viðtalsins frá sér og hann
var birtur í sýrlenskum fjölmiðlum á
miðvikudag, sama dag og Assad held-
ur í tveggja daga heimsókn til Spánar
þar sem hann ætlar að hitta bæði Jó-
hann Karl konung og Jose Maria Azn-
ar forsætisráðherra að máli. ■
SEÐLABANKI fSLANDS:
Bankinn hefur ekki keypt krónur til að styrkja gengið eftir að stefna hans um verðbólguviðmið tók gildi.
8eðlabanki spáir
vaxandi verðbólgu
Seðlabankinn að fínpússa nýja verðbólguspá. Engar ákvarðanir hafa verið teknar
um viðbrögð við vaxandi verðbólgu.
peningamál Seðlabanki íslands mun
birta nýja verðbólguspá á morgun,
föstudag. Eiríkur Guðnason Seðla-
bankastjóri segist óttast að þar geti
að líta spá um meiri verðbólgu frá
upphafi til loka ársins en var í síð-
ustu spá bankans sem birt var fyrir
þremur mánuðum. Þá spáði bankinn
því að verðbólga á ársgrundvelli
yrði 4,5%. Eiríkur segir að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um að-
gerðir af hálfu bankans vegna vax-
andi verðbólgu í ljósi nýrrar stefnu
hans um verðbólguviðmið. Afleið-
ing af þeirri stefnu hefur m.a. birst
í því að bankinn hefur ekki keypt
krónur til að styrkja gengið þrátt
fyrir að gengislækkun krónunnar
hafi áhrif á verðbólgustigið.
Þau stjórntæki sem Seðlabank-
inn hefur til að reyna að slá á verð-
bólguna eru einkum þrjú. Eiríkur
segir að hann geti gripið til aðgerða
til að auka aðhald í peningamálum
t.d. með hækkun vaxta. í öðru lagi
gæti hann keypt krónur á gjaldeyr-
ismarkaði til að styrkja krónuna og
í þriðja lagi beitt fortölum. Hann
bendir m.a. á að enn sé mikið aðhald
fólgið í peningamálum með háum
vöxtum. Þá hefur bankinn mælst
eindregið til þess við bankar fari
sér hægar í útlánum. Eiríkur segir
að það hafi skilað þeim árangri að
vöxtur útlána sé mun hægari en
áður. ■
Ferðamenn varaðir við:
Lögregla útrýmir hundum
brisbane. ap. „Þeir verða drepnir á
mannúðlegan hátt; en þeir verða
drepnir," sagði yfirmaður lögregl-
unnar í Queensland, Peter Beattie,
um villihunda sem sækja í ferða-
mannastaði á Fraser-eyju. Hræðsla
hefur gripið um sig á svæðinu og
fékk lögregla í gær fyrirmæli um að
útrýma öllum díngó-hundum sem
sem sjást nærri ferðamannastöðum.
Tveir hundar sem grunaðir voru um
að hafa ráðist á drengina tvo voru
skotnir þegar á mánudag.
Drengurinn sem lést var níu ára
og hét Clinton Gage. Yngri bróðir
hans, sjö ára, slasaðist og fékk að
fara heim af sjúkrahúsi í gær. Um
það bil 200 villihundar af tegundinni
lifa á eyjunni og sagði Beattie að
innan tíðar muni framtíð þeirra ráð-
ast, eða þegar mat hefur verið lagt á
hættuna sem fólki stafar af þeim.
íbúar á eyjunni telja að hundarnir
séu þar of margir og því sé ekki nóg
æti fyrir þá alla. Hætta skapist þeg-
ar ferðamenn fari of nálægt þeim.
Þýskur ferðamaður var bitinn af
díngó-hundi í febrúar sl. og ráðist
var á þriggja ára norska stúlku ártð
1998. ■
ÁSTRALSKUR DÍNGÓ-HUNDUR
Ekki er vitað til þess að hundategundin
hafi áður ráðið manni bana.
EKKERT VERKFALL í BILI
Cheryl Rhoden frá rithöfundasamtökum
Bandaríkjanna var létt I bragði þegar hún
skýrði frá því að viðraeðum yrði haldið
áfram í gær þrátt fyrir að frestur væri út-
runninn.
Yfirvofandi verkfall
handritshöfunda í
Hollywood:
Viðræður
halda áfram
los angeles. ap Samningaviðræðum
milli handritshöfunda og eigenda
kvikmyndavera í Hollywood var slit-
ið í gær án þess að samkomulag næð-
ist, en loforð voru gefin um að halda
viðræðum áfram og fresta þannig um
skeið verkfalli sem hefði lamað alla
framleiðslu á kvikmyndum og sjón-
varpsefni í borginni.
Viðræðulota hafði staðið í 17
klukkustundir, þegar þeim var slitið
aðeins þremur stundum áður en
samningur handritshöfunda rann út á
hádegi í gær. Viðræðunum átti að
halda áfram síðar um daginn.
Ekkert fékkst uppgefið um inni-
hald viðræðnanna né hve mikið vant-
aði upp á að samningar tækjust. Mán-
uðum saman hefur ríkt ótti um að
handritshöfundar efni til verkfalls,
en enn hefur ekki farið fram kosning
um verkfall meðal félagsmanna í fé-
lagi handritshöfunda í Hollywood.
Erfitt hefur verið að fylgjast með
gangi viðræðna vegna þess að báðir
deilendur hafa ekkert viljað segja frá
17. apríl sl. ■
—♦—
Ofsóknir í Danmörku:
Minnir á Ku
Klux Klan
útlendingahatur Undanfarin þrjú ár
hefur all nokkuð verið um grófar og
óhugnanlegar brennuárásir á hendur
flóttamönnum og innflytjendum í
Danmörku, að því er danska blaðið
Politiken skýrði frá í gær. Tvö slík at-
vik bættust við í síðustu viku þegar
kveikt var í bifreið rétt utan við Ár-
ósa og fjölskylda í Gentofte hrökk
upp við það að kross stóð í ljósum
logum í garðinum heima hjá henni.
Þótti það minna óþægilega mikið á
bandarísku kynþáttahatarana í Ku
Klux Klan. Langflestar þessar
brennuárásir eru óupplýstar, en þær
hafa verið af ýmsu tagi. Einna al-
gengast hefur verið að logandi papp-
ír hefur verið kastað inn um
bréfalúgur. ■
AP/KIM D. JOHNSON