Fréttablaðið - 03.05.2001, Page 11

Fréttablaðið - 03.05.2001, Page 11
FIMMTUDAGUR 3. maí FRÉTTABLAÐIÐ ERLENT Asíðustu tíu árum hafa fleiri en 1.000 blaðamenn verið drepnir eða látið lífið við vinnu sína. Ofbeldi gegn fjölmiðlafólki og valdatafl al- þjóðlegra fjölmiðlasamsteypa ógna frelsi fjölmiðla á nýrri öld, segir Al- þjóðasamband blaðamanna. í dag er alþjóðlegur dagur frjálsrar fjölmiðl- unar. „Blaðamenn verða oft fyrir ógnunum og sjálfstæðir fjölmiðlar verða fyrir ritskoðun. í mörgum hlutum heimsins er fréttamennska afar hættuleg atvinna,“ segir í yfir- lýsingu frá samtökunum. Þau hafa látið kanna tíðni dauðsfalla hjá fréttamönnum og komist að þeirri niðurstöðu að hingað til hafi dánar- tíðnin verið vanmetin. Samtökin fagna því að ríkisstjórnir og mörg fjölmiðlafyrirtæki hafa reynt að draga úr hættunni sem fylgir starfi fréttamanna. ALFREÐ PORSTEINSSON: Verður skoðað í samhengi við annað. Sala Landssímans: Ekki áhrif á Lina.net einkavæðing Alfreð Þorsteinsson, for- maður stjórnar Lína.net, segir að sala ríkisins á hlutafé sínu í Landssíman- um þurfi ekki að hafa áhrif á hug- myndir um að selja hlutabréf í Lína.neti. Alfreð segir að það hafi verið stefnt að því að koma hlutafjársölu í Lína.net á hreint í þessum mánuði. „Það er Íslandsbanki-FBA sem er að undirbúa þetta fyrir okkur en það er ekki komin nákvæm tímasetning á þetta.“ Aðspurður um hvaða áhrif það kynni að hafa á verð hlutabréfa ef allt að þrjú fjarskiptafyrirtæki færu á markað á svipuðum tíma segist Al- freð ekki hafa áhyggjur af því. „Auð- vitað er þetta allt umhugsunarefni. Þó að þessu hafi verið stefnt um skeið skoða menn þetta í samhengi." Því segir hann að fylgst verði með hvernig málum háttar með sölu hlutabréfa í Landssímanum og að málið verði allt skoðað í samhengi þegar það liggur betur fyrir. ■ —4— Kína: Njósnaflug- vélin skoðuð washington. ap Bandarískii' sérfræð- ingar fengu að skoða bandarísku njósnaflugvélina á kínversku eyjunni Hainan í um það bil fjórar klukku- stundir í gær. Þeir hugðust halda áfram skoðun sinni í dag, fimmtudag, en tilgangurinn var að ganga úr skug- ga um hvort hægt væó að fljúga vél- inni til Bandaríkjanna. ■ ---♦--; Aftaka McVeighs: 300 ætla að horfa WASHiNGTON. ap Um það bil 300 manns vilja fylgjast með aftökunni á Timothy McVeigh í beinni sjónvarps- útsendingu, en hún á að fara fram þann 16. maí næstkomandi. Um er að ræða fólk sem lifði af sprenginguna í stjórnsýslubyggingunni í Oklahoma- borg árið 1995, eða ættingja þeirra, en alls var um 3000 manns boðið að fylgjast með aftökunni í sjónvarpi. ■ 11 Uppkaup á greiðslumarki langt komin: Frjálst framsal á næsta ári sauðfjárrækt. Þegar hefur ríkissjóður keypt upp 35 þúsund af þeim 45 þús- und ærgildum sem ætlunin er að gera. Þar með er gert ráð fyrir að frjálst framsal á greiðslumarki hefj- ist þegar á næsta ári. Alls hafa 296 bændur selt ríkinu greiðslumark. Mest hefur verið selt úr sveitum sem eru næst þéttbýli og rninnst úr þeim sveitum þar sem sauðfjárbú- skapur er hvað mikilvægastur og þar sem fátt getur tekið við af honum. Strandasýsla og Norður-Þingeyjar- sýsla eru þær sýslur sem þetta á hvað best við um. Sveitirnar eru það af- skekktar að leggist sauðfjárbúskapur af leggjast jarðirnar oftast í eyði. Mest greiðslumark er í Norður- Múlasýslu, eða 36.400, sem er tæp- lega 10 prósent alls greiðslumats á landinu. Minnst er það hins vegar í Gullbringu- og Kjósarsýslu, eða inn- an við 3.000 ærgildi. Ef hins vegar er skoðað úr hvaða sýslum hefur verið mest selt af greiðslumati sést að þar er Rangárvallasýsla efst með tæp- lega fjögur þúsund, Norður-Múla- sýsla með 3.300 og Vestur-Húna- vatnssýsla með rúmlega 3.000. ■ SAUÐFÉ Frjálst framsal á greiðslumarki hefst jafnvel á næsta ári Mest selt úr sveitum næst þéttbýii Sýsla Hlutfall af seldu greiðslu- mati ■ % Sýsla % Gullbringu- og Kjósarsýsla 22,35 Eyjafjarðarsýsla 16,23 Snæfellssýsla 15,45 Rangárvallasýsla 14,98 Vestur-Húnavatnssýsla 12,45 Dalasýsla 12,32 Borgarfjarðarsýsla 11,24 Árnessýsla 10,33 Skagafjarðarsýsla 9,38 Norður-Múlasýsla 8,97 Mýrasýsla 8,46 Vestfirðir 7,89 Suður-Þingeyjarsýsla 7,45 Austur-SkaftafeHssýsla 5,46 Suður-Múlasýsla 4,97 Strandasýsla 4,45 Vestur-Skaftafellssýsla 4,44 Austur-Húnavatnssýsla 4,16 Norður-Þingeyjarsýsla 2,26 Fj ölmenningarlegur Austurbæj arskóli Guðmundur Sighvatsson skólastjóri og Nína Magnúsdóttir deildarstjóri móttökudeildar nýbúa segja fjölmenn- ingarlega kennslu vera hugmyndafræði sem á að taka til alllra þátta skólastarfsins. HEFÐ FYRIR KENNSLU NÝBÚA i Austurbæjarskóla hefur verið starfandi móttökudeild nýbúa frá árinu 1994 en í skólan- um hefur enn lengur verið nokkuð hátt hlutfall tvítyngdra barna. skólamál Fræðsluráð Reykjavíkur veitti Austurbæjarskóla á síðasta fundi sínum 600.000 styrk úr Þróun- arsjóði grunnskóla Reykjavíkur til verkefnisins Fjölmenningarlegur skóli. í Austurbæjarskóla er móttöku- deild fyrir nýbúa í 7.-10. bekk úr öll- um hverfum borgarinnar. í þeirri deild eru u.þ.b. 25 nemendur en auk þess veitir hún öðrum 25 nemendum í öllum árgöngum stuðning. Fjölmenningarlegur skóli er þró- unarverkefni til þriggja ára og á að ná til allra þátta skólastarfsins. Fyr- ir liggja drög að starfsáætlun verk- efnisins sem hafið er með námskeiði um fjölmenningarlega kennslu. Að sögn Guðmundar Sighvatssonar skólastjóra Austurbæjarskóla og Nínu Magnúsdóttir deildarstjóra móttökudeildarinnar er menntun starfsfólks lykilatriði í verkefni sem þessu. Námskeiðinu verður fram haldið í haust áður en kennsla hefst. „Þá verður farið að vinna í námsefninu og fólk fer að undirbúa hvernig það ætlar að kenna eftir þessari hug- myndafræði," segir Nína. Námskeið- ið verður svo vikulega a.m.k. fyrstu AUSTURBÆJARSKÖLI Fjöldi nemenda 558 Fjöldi nýbúa 50 9°/o Fjöldi nemenda í 1. bekk 54 Fjöldi nýbúa ( 1. bekk 10 19% Fjöldi bekkjardeilda 27 Fjöldi bekkj- ardeilda með nýbúum 20 74% Fjöldi móðurmála nemenda um 20 tvo mánuðina en Guðrún Pétursdótt- ir er aðalleiðbeinandi þess og hand- leiðari verkefnisins. „Við leggjum mikið upp úr því að allir verði með þessa hugmyndafræði á hreinu. Þetta er ekki ný kennslugrein heldur hugmyndafræði sem á að innleiða." „Við erum með áætlun í gangi um að efla foreldrastarfið og munum gera það í gegnum foreldrafélagið," segir Guðmundur en mikilvægt er að mati þeirra Nínu að ná erlendum for- eldrum inn í skólann og styrkja þá í foreldrasamstarfinu. Aðspurð um það hvernig verkefn- ið á að skila sér í daglegu starfi skól- ans segir nefnir Guðmundur til dæmis þurfi að skoða gildishlaðna orðanotkun svo sem þriðji heimurinn og þróunarlönd.“ FJÖLIVIENNINGARLEG KENNSLA KREFST ÞESS MEÐAL ANNARS AF KENNARANUM: * Að hann gangi ekki aðeins út frá einni menningu í kennslunni, * að hann sé á varðbergi gagnvart kyn- þáttafordómum og Evrópuhverfri um- fjöllun í kennslubókum og öðrum miðl- um sem notaðir eru við kennsluna, * að að hann sé vakandi fyrir staðal- myndum 1 skólabókum og öðru kennsluefni, * að hann varist upphafningu eigin menningar og bendi á jákvæðar hlið- ar allrar menningar, * að hann leggi áherslu á mikilvægi umburðarlyndis og samkenndar í öll- um mamnnlegum samskiptum, ekki síst í samfélagi þar sem fólk frá mis- munandi menningarsvæðum býr saman og þarf að læra að taka tillit til menningarlegs uppruna hvert annars, * að hann kynni sér og meðhöndli í kennslunni viðfangsefni eins og kny- þáttafordóma, mismunun, ofbeldi, mannréttindi og einelti, * að hann sé opinn fyrir fyrir sam- vinnu við kennara frá öðrum menn- ingarsvæðum. Úr qrein Guðrúnar Pétursdóttur, Fjólmenningarleg kennsla, sem birtist i Skólavörðunni. Nína og Guðmundur leggja áher- slu á að fjölmenningarleg kennsla eigi allt eins heima í skóla þar sem engir nýbúar eru. „Þetta beinist ekki síður að því að íslensku börnin aðlag- ist þeim nýkomnu og líti á samfélag- ið sem breytilega mynd.“ steinunn@frettabladid.is Nýir ráðgjafar landbúnaðarráðherra funduðu í gær: Grænmetistillögur nálgast Offitusjúklingar: Hreyfing lykilatriði neytenður. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra segir trúlegt að tillögur hans um breytingar á verðmyndun grænmetis verði ræddar á ríkis- stjórnarfundi á morgun. í öllu falli verði málið rætt á fundinum þó end- anlegar tillögur liggi ekki fyrir. Samkvæmt ákvæðum Gatt-samn- ingsins hefur þriggja manna hópur úr ráðuneytum landbúnaðar, við- skipta og fjármála verið skipaður landbúnaðarráðerra til ráðgjafar. Þessi hópur átti fund síðdegis í gær til að ræða framkomnar tillögur og upplýsingar nefndarinnar sem Guðni hafði skipað með fulltrúum vinnu- markaðarins. „Menn eru að nálgast tillögu þó hún liggi ekki fyrir eins og er. Ég þarf að fara með málið í ríkisstjórn og ná þar samstöðu. Markmiðin eru þau - bæði hjá mér og ríkisstjórninni - að finna leiðir til að lækka verð á grænmeti - ekki bara innfluttu held- ur innlendu líka. Svo má ekki gleyma því að menn bíða eftir að sjá niður- stöður Samkeppnsistofnunar varð- andi smásöluálagninguna. Um hana hefur verið deilt enda hefur menn í raun vantað fastara land undir til að sjá hvernig málum er þar háttað,“ segir Guðni Ágústsson. ■ SPRENGING? Landbúnaðarráðherra bíður eftir áliti Samkeppnisstofnunar um smá- söluálagningu sem birta á á morgun. new york. ap Læknar hafa í fyrsta skipti sýnt fram á með óyggjandi hætti að of þungt fólk geti dregið úr hættunni á því að fá sykursýki með því að fara í megrun og leggja stund á líkamsrækt. Fyrri rannsóknir hafa gefið vísbendingu I þessa veru áður en ný finnsk rannsókn er sú fyrsta sem sýnir það svo enginn vafi leikur á. Vísindamennirnir sem að henni unnu komust að því að hættan á syk- ursýkingu var 58% minni hjá sjúk- lingum sem fengu ráðleggingar um breytt mataræði og hreyfingu en hjá þeim sem fengu aðeins almenn ráð við sykursýki. Sykursýki er sjöunda algengasta dánarorsök í Bandaríkj- unum og vaxandi vandamál annars staðar í heiminum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.