Fréttablaðið - 03.05.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 03.05.2001, Síða 14
FRETTABLAÐIÐ 3. maí 2001 FIMMTUDAGUR HVERNIGFER? Fjórði leikur KA og Hauka? KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUS- SON, BÆJARSTJÓRI AKUREYRI: „Við vinnum og til þess verður liðið að spila saman sem sterk heild. Þetta verður ekki stór sigur heldur spennandi leikur og ég ætla að reyna að mæta.“ MAGNÚS GUNNARS- SON, BÆJARSTJÓRI HAFNARFJARÐAR: „Við eigum eftir að bíta frá okkur i kvöld og sigra. Haukar eiga eftir að spila góða vörn og í kjölfarið lag- ast markvarslan, sem var ekki nógu góð í síðasta leik.“ MOLAR Lyfjadómstóll íþrótta- og Ólymp- íusambands íslands dæmdi í gær tvo karlkyns körfuknattleiksmenn í mánaðar langt keppnisbann fyrir misnotkun á ólögmætum fæðubótar- efnum. Kona, sem einnig féll á lyfja- prófi, var sýknuð. Hún notaði lyf samkvæmt læknisráði vegna astma- veiki en láðist að geta um það við lyfjaprófið. Þá var máli gegn ísknattleiksmanni vísað frá. Mbl.is greindi frá. Leikmenn Orlando Magic þurftu að játa sig sigraða í fyrrinótt þegar Milwaukee Bucks sló þá út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Leikurinn fór 112-104. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem Milwaukee kemst í undanúrslit Austurstrandar- innar. Staðan er jöfn, 2-2, í einvígi Dallas Mavericks og Utah Jazz eftir öruggan sigur Dallas í fyrrinótt. Leikurinn fór 107-77. Þó Bayern Munchen hafi sigrað Real Madrid með einu marki gegn engu á þriðjudaginn var ekki að sjá að Þjóð- verjarnir kættust mjög. Ástæðan fyr- ir því er sú að þeir vita manna best að góð staða færir þeim ekki Evrópu- meistaratitil heldur áþreifanlegur sigur. í hittifyrra voru þeir yfir í úrslita- leiknum á móti Manchester Utd., sem vann síðan leikinn í framleng- ingu. „Við getum ekki leyft okkur að fagna. Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Á næstu vikum eigum við möguleika á að bæði vinna allt og að glutra öllu niður,“ sagði Giovane El- ber, leikmaður Bayern. Liðið er ein- nig í toppbaráttunni í Bundesliga deildinni í Þýskalandi. Undirbúningur fyrir vetrarólymp- íuleikana í Salt Lake City er kominn á fullt. Á þriðjudaginn hitt- ust bændur í fylk- inu Utah og ræddu það hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að allur fólks- fjöldinn sem leggur 2002 leið sína á leikana myndi bera sjúk- dóma á borð við gin- og klaufaveikina með sér. Nið- urstaðan var sú að allir sem koma til Salt Lake í febrúar munu mæta hundum sem þefa af þeim. Það er til að koma í veg fyrir að fólk komi með mat að heiman sem gæti haft óboðna gesti um borð. FBI sér um að halda gestum Ólympíuleikanna öruggum. En þá er ekki öryggisgæslan upptalin. Sér- stakur smáher, samansettur af toll- gæslumönnum og meðlimum Ólymp- íunefndar Salt Lake, mun ganga um götur borgarinnar og sjá til þess að enginn selji óviðurkenndar Ólympíu- vörur. Þeir ætla að handtaka alla þá sem selja boli, barmmerki og bangsa með Ólympíuhringjunum. Þá eru orðasamböndin „Winter Olympics" og „Salt Lake City 2002“ stranglega bönnuð. Að framleiða eða selja þess- ar vörur getur þýtt allt að 25 millj- ónum króna í sekt og fimm ára fang- elsi. Þeir sem láta ekki segjast við fyrsta brot fá þyngri refsingu. 14 STÓRSIGUR KA Á MÁNUDAG Haukar eiga harma að hefna frá því í leiknum á mánudaginn. Fjórði leikur úrslitakeppninnar í handbolta: Nú er að duga eða drepast handbolti í kvöld mætast á Ásvöllum KA og Haukar í fjórða skipti í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Nú er að duga eða drep- ast fyrir Hauka, sem unnu titilinn í fyrra. Staðan er 2-1 fyrir KA, sem getur þar af leiðandi tryggt sér titil- inn í kvöld. Síðasti leikur, sem fram fór á Akureyri á mánudagskvöld, var erfiður fyrir Hauka. Þó KA tæki sér nokkurn tíma í að komast í gang náði það fljótlega undirtökunum. KA skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og var forskotið aldrei minna en fjögur mörk eftir það. Liðið tvíefldist svo í seinni hálf- leik að er leiknum lauk var staðan orðin 27-18 fyrir heimamönnum. Þannig eiga Haukar harma að hefna. Hafnfirðingar eiga ekki eftir að láta deigan síga heldur munu þeir fylla Ásvelli og hvetja sína menn áfram til að tryggja það að viðureignin endi í hreinum úrslita- leik á Akureyri á laugardag. Seinni hálfleikur leiksins í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu í Sjón- varpinu. ■ EKKERT GOLF Umhverfissinni frá Suður-Kóreu heldur upp á „Ekkert golf-daginn" Á skiltunum standa nöfn þeirra blóma sem hann segir munu deyja vegna fjölgunar á golfvöllum. Stelpurnar stefna á sigur Kvennalandsliðið í körfuknattleik heldur í víking til Lúxemborg um helgina. Þar taka þær þátt á Spuerkeess-mótinu sem þær sigruðu á í fyrra. körfuknattleikur Nú um helgina held- ur kvennalandslið íslands til Lúxem- borg þar sem það tekur þátt á Spuerkees-mótinu. Stúlkurnar kann- ast vel við sig á mótinu þar sem þær sigruðu þar í fyrra. Fyrr í vik- unni tilkynnti Sig- urður Ingimundar- son landsliðsþjálf- ari hverjar væru í liðinu. „Mótið leggst mjög vel í mig,“ segir Guðlaug Norðfjörð fyrirliði. „Við stefnum á sig- ur. Við unnum mótið í fyrra en þá tóku, auk okkar og Lúxemborg, Noregur og Sviss þátt. Þegar við unnum Norðmenn var það í fyrsta skipti i langan tíma sem við sigruðum aðra Norðurlandaþjóð. Nú eru það írland og Holland sem taka þátt í staðinn. Síðast þegar við spiluð- um við Holland, fyrir tveimur árum, unnum við leikinn. Mig minnir hins- vegar að írarnir hafi sigrað síðast þegar við mættum þeim.“ Guðlaug er þaulreynd í Iandslið- inu, hefur spilað 45 landsleiki. í hópn- um sem Sigurður Ingimundarson til- kynnti nú í vikunni eru tveir nýliðar, þær Svava Ósk Stefánsdóttir, leik- maður Keflavíkur, og Tinna Björk Sigmundsdóttir, leikmaður KFÍ. Svava var valin nýliði ársins í fyrstu deild kvenna á liðnum vetri. „Það er gaman að fylgjast með ungu stelpunum sem eru að blómstra þessa dagana. Undanfarin tvö ár hafa orðið, hægt og sígandi, kynslóða- skipti í landsliðinu. Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Okkur vantar að vísu hávaxna leikmenn en við vinnum það upp á öðrum sviðum. Sig- urður er góður þjálfari með metnað. Undirbúningurinn byrjar snemma þetta árið þannig að við eru tilbúnar í slaginn." I landsliðinu eru eftirtaldir leik- menn: Guðlaug Norðfjörð, KR, Hanna Björg Kjartansdóttir, KR, Kristín Jónsdóttir, KR, Helga Þor- valdsdóttir, KR, Hildur Sigurðardótt- ir, KR, Kristín Blöndal, Kefiavík, Marín Rós Karlsdóttir, Keflavík, Birna Valgarðsdóttir, Keflavík, Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík, Alda Leif Jónsdóttir, Holbæk, Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS og Tinna Sig- mundsdóttir, KFÍ. —4— „Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Okkur vantar að vísu hávaxna leik- menn en við vinnum það upp á öðrum sviðum. Sigurð- ur er góður þjálfari með metnað." SPUERKEESS-MÓTIÐ í LÚXEMBORG 4.-6. MAÍ Á mótinu taka þátt: ístand, Holland, Lúxemborg og írland. Leikir landsliðsins um helgina: Ísland-Holland 4.maí Ísland-Lúxemborg 5. maí ísland-írland 6.maí KVENNAKARFAN Á UPPLEIÐ Hægt og sígandi eignast islendingar fleiri leikmenn I hæsta gæðaflokki. Kynþáttahatur áhorfenda færist í aukana: ítalir fullir fordóma knattspyrna ítalska knattspyrnulið- inu Lazio var bannað í gær að halda einn af næstu þremur heimaleikjum vegna framkomu áhorfenda á leik liðsins við AS Roma um helgina. Áhorfendurnir bauluðu stíft á svarta leikmenn Roma og veifuðu borðum með kynþáttafordómum áletruðum. Sérstaklega fengu Brasilíumennirnir Cafu og Aldair að heyra það frá áhorfendunum. Stjórnendur Lazio hafa ekki gefið upp hvaða leikur það er sem verður haldinn á hlutlausum velli en næstu heimaleikir liðsins eru við Bari, Udinese og Fiorentina. ítal- ska knattspyrnusambandið sektaði liðið einnig um tæpar þrjár milljónir króna. Þetta kemur sér illa fyr>r Lazio sem er að reyna að verja titil- inn í ítölsku Serie A deildinni þar sem það berst við Roma og Juventus. Fyr- ir einungis tveimur vikum var Lazio einnig sektað um tæpar tvær milljón- ir fyrir framkomu áhorfenda í garð svartra leikmanna Parma. ítalska knattspyrnusambandið hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun mála en sýnilegt kynþáttahatur á áhorf- endapöllunum á knattspyrnuleikjum hefur færst í aukana að undanförnu. Aðeins er vika síðan fyrsti blökku- maðurinn, Fabio Liverani, spilaði með ítalska landsliðinu. ■ í JAFNVÆGI Brasilíubúinn Marcos Evangelista Cafu stekkur í boltann í leik Lazio og Roma á sunnudaginn. Þeir leikmenn sem hafa orð- ið fyrir mestu áreiti fordómafullra áhorf- enda segjast reyna að leiða það hjá sér. | MOLAR | Iþróttamenn hafa verið varaðir við neyslu svínakjöts þar sem það get- ur valdið því að nið- urstöður úr lyfja- prófurn reynist já- kvæðar. Portú- galskur prófessor í dýralækningum, Jorge Barbosa, sagði íþróttamenn geta greinst já- kvæða af anóbólískum sterum úr svínakjöti. Margir íþróttamenn hafa komið jákvæðir út úr lyfjaprófum að undanförnu vegna of mikils magns nandrolone. Yfirvöld í Singapore hafa miklar áhyggjur af spilafíklum þar í landi sem veðja um aðaláhugamálið sitt, enska boltann. Það er löglegt að veðja á fótboltaleiki í þar til gerðum veðbönkum en fótboltaaðdáendurnir hafa flestir beint veðmálum sínum á breskar vefsíður. Það er ólöglegt að veðja á netinu í Singapore. Lögregl- an þar segir nokkur þúsund manns veðja um hverja helgi á bresku vef- síðunum. Ekki er enn búið að grípa til aðgerða vegna þessa. Um fjórar milljónir manna búa í Singapore.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.