Fréttablaðið - 03.05.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 03.05.2001, Síða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2001 FIMMTUDACUR HRAÐSOÐIÐ ÚLFAR HAUKSSON stjómmálafræðingur Aukin samkeppni HVAÐ er til i ummælum Guðmundar Gunnarssonar um að ESB-aðild sporni gegn einokun og bæti verðlag? Það er alveg ljóst að ef við tölum um tolla, til dæmis á grænmeti, þá er þetta rétt. íslensk stjórnvöld gætu upp á sitt einsdæmi afnumið tolla en þau gera það ekki. Þau væru þvin- guð til þess ef til aðildar kæmi. HVERNIG aukast? myndi samkeppnin Það má færa rök fyrir því að samkeppni aukist með því að taka upp Evruna. Það leiðir til aukins verðgagnsæis þannig að auðveldara verður að bera saman verðlag á ís- landi og í Evrulönci mum. Það má segja að það myndi ýta undir sam- keppni að vissu mark'. HVERNIG myndi íslenskum fyrirtækum farnast? Gengið yrði stöðugra og leiddi til aukins hagvaxtar. Það bætir svo san.keppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja sem myndu njóta betri starfs- skilyrða vegna lægri vaxta. HVAÐA áhrif hefði þetta á erlenda fjárfestingu hérlendis ESB-aðild hefur í för með sér breytt viðskiptalandslag sem eykur líkur á erlendri fjárfestingu hérlendis, því þó margt hafi breyst með EES-samn- ingnum hefur skrefið ekki verið stigið til fulls. Úlfar Hauksson er 35 ára stjórnmálafræðin- gur. Hann er formaður Evróf usamtakanna og stundakennari við Háskóla (slands. Smáflokkar á Italíu grípa til örþrifaráða: Líf og dauði bannorð á Italíu Italía Emma Bonino, fyrrum fram- kvæmdastjóri hjá Evrópusamband- inu, og núverandi leiðtogi Róttæka smáflokksins á Ítalíu, dvelur nú á Sao Paulo sjúkrahúsinu í Milano. Hún hefur verið í hungurverkfalli síðan á föstudag og neytir hvorki matar, vatns eða lyfja. Það eina sem hún leyfir sér eru 20-30 sígarettur á dag, og er vafamál að það bæti heilsuna. Emma Bonino, sem m.a. hafði með sjávarútvegsmál að gera hjá Evrópusambandinu, heldur því fram að flokkur sinn og aðrir smáflokkar í ítölskum stjórnmálum hafi verið sniðgengnir af ríkissjónvarpinu í kosningabaráttunni. Einungis sé fjallað um íhaldssama fjölmiðlakóng- inn Silvio Berlusconi og aðalkeppi- naut hans um embætti forsætisráð- herra, Francesco Rutell, fyrrum borgarstjóra Rómar og leiðtoga miðju-vinstri bandalagsins. „Grun- vallaratriði lífs og dauða fást ekki rædd í kosningabaráttunni", segir Bonino. „Ég hef reynt allt en hin raunverulega umræða á sér stað í sjónvarpinu og þar komast málefni eins og vísindarannsóknir á fóstrum, morguninn eftir pillan og samband ríkisins og Vatíkansins ekki á dag- skrá.“ Hundruð félaga í Róttæka flokknum hafa fylgt fordæmi for- ingja síns og hafið hungurverkfall. Luca Coscione, annar leiðtogi smá- flokks, hefur ákveðið að minnka lyfjaskammt þann sem hann tekur vegna MS-sjúkdómsins í mótmæla- skyni, en þessi lyf eru honum að sögn lækna lífsnauðsynleg. Carlo Azeglio, forseti Ítalíu, lýsti á þriðjudag stuðningi við þau viðhorf Bonino og Coscione að fjölmiðlar ættu að gefa meiri gaum að umræð- um um frelsi til vísindarannsókna og öðrum spurningum sem brenna Rót- tækum á hjarta. Það heyrir til þessari sögu að Silovio Berlusconi ræður yfir nær öllum einkareknum sjónvarpsstöðv- um á Ítalíu. ■ HUNGUR- OG VÖKVAVERKFALL Emma Bonino hefur einskis neytt síðan á föstudag nema 20-30 sígarettna á dag. Nýmæli í kjarasamningum starfsmanna íslenska álfélagsins: ÍSAL slysalaust í 167 daga vinnuvernd Á ársfundi Vinnueftir- litsins afhenti Páll Pétursson félags- málaráðherra íslenska álfélaginu (ÍSAL) veglegan skjöld sem viður- kenningu fyrir gott starf í vinnu- verndarmálum. Markvissar aðgerð- ir hafa aukið mjög á öryggisvitund starfsmanna og endurspeglast það í öllum störfum. Þetta hefur skilað sér í mikilli fækkun slysa sem hafa í för með sér fjarveru frá vinnu. í febrúar sl. náðist í fyrsta skipti sá árangur að 100 dagar voru liðnir frá síðasta slysi og nú eru slysalausir dagar orónir 167. í nýgerðum kjarasamningi ISAL við starfsmenn er ákvæði um að þeir fái sérstaka umbun fyrir þá vinnu sem þeir leggja á sig vegna öryggis- og umgengnismála. Þetta ákvæði er nýmæli í kjarasamning- um á íslandi. Þá hafa orðið veruleg- ar umbætur í kerskálum, m.a. með bættu innilofti. Hjá ISAL hefur verið unnið eftir ISO-staðli um gæðastjórnun frá 1993 og nú er einnig unnið eftir staðli um umhverfisstjórnun. Stefnt er að því að taka upp öryggisstaðal og öryggisstjórnunarkerfi. ■ FRÉTTIR AF FÓLKII Um helgina fer borgarstjórnar- flokkur Reykjavíkurlistans úr bænum til þess að leggja fyrstu drög að fjárhagsáætlun næsta árs. Ekki er talið ólíklegt að þá hefjist fyrir alvöru þreifingar um það hvernig staðið verði að undirbúningi framboðs fyrir borgarstjórnar- kosningarnar næsta vor. Aðstæður eru nú breyttar. í stað fjögurra hreyfinga, þeas Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Framsókn- arfiokks og Samtaka um kvennalista, á Framsóknarflokkurinn nú einn formlega aðiid að Reykjavíkurlistan- um. Samfylkingin hefur lýst ein- dregnum stuðningi við Reykjavíkur- listann en Vinstri flokkurinn- grænt framboð hefur enga ákvörðun tekið um aðild að listanum. Hann á þó þar innanborðs öfluga liðsmenn eins og Árna Þór Sigurðsson sem stýrir m.a. skipulagsnefnd og hafnarstjórn. Yfirlýsing Össurar Skarphéðins- sonar í umræðum á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar sl. laug- ardag þess efnis að : hann teldi affara- | sælast að stilla upp á lista fyrir alþing- | iskosningar í nýju í kjördæmunum í ! stað þess að viðhafa prófkjör, hefur | komið róti á hugi Reykjavíkurlista- fólks. Þar á bæ eru margir þeirrar skoðunar að besta leiðin til þess að koma Framsóknarflokki, Samfylk- ingunni og Vinstra flokknum-grænu framboði saman um lista sé að jafn- ræði verði milli flokka og stillt upp á listana öflugu fólki undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hingað til hefur verið lagt upp úr því hjá Reykjavíkurlistanum að jafnræði sé miíli fylkinga hvað sem líður kjörfylgi flok- ka eða stuðningi í prófkjöri. Þess- vegna gætu flokk- arnir ráðstafað i fyrstu 6 sætunum í samráði við uppstill- ingarnefnd og borg- arstjóra þannig að tveir kæmu í hlut hvers flokkanna þriggja. Síðan myndi borgarstjóri hafa úrslitaatkvæði um skipan í sjöunda og níunda sætið, og setið sjálf f því áttunda. í þessi sæti væru þá samkvæmt kenningunni valdir sterkir einstaklingar með kjör- þokka sem þættu henta til þess að vera í baráttusætum með Ingibjörgu Sólrúnu í stað þess að þar væru þeir sem neðstir væru af hugsanlegum borgarfulltrúum í prófkjöri. Iraun er búið að skipta upp og fækka sviðum í borgarkerfinu á þann veg að borgarfulltrúar meiri- hlutans eru í hálfgildings „ráð- herraembættum". Það eru því gerðar miklar kröfur til borgarfulltrú»og þeir eru undir miklu meira vinnuá- lagi en áður tíðkaóist. Þeir sem tala fyrir uppstillingu á Reykjavíkurlist- ann telja mikilvægt að öflugt fólk komi tii starfa sem borgarfulltrúar, litia menntun, búa við lítil efni og vinna ófaglærð störf. Sendiráð íslands í Kanada hóf starf- semi sína í gær, 1. maí. Húsnæði þess er í 360 Albert Street í Ottawa. Netfangið fyrir þá sem vilja ná í Hjálmar W. Hannesson sendiherra og Helgu Bertelsen ritara er icemb.ottawa@utn.stjor.is. Sendiráðið nýtur og aðstoðar Magnúsar Bjarna- sonar, setts aðalræðismanns og við- skiptafulltrúa í New York. Sendiherr- ann keypti eins og kunnugt er af fréttum upphækkaðan Musso jeppa af Benna í bílabúðinni til þess að sýna í Kanada og reyna við vetraraðstæð- ur þar. AFREKSFÓLK I VINNUVERND Rannveig Rist forstjóri ÍSAL í hópi ánægðra starfsmanna sem fengu viðurkenningu fyrir vinnuverndarmál. sem hafi víðtæka þekkingu í þjóðfé- laginu og séu Reykvíkingum kunnir af störfum sínum. Flestir núverandi borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans munu vera þess fýsandi að starfa áfram. Þó hef- ur því heyrst fleygt að Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi og „skólamálaráð- herra“ listans muni ætla að setja punkt við borgarstjórnar- setu sína við næstu kosningar eftir far- sælt starf. Þá er tal- inn leika vafi á því að Helgi Péturs- son borgarfulltrúi ætli sér langa setu í borgarstjórn. Ekk- ert fararsnið er hins vegar talið vera á borgarstjór- anum frekar en Davíð Oddssyni úr forsætisráðherra- embættinu. Tími stöðugleikans virð- ist vera runninn upp í pólitíkinni hvað sem líður geng- isóróa og verðbólguskotum í efna- hagslífinu. Vinnueftirlitið hefur gert átak í eftirliti með vinnu barna og ung- linga þar sem kannað var hvernig nýlegri reglugerð um vinnu þessa hóps er fylgt. í ljós kom að 25% ung- menna voru við vinnu eftir miðnætti, á tíma þegar vinna barna og unglinga er bönnuð, og tíu ungmenn störfuðu sem pizzusendlar og voru einir að störfum. Eyjólfur Sæmundsson for- ÞRÚÐA stjóri Vinnueftirlitsins getur varla verið ánægður með það. Dr. Hólmfríður Gunnarsdóttir hef- ur gert rannsóknir á dánarmein- um iðnverkakvenna. Niðurstöður benda til að manns- lát vegna ytri or- saka (umferðar- slysa, annarra slysa og sjálfsmorða) séu algengari í þessum hópi en hjá öðrum íslenskum konum. Þetta kemur heim og saman við rann- sóknir erlendis sem sýna að dánar- tíðni sé hærri meðal þeirra sem hafa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.