Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 1
ÚTLÖNP MENNING Hver er Ray Cooney? bls 18 Börn 40 prósent sœrðra í Palestínu bls 12 Cheerios - einfaldlega hollt! FRETTABLAÐIÐ _____________Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500_Miðvikudagurinn 23. maí 2001 Seldu 10 millj ónir í fölsuðum húsbréfum Þrír menn í haldi vegna árvekni bankastarfsmanna. Hluti upphæðarinnar hafði verið millifærður á reikning svikaranna. Handteknir áður en þeir náðu að taka peningana út, að talið er. 22. tölublað - 1. árgangur MIÐVIKUOAGUR Davíð fær gest frá Eistlandi 9 heimsókn Mart n Laar, forsœtisráð- R herra Eistlands er w •*,«■ nú í opinberri B heimsókn hér á —£• Mm landi í boði •;BPIf' Davíðs Oddsson- ar, og heimsækir í dag borgarstjór- ann í Reykjavík, forseta fslands, íslenska erfðagreiningu og fleiri ' og fer í skoðunarferð um Suður- land og Vestmanneyjar. Fundað við léttan undirleik funpur Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins heldur ársfund sinn í Saln- um í Kópavogi í dag. Fundurinn hefst kl. 8.30 á því að viðstaddir gæða sér á morgunverði og hlýða á létta tónlist en síðan taka við ræð- ur og erindi. IVEÐRIÐ f DAG REYKIAVÍK Austan 5-8 m/sek. Léttskýjað en þykknar upp- siðdegis. Híti 5 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI isafjörður © 5-10 léttskýjað O4 Akureyri O 1-3 léttskýjað Q 5 Egilsstaðir Q 1-3 skýjað Q 5 Vestmannaeyjar Q 5.-10 skýjað Q 8 Bingó í Breiðholti skólar Foreldrar og nemendur í Breiðholtsskóla ætla að spila bingó í hátíðarsal skólans klukkan 19 í kvöld. „Byrjað verður stundvís- lega því yngri kynslóðin þarf að komast tímanlega í rúmið,“ segir í tilkynningu frá foreldra- og kenn- arafélaginu. Meistarar meistaranna Hfótbolti Bayern Múnchen og Val- encia mætast í úr- slitaleik Meistara- deildar Evrópu á San Siro í Mílanó á Ítalíu í kvöld. bls. 14. KVÖLDIÐ í KVÖLd] löcrhclumAl Þrír menn voru staðnir að verki við að reyna að selja fölsuð húsbréf fyrir meira en 10 milljónir króna í tveimur bönkum á höfuðborg- arsvæðinu. Hluti af upphæðinni hafði verið millifærður inn á reikning á vegum mannanna þegar þeir voru handtekn- ir en, samkvæmt heimildarmanni inn- an lögreglunnar, er talið að þeir hafi verið handteknir áður en þeir náðu að taka peninga út af reikningnum. Að sögn lögreglu var það árvekni og rétt viðbrögð starfsmanna í tveim- ur bönkum sem urðu til þess að menn- irnir voru handteknir. Einn þremenn- inganna var handtekinn í útibúi ís- landsbanka við Fjarðargötu í Hafnar- firði og í framhaldi af því náðist til hinna tveggja. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins eru þeir allir á þrítugs- aldri og nánast óþekktir í afbrota- skrám lögreglunnar. Rannsókn málsins var á algjöru frumstigi í gær og vann lögregla að því að safna saman upplýsingum frá bankastofnunum á svæðinu um inn- lausnir húsbréfa og hugsanlegar fleiri tilraunir til svika af þessu tagi. Ekki þótti útilokað að mennirnir hefðu komið víðar við en í bönkunum tveimur eða að fleiri tengdust málinu. Ekki tókst að afla upplýsinga um það í gærkvöldi hvernig mennirnir höfðu falsað húsbréfin, en fram er komið í fréttum nýlega að falsarar eiga orðið mun auðveldara en áður með að útbúa trúverðuga falsaða peningaseðla og aðra pappíra með því að nota heimilistölvur og algeng myndvinnsluforrit, skanna og prent- ara. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um það í gærkvöldi hvort gæsluvarð- halds yrði krafist yfir mönnunum vegna rannsóknar málsins og stóðu yfirheyrslur enn yfir í gærkvöldi. Talsmenn íslandsbanka neituðu að tjá sig um málið í gær. Þeir sögðu að rannsóknin væri í höndum lögreglu og hún ein gæfi upplýsingar um mál- ið. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka-FBA, staðfesti í gærkvöld að tveir menn hefðu verið handteknir í útibúinu. „Það var fyrir snarræði sem starfsmenn áttuðu sig á því að það var ekki allt í lagi með það sem þeir höfðu undir höndum. Ég er stoltur af mínu fólki að hafa séð við þessum mönnum og koma þeim í hendur lög- reglunnar. Það skiptir miklu máli,“ sagði Jón. ■ Mataræði forfeðranna: Fiskætur lifðu kjötætur dóu washington.ap. Ný rannsókn á matar- æði forfeðra okkar sýnir að fiskur var stór hluti mataræðis þeirra. Vís- ir vísindamenn að það megi skýra með einhæfu mataræði, þeir hafi ekki haft eins mikla hæfileika til að laga sig að breyttum aðstæðum. í rannsókninni voru bein frummanna skoðuð. Auk fiskneyslu þykir sýnt að frummenn hafi borðað mikið af fuglakjöti. Neanderdalsmenn neyttu hins vegar nær eingöngu rauðs kjöts. Vísindamenn telja einnig að rann- sóknin styðji kenningar um áhrif fiskneyslu á þróun mannsheilans. ■ RÉTTUR DAGSINS. Það var sumarlegt um að litast í Reykjavík í gær. Víða mátti sjá léttklætt fólk spóka sig í góðviðri, þar á meðal þennan unga mann sem tók fagnandi á móti rétti dagsins: is í brauðformi. Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 finahdÍBn. Tilbod ki. f 7 19 Tveir fyrir einn Greitt fyrir dýrari réttinn Panta þarf á tilboðið fintvtdkn. Veltusundi 1 v/Ingólfstorg, sími 511 5090, fax 511 5091, netf: einar-ben@einar-ben.is Einkunnir á samræmdum prófum í 10. bekk: Vestfirðir MENNTAMÁl NámS- matsstofnun hefur birt niðurstöður samræmdra prófa eftir landshlutum. Reykjavík er sem fyrr með hæstu einkunnir í öllum greinum en fast á hæla fylgja ná- grannabyggðirnar með sömu meðal- einkunn, bæði íslensku og ensku. Ef litið er á landsbyggðina eru Vest- firðir með hæstu einkunn í stærðfræði og ensku og hæstu meðaleinkunn allra greina. Hæsta meðaleinkunn í íslensku á landsbyggðinni var í Norðurlandi eystra, sama einkunn og í Reykjavík og nágrannabyggðum. Hæsta meðalein- kunn á landsbyggðinni í dönsku var á Austurlandi. á uppleið Ekkert lands- byggðarsveitarfé- lag nær landsmeðal- tali ef allar greinar eru reiknaðar en einkunnir í íslensku í Norðurlandi eystra og dönsku á Austur- landi eru einu landsbyggðareinkunn- irnar yfir meðaltali, aðrar eru undir. Meðaltal normaldreifðra einkunna á Vestfjörðum og Vesturlandi hafa hækkað í öllum greinum og á Norður- landi eystra hefur það hækkað í þrem- ur greinum en lækkað í einni, ensku. Á Austurlandi lækkar þetta meðaltal í öllum greinum og í Reykjavík lækkar það í öllum greinum nema stærðfræði þar sem meðaltal einkunna er hið sama og í fyrra. ■ Eru Blikar bestir? FÓLK Hefndi sín á Cannes SÍDA 16 | ÞETTA HELST ] 58 af hverjum 100 konum, sem leita til Kvennaathvarfsins hafa leitað þangað áður. Elsti gestur at- hvarfsins á síðasta ári var 81 árs. bls. 2. Aðeins einn nemandi í 10. bekk grunnskóla á landinu fékk 10 í samræmdu prófunum í vor. bls. 2. Laganefnd Lögmannafélags ís- lands telur lög um tóbaksvarnir ganga of nærri rétti til einkalífs og friðhelgi heimilis. bls. 2. Keikó synti í gær út fyrir Heima- ey en sneri svo aftur í búrið í Klettsvík. Þetta var upphaf verkefn- is sem vonast er til að ljúki með því að háhyrningurinn syndi á vit sjálf- stæðis í hafdjúpunum. bls. 10.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.