Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hefur skýrsla Hollustuverndar um mengun í Arnarnesvogi einhver áhrif á áform bæjar- yfirvalda um landfyllingu þar? „Nei, skýrslan er bara innlegg í málið og ég held að menn vilji fá nánari mælingar. Pað er búið að feia skipulagsnefnd að vinna að skipu- lagi þessa svæðis. Þá er bæjarstjórnin búin að lýsa því yfir að svæðinu verði breytt úr iðnað- ar- og verksmiðjuhverfi i ibúðahverfi Laufey Jóhannsdóttir forseti bæjarstjórnar í Garðabæ I ÚTRÝMINGARHÆTTU Broddgeltir eru sagðir drekka leyfarnar úr bjórflöskum Englendinga. England: Drykkfelldir broddgeltir dýr Broddgeltir eru í útrýmingar- hættu í Bretlandi og nú hefur komið i ljós að mikill hluti þeirra á við drykkjuvandamál að stríða. Dýrin laumast í notaðar ölflöskur sem mannfólkið skilur eftir útivið. Kay Bullen frá breska broddgalta- sambandinu segir í samtali við dag- blaðið Daily Express að broddgelt- irnir sæki í bjórinn og verði oft svo fullir að þeir sofni án þess að rúlla sér upp með broddana út til verndar. Þegar þeir loks ranka við sér slaga þeir um. „Við höfum fundið blind- fulla broddgelti og sumir sýna áber- andi merki um drykkjusýki," segir Ann Jenkins, annar meðlimur í sam- tökunum. Broddgaltavinir óttast að dýrin verði af þessum sökum mun við- kvæmari fyrir ýmsum hættum, t.d. árásum frá fuglum. Broddgeltir eru friðaðir á Bretlandi. ■ Svíþjóð: Skotbardagi við póst- ræningja fiótti. Lögreglumaður særðist alvar- lega þegar þrír vopnaðir menn rændu pósthús í Osby í Svíþjóð í gær- morgun. Ekki er enn vitað hvað ræn- ingjarnir höfðu mikið upp úr krafs- inu en þeir flúðu með bíl af vettvangi. Lögreglubíll sem elti ræningjana varð fyrir 10 til 15 skotum. Þegar lög- reglan leitaði skjóls varð einn lög- regluþjónanna fyrir skoti. Þá kom upp eldur í lögreglubílnum og breiddist hann út í byggingar þar ná- lægt. Fjöldi lögreglumanna leitaði þjófanna og voru vegatálmanir víða settar upp. ■ INNLENT Maðurinn sem lést þegar hann hrapaði í Akrafjalli á laugardag hét Steinar Viggósson, fimmtugur að aldri og búsettur í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. —4.— I^tilefni af harmoníkudegi í Árbæj- arsafni þann 3. júní næstkomandi hefur safnið áhuga á að fá lánaðar gamlar harmoníkur til að hafa á sýn- ingu sem sett verður upp í tilefni dagsins. 6 FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Fréttablaðið á 98% heimila: Morgunblaðið hótar blaðburðarfólki fólk Blaðburðarfólk Fréttablaðsins, sem einnig ber út Morgunblaðið, hefur að undanförnu fengið hringingu frá skrif- stofu Morgunblaðsins og því sagt að ekki sé æskilegt að það beri út Frétta- blaðið með Morgunblaðinu. Blaðburðarmaður, sem er 24 ára, sagðist hafa fengið símtal frá skrif- stofu Morgunblaðsins eftir að yfir- maður á blaðinu hafði kvartað yfir því að fá bæði blöðin á sama tíma. Starfs- maður Morgunblaðsins sagði að yfir- stjórn blaðsins væri ósátt við þessa til- högun og ýjaði að því að viðkomandi hætti að bera út Fréttablaðið. Valdimar Grímsson, framkvæmda- stjóri Póstflutninga, sem sér um dreif- ingu Fréttablaðsins, sagði að blaðburð- arfólk kvartaði yfir þessari afskipta- semi Morgunblaðsins. Líklega stæðist þetta engan vegin lög og blaðburðarfólki væri í sjálfsvald sett hvort það bæri út annað blaðið eða bæði. Að sögn Valdimars gengur dreifing blaðsins vel. Dreifingin nær til 98% heimila á höfuðborgarsvæðinu og sífellt er verið að endurskoða leiðir til að bæta dreifinguna. Valdimar bendir fólki á að VALDIMAR GRÍMSSON Blaðburðarfólk Fréttablaðsins hafa kvartað yfir því að Morgunblaðið skipti sér af því hvort það ber út fleiri en eitt blað koma því á framfæri við Póstflutninga ef blaðið berst ekki inn á heimilið, annað hvort í gegnum tölvupóstfangið post- flutningar@postflutningar.is eða í síma 5956500. ■ ÚTLENT Rútu- og neðanjarðarlestasam- göngur trufluðust í tugum fran- skra borga í gær vegna eins dags verkfalls starfsmanna. Ástæða verkfallsins er krafa starfsmann- anna um að komast á eftirlaun við 55 ára aldur í stað 60 ára. Verkfall- ið hafði ekki áhrif á samgöngur í höfuðborginni París, en verkfallið er hið sjötta á sjö vikum. —- Friðargæsluliðar í Serbíu voru í gær sagðir hafa náð albönskum leiðtoga uppreisnarmanna. Vonast menn til að handtakan greiði fyrir því að uppreisnarmennirnir gefi eftir land sem þeir hafa náð á sitt vald. Maðurinn, Muhamed Xhema- jli, var færður í höfuðstöðvar NÁTO í Kosovo. Kaffihúsaeigendur óttast neikvæð áhrif á viðskiptin Alitamál hversu raunhæft verður að framfylgja nýju tóbaksvarnarlögunum á veitinga- og kaffihúsum. Eftirlit setur sig í stellingar. tóbaksvawnir Veitinga- og kaffihúsa- eigendur velta því fyrir sér þessa dagana hvernig hægt verður að standa raunhæft að framkvæmd nýrra laga um tóbaksvarnir. Innan þeirra raða heyrast þær raddir að nýju lögin geti haft neikvæð áhrif á viðskiptin verði þeim fylgt eftir af hörku. Samkvæmt lögunum verður meirihluti rýma á veitinga- og kaffi- húsum að vera reyklaus. Hjá Vinnu- eftirliti ríkisins og heilbrigðiseftir- liti sveitarfélaga eru menn að fara yfir lögin og meta hvað þarf að gera til að geta framfylgt þeim þegar þau ganga í gildi 1. ágúst n.k. ^ Oddur R. Hjart- arson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segist vonast til að þeir verði í stakk búnir til að framfylgja lögunum þegar þau koma til fram- kvæmda. Hann leggur áherslu á að reglurnar verði Þá séu einnig dæmi um það að fólk hafi kvartað yfir reykingum nágranna á svölum fjölbýlishúsa. —♦— ekki flóknari en svo að hægt verði að vinna eftir þeim. Það kemur í ljós með útgáfu reglugerðarinnar. Per- sónulega finnst honum að stjórnvöld hefðu átt að stíga skrefið til fulls og hreinlega bannað reykingar með öllu á veitingahúsum. Hann segir að það sé voðalega erfitt að banna reyk- ingar á einu borði og leyfa það á öðru. Það sé vegna þess að það fer mikið eftir loftstraumum innandyra hvert reykurinn fer. Björn Pálsson hjá Vinnueftirliti ríkisins segir að lögin muni þýða viðbótaráherslur í eftirliti þeirra með vinnustöðum. Hann segir að það sé alltaf eitthvað um það að starfsmenn hafi samband við þá og kvarti yfir reykingum á sínum vinnustöðum. Það fer síðan eftir at- vikum hvort ástæða sé til að fara á staðinn eða hafa samband símleiðis til að kippa málum í lag. Þá séu ein- nig dæmi um það að fólk hafi kvart- að yfir reykingum nágranna á svöl- um fjölbýlishúsa. Hann minnist þess þó ekki að Vinnueftirlitið hafi þurft að loka fyrirtækjum vegna brota á tóbaksvarnarlögum, enda sjá at- vinnurekendur einatt að sér eftir að þeim hefur verið sent áminningar- bréf. -grh@frettabladid.is REYKINGAFÓLK Á KAFFIHÚSUM Veitinga- og kaffihúsmenn eru uggandi um sinn hag vegna nýrra tóbaksvarnarlega. Á meðan njóta reykingamenn frelsisins og soga að sér reykinn á meðan stætt er. Tennisdrengur með tíu prósent sjón: Fær ekki bætur dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær sex íþróttafélög af höf- uðborgarsvæðinu af að hafa borið ábyrgð á augnskaða sem fimmtán ára piltur hlaut á sameiginlegri tennisæfingu þeirra árið 1997. Pilturinn, Andri Már Einarsson, sem nú er nítján ára og stundar nám við Menntaskóla Kópavogs, fékk tennisbolta í augað þegar hann lék á móti þjálfara sem stjórnaði æfing- unni. Dómurinn taldi ekki að um að- gæsluleysi þjálfarans hefði verið að ræða heldur bæri Andri sjálfur ábyrgð á atvikinu. Á æfingunni í Kópavogi var Andri á meðal bestu tennisleikara félag- anna sex en hann hefur ekki æft tennis frá slysinu. Hann hefur aðeins 10% sjón á auganu sem skaddaðist og WPIII ; 1 1 | * , 1 , .- - - i.:. ...i ' UMGJÖRÐ SLYSSINS Ungur drengur missti nær alla sjón á öðru auga í Tennishöll Kópavogs. hefur verið úrskurðaður 15% öryrki. „Ég stóð framarlega á þessum tíma en vildi ekki halda áfram eftir slysið því ég var einfaldlega orðinn hræddur og treysti mér ekki til þess,“ segir Andri. Andri, sem hafði gert kröfu um greiðslu um 2,5 milljóna króna skaða- bóta að núvirði, hefur nú þrjá mánuði til að íhuga áfrýjun í samráði við lög- mann sinn. ■ Samtök atvinnulífsins: Réttarver ndar sj óður með 10 milljónir dómsmál Samtök atvinnulífs- ins ákváðu á aðalfundi sín- um fyrir skömmu að stofna sérstakan réttarverndar- sjóð. Tilgangur sjóðsins er m.a. að gæta að réttarhags- munum aðildarfyrirtækja. Stofnfé sjóðsins er um 10 milljónir króna. Það er fjár- magnað úr Vinnudeilusjóði Samtaka atvinnulífsins en eigið fé hans nam rúmum 1,5 milljarði króna um síðustu áramót. Ari Edwald fram- kvæmdastjóri SA segir að það sé alltaf eitthvað um það að aðildarfyrirtæki leiti til þeirra um þátttöku í mála- ferlum sem hafi almenna þýðingu fyrir atvinnulífið. ARI EDWALD FRAM- KVÆMDASTJÓRI SAMTAKA AT- VINNULÍFSINS Alltaf eitthvað um að leitað sé til okkar um þátttöku í mála- ferlum aðildar- fyrirtækja. Með tilkomu sjóðsins séu slík mál komin í ákveðinn farveg. Hann minnir á að samtökin hafa staðið í ýms- um málaferlum fyrir félags- menn sína sem lúta m.a. að starfsmannahaldi, vinnu- deilum og túlkun á kjara- samningum. Þess utan hafa ýmist önnur grundvallarmál borið á góma sem snerta hagsmuni atvinnulífsins og réttarvörslu þess. Meðal þeirra má nefna að samtök- in voru m.a. tilbúin á sínum tíma til að fara í mál fyrir ferðaþjónustubændur vegna ágreinings um að ýmis innheimtugjöld á fast- eignum á landsbyggðinni stæðust lög. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.