Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Skaðabætur til nasistaþræla: Styttist í greiðslur bewlin. «p Þýsk fyrirtæki sögðust í gær loks vera reiðubúin til þess að greiða sinn helming af tíu milljón marka skaðabótum sem eiga að renna til fólks sem þýskir nasistar hnepptu í þræla- og nauðungarvinnu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ákvörðun bandarísks dómara á mánudag um að vísa frá máli gegn þýskum fyrirtækjum veldur því að þýsku fyrirtækin telja miklar líkur á því að um frekari málaferli verði ekki að ræða. Hugsanlega gætu greiðslur því hafist í júlí. Enn eru nokkur skaðabótamál á hendur þýskum fyrirtækjum vegna nauðungarvinnu á nasistatímanum yfirvofandi í Bandaríkjunum, en frá- vísunin á mánudag er talin vísbend- ing um að aðrir dómarar í Bandaríkj- unum hraði því að vísa frá sambæri- legum málum. Skilyrði fyrir því að skaðabætur verði greiddar er sú að þýska þingið gefi út yfirlýsingu um að það reikni ekki með frekari iögsókn á hendur fyrirtækjunum sem á nasistatíman- um nutu góðs af þrælavinnunni. ■ ÁRALÖNG BARÁTTA SKILAR ÁRANGRI Þýskir nasistar hnepptu Karl Brozik í nauðungarvinnu fyrir þýsk fyrirtæki. Nú er hann fulltrúi kröfuhafa á hendur þýskum fyrirtækjum. STUTT Farþegum Flugleiða fjölgaði um 4,4% í apríl, miðað við sama mán- uð í fyrrra og sætanýting batnaði um 1%. Hins vegar fækkaði farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Islands um tæp 17%. Frá áramótum hefur farþeg- um í millilandaflugi f jölgað um 6,5 % en samdráttur er í innanlandsflugi á sama tímabili upp á tæp 3%. —♦— Víðtæk rannsókn lögreglu hefur farið fram í álverinu í Straumsvík vegna láts karlmanns um fertugt fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn fannst látinn í vinnutæki í kerskála. í fréttum RÚV kom fram að ekkert hafi komið fram sem bendir til að rekja megi lát mannsins til vinhuaðstæðna en endanlegar niðurstöður úr krufn- ingu liggja ekki fyrir. Maðurinn hafði verið við góða heilsu. ELDAR ÁSTÞÓRSSON Varaformaður félagsins Ísland-Palestína segir mikinn fjölda fólks hafa bæst í hóp félagsmanna að undanförnu, sérstaklega ungt fólk úr Háskólanum. Börn 40% særðra í Palestínu Israel braut Oslóarsamkomulagið frá 1993. Palestína herlaust land eins og ísland, segir varaformaður íslands- Palestínu. Reynt að gera fórnarlömbin ábyrg. Grunnskólar: 5.000 verða fyrir einelti börn í niðurstöðum starfshóps um einelti í grunnskólum kemur fram að líklega verði fimm þúsund nemend- ur fyrir einelti í íslenskum grunn- skólum á hverju ári. Starfshópurinn hefur sent samráðsnefnd mennta- málaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skólastjóra tillögur um samræmda aðgerðaáætlun fyrir grunnskóla um hvernig skuli brugðist við einelti ef og þegar það kemur upp. Hópurinn bendir á að einelti sé tengt skólabrag einstakra skóla og því samskiptamynstri sem viðgengst í skólanum. Því sé mikilvægt að stefnumótun í eineltismálum sé tengd heildarumhverfi skólans og hafi það að markmiði að tryggja skólaumhverfi þar sem nemendum líði vel og þeir búi við öryggi. Góður bekkjarandi sé lykilatriði við að byg- gja upp góðan skólabrag. í skýrslunni kemur fram að starfshópurinn hallast að hugmynd- um Dan Olweus, prófessors, sem starfar í Noregi. Hann hefur þróað sérstakt átaksverkefni gegn einelti í grunnskólum sem byggist á niður- stöðum viðamikilla rannsókna sem skilað því að úr einelti dró um 50% auk þess sem skemmdarverk urðu mun sjaldgæfari en áður. ■ —— Samfélagsgreinar: Samræmt próf 2003 crunnskóu Menntamálaráðherra hef- ur ákveðið að fresta samræmdu þrófi í samfélagsgreinum í 10. bekk til vorsins 2003. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir að þessi ákvörðun byggi á niðurstöðum könnunar Námsmats- stofnunar á kennslu samfélags- greina á unglingastigi sem gerð var haustið 2000. Könnunin hafi leitt í ljós að aðlögun skóla að aðal- námskrá grunnsköla væri ekki að fullu lokið í samfélagsgreinum enda um verulegar breytingar að ræða frá fyrri námskrá. Nemendur sem ljúka 8. bekk í grunnskólum í vor verða því fyrstir til að fá kennslu í samfélagsgreinum miðað við aðal- námskrá grunnskóla frá 1999 og er því fyrsti árgangurinn sem hægt er að leggja fyrir samræmt próf í sam- félagsgreinum. ■ miðausturlönd. Safnast hafa um 400 þúsund krónur í neyðarsöfnun fé- lagsins Ísland-Palestína síðan átökin blossuðu upp á Gaza og Vesturbakk- anum síðasta haust, að því er kemur fram á nýrri heimasíðu þess, www.palestina.is. Þá hafa Palestínu- menn verið studdir um samtals 4 milljónir af ríkissjóði og Rauða krossinum á íslandi. Eldar Ástþórs- son, varaformaður félagsins, segir að starfsemi þess hafi styrkst mikið að undanförnu og séu meðlimir nú á milli 190 og 200. Sjálfur hefur Eldar verið í félaginu í 6 ár og segist hann smám saman hafa fundið sig knúinn til að styðja Palestínumenn í verki. Honum hafi ofboðið þegar ísrael braut Oslóarsamkomulagið frá 1993 sem kvað á um að Palestínumenn fengju smám saman að snúa aftur. „Það er slæmt ástand á mörgum stöð- um á jörðinni, en fáir hafa búið við ofríki jafn lengi og Palestínumenn, nú þegar rúm 50 ár eru síðan stórum hluta þeirra var vísað burt úr landi sínu,“ segir Eldar. Bendir hann á að Palestínumenn séu herlaus þjóð, eins og fslendingar, og eigi í höggi við of- urefli: „Oft berast fréttir af Palest- ínumönnum sem berjast með grjót- kasti gegn fullkomnum vopnum." Segir Eldar að samkvæmt fréttum frá mannúðarsamtökum múslima, Rauða hálfmánanum, skipti fjöldi lát- inna hundruðum síðan í október á síð- asta ári og fjöldi limlestra og særðra sé að nálgast 25 þúsund, en þar af séu 40% 18 ára og yngri. Áðspurður um hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökun- um ísraelsmanna að Palestínumenn stilli börnum og unglingum upp í fremstu víglínu til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins svarar hann því til að þannig sé reynt að gera „fórn- arlömbin ábyrg,“ en það sé „rasismi af verstu tegund.“ Þá segir hann fé- lagið ekki hafa mikla trú á að friðar- tillögur að undanförnu skili árangri, ljóst sé að ísraelsmenn ætli sér ekki að láta af „landráninu" á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu í bráð. í nýrri ályktun félagsins er minnt á ákvörðun íslenskra stjórnvalda frá árinu 1989 um að viðurkenna rétt Palestínumanna til þess að snúa aftur til heimalands síns, og segir orðrétt í ályktuninni: „Félagið skorar á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálasam- bandi við ísrael á meðan ríkið telur sig hafið yfir alþjóðalög og sam- þykktir Sameinuðu Þjóðanna." ■ SAGA PALESTÍNU ■ 1947 S.Þ leggur til að samtök síonískra gyðinga frá Evróðu stofni sértrúar ríki I Palestlnu, gegn vilja heima manna, sem eru I meirihluta. ■ 1948 Hersveitir reka 750 þúsund Palestínumenn frá heimkynnum slnum. Aðfluttu fólki afhentar jarðir, hlbýli og eigur flóttamann anna. ■ »949 Lög sett I (srael um sérréttindi gyðinga. ■ 1967 (srael ræðst á Egyptaland, Jórdan íu og Sýrland og sigrar heri arabarlkjanna á nokkrum dögum. Vesturbakkinn og Gaza-svæðíð tekin hernámi. ■ 1987 Palestínumenn gera uppreisn gegn Israel. 6 ára ófriður hefst. ■ 1993 Yasser Arafat gerir samning við (srael um takmarkaða sjálfsstjórn Palestlnumanna á Gaza-svæðinu og Jerlkó. Margir Palestlnumenn eru andsnúnir samkomulaginu og telja að um uppgjöf sé að ræða. ■ .1.993 Skrifað undir samkomulagið I Osló. Aðilarnir viðurkenna tilveru rétt hvors annars. Frestur til að komast að samkomulagi um her teknu svæðin og heimkomu flóttamanna gefinn til 1999. ■ 2QOO Ófriður hefst 29. september. TIL HAMINGJU! ÞU VANNST NYTTWEBERJS TAKK FYRIR AÐ REYNSLUAKA SUZUKIWAGON R FJÖLNOTABÍLNUM SEM KEMUR SVO SKEMMTIL VINNINGSHAFI LUKKUPOHSINS I GÆR ER: Eva Thorstensen, Hörðarlandi 20, Reykjavík ins skal vitja í Garðheimum, Stekkjarbakka L 3VART i SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.