Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí2001 MIÐVIKUDACUR SVONA ERUM VIÐ HVENÆR FÖRUM VIÐ A EFTIRLAUN? Meðallífeyristökualdur I OECD ríkjum, árið 1995. Áætluð meðal- starfslok. I & KARLAR KONUR isiand 69,5 66,0 Japan 66,5 63,7 Sviss 64,6 60,6 Noregur 63,8 62,0 Bandaríkin 63,6 61,6 Svíþjóð 63,3 62,1 Bretland 62,7 59,7 HEIMILD: STEFÁN ÓLAFSSON, ISLENSKA LEIÐIN, 1999 Talíbanastjórnin í Afganistan: Hindúar verði merktir KflBÚL. ap. „Trúarlegir minnihluta- hópar sem dvelja í íslömsku ríki verða að vera merktir," segir Mo- hammed Wali, trúarráðherra Talí- banastjórnarinnar. Segir hann nauðsynlegt að hindúar, sem skipta þúsundum í Afganistan, beri merk- ingu utan klæða til þess að auðveld- ara verði að greina þá frá múslim- um. Ekki hefur verið ákveðið end- anlega hvernig merkingarnar verða en búist er við því að reglurnar taki gildi fljótlega. Einnig verður kon- um sem eru hindúatrúar gert að hylja andlit sín líkt og múslimakon- um, að sögn Wali. „Nýju reglurnar munu gera okk- ur að skotspónum og niðurlægja stöðu okkar í samfélaginu," segir Anar, afganskur hindúi sem líst illa á að þurfa að bera merkingu. Ákvörðun Talíbanastjórnarinnar hefur valdið almennri hneykslun í Indlandi þar sem hindúar eru í miklum meirihluta. „Þetta sýnir enn fram á hina gamaldags og óverjandi hugmyndafræði sem Talíbanar vilja byggja stjórn sína á,“ var haft eftir talsmanni ind- verska utanríkisráðuneytisins. Stjórn landsins hefur verið harð- lega gagnrýnd af alþjóðasamfélag- inu fyrir bókstafstrú sína, en í skjóli hennar fremja þeir meðal annars mannréttindabrot á konum í landinu. ■ HINDÚAR HAFA ÁHYGGJUR AF FRAMTÍÐ SINNI Áform um að allir hindúar gangi með merkingar munu ekki draga ur gagnrýni alþjóðasamfélagsins á Talíbanastjórnina i Afganistan. STUTTAR Sparisjóður vélstjóra og Slysa- varnafélagið Landsbjörg hafa undirritað samning, en samkvæmt honum mun Sparisjóðurinn verða einn af aðal styrktaraðilum Lands- bjargar til ársins 2003. Sparisjóður vélstjóra er 40 ára um þessar mundir og mun af því tilefni styrkja Lands- björgu um 3 milljónir á næstu þrem- ur árum auk þátttöku í ýmsum verk- efnum með félaginu á tímabilinu —*— Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti einróma á síðasta fundi sínum að mæla með því að Helgi Grímsson verði ráðinn skólastjóri Laugarnesskóla og Örn Halldórs- son verði ráðinn skólastjóri Selás- skóla. RÁÐSTEFNAN SETT Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpar gesti ráðstefnunnar Undirritun alþjóðasamnings: 12 eiturefni bönnuð stokkhólmur. flp. Ráðstefna sem haldin er í tengslum við undirritun alþjóðlegs samnings um bann við notkun eitur- efna hófst í Stokkhólmi í gær. Samn- ingurinn, sem 122 ríki samþykktu sl. desember, hefur bann við öllum eitur- efnum að lokamarkmiði en tólf eitur- efni eru í forgangsröð, þeirra á meðal PCB, DDT og fleiri efni sem safnast fyrir í náttúrunni, þ.á.m. fæðukeðjunni og sannað hefur verið að hafa skaðleg áhrif á menn og dýr. Spenna í sam- skiptum Evrópu og Bandaríkjanna í tengslum við umhverfismál þykir skyggja nokkuð á ágæti samningsins. Hún hefur aukist mjög síðan Georg W. Bush tók við völdum. Kjell Larsson, umhverfisráðherra Svíþjóðar, gagn- rýndi t.d. harkalega afstöðu hennar til losunar eiturefnaúrgangs en Bandarík- in hafa ekki viljað draga úr honum með lagasetningum. Fulltrúi Bandaríkja- stjórnar á ráðstefnunni, Christie Whit- man, yfirmaður umhverfisverndar- skrifstofu Bandaríkjanna, snerist til varnar fyrir umhverfisstefnu Banda- ríkjanna í gær og sagði ýmislegt gott vera í henni að finna. Undirritun samn- ingsins er hins vegar nánast það eina sem umhverfisverndarsamtök sjá já- kvætt í henni. ■ Prófin þungbær eftir kennaraverkfall Nemendur segja að próf sín endurspegli ekki kennslu. Brottfall nemenda lítið meira en á venjulegu ári. Ekkert hægt að gera segir rektor. vorpróf. Á næstu dögum munu menntskælingar víða um landið komast að því hvort verkfall kenn- ara á nýafstöðnum vetri hafi haft áhrif á einkunnir þeirra. Nokkrir nemendur við Menntaskólann við Sund eru áhyggjufullir og segja að próf hafi ekki endurspeglað hvað kennt var; að ætlast hafi verið til af nemendum að þeir væru vel að sér í efni sem ekki hefði verið búið að kenna. „Við töluðum við rektor skólans og hann sagði að það væri ekkert hægt að gera, að kennt væri eftir námsskrá sem væri ófrávíkjanleg,“ sögðu þær Þóra Bjarnadóttir, Krist- björg Guðmunds- dóttir og Jóhanna Gísladóttir. Þessar ungu konur stað- hæfa að sökum þessa hafi margir nemendur ákveðið að falla frá námi á vordögum þar sem þeir hafi talið að prófin myndu reynast þeim of þungbær. „Við komum ekki verst út úr þessu sjálfar þar sem við vorum þokkalega undir prófin búnar,“ sögðu dömurnar og bættu því við að lítið hefði verið gert til þess að vinna upp tapaða daga eftir að verkfallið leystist. Már Vilhjálmsson rektor við Menntaskólann við Sund sagði að nemendur við MS hefðu fengið sex aukadaga í kennslu eftir verkfallið; „Það er engin spurning að svona vetur setur mikið álag á nem- endur. Þegar að niðurstöð- ur úr prófum koma þá verður fróð- legt að sjá það hvernig til tókst." —♦-— að reynt hefði verið að vinna upp eins og hægt var. „Það [var] ekki dregið úr náms- efninu en það er bundið í námsskrá - bæði aðalnámsskrá og skólanáms- skrá - hvað á að kenna," sagði Már. Már sagói einnig að verið gæti að eitthvað af því sem spurt væri um á prófum hefði ekki verið tekið fyrir í tímum, en þó að ef svo væri hefði það námsefni verið hluti af náminu og það væri skýrt á kennsluáætlun nemenda. „Það er engin spurning að svona vetur setur mikið álag á nemendur. Þegar að niðurstöður úr prófum koma þá verður fróðlegt að sjá það hvernig til tókst," sagði Már og bætti því við að eitthvað væri um það að nemendur féllu frá námi en að það væri lítið meira en á venju- legu ári. „Ég skil vel að nemendur kvarti en þó er ekkert sem hægt er að gera. Það er ekki hægt að draga úr því sem prófa á úr ... ef það væri gert væru [próf]skírteini okkar nemenda minna virði en annarra LESIÐ DAG OG NÓTT Dömurnar sögðu að þær óttuðust hvaða áhríf verkfallið hefði á þær og samnem- endur sína; að prófin sem þær hefðu tekið hefðu mörg hver ekki endurspeglað þá kennslu er fór fram á nýafstaðinni skólaönn. nemenda. Það er fylgifiskur kjaraá- taka kennara að þeir sem eiga að njóta þjónustunnar - nemendurnir - fá skerta þjónustu," bætti Már við að lokum. omarr@frettabladid.is Deila Bridgestone og Ford: Nær aldarlangt samstarf á enda detroit. ap. Erfiöleikarnir hjá banda- rísku fyrirtækjunum Ford Motor Company og Bridgestone/Firesto- ne virðast ekki vera liðnir hjá, því nú hyggst Ford skipta um meira en 10 milljón dekk á Explorer-jeppum sem þegar eru í umferð. í kjölfarið hefur Hridgestone slitið 95 ára samstarfi við bílaframleiðandann, en það hófst í upphafi síðustu aldar þegar Itenry Ford keypti Firestone dekk á gamla T-módelið. Segja talsmenn F’ord ástæóu endurkall- ananna enn vera óvissu um öryggi Firestone-dekkjanna. Dekkjafyrir- tækið er ekki á sama máli. Mörgum er enn í fersku minni að á síðasta ári endurkallaði Bridgestone 6,5 milljónir dekkja og Ford varð að skipta um dekk á þúsundum jeppa sem komnir voru í hendur viðskiptavina. Hefur Firestone-dekkjunum verið kennt um umferðarslys sem kostaó hafi allt að 174 mannslíf í Bandaríkjun- um, en í flestum slysunum var um að ræða Ford Explorer-jeppa. Til að koma í veg fyrir frekari slys hyggst Ford nú endurkalla marg- falt fleiri bíla en á síðasta ári og skipta um dekk á þeim, en talið er aó kostnaður fyrirtæksins þá hafi numið um hálfum milljarði dollara. Töldu margir aö fyrirtækið myndi láta það gott heita en nú bætir Ford um betur. Bridgestone telur að EKKI ÖRUGG ENN Calli í Firestone dekkjum af tegundinni „Wilderness AT" hefur verið kennt um fjöl- da dauðaslysa á bandarískum vegum. hluti af sökinni liggi hjá Ford. „Það er erfitt að sætta sig viö að dekkin séu gölluð... Við lítum á dekk og bíl sem eina heild," sagði Shigeo Watanabe, forstjóri Bridgestone. ■ Starfsgreinasambandið: Stopp á löndun færeyskra skipa kjaradeila Halldór Björnsson formaður StarfsgTeinasam- bands íslands segir að stefnt sé því að samúðarvinnustöðv- un vegna verkfalls verkafólks í Færeyjum komi til fram- kvæmda í lok næstu viku. Hann segir að það sé hins veg- ar í valdi sérhvers aðildarfé- lags að taka afstöðu til þess hvað það gerir í þessum efnum en stefnt sé því að þetta verði á landsvísu. Þaó þýðir að ekki verður landað úr færeyskum skipum sem koma með afla hingað til lands. Forystumenn verkafólks í Færeyjum fóru fram á það HALLDÓR BJÖRNSSON FORMAÐUR STARFSGREINA- SAMBANDSINS Á valdi sérhvers aðildarfélags að styðja við bakið á færeysku verka- fólki fyrir skömmu að íslensk verkalýðshreyfing styddi það í sinni baráttu, en harð- vítugt verkfall hefur staðið yfir þar í landi um nokkurt skeið. Síðan þá hafa nokkrir færeyskir togarar landað afla sínum á Austfjarðahöfn- um og m.a. á meðan á verk- falli sjómanna stóð. Fyrir vikið fengu sum frystihús á Austfjörðum afla til vinnsíu á meðan önnur hús voru stopp. Ákvörðun um samúð- arverkfall verður að til- kynna með viku fyrirvara til ríkissáttasemjara og Sam- taka atvinnulífsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.