Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Forðast mannamót Heyrnarskert fólk einangrast félagslega vegna langs biðtíma hjá Heyrnar- og tal- meinastöðinni. Ekkert laust hjá stöðinni fyrr en í október vegna skorts á fjármagni. heyrn „Ég forðast mannamót sökum þessa,“ sagði Eggert Konráðsson, einn margra heyrnaskertra einstak- linga sem beðið hafa í meira en ár eft- ir því að fá heyrnartæki frá Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Eggert fór í heyrnarpróf til stöðvarinnar þann 17. maí í fyrra og hefur þurft að bíða síð- an. Hann sagði að lítið hafi verið um svör frá stöðinni þegar hann hafi hringt til þess að athuga með fram- gang mála, að honum hafi einfaldlega verið sagt að bíða. Eggert sagði að til að bæta gráu ofan á svart hafi hann þurft að bíða í sex mánuði eftir því að komast í upprunalegu skoðunina. „Þetta eru því orðnir meira en 18 mánuðir sem ég hef þurft að bíða,“ sagði Eggert auðheyranlega þreyttur á ástandinu. Jóhannes Pálmason er stjórnar- formaður Heyrnar- og talmeinastöðv- ar íslands og segir hann að langan biðtíma megi rekja til fjármagns- skorts stöðvarinnar. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki sú þróun sem að við hefðum viljað sjá en þetta ræðst auðvitað af því fé sem er til ráðstöfunar hverju sinni,“ sagði Jóhannes og bætti því við að harma skyldi langan biðlista en nú væri unn- ið að því að stytta hann. Jóhannes sagði að með tilkomu einkareknu stöðvarinnar Heyrnartækni, sem mun taka til starfa 13. júní n.k., kæmi biðtími eftir heyrnartækjum væntan- lega til með að styttast, en þó vonuðu aðstandendur stöðvarinnar eftir því að aukið fjármagn yrði til skiptanna í fjárlögum næsta árs. „Stöðin hefur verið svolítið út undan en nú er vilji [í heilbrigðis- ráðuneytinu] til þess að breyta þessu. Ég vona að það takist og að betri tíð sé framundan," sagði Jóhannes að lokum. Hann gat þó ekki sagt til um hvort „betri tíð“ væri fyrirsjáanleg á þessu ári. Þegar blaðamaður Frétta- UTLÆGUR Eggert Konráðsson forðast mannamót sökum þess að hann er heyrnarskertur. Hann hefur beðið í meira en 18 mánuði eftir því að fá heyrnartaeki, en í maí á síðasta ári var honum sagt að hann þyrfti á heyrnartækjum í bæði eyru að halda. blaðsins hringdi í Heyrnar- og tal- meinastöðina í gær til þess að panta tíma í heyrnarskoðun var honum tjáð að laust væri þann 9. október... fram að því þyrfti hann að bíða. Ekki náð- ist í fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins í gær. omarr@frettabladid.is Ólöglegt verðsamráð olíufyrtækja: Málshöfðun undirbúin danmörk Danska samkeppnisstofnun- in leitar nú logandi Ijósi eftir aðilum sem tilbúnir væru til þess að bera vitni fyrir rétti um meint ólöglegt samráð dönsku olíufyrirtækjanna að því er segir í dagblaðinu Berlingske tidende. Shell í Danmörku hefur við- urkennt að slíkt samráð hafi átt sér stað og talsmenn Statoil segja að svo kunni að hafa verið. Talsmenn fyrir- tækjanna segja hins vegar að mörg ár séu liðin síðan samráðinu var hætt. „Við viljum komast í samband við fólk sem hefur tekið þátt í samráðinu og sem vill bera vitni í réttarhöldum. Við þurfum raunverulegar sannanir um ólöglegt samráð áður en við get- um höfðað mál,“ segir Niels Erik Monrad, aðstoðarforstjóri stofnunar- innar í samtali við blaðið. Samkeppn- isstofnun hyggst rannsaka aðferðir olíufyrirtækjanna í þaula. Ef í ljós kemur að þau hafa haft samráð eftir árið 1998, þegar ný samkeppnislög tóku gildi í Danmörku, væri það brot á lögum en sama gildir ekki um sam- ráð fyrir þann tíma. Talsmenn fyrir- tækjanna Q8 og Hydro Texaco hafa vísað öllum ásökunum um verðsam- ráð á bug. ■ | innlenFT" Gísli Helgason var kosinn formað- ur Bindrafélagsins á nýlegum aðalfundi. Halldór Sævar Guðbergs- son, sem verið hefur formaður sl. tvö ár, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Nýja stjórn skipa, auk Gísla, Ólafur Þór Jónsson varaformaður, Jón Heiðar Daðason féhirðir, Pálmi Stefánsson ritari og Friðgeir Jó- hannesson meðstjórnandi. Á blaðamannafundi I ráðhúsinu kom fram að konur eru i meirihluta í yfirstjórn borgarinnar, en á myndinni eru Wlargrét Lilja Guðmundsdóttir, sem vann að úttektinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Hildur Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi borgarinnar Úttekt á jafnréttismálum Reykjavíkurborgar: Verulega áunnist í jafnréttismálunum iafnréttismál Verulega hefur miðað í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar frá því að jafnréttisáætlun 1996-2000 var samþykkt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttektarskýrslu áætlunarinnar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir hefur unnið og kynnt var í gær. Konur eru 48% þeirra sem sitja í nefndum og ráðum borgarinnar ef bæði aðal- og varamenn eru taldir. Auk þess eru konur í meirihluta í æðstu yfirstjórn borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri segir mikilvægt að Reykja- víkurborg sem næststærsti atvinnu- rekandi á landinu sé leiðandi í mála- flokknum og vinni markvisst að því að jafnréttis sé gætt í hvívetna. Hún sagði að í dagsins önn væri tilhneig- ing til þess að telja það sem áunnist hafi til sjálfsagðra hluta. Þess vegna væri úttekt eins og þessi sem sýndi verulegan árangur á tímabilinu, kær- komin. Margrét Lilja Guðmundsdótt- ir, félagsfræðingur, höfundur skýrsl- unnar sagði að það hefði komið sér á óvart hve mikil sátt væri um mála- flokkinn. Sú sátt væri þverpólitísk. Hún benti á að jafnréttismál sneru ekki einungis að starfsmönnum borg- arinnar, heldur ekki síður þeirra sem nytu þjónustu hennar. Hildur Jónsdóttir jafnréttisráð- gjafi borgarinnar benti á að í Félags- miðstöðvum unglinga hefði tekist vel, með markvissum aðgerðum að höfða til stúlkna. Þá væri hjá Borgarbóka- safni unnið að því að fá fleiri karl- menn til þess að nýta sér þjónustu safnanna. Borgarstjóri lét þess getið að þann árangur sem náðst hefði með vinnu jafnréttisfulltrúa mætti nýta á marg- víslegan hátt. „Það er kannski kominn tími til að við útvíkkum jafnréttishug- takið og lítum bæði til aldurs og þjóð- ernis.“ Hún benti á að hjá borginni ynni fólk af 27 þjóðernum og mikil- vægt að huga að því hvernig því fólki reiddi af í lífi og starfi. Hildur sagði að mikilvægt væri að líta á þá vinnu sem unnin hefði verið sem lærdómsferli og sú þekking sem yrði til í ferlinu mætti tvímælalaust nota í fjölmenningarstefnu borgar- VIÐURKENNA Nokkur dönsk olíufyrirtæki viðurkenna að hafa haft verðsamráð um árabil. Sáttatónn í Genealogia Genealogia Islandorum hefur stöðvað framgöngu skaðabótamáls gegn ÍE og Friðriki Skúlasyni. viðskipti Genealogia Islandorum (GI) hefur farið fram á að vinnu mats- manna, sem fyrirtækið sjálft bað um að yrðu kvaddir til, í skaðabótamáli fyrirtækisins gegn íslenskri erfða- greiningu (ÍE) og Friðriki Skúlasyni ehf., verði skotið á frest. „Genealogia Is- landorum hefur að eigin frumkvæði beðið um frest á frekari vinnu við pÉtursson málið og fundahöld- Bað um að mats- um matsmanna með menn I skaða- lögmonnum málsað- bótamáli tækju ila, þar til öðruvísi sér vinnuhlé. kann að verða ákveðið," segir Tryggvi Pétursson, stjórnarformaður GI en er að öðru leyti þögull. Ósk GI mun hafa gengið eftir og hefur verið gert hlé á funda- höldum lögmanna málsaðilanna. Tryggvi skýrir ekki orsök beiðnarinnar nán- ar en allt bendir til þess að GI freisti þess nú að ná samningum við ÍE og Friðrik Skúlason í stað þess að halda til streitu 293 milljóna króna bóta- kröfu sem fyrirtækið hafði sett fram ásamt Þorsteini Jónssyni ætt- fræðingi vegna meintr- ar ólöglegrar notkunar á ættfræðiverkum Þor- HELSTU HLUTHAFAR Nokkrir helstu hluthafar Ceneatogia Islandorum ■ Tryggvi Pétursson ■ Þorsteinn Jónsson ■ Urður Verðandi Skuld ■ Burðarás ■ Sjóvá-Almennar ■ Skeljungur ■ Baugur ■ Mats Vibe Lund steins. Hluthafafundur í GI verður á föstudaginn og þá mun verða skýrt frá afleitri afkomu fyrirtækisins í fyrra og það sem af er þessu ári. Eft- ir því semjiæst verður komist mun — tapið nema hundruðum milljóna króna enda hefur fyrirtækið haft mikið umleikis þó tekj- urnar hafi nær alger- lega látið á sér standa. T.d. mun útgáfa ætt- fræðirita á grundvelli gagna sem Þorsteinn Jónsson lagði til fyrir- tækisins og metnar voru til 125 milljóna króna hafa verið langt- um minni en reiknað var með. Þá brást sala á upplýsingum úr þessum ættfræðigrunni til líf- tæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar því fyrirtækið taldi gögnin ekki nothæf í sínum rekstri. Um 50 manns störfuðu í fyrra hjá GI þegar mest var en stór hluti starfsmannanna hvarf frá fyrirtæk- inu þegar JPV forlag yfirgaf skútuna um áramótin. Um 30 starfsmenn voru hjá GI þar til í síðustu viku að allir voru sendir heim. Stór hluti þeirra starfsmanna vann við ættfræðiritin en hluti starfsmannanna vann við myndasafn hins þjóðkunna ljósmynd- ara Mats Vibe Lund, en hann mun að hluta til hafa fengið greitt fyrir safn- ið með hlutabréfum í GI. gar@frettabladid.is LÖGEGLUFRÉTIR Að sögn lögreglunnar á Eskifirði urðu tvö vinnuslys fyrir austan í gær. Einn maður keyrði út af vegi á f jórhjóli og fótbrotnaði. Hann var að vinna við raflínulögn hjá rafveitunni og var fluttur með flugi suður. Ann- ar maður datt á jafnsléttu en lenti illa og fótbrotnaði. Hann var einnig fluttur suður með flugi. Sérpöntum eftlrfarandi: * Bremsumótora * 2ja hraöa mótora * ein- og 3ja fasa rafala Sever notar eingöngu SKF eöa FAG legur! Eigum til á lager margar stæröir og geröir af ein- og 3ja fasa rafmótorum á mjög hagstæðu veröi. Dæmi um verö á einfasa rafmótor meö fót: 0,25 kW 1500 sn/min IP-55 kr. 6657 + vsk Sever rafmótorar ► * v Vökvatæki ehf Bygggöröum 5,170 Seltjamamesi SÍmi 561-2209 Fax 561-2226 Veffang www.vokvataeki.is Netfang vt@vokvataeki.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.