Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ STÖRFIN f EINKAGEIRANUM Störf í einkageiranum hér á landi voru um 92,900 árið 1998. Þau skiptust svona á milli eftirfarandi geira: z ! o z Q. 0. D HEIMILD: SAMTÖK IÐNAÐARINS FRÉTTABLAÐIÐ 1. júni 2001 FÖSTUDACUR LÖNDUN Á FRYSTUM FISKI Sára draem veiði hefur verið á karfamiðun- um á Reykjaneshrygg og hafa margir togarana leitað annað í von um betri afla. Sæmundur Friðriksson: Flýja aflaleysi á Reykjanes- hrygg KARFAViLDAR Karfaafli togara á Reykjaneshrygg er og hefur verið afar dræmur. Nú er svo komið að margir togaranna eru hættir að reyna fyrir sér þar og hafa leitað annað - sérstaklega í grálúðu. „Huti skipanna er farinn. Það er óljóst hverjir ætla að vera áfram. Margir eru að gefast upp og aðrir að reyna að bjarga andlitinu fyrir sjómanna- daginn því allir þurfa í land. Það verður að þreyja þorrann og góuna. Það er aldrei að vita hvenær hann gefur sig. Samkvæmt almanakinu er þetta besti tíminn. Mig minnir að 1994 hafi hann gefið sig í fáa daga og hann fékkst svo 400 til 600 mílur út í hafi. Þetta er eins og að leita að saumnál í heystakk. Það er svo skrít- ið, í þessu stóra úthafi, þá er veiðin bara á litlum blettum. Það er eins og fiskurinn safnist alltaf í sama poll- inn,“ sagði Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, þegar hann var spurður hvað væri að frétta af afla togaranna sem leita nú að karfa á Reykjanes- hrygg. ■ Talíbanastjórnin í Afganistan: Konur í hjálparstarfi keyri ekki kabúl ap. Stjórn hins stríðshrjáða Mið-Asíuríkis hef- ur farið þess á leit við erlendar konur sem vinna að hjálparstarfi í landinu að þær keyri ekki bíla, enda brjóti slíkt „gegn afgönskum hefðum." Trúarmála- ráðuneyti Afganistan bað utanríkisráðuneytið um að „láta erlend hjálparsamtök vita að eftirleiðis [ættu] erlendar konur ekki að keyra bíla og [skyldu] þær hegða sér í samræmi við gildandi trúarreglur." Þjóð- in á um sárt að binda vegna tveggja áratuga borg- arastríðs og verstu þurrka í manna minnum og treystir því stór hluti íbúa landsins á hjálp frá er- lendum hjálparsamtökum. Erick de Mul, sem sér um mál Afganistan hjá S.Þ. sagði í vikunni að sífellt erfiðara væri að vinna að hjálparstarfinu vegna harðlínustefnuTalíbanastjórnarinnar. Á undanförnum dögum hefur stjórnin látið loka 4 af 6 skrifstofum og 2 bakaríum S.Þ. í landinu vegna þess að þar voru konur í vinnu. Tilgangur bakarí- anna var að sjá hungruðum borgurum fyrir brauði. Þá barði trúarlögreglan starfsfólk spítala sem rek- inn er af ítölum vegna þess að talið var að konur og karlar fengju að borða þar í sama herbergi, en slíkt er ólöglegt samkvæmt landslögum. Háttsettur emb- ættismaöui i Arganistan sagði nýlegar ákvarðanir ekki vera merki um herta afstöðu, hvert mál væri athugað „á eigin forsendum.“ ■ AFGÖNSK BÖRN BÍÐA HiÁLPARSTARFSFÓLKS Margir Afganir þurfa að treysta á aðstoð frá erlendum sam- tökum, en trúarlögreglan gerir hjáíparstarfsfólki verkið sífellt erfiðara Enginn veit hvað ferða- mennirnir eru man?i rr. 'alning feroaman a úi Isiana:. aihumuin 1 januar, 200. „ÓaSæn'a'hiegt,“ segir Aætlamr gera ráó fyrir fjölgun ferðamanna um 20 þusund. FERÐAMENN Óvíst er að segja fyrir með vissu um hversu margir ferða- menn munu sækja Island heim á þessu ári. Ferðamenn sem sækja landið heim hafa ekki verið taldir frá síðustu áramótum og telja ráðamenn að nánast sé ógjörlegt aö fram- kvæma talninguna sökum aðildar ís- lands að Schengen-svæðinu. Ferða- menn sem einu sinni eru komnir inn á Schengen-svæðið þurfa ekki að ganga í vegabréfsskoðun aftur á meðan dvöl þeirra stendur. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir embættið hafi veitt ferðamálaráði þessa þjónustu án þess að því hafi Magnús bendir borið til þess á að hægt sé skylda; að embætt- að geta sér til ið sé allt af vilja um fjölda ferða- gert til þess að að- manna með að stoða við talningu, skoða gjald- þó að það verði að eyristekjur og vera í breyttri gistinætur mynd. hótela og Magnús Odds- gistinótta. son, ferðamáia- stjóri, telur að taln- - ingarleysið géti haft slæm áhrif á íslenskan ferða- mannaiðnað. „Það er hægt að standa að taln- ingu þó svo að það sé illframkvæm- anlegt þegar gestir koma til landsins. Það er hægt við brottför og það er hægt við innritun; það er verið að vinna í lausn á þessu því að það er gjörsamlega óásættanlegt að vita ekki umfangið í þessarri atvinnu- grein,“ sagði Magnús. Magnús bendir á að hægt sé að geta sér til um fjölda ferðamanna með að skoða gjaldeyristekjur og gistinætur hótela og gistinótta. Þess- ar tölur liggja hins vegar ekki fyrir nógu snemma og því getur verið erfitt fyrir íslenskan ferðamannaiðn- að að bregðast við sveiflum á mörk- mmM M ' ...E.a ÞÚSUNDIR FERÐAMANNA Til íslands er búist við um 320 þúsund ferðamönnum í ár og er það aukning um 20 þúsund ferðamenn frá árinu 2000. Á síðasta ári eyddu ferðamenn yfir 30 milljörðum króna á Islandi og er búist við að eyðslan muni heldur aukast i ár. uðum erlendis; ómögulegt er að sjá ef aðsókn t.a.m. Þjóðverja hingað til lands myndi snarlækka. Áætlanir ferðamálaráðs gera ráð fyrir því að um 320 þúsund gestir komi til íslands í ár, mest yfir sumar- mánuðina. Þessar áætlanir eru byggðar á tölum frá söluaðilum. Árið 2000 sóttu 300 þúsund gestir íslend- inga heim. Þegar Magnús er spurður út í slakt gengi krónunnar á gjaldeyr- ismörkuðum og áhrif þess á íslensk- an ferðamannaiðnað segist hann telja að áhrifin munu verða heldur já- kvæð. „Mín tilfinning er sú ... að eyðslan verði meiri. Það er ákveðin sálrænn þáttur sem er fólgin í því að þegar þú kemur á stað þar sem þú færð meira fyrir þinn gjaldmiðil þá er ákveðin tilhneiging til þess að kaupa meira af þjónustu, afþreyingu, veitingum og öðru af því að það er ódýrara fyrir þig,“ sagði Magnús. Á síðasta ári eyddu ferðamehn 30 milljörðum króna á íslandi. omarr@frettabladid.is Framkvæmdastjórn ESB: Reynir aftur að takmarka tóbaksauglýsingar brussel. ap Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins kynnti í gær laga- frumvarp sem mun takmarka mjög möguleika tóbaksframleiðenda til að auglýsa vöru sína í aðildarlönd- um sambandins. í löggjöfinni er lagt bann við tó- baksauglýsingum í dagblöðum, tímaritum, í útvarpi og á netinu auk þess sem bannað verður að auglýsa tóbak á íþróttaleikvöngum. David Byrne, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórninni, segist bjartsýnn á að löggjöfin nái fram að ganga og segir hana njóta stuðnings meirihluta aðildarríkja þó vitað sé að Þjóðverjar og Austurríkismenn hafi verið andvígir slíkri löggjöf. Fyrri löggjöf Evrópusambands- ins sem var beint gegn tóbaksaug- lýsingum var dæmd ólögleg af Evr- ópudómstólnum á síðasta ári eftir lögsókn Þjóðverja og tóbaksfram- leiðenda. Nýja löggjöfin gengur skemmra en sú fyrri og þykir það til marks um að framkvæmdastjórnin reyni að auka líkur á að sátt náist um hana og minni líkur verði á að andstæðingar hennar grípi til lög- sóknar. ■ BYRNE KYNNIR LÖGGJÖFINA „Reykingar bana hálfri milljón Evrópubúa á ári hverju. Auglýsingar eru notaðar til að fjölga reykingamönnum." AP/AMIR SHAH

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.