Fréttablaðið - 01.06.2001, Side 11

Fréttablaðið - 01.06.2001, Side 11
'[—h FÖSTUDAGUW I. júní FRÉTTABLAÐIÐ Háskólinn í Reykjavík leitar að fólki með reynslu: Nám með vinnu menntun Háskólanám með vinnu er nýr námsmöguleiki fyrir þá sem vilja ná sér í formlega menntun án þess að hætta í vinnunni. Háskólinn I Reykja- vík býður nú upp á fjórar slíkar námsbrautir. Boðið er upp á fullgilt nám í viðskiptafræði auk þriggja skemmri námsbrauta í viðskipta- greinum. Agnar Hansson deildarfor- seti viðskiptadeildar skólans segir að sérstaklega verði horft til starfs- reynslu þeirra sem sækja um námið. „Við viljum leggja sérstaka áherslu á að það fólk sem kemur inn á þessa námsbraut hafi dágóða starfs- reynslu." Ástæðan er sú að minni tímasóknar er krafist og byggt er á sjálfsnámi. „Við þurfum því þrosk- aðra fólk í þetta nám.“ Agnar segir að það sé stór hópur á vinnumarkaði með mikla reynslu og þekkingu sem ekki hafi Iokið formlegu námi. Þetta sé kjörin leið fyrir þann hóp. Lokaárið í viðskiptafræðináminu er hins vegar sameiginlegt hefð- bundna náminu og segir Agnar ástæðuna vera þá að sérhæfing sé þá meiri og ekki hægt að leysa slíkt með öðrum hætti. Annirnar verða þrjár í stað tveggja í venjubundnu námi, þannig að svipuðum fjölda eininga er lokið á ári og í venjulegu námi, þrátt fyrir að færri einingar séu teknar á önn. Skólagjöld eru 79 þúsund á önn Guðfinna Bjarnadóttir rektor Háskólans í Reykjavík og Agnar Hansson deildarforseti við- skiptadeildar bjóða upp á viðskiptanám sem hægt er að stunda með vinnu. og segir Agnar það fara í vöxt að at- við atvinnulífið og erum að svara vinnurekendur styrki starfsmenn til kalli þess og kröfum um aukna náms. „Við erum í góðum tengslum menntun starfsfólks." ■ Hj úkrunarfr æðingar hóta raðverkföllum Spá í mörg tveggja daga verkföll. „Prufukeyrsla" ad baki. Miða sig við framhaldsskólakennara 11 t VIÐ HÖFUÐSTÖÐVAR PLO í JERÚSALEM Mikíl sorg var á meðal Palestínumanna í Jerúsalem, en Husseini var yfirmaður PLO þar I borg. Palestínumenn syrgia leiðtoga: Husseini látinn kjaramál Hjúkrunarfræðingar eru mjög alvarlega að hugsa um að grípa til „raðverkfalla" í framhaldi af tveg- gja daga verkfalli þeirra sem lauk í gær ef samningar takast ekki. í þeim hugmyndum er m.a. rætt um að boða til margra tveggja daga verkfalla á vikufresti. Herdís Sveinsdóttir for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga segist ekki heyra annað frá sínum félags- fólki en að það vilji einhverjar aðgerðir til að knýja ríkið til samninga. Hún seg- ir að hjúkrunar- fræðingar sætti sig ekki við það sem ríkið hefur boðið þeim til þessa. Sem dæmi hefur ríkið boðið þeim 23 þús- und krónum minna í byrjunarlaun en framhaldsskóla- kennarar hafa fengið, eða 147 þúsund krónur í byrjunarlaun fyrir nýútskrif- aða hjúkrunarfræðinga. Formaður Félags ísl. hjúkrunar- fræðinga segir að félagsfólki lítist mjög vel á það að fara í stutt verkföll, enda hafa þau mikil áhrif að hennar mati. Hún bendir á að nýafstaðið tveg- gja daga verkfall sé aðeins „prufu- keyrsla" á það sem kann að verða ef Hjúkrunarfor- stjóri Landsspít- ala - háskóla- sjúkrahúss segir að miðað við aðstæður hafi starfsemi sjúkrahússins gengið alveg sæmilega og áfallalítið í verk- falli hjúkrunar- fræðinga —♦— kuwait, ap. Faisal Husseini, yfirmaður Frelsissamtaka Palestínu í Jerúsal- em, lést eftir hjartaáfall í gær í Kuwait, sextugur að aldri. Lengi hafði verið horft til Husseini sem mögulegs eftirmanns Yasser Arafat, en hann tók meðal annars þátt í frið- arviðræðunum í Madrid árið 1991 og þótti alla tíð friðarsinnaður. Afstaða hans er þó talin hafa harðnað undan- farna mánuði. Yasser Arafat var staddur í Brus- sel á ferð sinni um Evrópu en sneri samstundis til Amman í Jórdaníu þar sem hann mun fylgja jarðneskum leifum Husseini frá Amman til Ram- allah á Vesturbakkanum. Aðalsamn- ingamaður Palestínumanna, Saeb Er- ekat, sagði dauða Husseini „ekki að- eins mikinn missi fyrir Palestínu, heldur fyrir allar arabaþjóðir." ■ ekkert gengur í gerð nýs kjarasamn- ings. Það sé hins vegar ekki búið að taka neina ákvörðun um það hvort til slíkra verkfalla verður boðað til í sumar eða jafnvel í haust. Herdís við- urkennir að sumarið sé ekki góður tími tii verkfalla vegna sumarleyfa starfsfólks. Hún segir að það þurfi ekki nema eina atkvæðagreiðslu um boðun slíkra „raðverkfalla" ef ákvörð- un verður tekin um það. Töluvert hef- ur verið um undanþágur í nýafstöðnu verkfalli hjúkrunarfræðinga og m.a. vegna þess að ríkið hafði ekki endur- nýjað öryggislista síðan árið 1995. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Þeir miða kröfur sínar við það þau kjör sem framhaldsskólakennarar fengu í samningum sínum við ríkið í vetur Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfor- stjóri Landsspítala - háskólasjúkra- húss segir að miðað við aðstæður hefði starfsemi sjúkrahússins gengið alveg sæmilega og áfallalítið í verk- falli hjúkrunarfræðinga. Henni líst ekki á að hjúkrunarfræðingar fari út í „raðverkfölT', enda þoli stofnunin mjög illa allar slíkar aðgerðir. -grh@frettabladid.is O SÝNINGAR HÁTÍÐ 004FSIIXIS Sjómannadagurinn » Hafnardagurinn Dagskrá hátíðarinnar 9. til 10. júní er á vefnum: www.rvk.is/hofnin Makedónía: Stefnubreyting forsætisráðherra skopje. ap. Forsætisráðherra Make- dóníu, Ljubco Georgievski, hefur breytt verulegu um stefnu í málefn- um Makedóníu ef marka má ummæli sem sjónvarpað var í gær. f þeim seg- ir hann að ef koma eigi í veg fyrir frekari átök í landinu í framtíðinni verði að breyta stjórnarskrá lands- ins, en sú er ein aðalkrafa skærulið- anna sem barist hafa á landamærum Makedóníu. Meðal breytinga sem Georgievski nefndi að hugsanlegar væru eru að albanska þjóðarbrotið verði jafnrétt- há og slavneski meirihlutinn. Al- banska yrði einnig opinbert tungu- mál. Ef að breytingunum verður mun rétttrúnaðarkirkjan ekki lengur njóta þeirrar sérstöðu sem hún hefur núna, nokkuð sem víst er að ergja mun slavana. Albanir munu hins veg- ar væntanlega iýsa yfir ánægju sinni með breytingarnar, en þeir eru flest- ir múslimar. Leiðtogi slavnesks samstarfs- flokks Georgievski í stjórn, Branko Crvenkovski, var ekki par hrifinn af ummælunum, sagði þau gætu haft stjórnarslit í för með sér. Einn lykil- stjórnmálamaður Albana, Aziz Polozhani, gaf í skyn að stefnubreyt- ing Georgievskis væri eingöngu til- komin vegna þrýstings frá Vestur- löndum og myndi því líklega bara gera illt verra. Á þriðja tug manns hafa fallið síð- an átök brutust út. Um 18 þúsund manns hafi flúið landið síðan átök hófust og að níu þúsund manns til viðbótar hafa þurft að yfirgefa heim- ili sín. Mannréttindasamtök segja að þau hafi sannanir fyrir því að farið sé illa með flóttamenn og að þeim hafi ALBANIR A FLÓTTA Talið er að um tíu þúsund borgarar séu fastir I þorpum í norðurhluta Makedóniu sem eru á valdi skæruliða af albönsku bergi brotnu. verið misþyrmt af makedónískum hermönnum meðan á búferlaflutn- ingum stóð. ■ - úti og Varanleg lausn inm Gegnheilar útiflísar á svalir, + AP/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.