Fréttablaðið - 01.06.2001, Page 18

Fréttablaðið - 01.06.2001, Page 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 1. júní 2001 FÖSTUPAGUR HVER ER TILCANCUR LÍFSIN? Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur Ég held að tilgangur lífsins sé að kynnast sinu rétta eðli og lifa samkvæmt eigin sannfæringu. Ef fólk gerir það uppsker það hamingjuna. Metsölulisti: Skáldskapur og sjálfshjálp bækur Á metsölulista Amazon.com kennir margra grasa eins og venju- lega. Bænabókin kunna The Prayer of Jabez hefur verið meira og minna á toppnum í margar vikur. Fjórar bækur eru á listanum sem flokkast undir skáldsogur, þótt ólíkar séu, og eru tvær þeirra ekki enn komnar út. Gaman er að sjá gamla vini, Hobbitt- inn og Hringadróttinssögu, hér sam- an í kassa, á listanum. Þessar bækur Tolkiens eru greinilega orðnar klassík. Loks er að geta sjálfshjálpar- bókanna sem jafnan njóte vinsælda, líklega ekki síst á vorin. í þeim flok- ki bóka er bæði að finna stuttar leið- beiningar til hamingjuríks lífs og „krass kúrs“ í að bæði líða stórkost- lega og líta stórkostlega út. ■ | IVIETSÖLUBÆKURNÁrI MESTSELDU BÆKURNAR Á AMAZON.COM David Kopp og Bruce H. Wilkinson: THE PRAYER OF JABEZ: BREAKINC THROUCH TO THE BLESSED LIFE ^ David McCuliough: JOHN ADAMS fí) Hampton Sides: CHOST SOLDIERS: THE FOR- COTTEN EPIC STORY OG WORLD WAR ll'S MOST DRAMATIC MISSION © Anne Tyler: BACK WHEN WE WERE CROWNUPS Sue Crafton: P IS FOR PERIL (kemur út 4. júní) Anna Quindlen: A SHORT GUIDE TO A HAPPY LIFE fí) Nora Roberts: DANCE UPON THE AIR (kemur út 5. júnQ Diane Irons: DIANE IRONS' 14-DAY BEAUTY BOOT CAMP: THE CRASH COURSE TO LOOKING AND FEELINC GREAT 0 Spencer Johnson og Kenneth H. Blanchard: WHO MOVED MY CHEESE?: AN AMAZING WAY TO DEAL WITH CHANGES IN YOUR WORK AND IN YOUR LIFE 5J J. R. R. Tolkien: ‘s THE HOBBIT AND THE LORD OF THE RINGS (SAMAN l' KASSA) Herbalife Hafðu samband við mig ef þig vantar vörur Eyrún Anna Einarsdóttir sjálfstæður Herbalife dreifingar aðili sími 8616837 VISA - euro Plötusnúðurinn Óli Palli í Rokklandi: Það má kalla mig Billy the Kid rokklanp Ólafur Páll Gunnarsson er íslendingum góðkunnur sem út- varpsmaðurinn Óli Palli í Rokklandi. Hann byrjaði snemma að hlusta á tónlist og ólíkt öðrum strákum fór hann ekki í bílaleik eða út að leika, hann hlustaði á tónlist. Óli er nú að ljúka við að lesa bók sem ber nafnið Last night a DJ saved my life. í inngangskafla bókarinnar er sagt hvað DJ’ar eða plötusnúðar eiga sameiginlegt. Það er þörfin fyr- ir að leyfa öðrum að heyra hvaða tón- list þeir eru að hlusta á. Nokkurskon- ar trúboðastarf. Þannig byrjaði ein- mitt plötusnúðaferill hans. Þá gekk hann á milli vina sinna með kassettur og neyddi tónlist sína uppá þá. Óli Palli byrjaði með tónlistar- þætti í útvarpi allra landsmanna, Rás 2, fyrir um tíu árum síðan. Þá fékk hann tækifæri til að leyfa hlustend- um að heyra alla þá tónlist sem hann var að hlusta á, en aðeins hálftíma í senn á viku hverri. Síðan þá hefur hann verið tíður gestur í viðtækjun- um og hefur verið í loftinu í allt að 80 klukkustundir í mánuði. Nú sendir hann bara út fjórtán tíma á viku. En Óli Palli lætur sér það ekki nægja. Um helgar spilar hann tónlist- ina sína á veitingastaðnum 22, og festir sig ekki við eina ákveðna teg- und tónlistar líkt og gengur og gerist í þessum bransa. rÉg spila allt milli himins og jarðar. Eg er ekki besti bít- mixari í heimi, en ég þekki heilmikið af tónlist sem ég er búinn að vera drekka í mig undanfarin 30 ár“ segir Óli Palli „Ég reyni auðvitað að halda fólkinu í fíling á dansgólfinu og það er aðalmálið. Eins og þeir í Lónlí Blús Bojs sögðu Stuð Stuð Stuð.“ Flestir plötusnúðar bera eitthvert plötusnúðanafn s.s. DJ Tommy White, DJ Ghost eða PS Daði. Óli er lítið fyrir slíkar nafngiftir. „Eins og Megas sagði þá má fólk kalla mig Billy the Kid ef það vill.“ ■ BOÐBERI TÓNLISTAR - Óli Palli hefur verið viðriðinn tónlist undanfarin 30 ár og það er síður en svo farið að draga af honum. FÖSTUDAGURINN ÍTTUNI FYRIRLESTRAR______________________ 10.00 flytur Matthías Sveinbjörnsson fyrirlestur til meistaraprófs við verkfræðideild Háskóla íslands. Fyrirlesturinn fjallar um skamm- tímaáhrif eldgosa á Íslandí á flugumferð og flugumferðar- stjórn á Norður-Atlantshafi. Matthias skoðaði hættur sem stafa af eldgosum fyrir flugumferð og áhrif þeirra á flugumferðar- stjórn með þvi að herma flugum- ferð og dreifingu öskuskýs sam- an.ÝFyrirlesturinn verður fluttur í VR-II, stofu 157. TÓNLEIKAR______________________________ 12.00 Hádegisandakt í Hallgrímskirkju. Andaktin er helguð minningu Gísla Magnússonar píanóleikara sem lést á mánudaginn. 18.00 hefjast stórtónleikarnir Poppfrelsi í Laugardalshöll þar sem margir af vinsælustu poppurum landsins koma saman til styrktar SÁA. Meðal þeirra sem koma fram eru Land og synir, Buttercup, Sól- dögg, írafár, Einar Ágúst, Páll Óskar, Two Tricky, Ensími og Andlát. Allur ágóði rennur til meðferðar- og göngudeilda fyrir unglinga, en ríflega 500 unglingar á aldrinum 14 til 19 ára leita eftir meðferð hjá SÁÁ á ári hverju. Langt er síðan svo margir íslenskir flytjendur hafa komið saman á tónleikum og verði er mjög stillt í hóf, aðeins 1500 krónur miðinn. Forsala aðgöngumiða er í verslun- um Skífunnar og aldurstakmark er 14 ár. 21.00 verða tónleikar sönghópsins Nor- dic Voices frá Osló á Kirkjulista- hátíð í Hallgrímskirkju. Þessir sex ungu söngvarar hafa á fáum árum getið sér mjög gott orð fyrir ferskan og vandaðan söng. Að þessu sinni verður farið yfir víðan völl í tíma og rúmi og flutt tónlist eftir m.a. Purcell, Schiitz, Reger og Messiaen. 22.00 Hljómsveitirnar Stjörnukisi, Fidel og Theyr Theyr Thorsteinsson verða með tónleika á Grand rokk. Miðaverð er aðeins 600 kr. 00.00 hljómsveitin Sixties spilar á Kaffi Reykjavík. 00.30 hljómsveitin Sóldögg verður á Gauknum í kvöld og spilar fram á rauðan morgun. Nýtt íslenskt dansverk á listahátíð erlendis: Ovænt uppá- koma listdans íslenski dansflokkurinn sýn- ir þrjú dansverk á listahátíð í Salisbury á Englandi í dag. Listahá- tíðin í Salisbury er gamalgróin al- hliða listahátíð, var fyrst haldin árið 1973 en hefur aukist mjög að um- fangi hin síðari ár. Hátíðin hófst 25. maí og stendur til 10. júní. Verkin sem íslenski dansflokkur- inn sýnir eru annars vegar verk sem voru á dagskrá dansflokksins í vetur sem leið, Kraak eftir Jo Strömgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta, og hins vegar nýtt íslenskt dansverk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur sem frum- sýnt verður hér heima í haust. Verk Ólafar nefnist Plan B og er ballett fyrir sjö dansara, fjórar kon- ur og þrjá karlmenn og fjallar um dansflokk sem lendir í óvæntri upp- ákomu og er undirbúinn undir það. „Þetta er hópverk en bæði með dúettum og sólóum," segir Ólöf. „Plan A gildir þegar allt gengur upp en plan B er gert til að mæta hinu óvacnta." íslenski dansflokkurinn hefur verið að kynna sig í auknum mæli er- lendis og er þátttaka hans í listahá- tíðinni í Salisbury afrakstur þeirrar vinnu. „Það er sterkur norrænn prófíll á hátíðinni í ár þannig að ís- land passar vel inn í hann.“ Þegar lá fyrir að Dansflokkurinn færi til Salisbury var ákveðið að flýta æfingum á verki Ólafar sem til stóð að byrja að æfa upp í vor þannig að flokkurinn væri með eitt íslenskt verk á dagskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dansflokkurinn fer utan með verk eftir Ólöfu því fyrir tveimur árum samdi hún verk fyrir flokkinn sem sýnt var víða erlendis. Auk þess hefur Ólöf verið í sam- starfi við aðra aðila og sýnt verk sýn erlendis á eigin vegum. Dansflokk- urinn hélt utan í gær og var Ólöf með í för. „Það verður bara að koma í ljós hvort þetta leiðir til einhvers," sagði Ólöf þegar hún var spurð hvort hún teldi að flutningur Plan B í Salisbury hefðu áhrif á feril hennar sem dans- höfundar. sýningunni eru Friðrik Friðriksson og Kjartan Guðjónsson. 20.00 Einn vinsælasti söngleikur liðinnar aldar, Syngjandi í rigningunní, er sýndur á Stóra sviði Þjóðleik- hússins, söngur, dans og róman- tík. 20.00 Feðgar á ferð er sprellfjörug kvöldstund í Iðnó sem feðgarnir Árni Tryggvason og Örn Árnason hafa samið og flytja einnig. Þetta er upprifjun á brotum úr gömlum revíum sem voru ein vinsælasta skemmtun íslendinga um miðja síðustu öld. Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elías- dóttir. 20.00 Gamanleikritið Fífl í hófi er sýnt í húsi íslensku óperunnar. Þetta er meinfyndinn leikur sem notið hefur mikilla vinsælda. LEIKSÝNINGAR____________________ 12.00 Rúm fyrir einn er sýnt í Hádegis- leikhúsi Iðnó. Leikritið er eftir Hallgrím Helgason og leikarar í 20.00 Stórfarsinn Með vífið i lúkunum er sýndur i Borgarleikhúsinu. Höfundurinn er Ray Cooney og með hlutverk fara helstu gaman- leikarar landsins. 20.00 Píkusögur eru sýndar á þriðju hæð Borgarleikhússins. Höfund- ur leikritsins er Eve Ensler og Sig- rún Edda Björnsdóttir leikstýrir. Með hlutverkin fara leikkonurnar SÝNINGAR______________________ Sumarstarfsemin hefst í Árbæjarsafni í dag. Gömlu húsin verða opnuð á nýjan leik, leiðsögumenn klæðast búningum Thorvaldsensbazar í Austurstræti: Sjálfboðavinna í heila öld góðgerðarstarf Konurnar sem vinna í Thorvaldsensbazar í Austurstræti eru stoltar af starfi sínu. f dag bjóða þær hverjum sem þiggja vill upp á kaffi með pönnukökum og kleinum í tilefni af hundrað ára afmæli versl- unarinnar. Verslunin verður skreytt blómum og borðum, félagskonur verða við afgreiðslu og munu klæð- ast peysufötum eða upphlutum. í Austurstræti verður fánaborg og stúlknakór Reykjavíkur syngur um fjögurleytið „Thorvaldsensbazar var stofnaður til þess að hjálpa fólki til að hjálpa STOLTAR AFGREIÐSLUKONUR Thorvaldsensbazar fer á Netið í tilefni af 100 ára afmælinu, auk þess að bjóða upp á kaffi, kleinur og pönnukökur í dag. sjálfu sér,“ segir Kristín Fjólmunds- dóttir verslunarstjóri. „Ýmis konar varningur var þá tekinn í umboðs- sölu, bæði prjónles og silfursmíði og alls konar trésmíði ásamt ýmsu fleiru sem fólk vildi selja. Konurnar 1 Thor- valdsensfélaginu unnu þetta allt sam- an í sjálfboðavinnu til þess að afla fjár handa veikum börnum og stórum fjölskyldum. Síðan hefur þetta þróast í að það hefur mikið verið hlúð að barnadeildum sjúkrahúsanna, sér- staklega núna á Borgarspítalanum. Þar er mikið af tækjum og rúmum og öllu mögulegu á barnadeildinni sem Thorvaldsensfélagið hefur gefið. Einnig hefur það verið þannig að fólk sem hefur lent í fjárhagsvandræðum út af veikindum barna sinna hefur getað leitað til félagsins." ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.