Fréttablaðið - 22.06.2001, Page 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
22. júni 2001 FÖSTUPAGUR
Breski íhaldsflokkurinn:
Fjórði frambjóðandi
til formennsku
Skólar í Grafarholti:
Kenndir
við Ingunni
og Sæmund
gwunnskóli Þórhallur Vilmundarson
prófessor hefur lagt fram tillögur
um nöfn á tvo nýja grunnskóla í
Grafarholti. Annars vegar Ingunn-
arskóli og hins vegar Sæmundar-
skóli. Guðrún Sturlaugsdóttir skóla-
stjóri hefur mælt með því við
fræðsluráð að skólinn sem hún hef-
ur verið ráðin að verði nefndur Ing-
unnarskóli. Á síðasta fundi fræðslu-
ráðs var ekki tekin afstaða til þess-
ara tillagna Þórhalls og var af-
greiðslu frestað til næsta fundar. ■
LONPON. ap. Enn einn frambjóðandi
til formannsembættis íhalds-
flokksins slóst í hóp hinna þriggja í
gær. Michael Ancram, fyrrum ráð-
herra í ríkisstjórn Johns Majors,
tilkynnti formlega um framboð
sitt. „Ég fer ekki í framboð vegna
persónulegs metnaðar heldur til að
Ihaldsflokknum standi til boða leið
einingar, að grípa tækifærið til
umhugsunar í stað þess að grípa til
skyndiaðgerða og til að endurnýja
tengsl okkar við fólkið án þess að
slíta ræturnar," sagði Ancram við
blaðamenn í gær.
Skilja mátti orð hans sem sneið
til Michael Portillo, sem enn er tal-
inn sigurstranglegastur frambjóð-
enda, en hann hefur mikið talað um
að íhaldsflokkurinn þurfi algerrar
endurskoðunar við.
Breska dagblaðið The Daily Tel-
egraph sagði í gær að Ancram gæti
hugsanlega verið sá leiðtogi sem
íhaldsflokkurinn þarf á að halda til
að byggja upp flokkinn á nýjan
leik.
Aðrir sem hafa tilkynnt fram-
boð sitt eru Iain Duncan Smith og
David Davis. Þingmenn íhalds-
flokksins munu velja tvo fram-
bjóðendur sem flokksmenn munu á
endanum kjósa á milli. ■
BLAIR OG HAGUE
Það fór vel á með þeim Tony Blair
og William Hague við ræðu drotttningar
í fyrradag. Sá síðarnefndi sagði af sér að
kosningum loknum.
Sólarplús
í tvær vikur
46.200..
----- miðað við ferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn 2ja -11 ára.
Innifalið er flug, gisting Istaðfestur gististaður viku fyrir brottför), ferðir til
og frá flugvelli erlendis, íslenskir fararstjórar og allir flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman er verðið 62.465 kr.
www.plusferdir. is
Blönduás Borgames Isafjörður Sauðirkrókur Akureyri Egilsstaðir Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík Grindavík
S: 452 4168 S:437 1040 S: 456 5111 S: 453 6262 S: 585 4200 S: 471 2000 S:4821666 S:481 1450 S: 585 4250 S: 426 8060
Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hliðasmára 15 • 200 Kópavogi
Sími 535 2100 • Fax 53^ 2110 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
Dalvegur 16A%202
RVAN
C L1 Í- 5MIS' A !M
KIKT f HIMINGEIMINN
Jim Kolesar, vísindamaður frá Williams háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum
stillir myndavél sina áður en sólmyrkvinn á sér stað. Kolesar er í hópi vísindamanna
frá háskólanum sem ætlar sér að rannsaka sólmyrkvann.
Fyrsti sólmyrkvi
aldarinnar
Þúsundir ferðamanna flykkjast til Afríku. Fólk varað
við því að horfa á sólmyrkvann án hlífðargleraugna.
lusaka, ZAMBlu, AR. Þúsundir ferða-
manna, vísindamanna og nýaldar-
gúrúa hafa undanfarna daga safnast
saman í Zambíu í suðurhluta Afríku
til að fylgjast með fyrsta sólmyrkva
aldarinnar. Hótel í Lukasa, höfuðborg
landsins, voru fullbókuð og leigðu
bændur út land fyrir tjaldstæði.
Stjórnvöld eiga von á meira en 20
þúsund ferðamönnum og hafa aldrei
fleiri ferðamenn komið til landsins í
einu. Ákváðu stjórnvöld Zambíu að
gefa frí í tilefni dagsins í gær þegar
sólmyrkvinn átti að hefjast. 2500 lög-
reglumenn vöktuðu götur og ferða-
mannasvæði í Lukasa og mun sól-
myrkvinn sjást þar í alls 10 daga, en
lengst mun hann sjást í Angóla. Ekki
er hins vegar búist við mörgum
ferðamönnum þangað sökum borg-
arastríðs sem staðið hefur yfir þar í
landi í 25 ár. Sólmyrkvinn mun einnig
sjást í fleiri löndum í suðurhluta Afr-
íku, en áhyggjur hafa verið uppi um
að fjölmargir Afríkubúar muni skaða
augun við það að reyna að sjá sól-
myrkvann þar sem þeir hafi ekki efni
á því að kaupa sér hlífðargleraugu.
Síðasti sólmyrkvi í heiminum var
í Evrópu í ágústmánuði árið 1999, en
sá næsti mun einnig sjást í suður-
hluta Afríku í desember á næsta ári,
en ekki er búist við að hann sjáist vel
vegna rigningatímabilsins sem þá
mun standa yfir.
í Zimbabwe hafa ættbálkahöfð-
ingjar varað við sólmyrkvanum og
sagt hann vera tákn um að forfeður
þeirra væru óánægðir með að þjóðin
hafi horfið frá aldagömlum afrískum
gildum eins og friði og samkennd. í
hefndarskyni vilji þeir því auka á
þjáningar þjóðarinnar sem þegar
hefur þurft að glíma við vandræði af
pólitískum-og efnahagslegum toga
auk útbreiðslu alnæmisplágunnar. ■
Þjófnaðarmál:
Kvikmynd
þjófnaður Kvikmyndavél með dýr-
mætri filmu var stolið úr húsakynn-
um Kvikmyndaskóla íslands í vik-
unni. „Þetta var ótrúlega bíræfið, ég
var í næsta herbergi meðan þjófnað-
urinn var framinn, og það var ekki
nema hálftími eða svo sem ég brá
mér þangað inn“, segir Árni Sveins-
son. Hann hefur ásamt systur sinni
Hrönn og Böðvari Bjarka Pétursson
unnið að gerð heimildamyndar um
unga stúlku sem ákveður að taka
þátt í fegurðarsamkeppni. „Ég hafði
verið að skoða filmu með upptökum
í uppnámi
í vélinni og hún var tekin með. Við
hreinlega verðum að fá filmuna aft-
ur áður en tökur hefjast að nýju í
júlí, en tryggingar bæta víst ekki
vélina þegar stolið er úr húsi sem er
opið.
Þetta er mikið tjón“, segir Arm
sem vonast til þess að skilvíst fólk
verði vart við það ef reynt verði að
koma vélinni í umferð eða sá sem
hana tók sjái að sér og skili henni.
Lögregla mun telja vafasamt að hún
hafi tíma eða mannskap til þess að
sinna máli af þessu tagi. ■
www.whalewatdhing.is
MIÐNÆTURSIGLING
á Jónsmessunótt
Siglt verdur um sundin blá og inn i Hvalfjörð, við dynjandi harmonikku tónlist.
Brottför frá Reykjavikurhöfn Ægisgardi, laugardagskvöldið 23. júni ki: 22:00
panntanir i síma 421-2660
Hvalaskoðun fra Reykjavikurhöfn alla daga W. 10:30